Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 21 UMRÆÐAN fjölskyldur í Garðabæ. Kostnaður- inn getur numið hundruðum þús- unda og hefur sannanlega hindrað börn til þátttöku. Það sem kemur mér á óvart er að það þurfi könnun til að meirihluti sjálfstæðismanna ranki við sér. Það er margbúið að benda þeim á þennan gríðarlega kostnað. Nágrannar okkar í Hafn- arfirði hafa fyrir löngu brugðist við í þessu sambandi. Víst skal góðu fagnað Framlag bæjarins til þessa mála- flokks er skref í rétta átt og ber að þakka, þótt seint komi. „Það hefur verið stefna að styðja við barna- og unglingastarf og tryggja þar með hag þeirra síðar í lífinu.“ Fagurt er það markmið. En hafa bæjaryf- irvöld fylgt þeirri stefnu dyggilega? Svarið við því er því miður neitandi. Nægir þar að nefna það ófremdar- ástand sem ríkti hér allt fram á síð- asta ár í íþróttamannvirkjum. Við foreldrar erum ekki búnir að gleyma akstrinum á milli bæj- arfélaga og hesthúsa til að börn okkar gætu stundað íþróttir. Þau mannvirki sem síðan hafa risið hafa verið lengi á leiðinni, og illa skipu- lögð. Það er ekki gerð áætlun til frambúðar og engin miðstöð félags- íþróttastarfs finnst. Þá er enn mörgum íþróttagreinum úthýst í bænum. Leitað langt yfir skammt Það er vitað, að fulltrúar bæjarins hafa farið ferðir utan til að kynna sér byggingu íþróttamannvirkja og sundlaugagarða og sjálfsagt til að fræðast um skipulag þeirra mála. Fróðlegt væri að vita kostnaðinn við slíkar ferðir tvö síðustu kjörtímabil. Það er samt staðreynd, að árangur þessara fræðsluferða er vart sjáan- legur. Fulltrúum bæjarins hefði nægt að heimsækja nágranna okkar í Hafnarfirði og Kópavogi, þar hafa vinnubrögð öll verið til fyrirmyndar. Það sama má segja um Reykja- nesbæ og Seltjarnarnes. Á þessum stöðum voru fundir boðaðir til um- ræðu um þessi mál og leitað eftir áliti og samstöðu íbúanna. Betra seint en aldrei Ég endurtek að það er þakk- arefni, að bæjarstjóri okkar beitir sér fyrir styrk til þátttöku æsk- unnar í félags-og íþróttamálum. Það má þó minna á að Gunnar Ein- arsson var ráðinn íþróttafulltrúi þegar árið 1980 og hefur verið yf- irmaður íþrótta- og æskulýðsmála og reyndar menntamála æ síðan. Það hefur því gefist nægur tími til að koma með þessa bót mála en geyma það ekki, uns nýjar bæj- arstjórnarkosningar blasa senn við. Ég er þeirrar skoðunar, að íþrótt- ir og gott æskulýðsstarf sé besta vörnin gegn hvers konar vímu og annarri vá. Ég vil að starfsdagur barna okkar sé gerður heildstæður þannig að íþróttir, tónlistarnám og annað tómstundastarf sé unnið í samvinnu við skólann og húsnæði skólanna nýtt til hins ýtrasta. Ég vil líka að allt þetta starf sé styrkt af almannafé að mestu. Þá munu öll börn njóta þess burtséð frá efnahag og stöðu fjölskyldunnar. Stefna í þessum málum þarf að vera meiri en tuttugu þúsund króna styrkur. Sjálfstæðismenn hafa ekki mótað neina heildstæða framtíð- arstefnu í þessum málaflokki. Síð- asta afrek þeirra var að breyta skipulagi við Ásgarð. Það vita allir hversu mjög hefur verið þrengt að aðalíþróttasvæði bæjarins und- anfarin misseri með tilviljunar- kenndum byggingum á svæðinu. Í stað þess að auka nú við svæðið út í Hraunsholtið hafa þeir tekið góða sneið frá íþróttasvæðinu. Öll stefna og allar aðgerðir til bóta á þessum vettvangi eiga að vinnast með þátttöku foreldra og sérfróðra aðilja, en ekki sem dek- urverkefni kvíðinnar flokksforystu og vina þeirra. Ég skora á bæjarbúa að kynna sér þessi mál vel. Við þurfum nýja forystu í bæinn, þá er ég sannfærður um að Garðabær mun endurheimta stöðu sína sem einn mesti íþróttabær landsins. ’Stefna í þessum mál-um þarf að vera meiri en tuttugu þúsund króna styrkur.‘ Höfundur er áfangastjóri við Fjölbrautaskólann við Ármúla. VETRARSTARF Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni er að hefjast og væntum við góðrar þátttöku í því fjölbreytta félagsstarfi er þar fer fram. Við fögnum glæsilegu félagsheimili, björtu og rúmgóðu, að Stang- arhyl 4 og vonum að vel fari um fólk. Maður er manns gaman segir hið fornkveðna og sannleik þess má sannreyna í vetur. Innan félagsins er starfsemin fram- undan kynnt og á skrif- stofunni liggur frammi upplýsingapési góður og í Stað og stund Morg- unblaðsins má svo daglega sjá hvað fram fer hverju sinni. Mig langar hér að tæpa á þrennu, af því þeir þættir eru mér nokkuð skyld- ir. Söngvakan sæla er annan hvern miðvikudag kl. 14.30 og hefst núna 14. september. Þar kemur fólk og syngur saman af hjartans lyst, hver maður með sínu nefi við léttan undirleik Sigurðar Jónssonar tannlæknis og píanóleik- ara. Þar er lagaval fjölbreytt og sér- hver sem söngvagleði á í hjarta sínu mun geta fundið þar kjörinn vettvang til að yngja og hressa sálartetrið. Smábland í poka er á hverri söngstund og allt vel þegið þar á bæ og svo taka menn sér söngvahlé og drekka kaffi og rétt að taka fram að verðið er 500 krónur. Ég vona að ég sjái sem allra flesta á þessum stundum okkar í vetur, því fleiri, því skemmtilegra. Bókmenntaklúbbur verður nú öðru sinni að fenginni góðri reynslu á síðasta vetri og þar koma menn saman með annað hvort sjálfvalið efni til kynningar eða rætt er um ákveðið efni – ljóðakyns eða sagnaefni. Þessi hópur kemur saman annan hvern þriðjudag kl. 14.30 og hefst samveran nú þann 13. sept. Það er Sólveig Sörensen sem þar heldur um stjórntauma en annars er formið frjálslegt og allar frekari hugmyndir vel þegnar. Skorað er á fólk að koma og leggja sitt til mála. Svo er áformað að efna til nokkurra skemmtikvölda í vetur með blönduðu en umfram allt léttu efni og áætlað að 30. sept. verði þessari nýbreytni hleypt af stokkunum. Svo er allt ótalið annað, bridsið, skákin, félagsvistin, síðdegisdansinn sem nú verður annan hvern föstudag, danskennslan, kaffitárið, Göngu- Hrólfarnir, stafgangan, framsögnin og síðan eru þarna Söngfélag FEB og Snúður og Snælda með sitt mikla og blómlega starf og ekki má gleyma sunnudagsdansleikjunum. Svo ætlum við að halda menning- arhátíð í Borgarleikhúsinu 19. okt. Það eru yfir 8000 félagar í Félagi eldri borgara í Reykjavík, því ætti ekki að vanta fólk í hið margþætta fé- lagsstarf, þar sem allir eiga að geta fundið eitthvað við hæfi til að virkja þann kraft sem sannarlega í okkur býr. Ég segi því eins og krakkarnir segja í dag: Sjáumst og heyrumst. Eldri borgarar – virkið kraftana Helgi Seljan vekur athygli á öflugu félagsstarfi eldri borgara í Reykjavík Helgi Seljan ’… væntum við góðrarþátttöku í því fjöl- breytta félagsstarfi er þar fer fram.‘ Höfundur er varaformaður FEB, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.