Fréttablaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 10
10 4. september 2002 MIÐVIKUDAGURBLAK GÓÐ HÁVÖRN Anna Vania Mello og Darina Mifkova frá Ítalíu verja hér smell frá Iliönu Petkovu frá Búlgaríu. Heimsmeistarakeppni kvenna í blaki fer nú fram í Muenster í Þýskalandi. David Dunn, leikmaður Black-burn Rovers, hefur verið kallaður til liðs við enska lands- liðshópinn, sem mætir Portúgal í vináttulandsleik á laugardaginn, til að fylla skarð Kieron Dyer sem þurfti að draga sig úr hópn- um vegna meiðsla. Dunn hefur staðið sig frábærlega með Black- burn og undir 21 árs landsliði Englands. Hann skoraði meðal annars ótrúlegt mark í leik gegn Hollandi í lok síðasta árs. Hann skoraði einnig fyrir Blackburn þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Robert Pires, leikmaðurArsenal, vonast til að geta sparkað knettinum á ný í október. Pires meiddist á hné í mars og missti þar af leið- andi af heims- meistarakeppn- inni í Suður-Kóreu og Japan. Hann fór í aðgerð í maí og hefur verið í sjúkraþjálfun í Suður-Frakklandi. „Ég vona að ég verði til í slaginn þann 22. októ- ber þegar við mætum Auxerre í Meistaradeild Evrópu,“ sagði Frakkinn snjalli, sem var valinn besti leikmaður ensku úrvals- deildarinnar á síðasta tímabili. Nú gengur sú saga fjöllumhærra að Steve McManaman, fyrrverandi leikmaður Liverpool og núverandi leikmaður Real Ma- drid, sé á leið til Inter Milan á Ítalíu. McManaman er sagður eiga að ganga upp í kaupin á Ronaldo sem keyptur var til Ma- drídar-liðsins í byrjun þessarar viku. FÓTBOLTI HÁTTVÍSI Leikmennirnir sem spörkuðu bolta upp í stúkur þar sem stuðningsmenn andstæðing- anna sátu eru Hlynur Stefánsson, leikmaður ÍBV, og Þorvaldur Ör- lygsson, spilandi þjálfari KA. Undarlegt þykir að leikmennirnir skuli sýna slíkt hátterni og þá sér- staklega í ljósi þess að þeir eru báðir fyrrverandi atvinnumenn í knattspyrnu og með leikreyndari mönnum deildarinnar. „Þetta gerðist bara í hita leiks- ins og ég hef beðist afsökunar á þessu,“ segir Hlynur Stefánsson aðspurður um atvikið. „Þetta var framkoma sem sæmir hvorki mér né mínu félagi. Ég varð mér til skammar og biðst afsökunar á því. Slíkt kemur ekki aftur frá minni hálfu, það er nokkuð ljóst.“ Þorvaldur Örlygsson segist hafa beðið manninn sem fékk boltann í andlitið afsökunar. „Í bræði minni sparkaði ég boltan- um upp í stúku og maður varð fyrir því óláni að fá boltann í and- litið. Því miður fékk hann boltann í höfuðið og gleraugu hans sködd- uðust. Við erum búnir að heyrast og ég bið Grindvíkinga fyrirgefn- ingar á því sem gerðist. Heimsku- pör mín voru hlutur sem átti ekki að gerast.“ Geir Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnusam- bands Íslands, segir sambandið líta svona atvik alvarlegum aug- um. „Svona mál berast til aga- nefndar í gegnum dómara og eft- irlitsmenn á vettvangi og þau koma þá fram í skýrslu þeirra. Það verður að koma í ljós hvort gerð hafi verið skýrsla um mál- ið,“ segir Geir. Samkvæmt 12. grein starfsreglna aganefndar KSÍ er framkvæmdastjóra sam- bandsins heimilt að vísa til úr- skurðar aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd knattspyrn- unnar eða þeirra sem taka þátt í leiknum. Þar segir jafnframt að slík atvik þurfi ekki að koma fram á skýrslu dómara eða eftir- litsmanna kappleikja. Geir vildi þó ekki tjá sig um það hvort KSÍ myndi aðhafast eitthvað í málinu, þó skýrslur um málin berist ekki aganefndinni. Aganefndin getur sjálf tekið upp málið því líkt og segir í 2. grein starfsreglna nefndarinnar. „Þá fjallar nefndin um önnur mál, sem berast henni og/eða hún telur ástæðu til að hafa afskipti af vegna leikja, sem fram fara í landinu, enda fjalli ekki aðrir um þau.“ kristjan@frettabladid.is Skammast sín fyrir heimskupörin Leiðindaatvik áttu sér stað í tveimur leikjum Íslandsmótsins í knatt- spyrnu í fyrradag. Tveir leikmenn spörkuðu knettinum upp í áhorf- endastúkur. Í öðru tilvikinu lenti boltinn í andliti áhorfanda sem vank- aðist við. Leikmennirnir hafa beðist afsökunar á atvikunum. GEIR ÞORSTEINSSON Framkvæmdastjóri KSÍ getur vísað atvikum sem þessum til aganefndar. STUÐNINGSMENN KR Fengu að finna fyrir skothörku Hlyns Stefánssonar í leik KR og ÍBV á mánudaginn var. STARFSREGLUR AGANEFNDAR KSÍ 12. gr. ÓSÆMILEG FRAMKOMA 12.1. Framkvæmdastjóra KSÍ er heimilt að vísa til úrskurðar aganefndar atvikum sem skaðað geta ímynd knattspyrnunn- ar eða þeirra sem þátt taka í leiknum. Slík atvik hafa þá ekki komið fram í at- vikaskýrslu dómara eða eftirlitsmanns á kappleikjum en geta verið hvers kyns ósæmileg framkoma á leikstað eða á annan hátt opinberlega. 12.2. Framkvæmdastjóri skal skila grein- argerð til aganefndar ásamt gögnum máli sínu til staðfestingar sem málsaðil- ar skulu fá afrit af. Málsaðilum skal gef- inn kostur á að skila skriflegri greinar- gerð fyrir næsta fund aganefndar. Ef aganefnd telur að um ósæmilega hegð- un hafi verið að ræða skal nefndinni heimilt að úrskurða viðkomandi eftir eðli brotsins. Viðurlög geta verið eftirfar- andi: a) áminning b) ávítur c) sekt að upphæð kr. 30.000 d) leikbann ÞORVALDUR ÖRLYGSSON Hefur beðist afsökunar á framkomu sinni. HREYSTI Tveir keppendur í hreysti (fitness) voru á mánudag dæmdir í tveggja ára keppnisbann fyrir ólöglega lyfjanotkun á Íslands- mótinu fyrr á árinu samkvæmt úrskurði dómstóls Íþróttasam- bands Íslands, ÍSÍ. Þriðji kepp- andinn var dæmdur í þriggja mánaða bann fyrir sömu sakir. Hreystisfólkið er óhlutgengt til þátttöku í æfingum, keppnum og sýningum á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sér- sambanda þess og félaga eða deil- da innan sérsambandsins á meðan bannið er í gildi. Íslandsdeild IFBB, sem hélt Ís- landsmótið, er ekki aðili að ÍSÍ. Lyfjaeftirlit ÍSÍ hafði frumkvæði að lyfjaprófunum og var sett skil- yrði þess efnis að þeir íþrótta- menn sem ekki stæðust próf yrðu kærðir fyrir brot sín. Keppnis- fólkið hlaut samt sömu dóma hjá IFBB nema þeir tóku gildi frá keppnisdegi.  Keppendur í hreysti falla á lyfjaprófi: Tveggja ára keppnisbann FÓTBOLTI Valsstúlkur unnu stórsig- ur á Grindavíkurstúlkum í leik liðanna í efstu deild í gærkvöldi. Lengi vel var þó ekki útlit fyrir að miklu munaði með liðunum þegar upp væri staðið. Valsstúlkur leid- du með tveimur mörkum gegn engu þegar 23 mínútur voru eftir af leik liðanna. Þá settu þær rauð- klæddu í fluggírinn svo um mun- aði. Áður en leik lauk voru þær búnar að skora sjö mörk gegn lán- lausum Grindavíkurstúlkum án þess að þær síðarnefndu næðu að svara fyrir sig. Sigurinn dugar Valsstúlkum væntanlega skammt í baráttunni á toppi deildarinnar. Grindavíkur- stúlkur féllu hins vegar úr deild- inni. Þær eiga ekki lengur mögu- leika á því að komast upp fyrir FH sem er í næst neðsta sæti. Breiðablik lagði FH að velli í Hafnarfirði. Úrslitin 1-0.  Góður sigur Valsstúlkna: Grindavíkur- stúlkur fallnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.