Tíminn - 17.01.1971, Blaðsíða 5

Tíminn - 17.01.1971, Blaðsíða 5
BJQfETDAGUR 17. janúar 1971 T\bmm iiiiriteWi viftriæafcmute 'Vif " I II "V-I- i . MEÐ MORGUN KAFFSNU Hér sjáið þið fyrstu fegurðar- drottningu Sovétríkjanna, þeg- ar hún var krýnd nú fyrir skömmu, og á annari mynd má sjá andlit hennar. Húai var hvorki kölluð Ungfrú Sovétrík- en né Ungfrú Marx, það hefði verið allt of mikil eftiröpun eft ir auflvaldssinnunum á vestur- föndum, sem kjósa sér Ungfrúr hitt og þetta mörgum sinnum á ári. Nei hún varð að láta sér nægja titilinn, Drottning drottn inganna, en reyndar minnir okkur, að íslenzk þokkagyðja hafi hlotið þennan titil úti í heimi ekki alls fyrir löngu, svo auðvaldsinnarnir hafa verið búnir að hugsa hann upp á undan Sovétmönnum, þegar allt — # — kom ti: alls. Nina Romanenkos heitir þessi drottning, hún er 162 cm á hæð, vegur 52 kg. og er 24 ára gömul. Fjórar aðr- ar stúlkur tóku þátt í þessari fegurðarsamkeppni. Það var Moskvusjónvarpið, sem stófl fyrir keppninni, og ekki var ætl unin að kjósa fegurstu heldur beztu stúlkuna, og eins og fram hefur komið í Tímanum áður, var Nína fljótust stúlknanna að laga síldarsalat, hún gat lagað ókyrra sjónvarpsmynd á undan hinum, átti bezt skreyttu tert- una og fleira og f.’eira í þeim dúr. Ekki hafði þó dómnefnd- in neitt út á útlit Ninu að setja, enda ekki von, ef dæma má af myndunum. í verðlaun fékk Nina svo myadavél og ferð um Sovétríkin, en hún var valin á nýársdag. DENNI DÆMALAUSI Þú vildir ekki gefa mér Iít- inn bróður, svo ég fór bara og náði mér í einn sjálfur. & N V-5 Gak'up stofnunin hefur ár- lega haft skoðanakönnun um það, hver sé vinsælasti maður Bandarikjanna, og fer hún venjulega fram um jólaleytið. Að þessu sinni kom í ljós, að Nixon forseti er en mest dáð- ur maflur í Bandaríkjunum. í öðru sæti er svo predikarinn mikli. B. Graham, setn er einn þeirra manna, sem Nixon sjálf- ur dáir hvað rnest. Stofnunin hefur þó látið uppi, að Nixon hafi fengið mun færri atkvæði nú en árið 1969. Spiro Agnew varaforseti fór niður í fjórða sæti úr því þriðja árið á und- an. Edward Kennedy öfdunga deildarþingmaður var í þriðja sæti, en haffli áður verið í fimmta. Annar maður hækkaði mikið á vinsældalistanum, Edmund Muskie öldungadeildar þingmaður. Hann hafði verið í 10. sæti en komst nú í sjötta. A eftir þessum stórmennum koma svo Ronald Reagan, Lyndon Johnson, Hubert Humphrey og Iiarry S. Truman. Ég sagfli Klöru upp trúlof- uninni, hún lyktaði alltaf af tóbaksreyk. — Já, en flestar stúlkur reykja nú á dögum. — Ekki Kfara. Hvernig á ég að finna nál í heystakki? var blað eitt spurt. — Gakktu berfættur í hey- inu, var svarið. Un^ stúlka stóð í málaferl- um út af arfi, sem hún þóttist hafa farið varhluta af. Dag nokkurn mætti hún vinstúlku siirni á götu, og spurði hún: — Hvemig gengur, heldurðu að þú vinnir málifl? — Já, á'byggi.'ega. Lögfræð- ingurmn minn bað mín í gær. Árlegur viðburður í Banda- ríkjunum er stói-dansleikur, þeg ar dætur heldri manna og stór- menna alls konar koma fram í fyrsta sinn opinben'ega. Einn slíkur dansleikur var fyrir skömmu á Waldorf Astoria hót- elinu í New York. Salirnir voru skreyttir bleiku og silfurskraut S tákn glæsileikans, bar þar einn ig fyrir augu. En meðal 60 stúlkna, sem þarna birtust í fyrsta sinn á þessum stórdans- leik var ekki Tricia Nixon, hin 24 ára gam.'a dóttir forsetans, sem þó hafði verið búizt við að þarna mætti til leiks, ef svo mætti afl orði komast. Því hef- ur heyrzt fleygt, að Trieia sé trúlofuð Edward nokkrum Cox, 24 ára gömlum lagastúdent við Harvard. Systir Triciu, Julie Nixon Eisenhower vildi þó ekk- ert um málið segja, og sagðist ekki vita til þess, að systirin hefði nýlega sett upp dýrindis demantshring, sem sagður er vera gjöf frá lagastúdentinum. Ju.’ie var á dansleiknum og sömuleiðis David maður henn- ar, já og amma hans, Mamie Eisenhower var þarna líká mætt til heiðurs systur Davids, Sus- an Elaine Eisenhower, sem var efst á lista þessara 60 ungu stúlkna, sem þarna komu fram. Hún mun þó vera trúlofuð brezkum lögfræðingi, Alexand- er Brandshaw, 29 ára gömlum. Sjáif er hún afleins tvítug. Á myndinni eru Susan Eisenhow- er, Bradshaw, Mamie, David og Julie. — Það er sannarlega gott, þelta sem er á milli þess hráa og brennda. Konan að lesa í tímariti: — Nei, veiztu hvað! hrópaði hún. — i Afríku er kynþáttur, þar sem konunni er bannað að tala, nema eiginmaðurinn byrji sam- ræðurar. — O, þafl mætti seg.ia mér að einhver væri þar nógu vit- laus til að byrja. Augnlæknir nokkur átti fimmtugsafmæli. í tilefni af því, færðu nokkrir kunningjar hans honum málverk. Var það mynd af lækninum, máluð innan i auga. Læknir- inn tók myndina, þakkaði fyrir sig, hengdi hana siðan upp á vegg og virti hana lengi fyrir sér. Kunningjarnir spurðu hann, hvort hann væri ekki ánægður með myndina. — Jú, svaraði læknirinn, — en ég er að velta því fvrir mér, hvernig myndin hefði verið máluð, heffli ég verið fæðingalæknir. — Segðu mér annars, hvað orsaka'ði sprenginguna í katlin- um? — Jú, þaö get ég svo sem. Vé.'stjórinn var fullur, en ket- illinn tómur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.