Fréttablaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 22
22 4. september 2002 MIÐVIKUDAGUR HÚSIÐ Þetta glæsilega hús við Hlemmer nokkuð falið, meðal annars af skiptistöð Strætó. Þetta er nokkuð sérstakt hús og minnir mest á brú í risastóru skipi. Bíla- umboðið Sveinn Egilsson var lengi til húsa á neðstu hæðinni og enn er hægt að aka inn í húsið um bílskúrsdýr, Hverfisgötumegin. Á hinu horninu, Laugavegsmeginn, var Útvegsbankinn og síðar Ís- landsbanki. Á efri hæðum hússins hafa lengst af verið ýmsar skrif- stofur og stofnanir, til dæmis Náttúrugripasafn Íslands og Nátt- úrufræðistofnun. Á efstu hæð hússins eru íbúðir. Arkitekt húss- ins er Guðmundur H. Þorláksson, sem var byggingafulltrúi í Reykjavík á árunum 1920 til 1930. Byrjað var að reisa húsið árið 1934 og var það byggt í áföngum allt til 1948 þegar 5. hæðin var byggð. Nú er Möguleikhúsið til húsa Hverfisgötumegin í húsinu, þar sem bílaumboðið var áður, en hornið Laugavegsmeginn stendur autt. Vonandi á sem fyrst eftir að kvikna meira líf í þessu svipmikla húsi.  Gestirnir höfðu gjaf- irnar á brott með sér Hörður Torfason er 57 ára í dag. Hann hefur ekki haldið upp á afmæl- ið sitt síðan hann varð þrítugur, en þá endaði partýið með ósköpum. AFMÆLI Ætli niðurstaða könnunarinnarsé ekki í samræmi við það sem maður hafði búist við,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, einn aðstandenda vefritsins Kreml.is, sem lét kanna fylgi Samfylkingar- innar ef Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir færi fram til þings. „Þessi umræða er búin að vera lengi í gangi og menn hafa talið að inn- koma hennar myndi styrkja Sam- fylkinguna. Það er kristaltært á þessum niðurstöðum að framboð hennar gerir það.“ Eiríkur segir niðurstöðuna sérstaklega athyglis- verða í ljósi þess að Samfylkingin sé nú í kjörfylgi. Því sé ekki hægt að segja að Össur Skarphéðinsson eða aðrir leiðtogar flokksins hafi staðið sig illa. „Ingibjörg er slík yf- irburðarmanneskja að hún bætir þessu við.“ Eiríkur Bergmann er fæddur og uppalinn í Hólahverfinu í Breið- holti. Hann lauk BA-prófi í al- mennri stjórnmálafræði frá Há- skóla Íslands og kandídatsprófi í alþjóðastjórnmálum frá Kaup- mannahöfn. Hann hóf pólitísk af- skipti í Sambandi ungra jafnaðar- manna árið 1993, í valdatíð Jóns Baldvins Hannibalssonar. Síðan þá hefur hann verið viðloðandi hreyf- inguna. „Strax frá upphafi þótti mér evrópsk samvinna áhugaverð og fór að skoða þau mál sérstaklega. Framan af taldi ég það heppilegt að Ísland ætti samleið með þessum ríkjum. Í síðari tíð hefur þessi áhugi orðið fræðilegri. Ég hef átt þess kost að vinna í þessu um- hverfi og hef sinnt ákveðnum rannsóknum á þessari starfsemi,“ segir Eiríkur en hann starfar nú hjá Evrópusambandinu og býr í Osló.  Eiríkur Bergmann Einarsson er einn Kremlverja sem lét gera skoðanakönn- un á fylgi Samfylkingarinnar ef Ingibjörg Sólrún byði sig fram til þings. Hann er stjórnmálafræðingur að mennt og íhug- ar sjálfur að bjóða sig fram. Persónan JARÐARFARIR 13.30 Sigurður Kristmundsson, Heiðar- hjalla 13, Kópavogi, verður jarð- sunginn frá Kópavogskirkju. 13.30 Unnur Símonar, Hringbraut 32, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. AFMÆLI Hörður Torfason, tónlistarmaður, er 57 ára gamall. ANDLÁT Áskell H. Egilsson, skipasmiður, Núpa- síðu 3, Akureyri, lést 1. september. Annie Schweitz Helgason, hárgreiðslu- kona, Kaplaskjólsvegi 91, Reykjavík, lést 1. september. Aðalsteinn Bjarnason, fyrrverandi bóndi að Höfða á Völlum, Fljótsdalshér- aði, lést laugardaginn 31. ágúst. Guðmundur Ingi Kristjánsson, skáld og bóndi, Kirkjubóli í Bjarnardal, andaðist 30. ágúst. Gísli Konráð Geirsson, Kálfastöðum, Vestur-Landeyjum, lést föstudaginn 30. ágúst. FÓLK Í FRÉTTUM Ásgeir Friðgeirsson sem gekk íSamfylkinguna fyrir skemm- stu er síðasti fréttahaukur pressunnar.is. Menn merkja það á frétta- skrifunum að pólitík er farin að eiga stær- ri sess í huga ritstjór- ans en fréttir. Þannig var skoðanakönnun um að Samfylkingin muni njóta mikilla ávaxta með Ingibjörgu Sólrúnu innaborðs auð- vitað fréttaefni hjá Ásgeiri. „Ingi- björg Sólveig yrði margföld,“ var fyrirsögn Ásgeirs. Menn greinir á um hvort geðshræring hafi gert það að verkum að honum varð hált á nafni borgarstjórans, eða hvort um er að kenna því að Ás- geir hefur bara verið tíu daga í flokknum og því ekki von að hann sé búinn að læra öll nýju nöfnin. Þröngur hópur manna ráðgerirstofnun félags þeirra sem lent hafa í verulegum fjárhagskrögg- um vegna hlutabréfakaupa á síð- ustu misserum. Eru þeir fyrir- ferðamestir sem keyptu hlutabréf í deCode að ráði sérfræðinga bankastofnana þegar gengið var sem hæst. Eru dæmi þess að ein- staklingar hafi keypt fyrir tugi milljóna króna á genginu 50 - 60 en sitja nú uppi með gengi á bréf- um sínum sem komin eru niður fyrir 2. Bankar sem lánuðu fé til kaupanna hafa enn ekki gengið að skuldum viðskiptavina sinna held- ur fryst bæði vexti og höfuðstól. Hrýs mönnum hugur við hvað gerist þegar gengið verður á hina óheppnu hlutabréfakaupendur sem margir hafa þegar misst hús sín og bíla og sjá ekki fram á ann- að en gjaldþrot. Hundruð manna eru í þessari stöðu sem þeir geta lýst með orðinu hrollvekja. MEÐ SÚRMJÓLKINNI Ég held aldrei upp á afmæliðminn, held bara tónleika,“ seg- ir Hörður Torfason tónlistarmað- ur. „Það er nú saga að segja frá því,“ segir hann þegar hann er inntur eftir ástæðunni. „Ég hélt upp á afmælið mitt þegar ég varð þrítugur og gerði það með stæl. Bauð vinum og ættingjum í sal á gömlu Hótel Vík, sem ég rak þá sjálfur. Ég þurfti að fara snemma í vinnu daginn eftir og yfirgaf gleðskapinn fljótlega. Á borði í salnum voru girnilegir pakkar, og ég tók einn með mér, þykka og flotta bók, en skildi hitt eftir. Á leið í vinnu um morguninn kíkti ég inn í salinn og þá var þar allt á tjá og tundri og einn vinur minn enn á staðnum, kúrandi undir teppi. Honum hafði leiðst eftir að gest- unum fór að fækka og opnað hús- ið fyrir þeim sem voru staddir á Hallærisplaninu. Gestirnir þaðan skemmtu sér vel og höfðu svo með sér gjafirnar. Þær hafa aldrei komið í leitirnar og er auglýst eft- ir þeim hér með,“ segir Hörður skellihlæjandi. Hann segist þó hafa tekið gjafahvarfinu með stóískri ró og vera afar jarðbund- inn maður. „Ég ákvað nú samt upp á grínið að halda þaðan í frá tónleika um afmælisleytið og „innheimta gjaf- irnar“. Hvað afmælisdaginn varð- ar er hann ekki frá því að ítalski sambýlismaður hans, Massimo, taki upp á einhverju skemmtilegu. „Í fyrra pantaði hann stóran flutn- ingabíl sem kom heim til okkar fullur af skemmtilegu fólki og við fórum í æðislega ferð í Þórsmörk. Ég sé það í augunum á honum núna að hann er eitthvað að bral- la,“ segir Hörður. Hann segir Massimo kunna vel við sig á Íslandi. „Hann á svolítið erfitt með fámennið. Svo er hann vel upp alinn og finnst skorta á al- menna kurteisi Íslendinga. Ég er sammála honum þar og held að vanti algjörlega að okkur sé kennd kurteisi. Þá finnst okkur við líka félagslega einangraðri hér en til dæmis í Bretlandi og Danmörku, segir Hörður sem að öðru leyti er önnum kafinn við að undirbúa tónleikana á föstudag. edda@frettabladid.is HÖRÐUR TORFASON Ástsæll trúbador, sem heldur tvenna tónleika í Gamla bíói í næstu viku og fer svo út á landsbyggðina til að gleðja íbúa þar með spili og söng. Af hverju taka Hafnfirðingarhurðina af hjörunum þegar þeir fara á klósettið? Til þess að ekki sé hægt að kíkja inn um skráargatið meðan þeir sitja á klósettinu. EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON Hefur sjálfur verið orðaður við framboð hjá Samfylkingunni. Hann segist ekki vera bú- inn að taka ákvörðun um það. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Breiðhyltingur með áhuga á Evrópu Vegna frétta af áhugaleysi samgönguráð- herra á embætti vegamálastjóra skal tekið fram að Sturla Böðvarsson hefur heldur ekki hug á að verða flugmálastjóri. Leiðrétting TÍMAMÓT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.