Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 F 21 Karl Gunnarsson sölumaður Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali Erlendur Tryggvason sölumaður Kristján P. Arnarsson sölumaður Kristbjörn Sigurðsson sölumaður HJALLAVEGUR - M. BÍLSKÚR Mjög björt 2ja herbergja íbúð á 1. hæð ásamt 22 fm bílskúr. V. 13,9 m. 4809 BOÐAGRANDI - ÚTSÝNI - LAUS 53 fm íbúð á 9. hæð í lyftuhúsi. Húsvörður. V. 13,5 m. 4403 GOÐABORGIR - LAUS Björt og rúm- góð 68 fm íbúð með sérinngangi af svölum. V. 14,9 m. 4685 HRAUNBÆR Björt og rúmgóð 60 fm íbúð á 3. hæð. V. 13,3 m. 4617 VALLARÁS - SÉRVERÖND Góð 2ja herbergja íbúð á jarðhæð í góðri lyftublokk. V. 13,2 m. 4633 ATVINNUHÚSNÆÐI SÖLUTURN/GRILL Einn besti sölu- turn/grill/lottóstaður miðbæjarins. Söluturn- inn Drekinn, Njálsgötu. 4801 MOSÓ - URÐARHOLT Nýstandsett 157 fm íbúðar- og atvinnuhúsnæði á jarð- hæð. V. 25,9 m. 4768 SÍÐUMÚLI Gott 192,4 fm skrifstofuhús- næði á 3. hæð. 4655 LANDIÐ SUMARHÚS MEÐ 100% LÁNUM Sumarhús á eignarlóðum í landi Heklu- byggðar. Húsin eru 60 fm með 30 fm svefn- lofti. 2 góð svefnherbergi, eldhús og stór stofa. Húsin eru fullbúin að utan en fokheld að innan. Lóðirnar eru í skipulagðri frí- stundabyggð. Vegur og kalt vatn að lóðar- mörkum. Mjög góð staðsetning og glæsi- legt útsýni. Nánari upplýsingar á www.hek- lubyggd.is. V. 10,9 m. 4784 MÁVABRAUT - KEFLAVÍK Raðhús á 2 hæðum, 132 fm ásamt 35 fm bílskúr. V. 19,9 m. 4765 HVERAGERÐI - EINBÝLI 162 fm einnar hæðar einbýlishús með bílskúr. Fall- eg lóð, heitur pottur. V. 26,9 m. 4652 ESKIFJÖRÐUR - ZEUTENSHÚS - LAUST Eitt af elstu og sögufrægustu hús- um á Eskifirði, byggt 1870. Eignin er talsvert endurnýjuð og laus nú þegar. V. 10,9 m. 4692 SUMARHÚS Á EIGNARLÓÐUM Í HEKLUBYGGÐ Fjögur 87 fm heilsárs- hús, tilbúin undir tréverk. V. 10,8 m. 4669 WWW.HEKLUBYGGD.IS Fjölbreytt úrval 1-2 ha lóða meðfram Rangá. 4483 BÓKHLÖÐUSTÍGUR - STYKKIS- HÓLMI Björt og rúmgóð 4ra herbergja efri sérhæð í tvíbýlishúsi á útsýnisstað. V. 9,9 m. 3946 VALLARGATA - SANDGERÐI 91 fm neðri 3ja herbergja sérhæð í tvíbýlis- húsi. V. 11,5 m. 4725 EYRARBAKKI Nýtt FULLBÚIÐ 89,3 fm parhús á Eyrarbakka, 3ja herbergja íbúð. Þetta er nýtt timburhús með alu- zink-klæðningu. V. 14,9 m. 4821 ÞAÐ er mikill misskilningur að fyrstu haustlitirnir boði endalok garðvinnunnar það árið. Haustið hefur í för með sér ákveðin verk í garðinum, eins og reyndar allar aðr- ar árstíðir. Á þessum tíma þarf að setja niður haustlaukana og er mik- ilvægt að gefa sér góðan tíma í að velja saman blómlit, blómgunartíma og mismunandi tegundir til að vorið verði nú sem allra blómlegast. Garðyrkjumenn keppast við að gróðursetja plöntur á haustin enda er þetta mjög heppilegur tími í slík störf. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að plönturnar ofþorni, haust- lægðirnar sjá alfarið um vökvunina og þar sem plönturnar eru komnar í dvala er lítil hætta á skakkaföllum. Eina vandamálið getur verið frost- lyfting því plönturnar ná ekki alveg að festa rætur fyrir veturinn en þá er nú lítið mál að bregða undir sig betri fætinum í apríl og rétta greyin við. Eitt þeirra haustverka sem hafa mætti meira í hávegum er skipting fjölærra plantna. Fjölærar plöntur eru þeirrar náttúru að þegar vetur gengur í garð fella þær blöð og stöngla og liggja í dvala yfir vetur- inn. Þær geyma forða í rótum sínum yfir veturinn og ná þannig að vaxa upp að nýju að vori. Eftir því sem plönturnar stækka þá breiða þær úr sér, oftast út frá miðjunni. Með aldr- inum deyr síðan elsti hluti plöntunn- ar og þá myndast eins konar hreiður í plöntunni og þykir það ekki sérlega lekkert. Þegar komið er á það stig þarf að taka plöntuna upp, skipta henni nið- ur í nokkra hluta og gróðursetja einn þeirra aftur á sama stað, eða öðrum, allt eftir hentugleika og óskum við- komandi garðeiganda. Þetta er alveg tilvalið að framkvæma að hausti til, svona rétt áður en plantan hefur endanlega fellt stönglana og blöðin og enn er hægt að greina hvaða teg- und er um að ræða. Plantan hefur þannig náð að gleðja augað allt sum- arið og gengur nú í endurnýjun líf- daga fyrir næsta sumar. Skipting fjölærra plantna er ekki flókið verkefni og tiltölulega óvanir garðeigendur geta framkvæmt þetta sjálfir, án vandræða. Til verksins þarf handklippur, beitta stungu- skóflu, svartan plastpoka (liturinn er ekki skilyrði, aðallega stærðin), gott er að hafa tvo stungugaffla en ekki nauðsynlegt og síðast en ekki síst beittan hníf. Framkvæmdin er á þá leið að fyrst eru langir blómstönglar klipptir niður með handklippunum. Svarti plastpokinn er breiddur á stétt eða gras til að hlífa fletinum við moldinni. Því næst er stungið í kringum plöntuna með stungu- skóflunni og hnausinn tekinn upp og settur á plastpokann. Þá er tvennt í stöð- unni. Annars vegar er hægt að skipta hnausnum upp með því að stinga hann í sundur með stungu- skóflunni. Með þessu er verið að skera á margar rætur og því kjósa sumir að nota heldur stungugafflana við þetta verk. Þá er göfflunum stungið niður þétt hvor við annan í miðjan hnaus- inn þannig að þeir snúa bökum saman og eru báðir uppréttir. Þeir eru síðan glenntir í sundur og hnausnum skipt þannig upp. Í sum- um tilfellum geta ræturnar verið erf- iðar viðureignar og þá er gott að grípa til hnífsins og skera á svoleiðis vandræðagripi. Eftir að skiptingin hefur farið fram velur garðeigandinn þann hluta sem hann vill gróðursetja aftur í beð- ið og hinum hlutunum er fargað eða komið í fóstur hjá öðrum garðeigendum. Gróður- setningin fer þannig fram að grafin er góð hola, lífrænn áburður settur í botninn á hol- unni og honum blandað vel saman við moldina. Þunnt lag af mold fer of- an á áburðarblönduna og þá má koma plönt- unni fyrir. Síðan er mold mokað að plöntunni og þess gætt að hún standi álíka djúpt og hún gerði áður. Moldin er svo þjöppuð varlega og að lokum er vökvað vel yf- ir. Þessa aðferð má nota á flestar fjölærar plöntur. Nú er bara að skerpa stunguskófl- una, hnífinn og handklippurnar og stökkva út í garð milli rigningar- skúranna. Einnig má líta á þetta verkefni sem ágætis leið til að halda sér í formi og kostar það töluvert minna en líkamsræktarkortið. Guðríður Helgadóttir, garðyrkjufræðingur. Fallegt fjölæringabeð. Skipting fjölærra plantna Nýskipt fjölær planta. VIKUNNAR BLÓM Um s j ó n S i g r í ð u r H j a r t a r 546. þáttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.