Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 F 45 Opið mán.-fim. frá kl. 9-12 og 13-18 fös. kl. 9-12 og 13-17:30 SÝNISHORN ÚR SÖLUSKRÁ Sölumenn FM aðstoða Sjá mikinn fjölda eigna og mynda á fmeignir.is og mbl.is Sími 550 3000 fmeignir@fmeignir.is VANTAR - VANTAR Vegna mikillar sölu að undanförnu bráðvantar nýjar eignir á söluskrá. Endilega hafðu samband ef þú ert í söluhugleiðingum. Einbýli Brekkuhvarf Vorum að fá í sölu eldra einbýlishús sem stendur á 2.344 fm lóð á þessum frábær stað í grennd við Elliðár- vatn. Eign sem býður upp á mikla mögu- leika. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM í síma 550-3000 eða fmeignir.is 7820 Hraunhólar - Garðabæ Vorum að fá í sölu 160,2fm einbýlishús ásamt 70,6 fm bílskúr, sem að hluta hefur verið breytt í íbúð, á einstökum stað innan höfuðborgar- svæðisins. Húsið stendur á óvenju stórri lóð í jaðri hraunsins. Eign sem vert er að skoða. Nánari uppl á skrifst. FM í síma 550- 3000. Einnig fmeignir.is 7932.. Hæðir Skólagerði - Kópavogi Vorum að fá í sölu 121 fm afar bjarta efri sérhæð ásamt 32 fm bílskúr á þessum vinsæla stað í vesturbæ Kópavogs. Gólfefni park- et og flísar. Stutt í skóla og aðra þjón- ustu. Eign sem vert er að skoða. Nánari uppl. á skrifst. FM í síma 550-3000. Verð 32,3 millj. 50507 4ra herbergja Ásbraut - Kópavogi Vorum að fá í sölu 91fm íbúð á annarri hæð. Íbúðin er laus til afhendingar. Gólfefni teppi og dúkur. Snyrtileg sameign. Stutt í alla þjónustu. Eign sem vert er að skoða. Ekkert áhvílandi. Verð 17,3 millj. 3855 Engihjalli - Kópavogi Erum með í sölu 4ra herb. íbúð á 5. hæð með stór- kostlegu útsýni til austurs og suðurs. Stutt í alla þjónustu. Gólfefni nýtt parket. Íbúðin er öll nýmáluð. Snyrtileg sameign. Sameiginlegt þvotthús á hæð. 30861 3ja herbergja Hverfisgata Vorum að fá í einkasölu 71 fm fallega íbúð á fyrstu hæð í litlu fjöl- býli við Hverfisgötu. Gólfefni parket. Nýir gluggar og gler í íbúðinni. Skipt hefur verið um þak á húsinu. Ný rafmagnstafla. Eign sem vert er að skoða. Nánari uppl á skrifstofu FM í síma 550 3000. Verð 15,9 millj. 21162 Írabakki - Breiðholti Vorum að fá í sölu fallega 3ja herb. íbúð á þriðju hæð. Tvennar svalir. Nýleg gólfefni. Snyrtileg sameign. Sérþvottahús á hæðinni. Nánari uppl. á skrifst. FM í síma 550 3000. Verð 15,8 millj. 21161 Torfufell Vorum að fá í sölu 3ja herb. íbúð á efstu hæð í snyrtilegu húsið við Torfufell. Hluti innbús getur fylgt með í kaupum. Nánari uppl. á skrifstofu FM í síma 550-3000. Verð 13,7millj. Atvinnuhúsnæði Hlíðasmári Mjög gott 182 fm bil á jarðhæð, gólfefni flísar. Tveir inngangar. Auðvelt að skipta plássinu upp í tvö bil; annars vegar 107 fm og hinsvegar 75 fm. Frábær staðsetning í mjög vaxandi hverfi. Allar nánari uppl. á skrifstofu FM, Hlíðasmára 17, sími 550-3000. Einnig fmeignir.is 9701 Landsbyggðin Hátorfa 5 - Hrunamannahreppi Um er að ræða glæsilega staðsett sum- arhús, 67,1 fm auk 29,2 fm gestahúss. Sólpallur 181 fm. Hitaveita. Glæsilegt út- sýni, stutt í golfvöll. Eign sem vert er að skoða. Verð 17.0 millj. 13869. Borgarfjarðarsveit Til sölu sumar- hús í landi Stóra Áss í Borgarfjarðarsveit. Um er að ræða nýtt hús á steyptum sökkli í fallegu umhverfi á þessum vin- sæla stað. Heitt og kalt vatn. Nánari upp- lýsingar á skrifstofu FM. Sími 550 3000. Sjá einnig á fmeignir.is og mbl.is. 13872. Nollur - Grýtubakkahreppi Til sölu er jörðin Nollur í Grýtubakkahreppi. Jörð- in á land að sjó. Á jörðinni er íbúðarhús 203 fm á tveimur hæðum, byggt árið 1955. Annar húsakostur er; fjós sem hef- ur verið breytt í hesthús, fjárhús og hlaða byggð á árunum milli 1960 og 1970, 146 fm véla- og verkfærageymsla byggð 1971, 48 fm bátaskýli frá 1984 og 50 fm hundahótel byggt árið 1990. Hér er um að ræða fallega og vel staðsetta jörð við austaverðan Eyjafjörð með mikla mögu- leika, t.d. í skógrækt, hestamennsku og skotveiði. Jörðin er talin vera um 200 ha. Fjarlægð frá Akureyri um 26 km og til Grenivíkur um 10 km. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM, sími 550 3000. Sjá einnig fmeignir.is. Tilvísunarnúmer: 101227. Sturluhóll Austur-Hún. Til sölu jörðin Sturluhóll, áður Engihlíðarhreppi nú Blönduósbæ í Austur-Húnavatns- sýslu. Jörðin er án framleiðsluréttar en telst vera um 130 ha, þar af ræktað land talið vera 25 ha. Á jörðinni er 180 fm íbúðarhús sem þarfnast lagfæringar, reist 1961 og nýrri útihús sem eru gripahús, hlaða og geymsla. Ásett verð er 16 millj. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM, sími 550 3000. Sjá einnig fmeignir.is og mbl.is. Tilvísunarnúmer: 101215. Fyrirtæki Svalbarði - Framnesvegi Erum með í sölu hina fornfrægu verslun Sval- barða við Framnesveg ásamt húsnæði. Verslunin selst í fullum rekstri. Góðir birgjar. Tilvalinn rekstur fyrir samhent hjón. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM, sími 550-3000. 18185 Rað- og parhús Kríuás - Hafnarfjörður Vorum að fá í sölu fallegt endaraðhús á tveimur hæð- um með innbyggðum bílskúr á þessum vinsæla stað. Mikið útsýni. Nánari upp- lýsingar á skrifst. FM, sími 550 3000. VANTAR - VANTAR Leitum að glæsilegri eign, einbýli eða jörð í jaðri höfuðborgarsvæðis- ins. Nánari upplýsingar á skrifst. FM í síma 550 3000 (Magnús). TIL SÖLU FURUGRUND 18 - AKRANESI Allar upplýsingar veittar á Fasteignamiðlun Vesturlands í síma 431 4144 og 846 4144. Soffía Magnúsdóttir lögg.fasteignasali. Stórglæsilegt 287 fm einbýlishús í grónu vin- sælu hverfi. Á jarðhæð eru þrjú svefnherbergi, eldhús, borðstofa, sjón- varpshol, baðherbergi, anddyri, þvottahús og bílskúr. Gengið upp 2 tröppur í stóra stofu með arni. Í kjallara und- ir stofu eru tvö svefnherbergi, gufubað, hvíldarherbergi með sturtu, geymsla og hol. Frábært útsýni. Óskað er eftir tilboð- um í eignina. ÞAÐ er alveg nóg að flísaleggja í kringum bað eða sturtu en mála hina veggina. Þar sem enginn eða lítill raki er (t.d. á gestasnyrtingu sem er án sturtu) er óþarfi að flísaleggja. Morgunblaðið/Árni Torfason Flísalögn ábaðher- bergjum Seljendur  Sölusamningur – Áður en fast- eignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölu- samningi við eiganda hennar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Eigandi eignar og fasteignasali staðfesta ákvæði sölusamningsins með undirritun sinni. Allar breytingar á sölusamningi skulu vera skriflegar. Í sölusamningi skal eftirfarandi koma fram:  Tilhögun sölu – Koma skal fram, hvort eignin er í einkasölu eða al- mennri sölu, svo og hver söluþóknun er. Sé eign sett í einkasölu, skuldbind- ur eigandi eignarinnar sig til þess að bjóða eignina aðeins til sölu hjá ein- um fasteignasala og á hann rétt til umsaminnar söluþóknunar úr hendi seljanda, jafnvel þótt eignin sé seld annars staðar. Einkasala á einnig við, þegar eignin er boðin fram í maka- skiptum. – Sé eign í almennri sölu má bjóða hana til sölu hjá fleiri fast- eignasölum en einum. Söluþóknun greiðist þeim fasteignasala, sem sel- ur eignina.  Auglýsingar – Aðilar skulu semja um, hvort og hvernig eign sé auglýst, þ. e. á venjulegan hátt í eindálki eða með sérauglýsingu. Auglýsingakostn- aður skal síðan greiddur mán- aðarlega samkv. gjaldskrá dagblaðs. Öll þjónusta fasteignasala þ. m. t. auglýsingar er virðisaukaskattskyld.  Gildistími – Sölusamningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með fyrirvara (hámark 30 dagar) og gera þarf það skriflega. Ef einkasölusamn- ingi er breytt í almennan sölusamn- ing þarf einnig að gera það með skrif- legum hætti. Sömu reglur gilda þar um uppsögn.  Öflun gagna/söluyfirlit – Áður en eignin er boðin til sölu, verður að út- búa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal leggja fram upplýsingar um eignina, en í mörgum tilvikum getur fast- eignasali veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala sem nauðsynleg eru. Fyrir þá þjónustu þarf að greiða, auk beins útlagðs kostnaðar fasteignasal- ans við útvegun skjalanna.  Veðbókarvottorð – Þau kosta nú 1000 kr. og fást hjá sýslumannsemb- ættum. Opnunartíminn er yfirleitt milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbók- arvottorði sést hvaða skuldir (veð- bönd) hvíla á eigninni og hvaða þing- lýstar kvaðir eru á henni.  Greiðslur – Hér er átt við kvittanir allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á að aflýsa.  Fasteignamat – Hér er um að ræða matsseðil, sem Fasteignamat ríkisins sendir öllum fasteignaeig- endum í upphafi árs og menn nota m.a. við gerð skattframtals. Fast- eignamat ríkisins er til húsa að Borg- artúni 21, Reykjavík sími 5155300.  Fasteignagjöld – Sveitarfélög eða gjaldheimtur senda seðil með álagn- ingu fasteignagjalda í upphafi árs og er hann yfirleitt jafnframt greiðslu- seðill fyrir fyrsta gjalddaga fasteigna- gjalda ár hvert.  Brunabótamatsvottorð – Vott- orðin fást hjá því tryggingafélagi, sem eignin er brunatryggð hjá. Vott- orðin eru ókeypis. Einnig þarf kvitt- anir um greiðslu brunaiðgjalda. Ef fá þarf nýtt brunabótamat á fasteign, þarf að snúa sér til Fasteignamats ríkisins og biðja um nýtt brunabóta- mat.  Hússjóður – Hér er um að ræða yf- irlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýsingu húsfélags um væntanlegar eða yfir- standandi framkvæmdir.  Afsal – Afsal fyrir eign þarf að liggja fyrir. Ef afsalið er glatað, er hægt að fá ljósrit af því hjá viðkom- andi sýslumannsembætti og kostar það nú kr. 150. Afsalið er nauðsyn- legt, því að það er eignarheimildin fyrir fasteigninni og þar kemur fram lýsing á henni. Minnisblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.