Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 25 UMRÆÐAN Til bókaútgefenda: BÓKATÍÐINDI 2005 Skilafrestur vegna kynningar og auglýsinga í Bókatíðindum 2005 er til 6. október nk. Ritinu verður sem fyrr dreift á öll heimili á Íslandi Allar upplýsingar á skrifstofu Félags íslenskra bókaútgefenda, Barónsstíg 5, sími 511 8020. Netfang: baekur@mmedia.is ————————————— ◆◆◆ ————————————— Frestur til að leggja fram bækur vegna Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2005 er til 10. október nk. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Átt þú réttu græjurnar? Láttu áhugasama vita! Glæsilegur blaðauki um atvinnubíla og vinnuvélar fylgir Morgunblaðinu miðvikudaginn 5. október. Meðal efnis er: Vinnuvélar - það nýjasta á markaðnum Pallbílar - Græjur í bílana - Varahlutir Dekk - Vinnufatnaður fyrir veturinn og margt fleira Auglýsendur, pantið fyrir kl. 16:00 föstudaginn 30. september. Allar nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir í síma 569 1105 eða kata@mbl.is BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ALÞJÓÐLEGA Ólympíukeppnin í efnafræði fór fram á Taívan dagana 15. til 26. júlí fyrr á þessu ári. Keppnin var haldin í höfuðborg- inni Taípei. Íslendingar sendu lið í fjórða sinn til þessarar árlegu keppni. Þetta er í 37. skipti sem Ólympíu- keppnin er haldin en hún var fyrst haldin í Prag árið 1968. Markmið keppninnar eru að hvetja nemendur sem hafa áhuga á efnafræði til dáða, gefa þeim tækifæri á að hitta annað ungt fólk frá ýmsum löndum og stuðla þannig að auknum tengslum og alþjóðlegri samvinnu innan og ut- an fræðigreinarinnar. Í ár tóku 225 keppendur frá 59 löndum þátt í keppninni. Sigurveg- ari keppninnar var Alexey Zeifman frá Rússlandi, hann vann keppnina líka í fyrra. Í öðru sæti, ekki langt á eftir, var Jesada Temaismithi frá Taílandi og í þriðja sæti var Anton Repko frá Slóvakíu. Í fræðilega hlut- anum náði bestum árangri Senan Eminov frá Aserbaídsjan sem hafn- aði í 22. sæti og í verklega hlutanum stóð Maximilian Tromayer frá Aust- urríki sig best en hann lenti í 47. sæti. Íslenska liðið skipuðu að þessu sinni þau Arnar Þór Stefánsson, MA; Hildur Knútsdóttir, VÍ; María Óskarsdóttir, MR; og Tomasz Hall- dór Pajdak, MR. Þau voru valin í lið- ið vegna góðrar frammistöðu í Landskeppninni í efnafræði sem Efnafræðifélag Íslands og Félag raungreinakennara héldu síðastlið- inn vetur. Áður en haldið var til Taívan gengust þau undir tveggja vikna þjálfun í dæmareikningi og vinnubrögðum á tilraunastofu við Háskóla Íslands. Auk keppendanna fjögurra fóru tveir þjálfarar með í Ólympíukeppnina, þeir Finnbogi Óskarsson og Gísli Hólmar Jóhann- esson sem önnuðust þýðingu próf- verkefnanna á íslensku og yfirferð úrlausna keppendanna. Árangur íslenska liðsins í ár var svipaður og verið hefur hingað til; enginn kom heim með verðlaunapen- ing en keppendurnir stóðu sig að meðaltali svipað og lið Norðmanna og Svía. Hinir síðarnefndu náðu þó einum bronsverðlaunum. Danir og Finnar stóðu sig heldur betur líkt og undanfarin ár. Danir náðu þremur bronspeningum og Finnarnir lönd- uðu tveimur bronspeningum. Besta árangur íslenska liðsins átti Tomasz Halldór. Tomasz Halldór stóð sig best Íslendinganna í fræðilega hluta keppninnar en Arnar Þór varð hlut- skarpastur í verklega hlutanum. Það setti svip sinn á keppnina að fellibylurinn Haitang skall á eyjunni við upphaf hennar. Fellibylurinn var einn sá stærsti á þessum áratug, en Taívan fær yfir sig einn til tvo felli- bylji á hverju ári. Það fylgdi þessu mikil spenna og ekki síst hjá Íslend- ingunum sem vildu endilega kynnast alvöru fellibyl. Þegar til kom fór fellibylurinn að mestu yfir eyjuna fyrir sunnan Taípei og það varð frek- ar lítið úr honum á keppnisstaðnum. Þetta voru að sjálfsögðu ákveðin vonbrigði fyrir veðurbarða Íslend- inga. Þetta þýddi þó að það rigndi meira og minna allan keppnistím- ann, sem minnti mjög á ættjörðina nema að hitastigið var mun hærra og rigningin því hlý. Ókosturinn var að skoðunarferðirnar voru mjög votar. Í lokin stytti upp og hægt var að njóta veðurblíðunnar í þrjá daga áð- ur en haldið var heim á leið. Skipulag Ólympíukeppninnar í ár var í höndum efnafræðideildar Nat- ional Taiwan Normal University í Taípei. Skipulagið var ásættanlegt, en sumt hefði mátt betur fara. Á heildina litið var samt mjög skemmtilegt að kynnast landi og þjóð, sem var Íslendingunum fram- andi. Styrktaraðilar íslensku efnafræði- keppninnar voru margir og vill Efnafræðifélag Íslands þakka eft- irtöldum aðilum fyrir góðan stuðn- ing: SPRON, Bankastjórn Seðla- bankans, Actavis hf., Össur hf., Ensímtækni ehf., Málning ehf., Prokaria ehf., VGK, Lyfjaþróun hf., A&P Árnason ehf. og Sementsverk- smiðjan. Menntamálaráðuneytið styrkti Ólympíuliðið til ferðarinnar. GÍSLI HÓLMAR JÓHANNESSON, Langalína 7, 210 Garðabæ. Alþjóðlega Ólympíukeppnin í efnafræði 2005 Frá Gísla Hólmari Jóhannessyni, þátttakanda í Ólympíuleikunum á Taívan Íslensku þátttakendurnir á Ólympíuleikunum í eðlisfræði, sem fram fóru á Taívan. Frá vinstri eru Gísli Hólmar, Tomasz Halldór, Arnar Þór, María, Hildur, Finnbogi og Chen, leiðsögumaður íslenska liðsins. ÞEIR SEM eru ölvaðir af kaupæði verðbréfaspákaupmanna hefðu gott af því að lesa bréf dr. Valtýs Guð- mundssonar, prófessors, sem kom mági sínum, Jóhannesi bæjarfógeta, í ógæfu og lagði Jónasi Jónssyni frá Hriflu vopn í hendur til þess að ófrægja bæjarfógetann fyrir meðferð á ekknasjóðum. Þrátt fyrir skrif Jón- asar var Jóhannes kjörinn formaður Alþingishátíðarnefndar. Í bréfum dr. Valtýs má lesa hroka- gikksháttinn og einræðistilhneigingu dr. Valtýs. Hann er maður Mussol- inis. Vill ekki að vinnumenn hafi kosningarrétt. Tapar margföldum árslaunum prófessors í spek- úlasjónum á kauphöll og verðbréfa- og peningabraski. Fær 30 þúsund krónur lánaðar hjá Jóhannesi mági sínum, vitandi að hann getur aldrei greitt upphæðina til baka. Svona geta menn verið blindir í sjálfs sín sök. Þeir sem nú kaupa verðbréf fyrir lánsfé spila ógætilega með sjálft fjör- egg sitt. Tefla á tæpasta vað. Við þeim blasa örlög dr. Valtýs og ann- arra hrokagikkja. Auðvaldsskipulag það sem heimurinn býr við hefir sín takmörk. Það er alltaf verið að reyna að selja konunni sem á 10 kápur ell- eftu kápuna. Sú sem er nakin er ekki viðtalshæf. Hún er ekki á mark- aðnum. Íslenskar landbúnaðarvörur eru komnar á sælkeramarkað líkt og hjá Rómverjum, sem notuðu páfugls- fjaðrir til þess að kitla sig í kokinu svo þeir gætu étið meira. Markaðurinn fyllist fljótt. Það þarf að senda Alan Greenspan bækling Ragnars Kvaran, sem var tengdasonur Hannesar Haf- stein. Hann skrifaði mergjað rit um heimskreppuna og hagkerfi kapítal- ismans. Seðlabankinn sýndi þann drengskap að styrkja útgáfu bæklingsins. Heill og þökk sé Birgi Ísleifi og félögum hans. Greinarhöfundur sótti sýnikennslu í átökum 9. nóvember 1932. Gúttóslaginn. Þá hófu vígamóðir verkamenn Magnús lögreglumann á loft við grindverkið á Austurvelli og ætluðu að varpa honum á „grillteina“ girðingarinnar. Svo rík var heiftin í brjósti þeirra. Ásgeir, bróðir minn, var kominn með staf í hönd sér og ætlaði að keyra hann í höfuð Hjalta konsúls, sem var bæjarfulltrúi. Þá sagði einhver nærstaddur: „Æ, látið þið blessaðan gamla manninn í friði.“ Ásgeir bróðir minn var mannvinur. Hann lét stafinn síga og sleppti „blessuðum gamla manninum“. Ás- geir var stéttvís og fórnfús verka- maður og vaskur togaraháseti. Hann ökklabrotnaði í ofviðri á Halamiðum. Var lagður inn á sjúkrahús á Patreks- firði. Þar setti hann á svið andafund með draugaspili og tilheyrandi. Var ritað um uppákomu þessa í tímariti spíritista, Morgni. PÉTUR PÉTURSSON, þulur. Tefla á tæpasta vað Frá Pétri Péturssyni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.