Fréttablaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 15
15MIÐVIKUDAGUR 4. september 2002 FÓTBOLTI FÓTBOLTI Þýska knattspyrnufélagið Bayern München hefur sakað Bayer Leverkusen um að hafa haldið meiðslum brasilíska mið- vallarleikmannsins Ze Roberto leyndum þegar hann var keyptur til liðsins í sumar. Ze Roberto hef- ur meira og minna verið frá knatt- spyrnuiðkun frá því hann kom til München. „Ze tók verkjatöflur allan þann tíma sem hann var hjá Leverku- sen,“ sagði Ottmar Hitzfeld, knattspyrnustjóri Bayern München. „Hann staðfesti það sjálfur við mig þegar við ræddum meiðsli hans.“ Sjúkraþjálfari Leverkusen, Dieter Trzolek, neitar því þó al- farið. „Þetta er helber lygi. Hann fékk ekki eina einustu töflu. Hann veit ekki einu sinni hvernig þær líta út.“ Ze Roberto hefur átt við meiðs- li í nára að stríða sem leiða til verkja í baki. Fjármálastjóri Leverkusen segir að Ze Roberto hafi farið í læknisskoðun hjá Münchenar-liðinu áður en hann var keyptur og ekki hafi verið gerðar neinar athugasemdir.  Bayern München ósáttir með meiðsli Ze Roberto: Keyptu köttinn í sekknum? SVIKIN VARA? Ze Roberto stóð sig geysilega vel með Bayer Leverkusen. Hann hefur hins vegar lítið getað spreytt sig með Bayern München vegna meiðsla. INDIANAPOLIS, AP Bandaríska lands- liðið í körfubolta bar sigurorð af því rússneska í annarri umferð á heimsmeistaramótinu í körfubolta sem nú fram fer Bandaríkjunum. Leikurinn endaði 106:82 og skoraði Paul Pearce 27 stig fyrir banda- ríska liðið. Bandaríska liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína á mótinu hingað til og hefur Pearce verið stigahæstur hjá liðinu í öllum leikj- unum. Framherjinn Dirk Nowitzki hef- ur verið besti leikmaður keppninn- ar til þessa. Þjóðverjinn sterki olli Bandaríkjamönnum miklum vand- ræðum í leik þjóðanna á föstudag með því að skora 34 stig og hirða 10 fráköst. Eftir jafnan leik urðu loka- tölur 104:87 Bandaríkjamönnum í vil. Kanadabúar unnu fyrsta leik sinn á mótinu þegar þeir sigruðu Lí- banon með 91 stigi gegn 67. Það dugði hins vegar ekki til því þeir komust ekki áfram í aðra umferð.  Heimsmeistaramótið í körfubolta: Bandaríkjamenn sigruðu Rússa KEANE David Beckham heldur aftur af Roy Keane eftir viðskipti hans við Jason McAteer. Keane hefur átt í erfiðleikum með að hemja skap sitt í gegnum tíðina. Roy Keane á leið í uppskurð: Frá næstu þrjá mánuðina FÓTBOLTI Aðdáendur norska knatt- spyrnufélagsins Brann vilja að þjálfari liðsins, Teitur Þórðarson, fari frá. Brann hefur ekki staðið undir væntingum og er í þriðja neðsta sæti deildarinnar sem stendur. Liðið á þó ekki bara við vandamál að stríða á knatt- spyrnuvellinum því fjárhagur liðsins er afar slakur. Því er fleygt í norskum fjölmiðlum að rekstrarfélag Brann hafi ekki efni á Teiti þar sem hann er með 1,3 milljónir norskra króna, eða tæpar 15 milljónir íslenskra króna, í árslaun. Samningur Teits gildir til ársins 2004. Stjórn rekstrarfélagsins er milli steins og sleggju því ef liðið fellur niður um deild verður það gjaldþrota. Það verður því að treysta á að Ís- lendingurinn nái að stýra liðinu til áframhaldandi veru í efstu deild.  Teitur Þórðarson þungur á fóðrum: Með tæpar 15 milljónir í árslaun FÓTBOLTI Roy Keane, hinn skap- stóri leikmaður Manchester United, spilar ekki fótbolta næstu þrjá mánuðina. Hann hef- ur ákveðið að fara í aðgerð á mjöðm, en meiðslin hafa verið að angra hann undanfarið. Keane á einnig yfir höfði sér þriggja leik- ja bann fyrir að hafa gefið Jason McAteer, leikmanni Sunderland, olnbogaskot í leik sem háður var síðasta laugardag. Svo gæti ein- nig farið að Keane fái lengra bann eftir að hann viðurkenndi í sjálfsævisögu sinni að hafa vilj- andi brotið illa á Alf Inge Haaland, leikmanni Manchester City í apríl á síðasta ári. Var hann að hefna fyrir brot sem átti sér stað árið 1997. „Við höfum ákveðið að núna sé rétti tíminn fyrir hann til að fara í aðgerð. Við vonum að hann snúi aftur í desember,“ sagði Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Vegna aðgerðarinnar mun Keane meðal annars missa af leikjum gegn Newcastle og ná- grannaslag gegn Manchester City. Hins vegar er vonast til að hann nái leikjunum gegn Liver- pool og Arsenal sem háðir verða í desember.  AP/M YN D Eiður Smári Guðjohnsen, leik-maður Chelsea, segir að hann og samherji hans, Hollendingur- inn Jimmy Floyd Hasselbaink, séu að verða tilbúnir til að hrella markverði í ensku úrvalsdeildinni að nýju. Eiður Smári og Hassel- baink skoruðu 52 mörk á síðustu leiktíð. Þeir hafa ekki náð að skora það sem af er tímabili. „Það búast allir við miklu af okkur því við stóðum okkur vel á síð- asta tímabili. Við áttum í smá basli í sumar og erum því ekki komnir í okkar besta form,“ sagði Eiður Smári í samtali við vefritið soccernet.com. Bæði Eiður Smári og Jimmy Floyd spila með lands- liðum sínum í vináttulandsleikj- um um helgina. Þar kemur einnig fram að Eiður Smári ætli sér ekki að yfirgefa herbúðir Chelsea þótt slíkar sögusagnir hafi verið uppi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.