Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.06.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Við teljum að starfsemin sé farin að mótast mjög af ófullnægjandi hús- næðinu. Við séum farin að gera hlut- ina á einhvern einkennilegan hátt af því að húsnæðið hefur ekki boðið upp á annað. Okkur er farið að þykja eitt- hvað eðlilegt sem ætti að vera gert með allt öðrum hætti. Þegar við för- um að hugsa um nýjan spítala þurf- um við að nálgast það með opnum huga.“ Ys og þys út af engu? Ingólfur segir að húsnæðið sníði starfseminni þröngan stakk og oft sé fjarlægð milli eininga óþarflega mik- il. Það verði til þess að starfsfólkið sé á eilífum hlaupum um spítalann. Ekki aðeins milli deilda, heldur þarf það að vera á ferðinni milli húsa, enda hefur ekki alltaf tekist að koma því þannig fyrir að tengd starfsemi sé í sama húsi. „Það hefur slegið mig þegar ég kem á nýja spítala erlendis að þar er allt annað andrúmsloft en þegar maður kemur inn á Landspítalann,“ segir Ingólfur. „Þegar komið er inn á Landspítala þá blasir við margt starfsfólk á hlaupum fram og til baka. Ef við gætum fryst tímann og talið allt starfsfólkið sem er á ferð- inni kæmi í ljós að drjúgur hluti starfsfólksins er stöðugt á þönum fram og til baka. En á nýjum sjúkra- húsum erlendis er fólk á sínu vinnu- svæði og það er ekki þessi ys og þys, sem helgast af því húsnæði sem við erum í. Mér finnst þetta endurspegla að við erum með skipulag á starf- seminni sem hefur mótast af hús- næði sem er óhentugt. Það mun sparast heilmikið hvað þetta varðar þegar við flytjum í nýjan spítala. Það verður betri nýting á vinnuaflinu og starfsaðstæður allar betri.“ Ingólfur tekur dæmi um skurð- stofur og gjörgæslu spítalans sem er í gamla Landspítalanum við Hring- braut. Bráðamóttakan er annars staðar og mjög illa staðsett með tilliti til skurðstofanna og gjörgæslunnar. Flytja þarf sjúklinga með lyftum á milli sem eru í þokkabót of þröngar. Þá bendir hann á að skurðstofur séu einnig á kvennadeild, þó nokkuð frá öðrum skurðstofum. Einnig eru rannsóknarstofurnar fjarri legu- deildunum og starfsmenn þurfa að hlaupa með sýni fram og til baka. Sama er upp á teningnum með Blóð- bankann, miklir flutningar eru á blóði þar sem hann er ekki í nálægð við skurðstofur og aðrar einingar sem þurfa mest á þjónustu hans að halda. „Það má segja að allur spítalinn sé meira og minna svona,“ segir Ing- ólfur. „Það eru miklir flutningar á sjúklingum og mikil hlaup á starfs- fólkinu.“ Hjúkrunarfræðingar sem Morg- unblaðið ræddi við bentu á að t.d. væru lungnalækningar í Fossvogi, en hjartalækningar við Hringbraut, en oft þyrftu læknar þessara deilda að koma að sama sjúklingnum. Það þýði ferðalög milli húsa. Segja þeir starfsfólkið kvarta yfir þessu sjúk- linganna vegna. „Þegar við dreifum svona kröftunum þá fáum við minna út úr samstarfinu – það er alveg öruggt mál,“ segir einn hjúkrunar- fræðinganna. Stöndum höllum fæti Að mati Ingólfs stöndum við vissu- lega höllum fæti gagnvart nýrri spít- ölum í nágrannalöndum okkar, t.d. hvað varði legudeildirnar á LSH sem margar voru byggðar á sjötta og sjö- unda áratugnum. „Við erum langt á eftir öðrum sjúkrahúsum hvað þetta varðar og það er alltaf að verða meira og meira áberandi,“ segir hann en bendir á að sjálfsagt megi finna svipuð sjúkrahús sé eftir því leitað. „Enda hefur ekkert verið byggt hjá okkur, nema nýi Barna- spítalinn. Að öðru leyti eru bygging- arnar okkar orðnar gamlar, þær yngstu tuttugu ára.“ Hann segist ekki viss um að hætt hafi verið að byggja á meðan beðið var eftir ákvörðun um nýjan spítala. „Landspítali – háskólasjúkrahús er ekki nema fimm ára gamall,“ bendir hann á. „En við verðum að einbeita okkur að þessu núna. Við getum ekki skilað sjúkrahúskerfinu svona af okkur til næstu kynslóðar. Þetta er ekki boðlegt.“ Þrátt fyrir þá annmarka sem hús- næðið hefur í dag hefur margt verið gert frá sameiningu í þeim tilgangi að aðlaga sjúkrahúsið breyttri starf- semi. Miklar úrbætur hafa orðið í húsnæðismálum t.d. í tengslum við flutning deilda á milli eða innan húsa. Fjöldi deilda hefur verið gerð- ur upp og viðunandi aðstaða hefur skapast á ýmsum sviðum. Hæð sem byggð var ofan á G-álmu í Fossvogi hefur verið innréttuð sem aðstaða fyrir starfsmenn ýmissa sviða spít- alans og hefur það minnkað eftir- spurn eftir skrifstofuhúsnæði. Stærsta skrefið er svo án efa bygg- ing Barnaspítala Hringsins en hann var tekinn í notkun árið 2003. Lögðu Hringskonur hönd á plóginn við fjár- mögnun byggingarinnar líkt og þær hafa stutt við þjónustu við börn á spítalanum í áratugi. Enginn byggingarsjóður Enginn sérstakur byggingarsjóð- ur hefur verið stofnaður til að halda utan um fé til byggingar nýs spítala, en Ingólfur hefur lagt til að svo verði gert. „Þetta er gífurlega fjárfrek framkvæmd og það gengur ekki að ætla að fjármagna hana með fjárlög- um frá ári til árs. Við horfum auðvit- að til sölu Símans í þessu sambandi. Fjárstreymi til ríkisins vegna henn- ar verður væntanlega á þessu ári. Þá finnst mér eðlilegt að stofna bygg- ingarsjóð Landspítalans þar sem hluti af þessum peningum væri sett- ur til hliðar til að geta staðið straum af kostnaði við framkvæmdirnar.“ Til stendur að selja eignir Land- spítalans sem losna er starfsemi þeirra flyst á nýjan spítala upp í kostnað við bygginguna. Leggur Ingólfur til að þeir fjármunir verði einnig settir í byggingarsjóðinn. Í skýrslu nefndar um uppbyggingu Landspítala – háskólasjúkrahúss sem kom út fyrir ári, er gert ráð fyrir að söluverðmæti eigna LSH sé í kringum 5,3–8,4 milljarðar. Má gera ráð fyrir því að þar sem eftirspurn eftir lóðum á höfuðborgarsvæðinu hefur aukist verulega undanfarna mánuði, sé verðmæti þeirra enn meira nú. Verðmætasta eignin er Vífils- staðajörðin sem nú er metin á um 5–6 milljarða króna. Hafa ýmsir að- ilar sýnt jörðinni áhuga, enda er hér um að ræða gott byggingarland, að sögn Ingólfs. Enginn hefur sýnt Borgarspítal- anum áhuga en ekki verður hægt að selja hann fyrr en öll starfsemi er farin þaðan. Heilbrigðisráðherra hefur bent á að nýta megi húsið á marga vegu. Hefur hann nefnt að hugsanlega verði þar í framtíðinni hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Að framangreindu má sjá að það er orðið mjög brýnt að húsnæði LSH verði endurnýjað. Það fullnægir ekki lengur kröfum samtímans um þarfir sjúklinga og starfsfólks og því síður lágmarksþörfum spítala framtíðar- innar. Ekki er mögulegt að ná fram hámarks hagkvæmni í rekstri og skilvirkni í þjónustu við sjúklinga sem fyrirhuguð var með sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík fyrr en starfsemi LSH verður að mestu komin á einn stað. Vænta má umtalsverðrar hagræð- ingar við það eitt að sameina starf- semi sem nú er rekin á tveimur stöð- um í borginni þ.e. bæði í Fossvogi og við Hringbraut. Í Reykjavík eru í dag reknir tveir nánast jafn stórir bráðaspítalar, líkt og Ingólfur bendir á. „Þetta er mjög óhagkvæmt. Við erum með tvöfaldar rannsóknarstofur, tvöfalda mynd- greiningu, tvöfaldar skurðstofur og tvöfaldar gjörgæslur. Birgðahald er tvöfalt – allt er tvöfalt. Því er brýnt að ná þessu saman til að ná því hag- ræði sem fæst af því að vera með starfsemina alla á einum stað. Við er- um með segul- og sneiðmyndatæki í Fossvogi, við erum einnig með þessi tæki á Hringbrautinni. Við getum ekki sameinað rannsóknarstofurnar án þess að sameina aðra þætti, því krafan um svartíma gerir það að verkum að við getum ekki verið að sendast með sýni á milli húsa.“ 8–10% sparnaður í rekstri Reiknað hefur verið út að með því að sameina starfsemi LSH á einn stað náist fram sparnaður í rekstri upp á um 8–10% eða um 2,5 milljarða á ári. Er þetta varlega áætlað miðað við þann sparnað sem fengist hefur við byggingu nýrra sjúkrahúsa í ná- grannalöndum okkar. Næst þessi sparnaður m.a. með því að sameina starfsemi sem nú er á fleiri en einum stað, betri nýtingu starfsfólksins, með minni flutningum sjúklinga sem aftur hefur áhrif á sýkingarhættu og legutíma. Ingólfur segir að þegar skipulag lóðarinnar verði tilbúið í haust sé hægt að fara í kostnaðargreiningu og áætla nákvæmar hvað sparast í krónum talið við byggingu nýs spít- ala. ’Ef við gætum fryst tímann og talið allt starfs-fólkið sem er á ferðinni kæmi í ljós að drjúgur hluti starfsfólksins er stöðugt á þönum fram og til baka.‘ ’Það er umhugsunarvert fyrir okkur stjórnend-urna hversu mikil áhrif þetta hefur á starfsánægju og kulnun fólks í starfi. Það er álag að komast aldrei frá þessum mikla erli sem er á sjúkradeildunum.‘ Ingólfur Þórisson Lilja Stefánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.