Tíminn - 17.01.1971, Blaðsíða 13

Tíminn - 17.01.1971, Blaðsíða 13
STTNNUDAGUR 17. janúar 1971 TÍMINN Að vera sjálfum sér ósamkvæmur Nú má kamelljónið fara að vara sig „Ég tel okkiur vinna að mi'kilu hags- rmmamáli, þegar um þetta atrdði (þ.e. valiarteiguna) er að rœða. Knaittspyman er nær einráð um að skapa Laugardalsvellinum og Mela- velBnum verkefni, er færa völílumuim tekjur. Og þegar einn aðili liefur mikil viðsikipti við annan, er ekikert eðiitegra en haran fái fyrirgreiðslu og auteinn afslátt.” Albert Guðmundisson í viðtali við Mbl. í janúar 1070) „íþróttamenn verða að gera sér Ijóst, að borgin og bæja.-félagið hef- ur einnig öðrum skyldum að gegna en að hlaupa eftir þeirra duttlung- um og ausa fé í allar hugmyndir þeirra um mannvirkjagerð og störf. ig er á móti því, að fé sé ausið f íþróttahreyfingunai, og hef alítlaf sagt það." (Albert Guðmundsson i viðtali við Mbl. í Janúar 1971). „Það hljóta allir að sjá í hendi sér, að núverandi vaiDarleiga (20%) er óisaimgjöm.” „Það er ekki nokkur teið að reka KSl að óbreyttu á- standi”. (Albert Guðmumdsson í viðtali við Tímann í maí 1069). „Hitt er annað mál, að 11% leiga, eða undirboð um 9%, sem á að svara til innheimtu ÍBR, er eins og hver önnur fjarstæða." (Albert Guðmundsson í viðtali Mbl. í janúar 1971) „Það fer ékfci saman að vera póli- tíkus á daginn og íþróttateiðtogi á kvöldin.” (Ummæli Aliherts Guðmundsson- ar 1069). „Mér þykir rétt að taka fram, að ég er mótfallinn því að stjórnmálum og íþróttum sé blandað saman. Það hefur nú verið reynt að fá mig til að gera það. Óskhyggja minnihlut- ans í borgarstjórn Reykjavíkur er, að ég verði á kjörtímabilir.u 8. mað- ur þeirra, í stað þess að vera MÁL- EFNALEGUR OG SJÁLFUM MÉR SAMKVÆMUR:" (Albert Guðmundsson í viðtali við Mbl. í janúar 1971). Eitt er það dýr í ríki náttúr- unnar, sem búið er þeim hæfi- leikutn að geta breytt litar- hætti sínum eftir aðstæðum. Er það kamelljónið. Vitað er um aðrar dýrategundir, sem skipta litum, t.d. rjúpaa, sem skiptir litum eftir árstíðum, en engin þessara dýrategunda kemst í hálfkvisti við kamel- ljónið, sem getur breytt litar- hætti sínum á svipstundu og að lagað sig' breyttu umhverfi. En ekkert varir að eilífu. Kamelljónið hefur fengið harða samkeppni, eins og sést af til- vitnunum hér að ofan. Að breyta forsendum Lái mér hver sem vill, þó að ég segi, að erfitt sé að rökræða við mann, sem skiptir jafnoft um skoðanir og Aibert Guð- mundsson. Þess vegna er helzta ráðið að gera samanburð á um mælum hans fyrr og nú. Rétt er að minna á, að upp- hafið að hinu svonefnda „Vall- arleigumái'i“ á rót sína að rekja til heimsóknar Arsenal hingað til lands í maí 1969. Þrátt fyrir mjög góða aðsókn að leiknum, bar KSÍ skarðan hlut frá borði, og það var þá, sem Albert Guð- mundsson hóf stríð sitt á hend ur borgaryfirvöldum til að fá vallarleiguna lækkaða. Forsendan fyrir þessari bar- áttu var nefnilega sú, að fjár- hagsgrundvöllur knattspyrnu- Albert Guömupndsson — skiptir býsna oft um skoðanir hreyfingarinnar varðandi sam- skipti við erlcnda aðila var biostinn. Þa‘ð varð að koma til lækkun á vallarleigo eða gera einhverjar aðrar ráðstafanir til þess að skapa viðunandi fjár- liagsgrundvöll. En kamelljónið í Albert Guð- mundssyni lætur ekki að sér hæða. Það hreytir forsendum, þegar því hcntar. í viðtali við Mbl. í gær segir hann: „Vallarleigan er ekki til um. ræðu. 9% skattlagning íþrótta. bandalagsins á knattspymu. íþróttina er til umræðu . . . “ „Og þessu máli er ekki hægt að blanda saman við vallar- leiguna". Ósjálfrátt hlýtur að vakna spurning um það, hvers vegna Albert Guðmúndsson er að þessu brölti yfirleitt, ef það er ekki til að treysta fjárhags- grundvöll knattspyrnuhreyfing- arinnar. Þetta er staðreynd, sem Al- bert Guðmundsson getur aldrei flúið. Og það, sem hann er að gera þessa dagana, í óþökk allra velviljaðra manna innan íþróttahreyfingarinnar, er að ráðast að ÍBR í stað þess að haida fyrri baráttu sinni við borgaryfirvöldin áfram. Vitnar gegn sjálfum sér Þessi herferð Alberts Guð- mundssonar gegn ÍBR verður því lágkúrulegri og óhreinni, þegar það er athugað, að hann sjálfur og stjórn hans hafa lagt blessun sína yfir skattinnheimtu ÍBR með því að samþykkja lög Knattspyrnuráðs Reykjavíkur, þar se-m glögglega kemur fram, að innanhéraðsaðila er heimilt að taka gjald af knattspyrnu- leikjum í Reykjavík. Lesendum til nánari glöggv- unar skal vitnað .1. 19. grein lajja Knattspyrnuráðs Rqykja- víkur, þar sem segír m.a.: „Fé- lag, sem ekki tekur þátt í Reykjavíkurmóti meistarafl. á ekki rétt á hlutdeild í skipt- ingu tekna af aðgangseyri knatt spyrnuleikja (3% sjóður)“. Þau 3%, sem rætt er um í þessari lagagrein — og Albert samþykkti sjálfur fyrir 2 árum, að engir aðrir en Reykjavíking- ar fengju að njóta — _er hluti af því 9% gjaldi, sem ÍBR inn- heimtir. En hvernig bregzt kamelljón ið í Albert Guðmundssyni við þessu? Lítum á viðtalið við hann í Mbl. í gær: „Samþykkt ÍBR varðandi aukaskattinn hef ur aldrei verið samþykkt af stj. KSÍ eða þingum þess og þar af leiðandi álítum við a'ð þetta sé ekki lögmæt gjald- heimta“. Þannig vitnar Albert Guð- mundssonar gegn sjálfum sér, einu sinni sem oftar. Albert Guðmundsson gengur undir próf í annað sinn Satt að segja nenni ég ekkl að leggja það á mig að eltast við allar missagnir Alberts Guð mundssonar, en af nógu er að taka. Ég leyfi mér ennfremur að vísa á bug þeirri fullyrðingu hans, að eftirgjöf Reykjavíkur- borgar af vallarleigu, þegar um tap á heimsóknum er að ræða, skipti meginmáli í þessari deilu. Sú eftirgjöf var fyrir hendi, áður en Albert Guð- mundsson tók við formeunsku í KSÍ. Það, sem máli skiptir, er það, að knattspymuhreyfingin fái sem mest í sinn hlut, þegar aðsókn að leikjum er góð, eins og t.d. í Benfica og Arsenal- leikjunum, svo og Evrópubikar leikjuinum. Eftirgjöfim er aldrei nema nokkrir tugir þúsunda króna, en hitt skiptir hundruð- um þúsunda króna. í síðasta þætti mínum gerði ég Albert tilboð, bauðst til að bera fram í borgarstjórn tillögu, sem miðar að því að lækka vall arleiguna verulega, gegn því, að hann greiddi henni atlkvæði og léti málið gegrn ÍBR niður falla. Þetta tilboð stendur ena. Og n.k. fimmtudag gengur Al- bert Guðmundsson í annað sinn undir próf í þessu máli, því að þá mun liggja fyrir borgai'- stjórnarfundi eftirfarandi til- laga: „Borgarstjórn felur fþrótta- ráði að breyta leigukjörum á Laugardalsvelli og Laugardals- höll, þegar um erlendar heim- sóknir er að ræða, á þann veg, að leigan vegna íþróttamóta og kappleikja verði 11% í stað 20% áður. Víst er um það, að margir munu fylgjast með því, hvernig Alhert Guðmundsson greiðir at kvæði, en þarna fær hann í annað sinn tækifæri tif að sýna hve heill hann er í þessu máli. — alf. \ Eftírtaidir kostir gera þennan vélsleða eftirsóknarverðan: Hann er léttari en áður, en þó með aflmeiri vél. Akstursljós eru tvö og sæti fyrir tvo fullorðna. Hann er búinn algjörri sjáffskiptingu. Beltin eru hin sömu — þrautreyndu. Auk þessa alls sýnir reynslan að hann hentar sérlega vel staðháttum okkar. Það staðfestir mikil notkun við erfiðar að- stæður. VINSAMLEGAST SENDIÐ ' ■ *' ' ‘ t » i, FYRIRSPURNARFORMIÐ INN FYRIR FEBRÚARLOK H.S.Í. H.K.R.R. islan dsmótiÖ • 't/K'Sú ‘'ii/í’' . •: * : Jlj, i. handknattloik I. DEILD í KVÖLD KL. 20,00 FRAM — VÍK. HAUKAR — FH Dómarar: Magnús Péturssoa Óli Ólsen Reynir Ólafsson Sig. Bjamason Komid og sjáið spennandi keppni T TT TI~ T'X~

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.