Tíminn - 17.01.1971, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.01.1971, Blaðsíða 6
6 TIMINN SUNNUDAGUR 17. janúar 1971 „Ef við getum ekki nýtt fiskimiðin hér í nánd við -Grænland, ísland ættum að einhverju öðru Rætt við Markús Guðmundsson, skipstjóra á Júpíter. : ' v. Nú stendur yfir verkfall yf- irmanna á togurum og hver toigarinn af öSrum stöðvast í höfnum. Verkfallið varð okkur áminning um að fróðlegt væri að ræða við einhvern togara- sjómanna, ekki um launakröf- ur og verkfall fyrst og fremst, heldur togveiö'ar og viðhorf togarasjómanna. Við fengum til viðtals Markús Guðmunds ison skipstjóra á togaranum Júpíter. Markús er Reykvíking- ur, sonur Guðmundar Markús- sonar, sem var togaraskips stjóri í 30 ár. Það kemur okk- ur á óvart að Markús er elzti starfandi skipstjórinn á togara flotanum, því sannarlega eru engin ellimörk á honum að sjá. Markús fór fyrst á sjó með tog- ara fimm ára gamall, en hef- ur stundað sjómennsku í al- vöru i 30 ár, allan tímann á togurum, utan 3 mánuði sem hann var á trollfiskiríi á mót- orbátnum Arnbiirni hjá Sig- urði EyLeifssyni skipstjóra. Hann kveðst kunna togveió'um vel, — mótorbátunum eru svo mikil takmörk sett, segir hann — þeir verða helzt að stunda veiðar á góðum botni, í góðu veðri. Togararnir okkar eru hinsvegar kraftmikil sjóskip sem eru fleiri vegir færir. Skipstjóri hefur Markús verið síðustu 20 árin. Togarinn Júpíter hefur ekki stöðvazt enn vegna verkfalls ins, en við hittum á Markús í landi, því hann tók sér frí milli jóla og nýárs til þess að dvelja meö fjölskyldu sinni. — Ert þú nokkuð að þreyt- ast á því að vera á sjónum, spyrjum við Markús. —Ég hef aldrei geirt neitt annað, svaraði Markús. Ég hef ekki lært annað starf og rnenn eiga ekki að fást við annað en það, sem þeir kunna. En hins vegar líóur að því að maður hættir að fiska og hætt- ir að gagnrýna sjálfan sig. Og það dugir ekki. Þá er að finna einhvarja góða vinnu í landi. en það hefur reynzt mörgum togaramönnum erfitt. — Mér heyrist þér nú ekki vera full alvara með að þú sért að hætta? —Nei, það er rétt, en hins vegar eir mér ljóst að þetta fera að styttast. Ekki góðir aflamenn nema það sé í blóðinu Þú talar um að menn hætti að fiska. f hverju er leyndardómurinn að veiða vel fólgimn? — Það hefur viljað brenna við að menn væru ánægðir meö árangurinn. Og þegar menn eru orðnir ánægðir, þá eiga þeir að fara í land. Leyndardómur þess að fjska, heldurðu að ég fari að gefa það upp? Og það getur víst enginn skilgreint hver hann er. Ég held að Stefán Jónsson hafi komizt næst því en hann mefn ir fyrirbrigðið „stuó'“. En svo mikið er víst að það er alveg sama hve mikið er af tækjum alveg sama hve menntaðir skipstjórar eru, þeir eru ekki góðir aflamenn nema það sé í blóðinu. Mestu skuss- ar á bók geta verið roknafiski- menn og svo öfugt. — Hvert er þitt álit á end urnýjun togaraflotans? —Eldri togararnir eru nú að syngja sitt síó'asta vers. Þótt þeir hafi gert það gott hingað til og geri að vísu enn má búast við, að þeir gefi senn upp öndina. Sem betur fer er nú sá hugur I fólki, að flestir eru sammála um að það þurfi að endjirnýja togara flotann. Almennfngaálitið hef ur ekki alltaf verið á þessu máli, um skeið voru togararn- Bridgefólk Vesturlandi Svæðismót 1 Bridge fyrir Vesturlandskjördæmi, hefst á Akranesi, laugardaginn 23. janúar kl. 2. Þátttaka tilkynnist fyrir föstudaginn 22. janúar til Hannesar Jónssonar í síma 2046, Akranesi. Athugið að mótið er hluti af íslandsmótinu 1971. Bridgeklúbbur Akraness. ir taldir óþarfir. En við, sem á þeim erum höfum alltaf vilj að láta halda flotanum við og efla hann. Ráðstafanirnar nú til að endurnýja togaraflotann er skref, sem allir hljóta að fagna. Eini ágreiningurinn virðist vera hve stór skip eigi að smíða. Hvert er þitt álit í því máli, —Að mínu áliti kemur ekki til greina að smiða afl. minna skip en þau stærstu, sem viö eigum nú, þ.e.a.s. um 1000 tn. skip, og hafa sýnt og sannað að skara fram úr minni skipum. — Og hafa skuttogarar yfir- buirði umfram síðutogara, sem þekkzt hafa hér hingað til? — Allir virðast sammála um skuttogara, þótt hér séu þeir óþekktir. Það er sagt svo af þeim, sem á þeim eru, að þeir taki öðrum togurum fram. Á skuttogurunum fex minni tími í acl afgreiða vörpuna, við það sparast tími, og trollið er lengur í botni yfir sólarhring inn. Mér er ekki kunnugt um, að nú séu smíðaðir síðutogar- ar. ....Telur þú, að veið eigum að leggja áherzlu á að eignast verksmið jutogara? —Það er mikið álitamái. Ef vig getum ekki nýtt fiski- miðið hér í nánd við ísland og Austur-Grænland og haft af því sæmilega afkomu, held ég við ættum aö snúa okkur að einhverju öðru. Klak og skynsamleg sókn í fiskistofnana Þú hefur þá trú á fiski miðunum við landið? — Já, ég hef það, ef þau eru vel nýtt og skynsamlega. Það er t.d. spor í áttina, að nú er búið að stækka möskv- ana í fiskinótunum þannig að menn geta ekki ausið upp smá- fiski t.d. smáýsti, — þorski og — ufsa, eins og var gert. Sumir segja at) dragnótm hafi drepið ýsustofninn. Ég held það megi nú alveg eins kenna hringnótinni um. Hér fyrir nokkrum árum sáu menn oft fjörumar hvítar af smáýsu úr nótum, sem höfðu rifnað. Og svo fór þessi afli oft í bræðslu. Nei, slíkair veiðar eru glæpsamlegar. Hvað segir þú um þá miklu loðnuveiði, sem stunduð hefur verið undanfarin ár? — Loðnan er aö'alfæða þorsksins á vertíðinni. Við veiddum-fisk hérna á síðustu vertið, sem var svo galtómur, að það kom meiira að segja upp úr honum krossfiskur, sem fiskurinn lítur venjulega ekki við. Það þarf ekki að vera samband milli þessa og loðnu veió'anna því loðnan gekk ebki vestur fyrir Vestmannaeyjar. En þetta er mjög óvenjulegt. Kunnáttumenn verða að segja til um hvar láta eigi staðair numið í loðnuveiðinni. Og mér finnst fiskifræðing- arnir tii einskis nýtir, ef þeir geta ekki sagt til um, hvenær farið er að ganga of mikið á einhvern fiskistofninn. Síðan er það annarra aö' sjá um að bireytt sé samkvæmt niður stöðum þeirra. — Nú er rætt um að fara að veiða sandsíli. Hvernig lízt —Illa. Sé það gert í hófi, er náttúrulega allt í lagi, en það

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.