Tíminn - 17.01.1971, Blaðsíða 8

Tíminn - 17.01.1971, Blaðsíða 8
8 TIMINN ----------- SUNNUDAGUR 17. janúar 1971 Tvö stærsíy mál þjóðarinnar á næsta kjörtímabili BBjBnr —————SHW——MBBmaaBSMtfBaiHlB Dökku blettirnir á kortinu sýna landgrunn utan 12 mil na fiskveiSilögsögunnar, ef miSaS er viS 200 m. dýpi. Sú viSmiSun er aS verSa úrelt og í staSinn miSaS viS meira dýpi eSa viss fjarlægSarmörk, t.d. 200 mílur. marka-landgrunnsins: Þessi endn? Haf rétta r ráðstef na Augljóst er a3 á næsta ikjörtíma- bili, verður fjallað um tvö mál, sem geta ráðið miklu um fram- tíð þjóðarinnar. Þessi mál eru landhelgismálið og afstaðan til Efnahagsbandalags Evröpu. Það er því orðið meira en tímabært, að þessi mál séu rædd og rak- in. Landhelgismálið kemst á dag- skrá af tveimur ástæðum: Önn- ur orsakast af stórauikinni ágengni erlendra veiðiskipa á fiskimiðum utan 12 mílna mark- anna. Hin ástæðan er alþjóðaráð- stefnan um réttarreglur á haf- inu, sem verður haldin árið 1973. Á þkigi S.Þ. í haust var ákveðið að kveðja saman árið 1973 ráðstefnu, sem „fjalla skal um sanngjarnar alþjóðlegar regl- ur, — þ.ám. alþjóðlegar stjórn- unarreglur fyrir alþjóða haf- botnssvæðið, nákvæma skýr- greiningu á svæðinu og skyld málefni á breiðum grundvelli, þ.á.m. þau, er varða réttarreglur á úthafinu, landgrunnið, land- helgi (þ.á.m. víðáttu hennar og reglur um al'þjóðleg sund) og viðbótarbelti, fiskveiðar og verndun lífrænna auðlinda út- hafsins (þ.á.m. spurninguna um forgangsrétt strandríkja), vernd- un umhverfisins á hafinu (þ.á.m. ráðstafanir til að koma í veg fyrir mengun) og vísindalegar rannsóknir." Þá var ákveðið, að stæ'kka hafbotnsnefndina, sem fyrir er, þannig að hún verði skipuð fulltrúum 86 ríkja, og fela henni undirbúning málsins. Nefndin á að halda tvo fundi í Genf á þessu ári, í marz og júlí/ ágúst, og vinna að frumdrögum samnings um framangreind at- riði. Hún skal skila skýrslum um störf sín til allsherjarþires S.Þ. 1971 og 1972. Umræður om þessi mál hefj- ast þannig strax í hafbotnsnefnd- inni í marzmánuði næstk. og verða síðan öðru hverju til með- ferðar hjá henni. Þá er gert ráð fyrir, að þau verði ítarlega rædd á allsherjarþingunum 1971 og 1972. Þannig á að reycia að und- irbúa málið sem bezt fyrir sjálfa ráðstefnuna, sem verður 1973. Þrátt fyrir það efast margir kunnugir tim, að henni takist að ljúka tnálinu og því verði haldin framhaldsráðstefna 1974 eða 1975. Hér er um svo mörg stór og viðkvæm ágreiningsatriði að ræða og sjónarmiðin svo mis- munandi, að tæpast er hægt að gera ráð fyrir, að endanlegt samkomulag aáist á ráðstefn- unni 1973. Víðátta land- grunnsins Meðal þeirra atriða, sem vafalít- ið verður mjög deilt um, eru mörkin milli hins alþjóðlega hafsbotnssvæðis og yfirráðasvæð is viðkomandi strandríkja. Sam- kvæmt landgrunnssáttmálanum, sem var samþykktur á Genfar- ráðstefnunni 1958, er land- runnið hugsað sem slík mörk. sáttmálanum er landgrunnið þó ekki markað nákvæmlega, held- ur sagt að það megi miða við tvær mismunandi reglur. Önnur reglan er sú, að landgrunnið nái út á 200 m. dýpi, en hin reglar er sú, að landgrannið nái eins langt og viðkomandi ríki get.i hagnýtt auðæfi botnsins. Síð- ari reglan er mjög teygjanleg, þar sem stöðugt tekst að hag- nýta náttúruauðæfi hafsbotnsins á meira og meira dýpi. Bandaríkin hafa borið fram þá miðlunartillögu nú, að land- grunnið út á 200 m. dýpi skuli alveg heyra uadir yfirráð við- komandi strandríkis, þ.e. nýting hafsbotnsins, en landgrunnshall- inn eða landgrunnsbrekkan, sem nær frá 200 m. dýpi og I ótil- tekið dýpi (jafnvel 1000 m. til 2500 m.) skuli vera eins konar gæzluverndarsvæði viðkomaadi strandríkis, þar sem það hefur t.d. einkarétt til nýtingar hafs- botnsins, en er þó um sumt háð hinni alþjóðlegu stjórn, sem fer með væntanleg yfirráð yfir út- hafinu. Þessi tillaga Bandaríkj- anna hefur sætt allmiklum and- mælum frá þeim strandríkjum, sem hafa lítið landgrann eða landgrunnshalla. Þau vilja hafa vissa fjarlægðarlínu, t.d. frá 100 —200 sjómílur. Undir þá tillögu mun fulltrúi fslands í hafsbotns- nefndinni, dr. Gunnar Sehram, hafa tekið. Rök hans hafa m.a. verið þau, að þegar sé farið að vinna auðæfi úr hafsbotninum í 200 mílna fjarlægð frá landi og í allt að 300—400 m. dýpi. Þá hafi sum ríki t.d. í Suður- Ameríku, þegar tileinkað sér þessi mörk. Hve stórt er íslenzka landgrunnið? í lögum þeim, sem íslendiagar hafa sett um landgrannið, eru ekki dregin ákveðin mörk eða miðað við ákveðið dýpi. í lögun um frá 1948 um vísindalega frið- un fiskimiða landgrunnsins, er íslendingum ákveðinn réttur til fnðunaraðgerða inaan endi- tnörk eru svo ekki nánar skib' greindjií' lögunum, en ji.greipgr- gerð segir: „Landgrunnið er talið nú greinilega afmarkað á 100 faðma dýpi, en uauðsynlegt er, að ná- kvæmar rannsóknir fari fram um það hvort eðlilegra sé að miða við annað dýpi“. í lögunum frá 1969 um yfir- ráðarétt íslenzka ríkisins yfir landgrunninu umhverfis ísland, er fylgt þeirri reglu Genfarsátt- málans frá 1958, að „landgrunn- ið telst ná svo langt út frá ströndum landsins, sem unnt reynist að nota auð*di þess“. í greinargerð segir svo um þetta atriði: „Ekkert er í lagafrumvarpinu um það sagt hve langt frá strönd um landgrunnið skuli talið ná í kílómetrum. Það er vegna þess, að ekki hefur tekizt að setja um það enn ákveðna alþjóðlega reglu, ea þetta viðfangsefni er eitt af stærstu verkefnum hafs- botnsnefndar þeirrar, sem kjör- in var 1968 á vegum Sameinuðu þjóðanna. Er f frumvarpinu mið- að við annað viðmiðunarmark Genfarsamningsins frá 1958, vinnslumarkið, en ekki minazt á hitt, 200 metra dýptarlínuna. En ef miðað er við 200 metra dýptar línuna myndi landgrannssvæðið umhverfis fsland, allt frá strönd um, nema samtals 115 þús. fer- kílómetrum, eða nokkru stærra svæði en landið er sjálft. Nú er vitað að ýmsar þjóðir telja 200 metra dýptarlínuaa of þrönga og er rætt um 4—500 metra lín- una. Skýrir Hafrannsóknastofn- unin svo frá, að landgrunnsmynd unin íslenzka nái almennt út að 400 metra dýptarlínunni. svo ek"ki sýnist fráleitt að miða við það mark af hálfu okkar «dðar meir“. Þannig hefur ísland hvorki i lögunum frá 1948 eða 1969 bund- ið sig við 200 m. dýptarlinuna sem ytri mörk landgrunnsins, heldur gert ráð fyrir ■neiri víð- 4ttu þess: Þar sem viðátta land- grunnsins verðux eitt aðalmál ^iafréttarrá^stefnunnar 1973 verður óhjákvæmilegt fyrir ís- land að ákveða það nánar hvað það telur ytri mörk landgrunns- ins og hvort heldur skuli miða við dýptarlínu eða fjarlægðar- linu. Þá er þetta aðkallandi vegna þess, að fslendingar hafa sett sér það markmið að láta fiskveiðilögsöguaa ná til land- grunnsins, alls. Augljóst er, að það er úrelt að miða við 200 m. dýptarlínu, enda hefur það aldrei verið gert í íslenzkri laga- setningu. ísland og Lima. fundurinn Eitt af aðalmálum hafréttar- ráðstefnunnar 1973 verður að reyna að ákveða mörk fiskveiði- landhelgianar, en það mistókst á ráðstefnunum 1958 og 1960. Eng- in alþjóðleg lög eru því til um 'þetta efni. Af þeim ástæðum hafa stórveldin tvö, Bandaríkin og Sovétríkin, ákveðið að beita sér fyrir því, að 12 mílna mörk- in verði gerð að bindandi reglu, en utan þeirra hafi strandríki óverulegan forgangsrétt. Banda- ríkia og Sovétríkin munu vafa- laust beita sér fast fyrir því að fá þessa reglu samþykkta. Höfuð- andstaðan gegn henni mun koma frá ríkjum Suður-Ameríku, en þau héldu sérstakan fund í Lima á síðastl. sumri, þar sem þau m. a. mörkuðu þá stefnu, að lögsag- an, þ.á.m. um fiskveiðar, ákveðist í samræmi við sögulegar, land- fræðilegar og efnahagslegar að- stæður viðkomandi strandríkis, og þannig geti hún orðið aokkuð breytileg. Tuttugu ríki Suður- Ameríku stóðu að þessari til- lögu, en vafalaust á hún drjúgan stuðnine ríkja i Asíu og Afríku Það liggur i augum uppi, að ís- land á að skipa sér i þessa sveit og vera þar í fylkingarbrjósti, enda er stefna Lima-fundarins í fullu samræmi við það, sem ísland hefur áður beitt sér fyrir. Ný útfærsla ér óhjákvæmileg Það verður í fyrsta lagi á miðju ári 1973, að kunnugt verð ur um, hver verður niðurstaða á hafréttarráðstefnunai. Á þeim tíma mun ágangur erlendra fiski- skipa aukast mjög stórkostlega á fiskimiðunum við ísland. Sjálf ir spá Bretar því, að sókn brezkra togara á íslandsmið verði 50% meiri árið 1971 en árið 1969. Líkur benda til, að anfcningin verði enn meiri, ef t. d. aást samningar um takmörkun veiða á Bereatshafi úr 1000 þús. í 500 þús. smál. eins og nú eru horfur á. Ágangur annarra er- lendra veiðiskipa mun sennilega ekki aukast minna en brezku tog- aranna. Þetta bætist við, þótt þegar sé orðið um ofveiði að ræða á íslenzkum fiskimiðum. Isleadingum verður því ekki nóg að halda að sér höndum og bíða eftir niðurstöðum hafréttar- ráðstefnunnar 1973, sem ef til vill verður engin um þetta efni frekar en 1958 og 1960. Þeir verða strax að hefjast handa um friðunaraðgerðir og undir- búning á útfærslu fiskveiðiland- helginnar. Friðunaraðgerðir er hægt að gera strax í því formi að banaa allar togveiðar utan tólf mílna markanna á helztu uppeldissvæðunum, t.d. fyrir norðausturlandi. En þetta verður þó hvergi nærri fullnægjandi. Jafnhliða þarf að hefja undir- búning ákveðinnar útfærslu fisk veiðilandhelginnar. Þar getur verið um það að ræða að láta haaa ná strax til landgrunnsins alls, en slíkt getur þó því aðeins orðið, að menn séu reitjubúnir til að ákveða ytri mörk Þsss. Önnur leið er að ákveða aðeins vissan áfanga að sinni, og miða fiskveiðb'ögsöguna við míl'i- fjölda, t.d. 50 mílur, sem vafa- lítið verður að mestu eða öllu rösklega innan þess landgrunns. sem ísland tileinkar sér endan- lega Þá er bæði stuðzt við land fræðilegar, efnahagslegar og sögulegar aðstæður. Ef til viil verður komizt að niðurstöðu um að önnur mörk en þau, sem hér eru greind, séu talin eðlilegri að sinni. En eitt er víst: Það má ekki draga lengur að hefja undirbúning að ákveðinni út- færslu á fiskveiðilandhelginni. Hlekkirnir frá 1961 Slik útfærsla á fiskveiðiland- helginni og hér er rætt um, væri ekkert erfið, ef ekki væri sú hindrun, sem felst í brezka landhelgissamningnum frá 1961 Þá gerði fsland ekki annað en að fylgja í fótspor þeirra 20—30 þjóða, sem tekið hafa sér stærri fiskveiðilögsögu en tólf mílur Þessar þjóðir hafa notið þess að hafa einhliða út- færslurétt ísland missti hann með samningaum 1961. en samkvæmt honum öðluðust Bret ar rétt til að leggja frekari út- færslu á fiskveiðilandhelgi ís- Framhalr. á bb 14 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.