Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ egar þetta er ritað bendir flest til að Helen Clark, forsætisráðherra Nýja- Sjálands, hafi tekist að leiða Verka- mannaflokkinn til sigurs þriðja kjör- tímabilið í röð eftir einhverjar tvísýn- ustu kosningar í sögu landsins. Fyrir um þremur mánuðum gaf fátt til kynna að svo jafnt yrði á mununum en vel heppnuð kosningabarátta Þjóðarflokksins, undir forystu hagfræðingsins Don Brash, hefur nær því tvö- faldað fylgi flokksins frá síðustu kosningum. Samkvæmt nýjustu tölum hlaut Verka- mannaflokkurinn 40,7 prósent atkvæða eða 50 af þeim 122 þingsætum sem í boði voru í 69 kjör- dæmum, en Þjóðarflokkurinn 39,6 prósent at- kvæða og 49 þingsæti. Verkamannaflokkurinn og Grænir tapa tveim- ur mönnum annars vegar og þremur mönnum hins vegar, á meðan Þjóðarflokkurinn bætir við sig 22 þingsætum eftir að hafa hlotið aðeins 20,9 prósent atkvæða í síðustu kosningum og 27 þing- menn kjörna. Enn á eftir að telja um 218.000 utankjörstað- aratkvæði, eða um 9,6 prósent atkvæða, og munu endanleg úrslit því ekki liggja fyrir fyrr en í byrj- un næsta mánaðar, en vegna þess hve mjótt er á mununum hefur verið ákveðið að öll atkvæði skuli endurtalin. Kosningarnar eru góð tíðindi fyrir hægri menn, en til einföldunar má segja að frá því að stöðug flokkaskipan komst á í Nýja-Sjálandi fyrir um 70 árum hafi Þjóðarflokkurinn verið vígi íhaldsmanna en Verkamannaflokkurinn flokkur jafnaðarmanna. Þrátt fyrir útkomu kosninganna hefur Clark lýst yfir bjartsýni um að jafnaðarmönnum muni takast að mynda stjórn, en hún hefur jafnframt lýst yfir áhyggjum af því að pólitísk gjá hafi myndast á milli ný-sjálenskra kjósenda. Óljóst hver útkoma stjórnarmyndunarviðræðna verður Þessi úrslit þýða að Verkamannaflokkurinn þarf að reiða sig á stuðning minni flokka til að tryggja sér þau 61 þingsæti sem þarf til að mynda nýja stjórn. Fyrsta talning rúmlega tveggja milljóna at- kvæða bendir til að flokkur Grænna hafi hlotið sex þingsæti, flokkur Maóría fjögur, Framsækni flokkurinn eitt, Nýja-Sjáland-fyrst flokkurinn s F V þ s a t G b f e a Heldur vinstrist Helen Clark, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, veifar ti Fréttaskýring | Verkamanna- flokkurinn í Nýja-Sjálandi þarf að reiða sig á stuðning minni flokka til að geta mynd- að nýja stjórn skrifar Baldur Arnarson um einhverjar tví- sýnustu kosningar sem fram hafa farið í landinu. ÓVISSA Í ÞÝSKALANDI Úrslit þingkosninganna í Þýska-landi í gær voru óvænt.Stjórnarandstöðuflokkar kristilegra demókrata og systurflokks þeirra í Bæjaralandi (CDU/CSU) og frjálsra demókrata (FDP) virtust samkvæmt skoðanakönnunum eygja möguleika á að mynda samsteypu- stjórn, en þegar upp var staðið var það víðs fjarri. Eins og við var búist náðu stjórnarflokkar jafnaðarmanna (SPD) og græningja ekki heldur meirihluta. Kristilegu flokkunum hafði verið spáð rúmlega 40% fylgi í aðdraganda kosn- inganna. Þegar talið var upp úr kjör- kössunum kom annað á daginn. Sam- kvæmt þeim tölum, sem birtar höfðu verið í gærkvöldi var munurinn á flokkunum aðeins tæplega eitt pró- sentustig og munar aðeins tveimur sætum á þingflokkum flokkanna kristilegum demókrötum í vil. Þessi úrslit eru vonbrigði fyrir Ang- elu Merkel, kanslaraefni kristilegra demókrata, sem fyrir nokkrum vikum virtist hafa afgerandi forustu, og má búast við að henni verði kennt um hvernig fór. Foringjar kristilegra demókrata í hinum ýmsu sam- bandslöndum eiga þó margir ekki úr háum söðli að detta því að flokkurinn var aðeins með flest atkvæði í þremur sambandslöndum af 16. Þá fékk CSU í Bæjaralandi tæplega 50% undir for- ustu Edmunds Stoibers, sem var kanslaraefni kristilegu flokkanna 2002 og vantaði þá aðeins sex þúsund atkvæði til að knýja fram sigur, en jafnaðarmenn voru með flest atkvæði í 12 sambandslöndum. Úrslitin eru einnig vonbrigði fyrir frjálsa demókrata, sem stefndu á stjórnarsamstarf við Merkel, ekki síst vegna þess að flokkurinn bætti veru- lega við sig frá síðustu kosningum, fékk tæplega 10% atkvæða og er nú þriðji stærsti flokkur landsins. Angela Merkel lagði í gærkvöldi áherslu á það að kjósendur hefðu tekið völdin af samsteypustjórn Gerhards Schröders og gerði um leið tilkall til þess að mynda nýja stjórn. Schröder var einnig fullur sjálfstrausts, kvaðst enn vera kanslari og myndi aðeins mynda stjórn með kristilegum demó- krötum ef hann gegndi því embætti áfram. Lýsti hann yfir því að Þýska- landi yrði áfram stýrt undir styrkri stjórn sinni næstu fjögur árin og er erfitt að sjá hvaðan hann fær sjálfs- traust til slíkra yfirlýsinga, nema eitt- hvað hafi gerst bak við tjöldin, sem enn er ekki komið fram. Miðað við þær yfirlýsingar, sem gefnar voru í kosningabaráttunni og ítrekaðar í gærkvöldi þegar ljóst var hvernig atkvæðin höfðu skipst, er staðan nú sú að ógerningur er að mynda stjórn. Mikið þarf að gerast til þess að kristilegir demókratar myndi stjórn með jafnaðarmönnum undir forustu Schröders og hann útilokar myndun stjórnar undir forustu Merkel. Ljóst er að fyrir utan stóru flokkana tvo geta engir tveir flokkar myndað stjórn í Þýskalandi. En hvernig gæti þriggja flokka stjórn lit- ið út? Frjálsir demókratar hafa útilok- að að mynda stjórn með jafnaðar- mönnum og jafnaðarmenn hafa útilokað að mynda stjórn með hinum nýja vinstri flokki Gregors Gysis og Oskars Lafontaines og þá er aðeins núverandi samstarfsflokkur græn- ingja eftir. Kristilegu flokkarnir hafa ekki áhuga á samstarfi við vinstri flokkinn og ansi langt er á milli þeirra og græningja. Það er því erfitt að segja fyrir um það hvernig stjórnar- mynstur tekur nú við. Í raun telst enginn sigurvegari eftir kosningarnar í gær og það hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir þýska stjórnmálamenn að þriðjungur kjós- enda kvaðst ekki hafa veitt tilteknum flokki atkvæði sitt vegna verðleika hans heldur óánægju með keppinaut- ana. Efnahagsástandið í Þýskalandi var helsta málefni kosninganna. Tæplega fimm milljónir manna eru atvinnu- lausar og ósveigjanleiki einkennir efnahagslífið. Ljóst er að aðgerða er þörf eigi Þjóðverjar að rífa atvinnu- lífið úr spennitreyjunni. Vandinn sem blasir við er margháttaður. Þjóðverj- um fækkar jafnt og þétt og það er áhyggjuefni í Þýskalandi hversu fá börn fæðast og ungt fólk bíður lengi með að eignast börn. Hefur mikið ver- ið skrifað um það hvernig fara eigi að því að halda uppi velferðarkerfinu í landinu þegar mannfáar kynslóðir þurfa að bera uppi mannmargar eldri kynslóðir. Skólakerfið í landinu hefur verið gagnrýnt harkalega og þá sér- staklega háskólarnir. Þjóðverjar hafa á tilfinningunni að nýjum kynslóðum vegni verr en kynslóðunum á undan og svartsýni einkennir viðhorfið til fram- tíðarinnar. Þó er ýmsar vísbendingar að finna um að þýskt efnahagslíf sé að taka við sér, en þessi litli efnahags- bati, sem kemur meðal annars fram í batnandi gengi fyrirtækja, er ekki far- inn að skila sér til neytenda. Schröder boðaði til kosninga til þess að fá afgerandi umboð frá kjósendum til þess að halda áfram þeim umbótum, sem hann hófst handa við þegar annað kjörtímabil hans hófst eftir að hann sigraði með naumindum í kosningun- um 2002. Þýskir kjósendur eru hins vegar greinilega hræddir við að afleið- ingar umbóta muni bitna á velferð þeirra þótt þeir viti að hjá þeim verði ekki komist. Það er skiljanlegt að kjósendur vilji fara sér hægt, en nið- urstaða kosninganna er þó sennilega það versta, sem komið gat fyrir því að búast má við að stjórnarmyndun kalli á slíkar málamiðlanir að lítið svigrúm verði eftir til afgerandi aðgerða. Þýskaland er þriðja stærsta efna- hagskerfi heims á eftir Japan og Bandaríkjunum. Efnahagslegt heil- brigði Evrópu veltur á efnahagslífinu í Þýskalandi. Um þessar mundir er mestur uppgangur í Austur-Evrópu, þar á meðal hinum nýju aðildarlöndum Evrópusambandsins. Þar eru gerðar tilraunir á borð við það að taka upp flatan skatt til þess að skapa gagnsæi og ýta undir grósku. Vissulega eiga þessi lönd langt í land með að ná Þjóð- verjum í lífsgæðum, en það segir sína sögu að á meðan atvinnuleysi er í kringum 20% í sambandslöndunum, sem áður mynduðu Austur-Þýskaland leita þýsk fyrirtæki til Póllands til að láta vinna verkefni. Úrslit kosning- anna í Þýskalandi gefa ástæðu til að ætla að nú verði því enn slegið á frest að taka á þeim flókna vanda, sem Þjóð- verjar eiga við að etja. Það er ekki að- eins slæmt fyrir Þýskaland, sem ávallt hefur treyst á efnahagsmátt sinn til að tryggja pólitískan slagkraft, heldur veikir stöðu þess í Evrópusambandinu og sambandið sjálft um leið. „litlu“ flokkarnir hafi farið með sigur af hólmi í þessum kosningum. Flokkur frjálsra demókrata (FDP), sem má kalla frjálslyndan hægriflokk, bætti við sig umtalsverðu fylgi. Það dugði þó ekki til að þeir geti myndað samsteypustjórn með Angelu Merkel og flokki hennar, eins og þeir höfðu ætlað sér. Þess vegna má telja víst að sigurgleði formannsins, Guidos Westerwelles, hafi verið nokkuð blend- in, þegar hann tók við heillaóskum fé- laga sinna eftir að það varð ljóst að hverju stefndi. Nýi vinstriflokkurinn (Die Linke) undir forystu Gregors Gysis og Oskars Lafontaines, sem á árum áður var sam- herji Schröders og formaður jafn- aðarmanna, bætti líka við sig miklu fylgi. Eftir að flokkur Gysis hafði í síð- ustu kosningum ekki náð þeim 5 pró- sentum atkvæða sem eru nauðsynleg til að koma mönnum á þing, fékk vinstri- flokkurinn nú rúmlega 8 prósenta fylgi. Og ef horft er til austurhéraða Þýska- lands kemur í ljós að þar hefur nýi vinstriflokkurinn að jafnaði um 25 pró- senta fylgi. Það er því óhætt að segja að pólitísk sáning þeirra Gysis og Lafontaines á undanförnum vikum og mánuðum hafi skilað ríflegri uppskeru. Strax og mönnum varð ljóst hver úr- slitin yrðu fóru bæði pólitískir „spá- menn“ og fylgjendur flokkanna að velta því fyrir sér, hvers konar ríkisstjórn Ú rslitin í þingkosningunum hér í Þýskalandi komu þjóðinni vægast sagt í opna skjöldu. Því hafði verið spáð að kristilegir demókratar (CDU), flokkur Angelu Merkel, myndi beinlínis „bursta“ höf- uðandstæðing sinn, jafnaðarmannaflokk Gerhards Schröders kanslara (SPD). Það fór hins vegar á annan veg. Um leið og fyrstu kosningaspár birtust á sjónvarpsskjám landsins, fáeinum mín- útum eftir að kjörstöðum hafði verið lokað, var einsýnt að kjósendur höfðu kveðið upp allt annan dóm en skoð- anakannanir höfðu gefið til kynna. Öll- um að óvörum kom í ljós að það var ekki nema rúmlega eitt prósentustig sem skildi á milli stóru flokkanna tveggja. Kristilegum demókrötum var verulega brugðið við fyrstu tölur Þetta var niðurstaða sem enginn hafði búist við, hvorki fréttaskýrendur, stjórnmálamenn né kjósendur sjálfir. Enda sýndu fyrstu viðbrögð kristilegra demókrata að þeim var meira en lítið brugðið. Það mun vera einsdæmi í þýskri sögu að jafn mikið bil hafi verið á milli niðurstaðna skoðanakannana sem gerð- ar eru skömmu áður en þjóðin gengur að kjörborðinu og úrslita í kosning- unum sjálfum. Þegar upp er staðið má segja að væri hægt að m utan þann mög arnir tveir, SPD kraftana í voldu eru nokkur önn möguleg – frá „ armiði. Þannig jafnaðarmanna demókrata mei Þessi kostur ur, ekki síst í lj frjálsra demókr andi að klifa á jafnaðarmönnu stjórn. Westerw ins, endurtók þ ystunnar strax kunnar og lýsti demókratar my anda halda áfra arandstöðu. Væringar Sch es gerir sams Það væri líka „ fyrir Schröder Fischer utanrík græningja að m þeirra Gregors Lafontaines. Sá kostur er ólíklegur vegna hafa verið á mi aines, allt frá þ sagði af sér ráð Söguleg úrsli Óvænt úrslit urðu í þingkosningunum í Þýskalandi í gær nú óvissa um framhaldið. Arthúr Björgvin Bollason fjall hið pólitíska landslag eftir hinar sögulegu kosningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.