Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 F 41 Ægisíða - tilboð óskast! Draumahús ehf. Hjalti Pálmason hdl. og Sigurður J. Sigurðsson, löggiltir fasteignasalar. Glæsilegt 247,7 fm einbýlishús með aukaíbúð á frábærum útsýnisstað við Ægisíðu í Reykjavík! Íbúð á hæð er 179,5 fm, en aukaíbúð í kjallara er 68,2 fm. Samkvæmt tillögu að nýju deiliskipulagi er heimilt að byggja ris með kvistum, létta viðbyggingu innan byggingareits auk bílageymslu! Tilboð óskast fyrir 18. október 2005. Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fast.sali Gsm 899 9545 Gísli Sigurbjörnsson sölumaður FAX 568 3231 SELJAHVERFI - FJÖLSKYLDUHÚS Til sölu öll húseignin sem er tilvalin fyrir samrýmda fjölskyldu. Skiptist í stórt sameiginlegt anddyri og 2 íbúðir á efri hæðinni. Hvor íbúð skiptist í skála, stóra stofu og borðstofu, eldhús með búri inn- af, gestasnyrtingu, 3 svefnherb. og bað- herb. Í kjallara eru 2 þvottaherb., 2 stúdíó- íbúðir og stórt gluggalaust rými sem býð- ur upp á ýmsa möguleika. Vel útbúinn tvöfaldur bílskúr fylgir. MELHAGI Fimm herb. efri hæð ásamt 3ja herb. íbúð í risi í fallegu húsi sem Einar Sveinsson hannaði. Bílskúr fylgir. Íbúðin skiptist í hol, 2 stórar og fallegar sam- liggjandi stofur. Fallegur bogadreginn gluggi er í dagstofu. Hjónaherb. með svölum og tvö herb. Flísalagt baðher- bergi með sturtuklefa og tengingu fyrir þvottavél. Eldhús er með góðu skápa- plássi. Vestursvalir frá stigagangi. Fallegt parket á gólfum. Í risi er lítil íbúð með stofu og 2 svefnherb. eldhúsi og baðherb. Verið er að taka húsið allt í gegn að utan og steina húsið upp á nýtt. Eign á einum besta stað í vesturbænum. MÖÐRUFELL Góð 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Skiptist í stofu með útgangi á stórar svalir, 2 svefnherb. rúmgott eldhús með borð- króki og flísalagt baðherb. með nýjum- skápum. Nýtt parket á gólfum. Verð 13,9 millj. ASPARFELL Falleg 48 fm 2ja herb. íbúð auk sér- geymslu í kjallara. Hol, stofa með út- gangi á svalir, lítið eldhús opið að stofu, svefnherbergi og flísalagt bað. Verð 10,9 millj. FREYJUGATA Til sölu gullfalleg 3ja herbergja íbúð á eftirsóttum stað í 101 Reykjavík. Skiptist í bjarta og rúmgóða stofu, 2 herbergi, fallegt eldhús með útgangi á svalir og glæsilegt flísalagt baðherbergi. Parket og flísar á gólfum. Mjög vandað hljóð- kerfi í allri íbúðinni. Góð sérgeymsla í kjallara. Verð 25 millj. SKAFTAHLÍÐ Falleg 3ja-4ra herb. íbúð á 1. hæð í góðu fjölbýli. Skiptist í 2 samliggjandi stofur, 2 svefnherb., eldhús og flísalagt baðherb. Parket og flísar á gólfum. Verð 20,9 millj. Leitum að eftirfarandi eignum fyrir ákveðna kaupendur: • 2ja herb. íbúðahúsi á höfuðborgarsvæðinu. • Raðhúsi (endaraðhúsi) ca 120-140 fm á einni hæð ásamt bílskúr. • Ca 150-160 fm hæð með bílskúr í 107 Reykjavík. • 2ja-3ja herb. íbúð í lyftuhúsi með bílskýli. S ífellt hefur færst í vöxt að Íslendingar kaupi eða hug- leiði kaup á fasteignum er- lendis enda margir sem kjósa að geta eytt hluta ársins m.a. á sólríkum stöðum. Áður fyrr voru oft efnamiklir einstak- lingar sem stóðu að slík- um kaupum og höfðu þá oft trausta ráðgjafa sér við hlið. Í dag er það mun breiðari hópur sem leit- ar eftir slíkum eignum til kaups og er þá mik- ilvægt að gæta ýtrustu varkárni við kaupin. Talsverður fjöldi fólks virðist bjóða slíkar eign- ir fram til kaups hér á landi og í nokkrum til- vikum hafa einstakling- ar talið að ýmislegt hafi farið öðruvísi en sölufólk sem kom að sölunni full- vissaði þá um áður. Mjög mismunandi réttarreglur gilda í slíkum viðskiptum enda mis- munandi reglur milli landa, m.a. rétt- arreglur varðandi fasteignasala og neytendavernd. Félag fasteignasala hefur verið í sambandi við félög fasteignasala á Norðurlöndum vegna þessa en þar hefur kaupendum verið bent á að fara varlega í slíkum fasteignakaupum og skoða málin með yfir- veguðum hætti. Félag fasteignasala telur rétt að benda neytendum á nokkur atriði sem félög fasteignasala á Norð- urlöndum hafa talið mikilvæg fyrir neyt- endur að ganga úr skugga um:  Að sneiða hjá sölu- mönnum og umboðs- mönnum sem hafa ekki þekkingu eða leyfi til að selja fasteignir, hvorki á Íslandi né í því landi þar sem fasteign- in er.  Að viðurkenndur banki eða tryggingarfélag ábyrgist greiðslu til baka varðandi þá peninga sem greiddir hafa verið, ef seljandi brýtur samninginn.  Að ekki sé greitt beint til söluaðila heldur aðeins til íslensks fasteigna- sala eða fasteignasala í því landi þar sem viðskiptin eiga sér stað og hafa ábyrgðir.  Að kaupverðið sé ekki greitt í einu lagi beint til seljanda.  Að milligönguaðilar í viðskiptun- um þ.e. íslenskur fasteignasali eða fasteignasali í því landi sem viðskipt- in eiga sér stað í hafi tryggingar vegna starfa sinna.  Að allir samningar frá fasteigna- sala eða sölufólki séu þýddir yfir á ís- lensku.  Hafðu ráðgjafa í slíkum viðskipt- um. Veldu þann sem þú treystir. Önnur góð ráð sem vert er að hafa í huga.  Notaðu ferðina þegar þú ert að huga að fasteignakaupum erlendis til að kanna hvort þú sért á rétta svæð- inu.  Farðu einnig um að kvöldlagi/næt- urlagi. Ákveðin svæði taka á þeim tíma miklum breytingum.  Hugaðu að útsýninu. Líklega mun verða byggt fyrir þig einn daginn, ef það er mögulegt.  Hafðu í huga að kaupa tilbúna eign, í staðinn fyrir ókláraða.  Kannaðu m.a. lagnakerfi, hvort það sé hitakerfi, eldhústæki.  Hugaðu að því áður en þú leggur af stað hvað eignin má kosta.  Hugaðu að því að „one bedroom“ er tveggja herbergja o.s.frv.  Hugaðu að því hversu mikið og hvenær eignin sé notuð.  Gættu þín á leigutekjufullyrðing- um sem eigi að leiða til þess að út- gjöld þín verði vart nein.  Ræddu við aðra útlendinga á svæðinu sem þegar hafa keypt.  Kannaðu kostnað við kaupin, á hvaða stigi sé hægt að hætta við og hvað það kunni að kosta. Fasteignakaup erlendis Mjög mismunandi reglur gilda í slíkum viðskiptum enda mismunandi reglur milli landa, segir Grétar Jónasson hdl., framkvæmdastjóri Félags fasteigna- sala. Það eru mörg atriði, sem mikilvægt er að hafa í huga við slík kaup. Grétar Jónasson UMSVIF á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu voru meiri á 3. fjórðungi þessa árs en á sama tímabili í fyrra, bæði að því er varðar fjölda eigna sem skiptu um eigendur og þó einkum og sér í lagi að því er varðar veltu. Athygli vekur, að í Hafnarfirði skiptu mun fleiri eignir um eig- endur á 3. ársfjórðungi í ár en á sama ársfjórðungi í fyrra. Í Kópavogi voru eigendaskipti aft- ur á móti mun færri á þessu tímabili í ár en á sama tímabili í fyrra. Veltan í ár var þar samt 10,9% meiri en í fyrra. Veltu- aukninguna í ár má sennilega skýra annars vegar með því, að mun meiri hreyfing hefur verið á stærri og dýrari eignum á þessu ári en í fyrra og í öðru lagi hefur verð á fasteignum hækkað veru- lega í ár.                      !             !   "#! "  $ % & % '    ())* ())+ , ! # $  ())* ())+ , !        %!! !& % '! () ( %! &) %&  %)%               !!) )' )%& '& %( & &  & !(! ()!) %(!% (&%)           -./$ ! - !    Mun meiri velta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.