Morgunblaðið - 14.06.2005, Síða 15

Morgunblaðið - 14.06.2005, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 15 ERLENT MICHEL Aoun getur ekki talist nýr þátttakandi í stjórnmálum Líbanons en 14 ára útlegð hans í Frakk- landi veldur því að margir telja hann nú vænlegan kost. „Við erum búin að reyna alla aðra. Gefum honum tæki- færi til að sýna að hann segi satt,“ sagði Mona Abinad- er, sjötug kona sem greiddi atkvæði á sunnudag í bæn- um Baabda. Hún hélt á appelsínugulri rós, tákni Aouns. Sjálfur er Aoun einnig sjötugur að aldri. Fáir Líb- anar eru búnir að gleyma því hvernig hann gerði ör- væntingarfulla tilraun til þess um 1990 að hrekja Sýr- lendinga úr landi. Honum mistókst og hafnaði í útlegð. En nú telja margir að hann stefni að því að verða for- seti landsins. Sömu auðmannaættirnar hafa verið við völd í marga áratugi í Líbanon. En Aoun er úr fátækrahverfi í Bei- rut og braust sjálfur til mennta. Þegar hann loksins hélt heim frá París í vor komst hann fljótt upp á kant við aðra leiðtoga kristinna Líbana en sjálfur er hann úr röðum maroníta, stærsta hóps kristinna. Sambúðin við marga súnníta-múslíma er einnig slæm og þá einnig við Saad Hariri, son hinnar myrtu þjóðhetju, Rafik Hariri. Þegar borgarastyrjöldin geisaði á áttunda og níunda áratugnum var Aoun undir lokin forsætisráðherra og þar áður yfirhershöfingi en gerðist einn harðasti and- stæðingur Sýrlendinga. Hann slapp naumlega lifandi með því að leita skjóls í sendiráði Frakka í Beirut árið 1990 og ári síðar fékk hann að laumast úr landi. Með hreinar hendur Aoun er ýmsu vanur, tvisvar var reynt að ráða hann af dögum, 1989 og 1990. Núna segist hann hafa átt verulegan þátt í því í útlegðinni að Frakkar og Banda- ríkjamenn ákváðu í fyrra að beita sér fyrir því að Sýr- lendingar drægju hernámsliðið á brott frá Líbanon. Frönsk áhrif eru mikil í Líbanon frá fornu fari. Aðdáendur Aouns segja að hann minni á Charles de Gaulle þegar hann sneri aftur til Frakklands undir lok seinni heimsstyrjaldar er Þjóðverjar hörfuðu undan bandamönnum. Aðrir gera gys að lýðskrumi hann og mannalátum og uppnefna hann „Napolaoun“. En marg- ir kjósendur eru á því að hershöfðinginn gamli sé rétti maðurinn til að berjast gegn landlægri spillingunni vegna þess að hann var útilokaður frá öllu slíku braski í útlegðinni. Lýðskrumari eða snjall mannasættir? HINN sjötugi Michel Aoun, fyrrver- andi forsætisráðherra Líbanons og bandamenn hans, eru sagðir ótví- ræðir sigurvegarar þingkosning- anna sem fram fóru í Líbanon á sunnudag. Munu þeir hafa fengið 21 af þeim 58 þingsætum sem kosið var um og kjörsókn var að þessu sinni allgóð eða um 50% bæði í Bekaa-dal og á Líbanonsfjalls-svæðinu. Alls eru 128 sæti á þingi Líbanons en fjórða og síðasta lota kosninganna fer fram um næstu helgi í norðurhér- uðunum og eru þar 28 sæti í húfi. Margt bendir nú til þess að hóp- ar og flokkar sem efndu í vetur og vor til mótmæla gegn Sýrlending- um og liðsmönn- um þeirra muni ekki ná meiri- hluta á þinginu þar sem Aoun hefur ákveðið að starfa með göml- um fjendum sín- um. En full- snemmt er þó að spá enda getur verið að samstarf- ið sé ekki byggt á traustum grunni. Sýrlendingar réðu lögum og lofum í Líbanon frá því um 1990 þar til í vor er þeir drógu her sinn á brott. Eru kosningarnar núna þær fyrstu í áratugi sem fara fram án þess að þeir stýri beint eða óbeint niðurstöðunni í krafti her- námsliðs síns og leyniþjónustu- manna. Aoun, sem á sínum tíma var hrakinn úr landi, er úr röðum krist- inna Líbana og barðist árum saman gegn Sýrlendingum og stuðnings- mönnum þeirra. En hann hefur nú skipað sér í flokk með Emile Lahoud forseta og öðrum valdhöfum í land- inu sem eru hlynntir náinni sam- vinnu við Sýrlendinga. Flókið samfélag Talsmaður Aouns segir hann ætla sér mikið hlutverk og er ljóst að átt er við meira en það sem hann virðist nú vera búinn að tryggja sér, þ. e. forystuna meðal kristinna Líbana. „Ég neita að vera kristinn leiðtogi – ég er líbanskur borgari,“ sagði Aoun nýverið. Hann segist ekki eiga lengur neitt sökótt við Sýrlendinga; nú skipti mestu að uppræta spillinguna í land- inu og koma á pólitískum umbótum. Um þau mál sé nú barist en ekki af- stöðuna til Sýrlendinga. Auk súnní-múslíma, sjía-múslíma og kristinna búa í Líbanon drúsar, trúflokkur er sækir margt til íslams. Drúsaleiðtoginn Walid Jumblatt við- urkenndi í gær ósigur í kosningun- um en gagnrýndi Aoun af hörku, sagði að hann væri tæki í höndum Sýrlendinga. „En það er rétt, hann sigraði, ég viðurkenni það,“ sagði Jumblatt. Jumblatt gerði reyndar sjálfur kosn- ingabandalag við ýmsa vini Sýrlend- inga en hann var sjálfur í mörg ár dyggur stuðningsmaður Sýrlend- inga. Hann snerist nýlega gegn þeim þegar hann taldi öll teikn benda til þess að þeir yrðu þvingaðir til að hafa sig á brott með hernámsliðið og það gekk eftir. Aoun sagði í gær að Jumblatt væri „hættulegur maður“ sem ekki tryði á lýðræðið. Aoun tókst vel að höfða til trú- systkina sinna í Bekaa-dal og á svæðunum sem kennd eru við Líb- anons-fjall, hin hefðbundnu heim- kynni kristna þjóðarbrotsins. Svo virðist sem úrslitin hafi jafnvel orðið betri en hann þorði að vona. Aðrir kristnir leiðtogar, sem áttu samstarf við súnníta og drúsa í stjórnarand- stöðunni, biðu víða afhroð. Er leitt getum að því að margir kristnir kjós- endur hafi hugsað með sér að kristna þjóðarbrotið yrði að lúta forystu eins, öflugs leiðtoga eins og drúsarn- ir undir Jumblatt og súnnítar undir hinum unga Saad Hariri. Hezbollah-samtök sjía-múslíma og stuðningsmenn þeirra, Amal-sjít- ar, munu hafa unnið tíu þingsæti í Bekaa-dalnum í austanverðu land- inu. Hezbollah nýtur stuðnings Sýr- landsstjórnar og klerkastjórnarinn- ar í Íran. Hezbollah-liðar og þar með sjítar njóta víða mikils álits í landinu vegna baráttu sinnar gegn ísraelska her- námsliðinu sem hvarf loks á brott ár- ið 2000. Hins vegar er það enn óleystur vandi hvað gera skuli við vopnaðar sveitir Hezbollah sem þeir neita að leysa upp. Margir óttast að verði hernum beitt gegn þeim muni afleiðingin verða nýtt borgarastríð. Aðrir benda á að ótækt sé til lengdar að eitt af stjórnmálaöflunum komist upp með að brjóta gegn lögum lands- ins og halda úti eigin herafla. Verður Aoun forseti? Ýmsir telja að Aoun, sem sneri heim fyrir rúmum mánuði, stefni nú á forsetaembættið en það heyrir til kristna þjóðarbrotinu samkvæmt málamiðlunarreglum sem ákveðnar voru fyrir um 60 árum. Yfirleitt hafa kosningaúrslit því að mestu verið ráðin fyrirfram. Baráttan hefur mest staðið milli einstakra hópa innan hvers þjóðarbrots eða trúarhóps. Og haldi hið nýja bandalag Aouns er ljóst að umskipti hafa orðið í líbönsk- um stjórnmálum; margir Líbanar eru hættir að skipa sér eingöngu í fylkingar í samræmi við trú og upp- runa heldur eru það skoðanir á þjóð- málum sem ráða ferðinni. Aoun kom, sá og sigraði Kristni leiðtoginn gerði óvænt bandalag við stuðnings- menn Sýrlendinga sem áður voru helstu fjendur hans Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Walid Jumblatt Saad Hariri Reuters Michel Aoun var sigurviss á kjördag og nú er orðið ljóst að hann er öflugasti leiðtogi kristinna Líbana. Hann er sagður stefna á forsetastólinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.