Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 18
Afhentu skýrslu um kostn- að við umferðaróhöpp Hellisheiði | Talsmaður Vina Hellisheiðar, Sigurður Jónsson, af- henti í gær Bergþóri Ólasyni, að- stoðarmanni samgönguráðherra, skýrslu um tjón vegna umferð- aróhappa á Suðurlandsvegi, frá Reykjavík til Selfoss, síðustu fimmtán árin. Viðstaddur var Óli H. Þórðarson, formaður Umferð- arráðs. Í skýrslunni sem unnin var í samvinnu við tryggingafélögin kemur fram að kostnaður við um- ferðaróhöpp á þessari leið nemur um fimm milljörðum síðustu fimm- tán árin og er þá samfélagslegum kostnaði og kostnaði þeirra sem tjónum valda bætt við útlagðan bótakostnað tryggingafélaganna. Sigurður Jónsson leggur áherslu á að áform um fram- kvæmdir á Hellisheiðinni verði endurmetin í ljósi þessa. Vegurinn verði settur í forgang við ákvarð- anir um framkvæmdir og að stefnt verði að fjögurra akreina vegi með vegriði á milli. Sigurður segir að á þeim kafla sem nú sé verið að laga sé ekki gert ráð fyrir vegriði á milli gagnstæðra akstursleiða. Hann segir jafnframt ljóst að for- senda þess að árangur náist í þessari baráttu sé að allir þing- menn kjördæmisins séu einhuga um málið. Morgunblaðið/Jim Smart 18 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES LANDIÐ Reykjanesbær | „Ég var ári lengur en flestir úr hópnum, þurfti að taka mér frí í kringum tvennar kosningar og fleira,“ segir Böðvar Jónsson, sölumaður og formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Hann útskrif- aðist sem viðskiptafræðingur frá Háskól- anum á Akureyri um helgina og varð efstur af 72 nemendum deildarinnar þótt hann stundaði fjarnám. Böðvar hóf námið haustið 2000, þegar Háskólinn á Akureyri fór að bjóða íbúum Reykjanesbæjar upp á fjarkennslu. Böðvar þurfti að hægja á sér í náminu í baráttunni fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2002 og sleppti einni önn fyrir alþingiskosningarnar árið eftir þar sem hann var einnig í fram- boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það tók hann því fimm ár að ljúka viðskiptafræðináminu í stað fjögurra og útskrifaðist því ári seinna en flestir úr hópnum sem hóf nám saman haustið 2000. Böðvar er önnum kafinn maður, er í fullu starfi sem sölumaður hjá Eignamiðlun Suð- urnesja og starfar mikið að stjórnmálum. Hann er formaður bæjarráðs Reykjanes- bæjar sem er eitt að mestu valda- og ábyrgðarstörfum í meirihlutanum, auk þess sem hann er varaþingmaður og formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Þess vegna vaknar spurning um það hvar hann finni tíma fyrir námið? „Maður skipu- leggur tímann eins og hann er. Ég hef nýtt helgarnar vel og á góða fjölskyldu sem hef- ur gefið mér tækifæri til að sinna þessu. En ég viðurkenni líka að þetta hefur oft verið stíft,“ svarar Böðvar. Alltaf að bíða eftir tækifærinu Eftir að hann útskrifaðist sem stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja hugðist Böðvar gerast flugumferðarstjóri og fór að læra það fag. Í því var hann í tæp tvö ár en sá þá að það starf ætti ekki við hann. Fljótlega eftir það hóf hann störf hjá Eignamiðlun Suðurnesja og hefur verið þar í fjórtán ár. En hann segist alltaf hafa verið að bíða eftir tækifæri til frekara náms. Sem bæj- arfulltrúi átti hann þátt í því að Háskólinn á Akureyri hóf að bjóða fjarnám í Reykja- nesbæ og hellti sér sjálfur í námið. Hann segir að fjarnámið sé stórkostlegt tækifæri fyrir eldra fólk, eins og hann orðar það í fyrstu en leiðréttir síð- an í fjölskyldufólk, til að hefja aftur nám. Sjálfur verður Böðvar 37 ára í sumar. Hann segir að fjölskyldufólk geti stundað námið í heimabyggð og tekið það á þeim hraða sem því hentar. „Þetta er eitt mesta byggðamál sem upp hefur komið hér á landi í mörg ár.“ Hann segir að vel sé staðið að þjónustu við fjarnema í Reykja- nesbæ en þeir hafa að- stöðu hjá Miðstöð sí- menntunar á Suðurnesjum, í gamla barnaskólahúsinu í Keflavík. „Ég veit að símenntunarstöðv- arnar hér og víðar eiga nokkuð undir högg að sækja. Þær hafa lagt töluvert í að koma þessari aðstöðu upp en hafa ekki feng- ið framlög til að standa undir honum,“ segir Böðvar. Segir hann að eigendur MSS séu að greiða 2 til 3 milljónir með þessari starfsemi á hverju ári. Telur hann sanngjarnt að ríkið styðji fjar- námið alls staðar með sama hætti og sam- bærilega starfsemi á Austurlandi og Vest- fjörðum. Kosningar næst á dagskrá Það kom Böðvari á óvart þegar í ljós kom við athöfnina að hann væri efstur í við- skiptafræðideildinni. „Ég vissi að mér hefði gengið vel og gæti verið sáttur við nið- urstöðuna en leiddi hugann satt að segja ekkert að því hvort ég yrði efstur,“ segir hann. Hann segir að þetta hafi verið svo fjarri sér að hann hafi ekki einu sinni kveikt á því þegar hringt var frá skólanum til að spyrja hvort hann yrði viðstaddur út- skriftarathöfnina. „En það er vissulega gaman að því,“ segir Böðvar. Hann er lítið farinn að huga að frekara námi. Segir að það verði að minnsta kosti ekki alveg strax. Næsta mál á dagskrá sé að undirbúa sveitarstjórnarkosningarnar næsta vor. Böðvar Jónsson útskrifaðist með hæstu einkunn viðskiptafræðinga frá Háskólanum á Akureyri Tafðist frá námi í tvennum kosningum Viðskiptafræðingur Böðvar Jónsson, sölumaður fasteigna og for- maður bæjarráðs, fann sér tíma til að stunda háskólanám. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is ALDREI hafa fleiri sótt um að komast í fjarnám við Háskólann á Akureyri, hjá Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum, en nú í vor. Sextíu nemendur hafa sótt um. Útlit er fyrir að kennsla hefjist á þremur sviðum, í viðskiptafræði og leikskóla- kennarafræðum, auk hjúkrunarfræði sem þegar hefur verið ákveðin. Guðjónína Sæmundsdóttir, for- stöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum, segist ekki enn hafa upp- lýsingar um það hvað Háskólinn á Ak- ureyri taki marga af þessum umsækj- endum inn. Hún segir ákveðið að nýr hópur hjúkrunarfræðinema hefji nám enda hafi 25 verið skráðir í það fyrr í vetur og fleiri bæst við. Næsta vetur verða um fjörutíu nemendur í fjarnámi í Reykjanesbæ, í námi sem þegar er hafið. Ef það gengur eftir að tekið verður inn í þrjá nýja námshópa tvöfaldast sá fjöldi, að minnsta kosti. Fjarnámsnemarnir tuttugu af Suð- urnesjum sem luku námi í vor frá Há- skólanum á Akureyri útskrifuðust form- lega við athöfn skólans á Akureyri um helgina. Eins og á síðasta ári verður þessum áfanga einnig fagnað heima í héraði. Verður háskólahátíð haldin á þjóðhátíðardaginn, klukkan 13, í Kirkju- lundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Guðjónína segir mikilvægt að halda slíka hátíð, það sýni sig á umsóknunum í vor. Telur hún að hátíðin í fyrra hafi sýnt íbúunum að fjarnámið væri raun- hæfur kostur og að nemendurnir lykju námi. Rekur hún metfjölda umsókna nú til þessa. Húsnæði í Íþróttaakademíunni Aðstaðan í húsnæði Miðstöðvar sí- menntunar við Skólaveg hefur varla dugað fyrir fjarnemana og hefur verið rætt um að þeir fengju aðstöðu í hús- næði Íþróttaakademíunnar í Reykja- nesbæ sem nú er í byggingu. Guðjónína segir að verið sé að semja um þetta og að málið skýrist væntanlega í vikunni. Ekki liggur fyrir hvort aðstaðan þar muni duga, það fer eftir því hversu margir nemendur bætast við og hvernig stundaskráin verður. Guðjónína segir að ef þörf gerist verði áfram hægt að nota aðstöðuna við Skólaveg. Metfjöldi umsókna um háskólanám Hrunamannahreppur | Unnið er að stækkun kirkjugarðsins í Hruna en rými fyrir leiði var að verða búið, fyrir önnur en þau sem búið er að taka frá. Gert er ráð fyrir 134 graf- reitum í viðbótinni. Jafnframt verður unnið að lag- færingum á bílastæðum, drenlagnir settar í skurði og malarstígar gerð- ir á milli fyrirhugaðra grafa. Það var Einar Sæmundsen hjá Land- mótun sem annaðist hönnun svæð- isins. Verktaki er Gröfutækni ehf. á Flúðum og verklok verða um miðj- an júlí. Sú kirkja sem nú stendur í Hruna var byggð 1865 og safnaðarheimili 1992. Formaður sóknarnefndar er Marta Esther Hjaltadóttir en prest- ur í Hruna er Eiríkur Jóhannsson. Bætt við kirkjugarðinn Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Viðbót Stórvirk tæki eru notuð við stækkun kirkjugarðsins í Hruna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.