Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.09.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 2005 31 MINNINGAR lærðu litlar stúlkur oft sín fyrstu prjónahandtök undir handleiðslu ömmu. Hún var mjög þolinmóð og auðvelt var að læra gott handbragð hjá ömmu. Eldri dóttir mín, Heiða Björg, fór oftar en ekki með prjón- les heim frá ömmu sem hún ætlaði að klára og átti það að verða ýmist sokkar eða vettlingar. Auk þess sem nýprjónaðir ullarleistar frá ömmu fylgdu oft með. Góðar minningar á ég um þau ár er amma og afi bjuggu í Bogahlíð- inni. Iðulega var þar margt um manninn enda mikla hlýju þar að fá. Afi sat við endann, amma bar bakk- elsi á borðið og við hin, börn, barna- börn og tengdabörn, dreifðum okk- ur um borðstofuna. Allir á leið heim, ýmist úr vinnu eða skóla og fátt var betra en koma við hjá ömmu og afa og ræða um það sem efst var á baugi hverju sinni. Amma og afi héldu utan um okkur hvert og eitt og gættu þess að öllum farnaðist vel. Elsku amma. Ég veit að afi hefur tekið vel á móti þér og nú verðið þið saman að eilífu. Minning um ynd- islega ömmu og afa lifir um ókomna tíð. Hjartans þakkir fyrir allt alla tíð. Ragna Heiðbjört. Elsku amma, nú hefur þú kvatt okkur og þótt sárt sé að kveðja þig þá er gott að hugsa til þess hvað við erum ríkar af öllum góðu og skemmtilegu minningunum um þig sem lifa með okkur. Alla okkar ævi hefur amma verið stór hluti í lífi okkar systra og margs er að minnast þegar við setj- umst niður og rifjum upp tímana okkar saman. Stundirnar sem við fengum með þér, elsku amma, eru ómetanlegir og erfitt er að segja með orðum hversu mikið þú hefur gefið okkur með hlýju þinni og ást- úð. Amma var mjög áhugasöm að fylgjast með hverju því sem var að gerast í lífi okkar systra og var ætíð dugleg að spyrja frétta. Þannig var hún alltaf meðvituð um alla stóra sem smáa viðburði hjá okkur og munum við vel hvað okkur fannst alltaf merkilegt að koma með ein- kunnaspjöldin til hennar og afa úr grunnskóla og fá klapp á bakið. Afa og ömmu var mikið í mun að fá að taka þátt og efla okkur í náminu en minnumst við þá fyrst stafakennsl- unnar sem við fengum á barnsaldri í Bogahlíðinni í fanginu á ömmu eða afa, því auðvitað urðu allir að kunna stafrófið áður en skólagangan hæf- ist. Síðar meir, þegar við eldri syst- urnar lukum stúdentsprófi og hófum háskólanám, þá var amma aldrei langt frá að spyrja frétta úr skól- anum og fá að lesa ritgerðir og ekki vantaði áhugann og hvatninguna. Amma var alveg „ekta amma“ og oftar en ekki þegar við gistum þá var full dagskrá af okkar hálfu sem amma og afi tóku auðvitað þátt í. Minnumst við stundanna sem við áttum að spila saman rommí og ólsen ólsen með kakó og nýbakaðar ömmukleinur og fá að taka þátt í bakstrinum og bralla ýmislegt í eld- húsinu. Mikið var alltaf líka gaman að fá að stússast og máta allar fal- legu slæðurnar hennar og spegla sig fram og aftur en þannig lékum við okkur tímunum saman í prinsessu- leik, ásamt því að fá að grúska í snyrtitöskunni hennar ömmu og prufa hárrúllurnar og þá auðvitað í hárið á ömmu. Einnig var alltaf hefð fyrir því að koma til ömmu á haustin og fá vett- linga og hosur fyrir veturinn og ekki vantaði upp á úrvalið. Ekki leið á löngu þegar Gummi, Hjörtur og Al- mar litli komu til sögunnar að þeir höfðu sett upp vettlinga frá þér, elsku amma. Í kringum jólin var stór þáttur okkar systra að fá að undirbúa jólin með þér og afa, skera út laufabrauð og pakka inn gjöfun- um sem var mikið hlutverk fyrir litl- ar stelpur og síðar meir þegar við urðum eldri þá héldum við enn í jólahefðirnar með ömmu og afa. Við getum þakkað fyrir það hvað amma og afi voru alltaf góð til heils- unnar þótt minnið hafið stundum farið að bresta en alltaf passaði hún upp á að vita hvað var að gerast í lífi okkar systra. Sárt var samt að sjá hvað fráfall afa var henni erfitt og hvað hún saknaði hans mikið en all- ar vorum við duglegar að rifja upp tímana sem afi var með okkur og heyra sögurnar hennar um tímana þeirra saman. Erfitt er líka að hugsa til þess að amma verði ekki viðstödd alla komandi stóru atburði í lífi okkar sem hún var vön að taka þátt í eins og að fá að sjá lang- ömmubarnið hjá Ragnhildi í október sem hún talaði oft um en hún var búin að hekla treyju sem er ómet- anleg minning og fermingin hjá Ás- dísi í vor. En við vitum að þú og afi haldið uppteknum hætti og fylgist vel með okkur um ókomna framtíð. Nú ertu, elsku amma, aftur komin til afa og við vitum að ykkur líður vel og þá líður okkur vel. Hvíldu í friði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð.: S. Egilsson.) Þínar Ragnhildur, Hulda og Ásdís Heiðarsdætur. Það er með miklum söknuði sem ég kveð ömmu mína og nöfnu Sigríði Gunnarsdóttur. Það hafa verið for- réttindi fyrir mig að hafa verið sam- vistum við ömmu rúm fjörutíu ár. Við amma vorum alltaf mjög nánar og töluðum mikið saman. Hún fylgd- ist vel með því sem ég og öll mín fjölskylda vorum að gera og sýndi því lifandi áhuga. Án ömmu verður lífið öðruvísi. Þegar ég var að alast upp sá ég ömmu og afa (sem látinn er fyrir tveimur árum) ekki oft því við bjuggum hvort á sínu landshorninu. Þó að samgöngur í lofti hafi, ótrú- legt en satt, verið betri en nú er og flugvöllurinn í túnfætinum hjá mér, þá ferðaðist fólk ekki eins mikið og nú. Amma og afi hringdu oft í okkur og var alltaf spennandi að bíða eftir póstinum þegar afmæli og jól nálg- uðust. Amma og afi heimsóttu okkur stundum og þá var oft sagt við ömmu: „Amma, viltu lesa fyrir okk- ur Grimmsævintýri? Það gerði amma með glöðu geði. Amma var mjög hneigð til bókar. Hún las mikið og þá allar tegundir bókmennta. Á seinni árum las hún jafnt nýja höfunda sem þá eldri, og hafði gaman af því að eftirlæti sitt á rithöfundum virtist ganga í erfðir. Þegar ég fluttist suður til þess að fara í menntaskóla bjó ég hjá ömmu og afa í Bogahlíðinni. Amma aðstoð- aði mig ósjaldan í bókmenntum því þar var hún á heimavelli. Amma lagði mikla áherslu á að allir sæktu sér einhverja menntun. Þegar ég ákvað seinna að fara í nám erlendis var það amma sem studdi mig með ráðum og dáð. Í nokkur ár bjuggum við í næsta húsi við afa og ömmu. Börnin mín nutu svo sann- arlega góðs af því nábýli. Syni mín- um er enn í fersku minni þegar hann, sjö ára gamall, kom eftir skóla til ömmu, fékk mjólkurgraut að borða og sat í rólegheitum með henni og afa. Jólaboðin í hádeginu á jóladag hjá ömmu og afa voru einstök og fannst okkur jólin ekki söm fyrst eftir að þessi boð lögðust af. Amma var mik- il handavinnukona og liggur eftir hana fjöldi fallegra hluta auk ótelj- andi sokka og vettlinga sem meðal annars börnin mín nutu góðs af. Nú er amma búin að fá hvíldina og þökkum við henni fyrir allt. Blessuð sé minning hennar. Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veizt þú ert kominn að vaðinu á ánni … (Hannes Pét.) Sigríður Jóhannsdóttir. Elsku amma mín, hún var ekta amma. Hún var amma sem var alltaf heima og allir komu við í heitar kleinur og kalda mjólk hjá henni og afa. Það var þéttsetið við appels- ínulitaðan eldhúsbekkinn og háu kollarnir með bakinu voru vinsæl- astir. Það var gaman að hitta fólkið við bekkinn og maður spáði í hverjir væru komnir og sestir þegar maður var á leiðinni og einnig þegar maður var sestur við bekkinn og dyrabjall- an hringdi „tvö löng og eitt stutt“, hverjir væru að bætast í hópinn. Þegar ég var lítil var best að fá ömmu til að spila rommý eða manna og að gista hjá ömmu og afa er sveipað dýrðarljóma dans- og söngvamynda sem og kvöldkaffið. Amma á heiðurinn af því að ég náði íslenskunni í menntó, hún hafði tíma til að lesa stafsetningaræfingar fyrir mig einn veturinn. Amma mín var alltaf með handa- vinnu við höndina. Hekluðu teppin hennar er vörumerki ættarinnar, sem og útsaumuðu stólarnir, skeml- arnir, glerborðin, prjónuðu hosurn- ar og vettlingarnir. Hugur minn upplifir mörg tímabil ævinnar aftur við þessar skriftir en það er sameignlegt öllum mínum minningum um ömmu mín og afa minn, þær eru allar góðar og ljúfar. Elsku amma mín, þakka þér fyrir að gefa okkur yndislegar minningar. Börnin mín og ég biðjum fyrir kveðju til afa. Harpa Sólbjört Másdóttir og fjölskylda. Nú er langri vegferð lokið. Sigga frænka horfin á vit feðranna og ást- vina sinna. Fas hennar einkenndist af tryggð, trúmennsku, frændrækni og hlýju í garð allra. Sigga var ákaflega jafn- lynd manneskja og minnist ég þess ekki að hafa séð hana skipta skapi. Sigga var fædd í Grænumýrar- tungu í Hrútafirði, heiðarbýli á slóð- um foreldranna og forfeðranna. Þar bjó hún meirihluta ævi sinnar og átti sín börn þar. Stóran hluta þess tíma hafði hún foreldra sína í sambýli á heimilinu og síðar tengdaföður líka. Það hefur áreiðanlega ekki alltaf verið auðvelt að vera Sigga. En hún kunni þá list að sigla milli skers og báru. Og góð var hún tengdaföður sínum. Milli þeirra ríkti alltaf gagn- kvæm virðing og vinátta. Það varð henni erfiður tími þegar ákvörðunin var tekin að flytja suður. En það hafðist eins og annað. Mér var eitt sinn sögð saga af fyrstu veru minni í Grænumýrar- tungu. Foreldrar mínir komu í heimsókn að sumri til, eins og alltaf, en ég var einungis tveggja mánaða gömul þá og átti tvo eldri bræður. Þegar halda átti heim á leið bað Sigga mömmu að skilja mig eftir, svona eins og í fóstri. Eldri bróð- irinn hnippti þá í mömmu og sagði við hana: „En þá fáum við hana aldr- ei aftur!“ Sigga hafði mikinn áhuga og þekkingu á ættfræði. Hún kveikti hjá mér brennandi áhuga í þeim efn- um fyrir 35 árum sem aldrei síðan hefur slokknað. Ég gleymi því aldr- ei, þegar ég, krakkinn, fékk sendi- bréf frá Siggu. Handskrifaða ætt- artölu Grænumýrartunguættar- innar. Síðar, í félagi við Ingunni dóttur sína, skráði hún og gaf út niðjatal Grænumýrartunguættar- innar, eða Grænu bókina, eins og hún oftast er kölluð. Æði oft heyrist vitnað í það kver og þá oftast nefnt „græna biblían“. Sigga frænka var ljúf og góð manneskja sem fylgdist vel með öllu og öllum. Hún hélt sambandi við gamla sveitunga og vini alla tíð. Þessi stoð og stytta fjölskyldu sinn- ar, sem aldrei bognaði, varð loks að kveðja þennan heim, en skilur eftir ljúfar minningar í hjörtum þeirra sem eftir lifa. Vörðuð þín vegleiðin bjarta, vinir og frændur þín minnast af hlýju. Minning þín lifir í þakklátu hjarta þar til við hittumst að nýju. (G. Jóh.) Blessuð sé minning þín. Elsku Sigga, ég kveð þig með söknuði og votta Nönnu, Ingunni, Gunnari, Heiðari og fjölskyldum þeirra mína innilegustu samúð. Guðrún Jóhannsdóttir. ✝ Hans Blomster-berg fæddist í Reykjavík 9. ágúst 1928. Hann lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 8. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Frederik A. Hans Blomsterberg, f. í Helsingör 6. októ- ber 1898, d. 23. október 1949, og AnneLise Blomster- berg, f. í Nörre- sundby 2. nóvember 1902, d. 14. mars 1997. Albróðir Hans er Niels Marius Blomsterberg, f. 15. janúar 1927, kvæntur Maríu Ósk- arsdóttur, f. 18. júní 1931. Hálf- bræður Hans og samfeðra eru Bjarni Blomsterberg, f. 17. febr- úar 1917, kvæntur Þórunni Val- gerði Jónsdóttur, f. 7. september 1925; og Andrés Blomsterberg, f. 25. júní 1918, d. 16. apríl 1997, kvæntur Grétu Guðmundsdóttur, f. 31.maí 1925, d. 25.mars 2001. Hinn 25. nóvember 1949 kvæntist Hans Ástu Sigrúnu Oddsdóttur, f. 26. október 1928. Foreldrar hennar voru Kristín Magnúsdóttir, f. 6. apríl 1902, d. 6. október 1973, og Oddur Odds- son, f. 1. október 1889, d. 21. ágúst 1932. Hans og Ásta eiga fimm börn. Þau eru: 1) Anna Lísa, f. 7. apríl 1949, gift Hlina Péturssyni, börn: a) Davíð Þór Hlinason, í sambúð með Sigríði Hannesdóttur, þeirra börn eru Hannes Hlini, f. 1996, og Atli Aron, f. 1998. 2) Kristín Maren, f. 23. júlí 1954, gift Bengt Ahl. 3) Friðrik Hans Blomsterberg, f. 2. ágúst 1960, kvæntur Öldu G. Jóhannesdóttur, börn: a) Hörður Jó- hannes, f. 1993, b) Brynjar Daði, f. 1995. 4) Sigrún, f. 2. maí 1963, gift Friðriki Jósafats- syni, börn: a) Ásta Sigrún, f. 1987, b) Hjalti Geir, f. 1992, c) Daníel Freyr, f. 1995, d) Kristín Lísa, f. 1999. 5) Ellen, f. 26. maí 1965, gift Einari Sigurðssyni. Saman eiga þau fjögur börn: a) Edda, f. 1982, í sambúð með Otta Ágústsyni og eiga þau Ágúst Daða, f. 2004, b) Elísabet, f. 1986, c) Eydís Sylvía, f. 1992, d) Einar Óli, f. 1996. Hans útskrifaðist 1951 með sveinspróf í múraraiðn og sem múrarameistari 1955 og starfaði hann sem slíkur meðan heilsan leyfði. Hans og Ásta hófu sinn búskap á Kárastíg 8 en fluttu síðan í Tunguselið og hafa þau búið þar síðastliðin 28 ár. Eftir að Hans hætti að vinna sneri hann sér að áhugamáli sínu, frímerkjasöfnun. Hans verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Afi gaf sér alltaf tíma fyrir okkur börnin og fylgdi okkur alltaf inn í leikherbergið þegar við komum í heimsókn. Afi var svo uppfinningasamur að búa til leiki, einfaldar teygjur urðu að leik fyrir okkur svo tímunum skipti. Kalkipappírinn var dreginn fram og búin til mörg listaverk úr honum. Hann bjó til myndasögur handa okkur og minnisspil var mikið spilað þegar við vorum yngri. Síðan tók spilastokkurinn við. Hann kunni svo oft leiki sem enginn annar kann. Afi var mikið jólabarn. Þegar des- ember kom þá breyttist sólskálinn hjá afa og ömmu í lítið jólaland, allt fullt af jólaljósum og jólasveinum. Og þegar jólin voru búin þá tímdi hann ekki alltaf að setja alla hlutina í geymslu strax og breytti þá jóla- sveinum bara í álfa. Við viljum kveðja þig með þessari litlu bæn: Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesú, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesú, að mér gáðu. (Ásmundur Eir.) Elsku afi, takk fyrir allar stund- irnar með þér. Ásta Sigrún, Hjalti Geir, Daníel Freyr og Kristín Lísa. HANS BLOMSTERBERG Elsku Friðmey mín, mig langar að minnast þín í örfáum línum. Fyrir tæpum fjórum árum fékkstu heilablæðingu og gast ekki eftir það verið ein í gamla húsinu þínu uppi í sveit. Hófst þá bið eftir plássi á dvalarheimili. Tókum við Steini þinn þig þá inn á heimili okkar, ég nýkomin inn í fjölskyld- una og þekkti þig ekkert svo mik- ið. Hafði maður smá áhyggjur yfir því að þetta yrði erfitt en það var öðru nær. Þetta varð yndislegur tími, þú svo jákvæð, skemmtileg, þakklát fyrir allt sem maður gerði FRIÐMEY GUÐMUNDSDÓTTIR ✝ Friðmey Guð-mundsdóttir fæddist í Hafnar- firði hinn 15. októ- ber 1917. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði hinn 1. september síðastliðinn og var jarðsungin frá Sel- fosskirkju 16. sept- ember. fyrir þig. Þú sagðir mér svo margar skemmtilegar sögur frá þér og þínum góðu vinkonum. Hvernig öll þín ævi var. Þú varst svo minnug á allt. Eftir þennan tíma fannst mér ég hafa þekkt þig alla ævi og mikið gátum við hlegið, ég tala nú ekki um þeg- ar Ágústa þín var komin líka. Fyrir þrem árum eignuðumst við svo þrítugasta barnabarn þitt, hann skilur ekki núna að amma er farin. Fjóla Breiðfjörð Ægisdóttir. Elsku amma. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. Ágúst, Íris og Álfheiður. Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning- argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.