Fréttablaðið - 04.09.2002, Síða 4

Fréttablaðið - 04.09.2002, Síða 4
Robert Mugabe, forsetiZimbabwe, gagnrýndi Tony Blair, forsætisráðherra Bret- lands, harðlega á umhverfisráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna. Varði hann umdeild áform sín um að færa jarðir hvítra bænda yfir til þeldökkra. „Þú skalt sjá um England og láttu mig sjá um Zimbabwe,“ sagði forsetinn. Rannsókn er hafin í borginniKalkútta á Indlandi vegna 14 barna sem látist hafa síðast- liðna tvo daga á ríkissjúkrahúsi borgarinnar. Talið er að skortur á súrefni og sjúkrarúmum hafi leitt til dauða barnanna. Átta menn hafa verið hand-teknir í Hollandi grunaðir um að vera meðlimir í islamskri öfgahreyfingu sem safnar til sín hryðjuverkamönnum og veitir al-Qaida samtökunum fjárhags- stuðning. Aðeins einn mannanna er af hollensku bergi brotinn. Karlmaður sem grunaður erum að hafa ætlað að ræna flugvél sem var á leið frá Sví- þjóð til Bretlands verður í gæsluvarðhaldi á meðan sak- sóknarar ákveða hvaða ákærur verða lagðar fram á hendur honum. Meðal annars er verið að rannsaka hvort hinn grunaði tengist hryðjuverkasamtökum. Bíl var ekið út af Bláa lóns-veginum um klukkan hálf- níuleytið í fyrrakvöld. Engin slys urðu á fólki en fjarlægja þurfti bílinn með kranabifreið. Þá kærði lögreglan í Keflavík tvo ökumenn vegna hraðaksturs. Annar var stöðvaður í Garði á 126 km hraða þar sem hámarks- hraði er 90 km en hinn var stöðvaður á Hafnargötu í Kefla- vík á 80 km hraða en þar er 50 km hámarkshraði. 4 4. september 2002 MIÐVIKUDAGURSVONA ERUM VIÐ Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup eru um 37% þjóðarinnar hlynnt því að ríkið selji hlut sinn í báðum ríkisbönkunum, tæplega 22% eru hvorki hlynnt né andvíg og tæplega 42% eru því andvíg. Aðeins fleiri eru hlynntir sölu Búnaðarbanka en Landsbanka. LÖGREGLUFRÉTTIR VIÐSKIPTI ERLENT SKÓLAR Já 37% Nei 42% Alveg sama 22% FANGELSISMÁL „Þetta verður fram- tíðarfangelsi til 150 ára. Gæslu- vistar- og móttökufangelsi sem leysir þá Hegningarhúsið við Skólavörðustíg af hólmi,“ segir Björn Friðfinnsson, ráðuneytis- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, um nýtt fangelsi sem fyrirhugað er að reisa á Hólmsheiði sem liggur á milli Hafravatns og Geit- háls rétt utan höfuðborgarinnar. „Þetta verður 40 - 50 manna fang- elsi,“ segir Björn. Undirbúningi vegna bygging- ar fangelsisins er lokið í dóms- málaráðuneytinu og verður málið nú sent Samstarfsnefnd um opin- berar framkvæmdir. Eftir um- fjöllun þar verður svo ráðist í hönnun og framkvæmdir á þrigg- ja hektara lóð sem fangelsinu hefur verið úthlutað. Lóðin fékkst í makaskiptum við Reykjavíkurborg í stað annarrar við Tunguháls þar sem byggja átti fangelsi fyrir alllöngu. Búið var að grafa þar grunn og steypa plötu en meira varð ekki úr fram- kvæmdum.  Byggt til 150 ára og Hegningarhúsinu lokað: Nýtt fangelsi á Hólmsheiði HEGNINGARHÚSIÐ Lokar þegar nýtt fangelsi rís rétt við Hafravatn. Bjarmi BA-326: Staðinn að ólöglegum veiðum LÖGREGLA Varðskip stóð dragnót- arbátinn Bjarma BA-326 frá Tálknafirði að meintum ólögleg- um veiðum á Breiðafirði á mánu- dag. Bjarmi hafði engar afla- heimildir og hvorki almennt veiðileyfi né dragnótarleyfi. Þá kom í ljós þegar löggæslumenn fóru um borð að enginn yfirvél- stjóri var á bátnum. Skipstjóri Bjarma fékk fyrirmæli um að halda til hafnar á Flateyri þar sem lögregla tók á móti honum í fyrrakvöld. Málið hefur verið kært til sýslumannsins á Patreks- firði. Bjarmi BA-326 var í sviðs- ljósinu í lok síðasta árs þegar myndir sem teknar voru um borð í Bjarma og sýndu brottkast á fiski, birtust í sjónvarpi. Fiski- stofa svipti Bjarma veiðileyfi í kjölfarið í átta vikur og staðfesti sjávarútvegsráðuneytið svipting- una.  JERÚSALEM, AP Hæstiréttur Ísraels hefur úrskurðað að leyfilegt sé að reka bróður og systur grunaðs palestínsks hryðjuverkamanns frá Vesturbakkanum til Gasa- svæðisins. Áður hafði Ísraelsher fyrirskipað brottflutning þeirra. Systkinin voru handtekin fyrir að styðja við bakið á Ali Ajouri, bróð- ur sínum, sem er meðlimur í Al Aqsa-hryðjuverkasamtökunum. Hann er sakaður um að hafa sent sjálfsmorðsárásarmenn til Tel Aviv þann 17. júlí til að fremja þar árás þar sem fimm manns létu líf- ið. Að sögn réttarins vissu systk- ini hans af árásinni. „Þetta er sorgardagur fyrir mannréttindi,“ sagði Saeb Erekat, ráðherra Palestínu, eftir að dóm- urinn var gerður kunnur. Lög- fræðingar sem sérhæfa sig í mannréttindamálum halda því fram að dómurinn brjóti alþjóðleg lög. Ísraelsher segir hins vegar að með því að reka systkinin í burtu verði komið í veg fyrir sjálfs- morðsárásir og aðrar hryðju- verkaárásir á ísraelska borgara. Átök á milli Ísraela og Palest- ínumanna héldu áfram í gær þeg- ar tveir Palestínumenn létust í skotárás Ísrelshers í bænum Nablus á Vesturbakkanum.  VÖRUSÝNINGAR Íslenska sjávarút- vegssýningin sem verður opnuð í dag hefur aldrei verið stærri. Tæplega 800 fyrirtæki sýna vörur sína og þjónustu á 13 þúsund fer- metra sýningasvæði í Smáránum í Kópavogi. Íslenska sjávarútvegssýn- ingin var lengi vel í Laugardalshöllinni, en upp úr samstarfi við Reykjavíkur- borg slitnaði og var sýningin flutt til Kópavogs. For- svarsmenn sýning- arinnar eru afar ánægðir með sam- starfið við yfirvöld í Kópavogi. Þeir segja aðstöðu aldrei hafa ver- ið betri og mikil framþróun hafi orðið í umgjörð sýningarinnar frá því að hún var fyrst haldin árið 1984. Sýningin hefur verið haldin á þriggja ára fresti síðan þá. Marianne Rasmussen fram- kvæmdastjóri sýningarinnar sagði sérlega ánægjulegt hversu mörg fyrirtæki tækju þátt. „Fyr- irtækjum hefur verið að fækka í greininni og þau sameinast, þan- nig að við erum alsæl með aukn- inguna í þátttöku í sýningunni.“ Undirbúningur sýningarinnar hófst fyrir þremur árum og hefur miðað vel. Að vanda leggja iðnað- armenn og fulltrúar fyrirtækja nótt við dag síðustu sólarhringana til að allt verði klárt fyrir opnun. Að sögn forsvarmanna hefur skipulagið gengið vel, en rík áher- sla hefur verið lögð á að bæta að- komu og auðvelda fólki að komast á sýninguna. Þannig er hægt að forskrá sig á netinu til að minnka biðraðir. Miklar breytingar og framþró- un hefur orðið í sjávarútvegi frá þeim tíma að fyrsta sjávarútvegs- sýningin var haldin hér á landi. Á sýningunni gefur að líta vörur frá leiðandi fyrirtækjum í greininni. Þar fæst gott yfirlit yfir þá miklu tækniþróun sem orðið hefur í veiðum og vinnslu sjávarafurða. Fjöldi viðburða er í tengslum við sýninguna og ber þar hæst af- hendingu íslensku sjávarútvegs- verðlaunanna. Þau voru fyrst af- hent 1999. Verðlaunaafhendingin mun fara fram á Broadway á föstudagskvöld. haflidi@frettabladid.is Umfangsmesta sýningin hingað til Umgjörð Íslensku sjávarútvegssýningarinnar er glæsileg. Þar gefur að allar helstu nýjungar í greininni. Sýningarsvæðið er 13 þúsund fermetr- ar og hafa þátttakendur í sýningunni aldrei verið fleiri. Tæplega 800 fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu. FISKVINNSLUTÍSKAN Á Sjávarútvegssýningunni munu fyrirtæki keppast um að sýna framleiðslu sína. Tæplega 800 fyrirtæki sýna vörur sína og þjónustu á 13 þúsund fer- metra sýn- ingasvæði í Smáránum í Kópavogi. Systkini palestínsk hryðjuverkamanns: Rekin burt frá Vesturbakkanum Á GANGI Palestínskar konur ganga um götur bæj- arins Nablus á Vesturbakkanum. Út- göngubann hefur verið í bænum í rúma tvo mánuði. Tveir létust í skotárás í Nablus í gær. AP /M YN D Jólabækur í fæðingu: Kolbrún skrifar ævi- sögu Jóns Baldvins BÆKUR Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaður vinnur nú að ritun ævisögu Jóns Baldvins Hanni- balssonar sendiherra og fyrrum ráðherra. Kolbrún dvelur þessa dagana á heimili Jóns Baldvins í Washington við undirbúning og skriftir. Ævisaga Jóns Baldvins verður í tveimur bindum og kem- ur hið fyrra út fyrir næstu jól. Hið síðara bíður svo þeirra næstu. Edda - miðlun stendur að útgáf- unni.  Stjórn Röskvu ályktar: Gagnrýnir lokun á bygg- ingum HÍ GAGNRÝNI Stjórn Röskvu gagnrýn- ir harðlega þá ákvörðun HÍ að loka byggingum Háskólans fyrr á virkum dögum og flestum þeirra alfarið um helgar, segir í ályktun sem stjórn Röskvu sendi frá sér í gær vegna þeirrar ákvörðunar há- skólayfirvalda að takmarka opn- un á byggingum skólans. Í yfirlýs- ingunni segir ennfremur að það megi vera öllum ljóst að hér sé um gríðarlega þjónustuskerðingu við stúdenta að ræða, fjöldi stúd- enta sé að vinna að verkefnum í sínum heimabyggingum og verði að komast í þá aðstöðu og gögn sem þar sé að finna. Einkum er lokunin bagaleg fyrir þá stúdenta sem unnið hafa í lokaverkefnum sínum í sumar og mega ekki við því að geta ekki nálgast gögn sín í lengri tíma.  Ekki einsdæmi: Pappalöggur í Litháen VILNÍUS, AP Lögregluyfirvöld í Lit- háen gripu nú um helgina til þess ráðs að stilla pappamyndum af lögregluþjónum upp á fjölförnum götum til þess að minna ökumenn á að draga úr hraðanum. Mikill skortur er á alvöru lögregluþjón- um í Litháen. Eins og Íslendingar vita er til- raunastarfsemi af þessu tagi ekki einsdæmi, þótt hún hafi ekki áður verið reynd í Eystrasaltslöndun- um. Sams konar aðferð var raunar einnig reynd í Danmörku á níunda áratug nýliðinnar aldar. Dönsku tilrauninni var hætt vegna þess að pappalöggunum var stolið.  HÁSKÓLI ÍSLANDS Ífréttatilkynningu frá Háskólan-um í Reykjavík segir að nem- endur geti nú nýtt sér aðstöðu á bókasafni og upplýsingamiðstöð skólans allan sólarhringinn. Það er bætt og aukin þjónusta við nemendur frá því sem áður var. Nú stendur tölvuaðstaða, bóka- safn og lærdómsaðstaða í skólan- um nemendum til boða allan sólarhringinn. Á RÍKIÐ AÐ SELJA BÁÐA RÍKISBANKANNA? FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Lítið breyttist í viðræðumstjórnenda Baugs og fulltrúa Philips Greens í gær um fyrir- hugaða yfirtöku á Arcadia.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.