Fréttablaðið - 04.09.2002, Side 23

Fréttablaðið - 04.09.2002, Side 23
23MIÐVIKUDAGUR 4. september 2002 BÆKUR Í það minnsta 100 bæk- ur um hryðjuverkaárásirnar þann 11. september eru væntanlegar á markað á næstunni, um það leyti sem eitt ár er liðið frá voðaverk- unum sem kostuðu yfir 3.000 manns lífið. Bókarinnar The Secret History, eftir rithöfundinn Donnu Tartt, er beðið með nokk- urri eftirvæntingu. Bóksalar binda einnig miklar vonir við bók- ina Leadership eftir Rudolph Giuliani, sem var borgarstjóri New York þegar hörmungarnar dundu yfir, og What We Saw, en inngang þeirrar bókar ritar sjón- varpsmaðurinn góðkunni Dan Rather hjá CBS. Aðrir titlar þykja ekki jafn líklegir til að ná lýðhylli en bókaútgefendur virðast þó engu að síður vilja gera öllum hliðum árásanna góð skil á prenti. Kenningar um hugsanlegar yf- irsjónir FBI og CIA hafa verið áberandi síðustu mánuði og marg- ir telja að þessar stofnanir hefðu átt að geta komið í veg fyrir árás- ina, eða í það minnst að stórdraga úr skaðanum. Þingnefndir hafa fjallað um málið og ófáir sérfræð- ingar hafa gefið því gaum og því eru lærðar bækur um þátt yfir- valda og forvarnir gegn hryðju- verkum áberandi í bókaflóðinu.  HÖNNUN Handverk og hönnun hef- ur í sumar ferðast um landið með sýningu á handverki eftir 25 manns. Ferðinni verður haldið áfram fram eftir hausti og vetri. Sýningin byggir á fimm sýningum sem Handverk og hönnun hélt í sýningarsal sínum í Aðalstræti 12 á síðasta ári. Verkefnið Handverk og hönnun hlaut Menningarverð- laun DV 2002 í listhönnun fyrir þær sýningar. Ferðalagið hófst í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í júlí. Þá var hún í Pakkhúsinu í Ólafs- vík og á morgun opnar sýningin í Reykjanesbæ í tengslum við ár- legan menningarviðburð í bæn- um, Ljósanótt. Ferðalagið heldur svo áfram og sýningarstaðirnir í haust og vetur verða meðal annars Sauðárkrók- ur, Skriðuklaustur, Hveragerði og Akureyri. Sýningin í Reykjanesbæ er í Framsóknarhúsinu, Strandgötu 62. Hún stendur til 15. september og er opin alla daga milli kl. 13 og 17.  John Lee Thompson: Þekktur leik- stjóri deyr KVIKMYNDIR Breski leikstjórinn John Lee Thompson lést af völdum hjartaáfalls á mánudag. Hann var 88 ára gamall. Thompson er þekkt- astur fyrir myndir sínar „The Guns of Navarone“, „Cape Fear“ og fyrir að gera framhaldsmyndir upprunalegu „Planets of the Apes“ myndarinnar. Thompson fæddist í Bristol, stundaði box og var meðal annars skytta á hríðskotabyssu B-29 sprengjuflugvélar í seinni heims- styrjöldinni. Hann fluttist til Hollywood í kjölfar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir myndina „The Guns of Navarone“.  THE WORLD TRADE CENTER Bækur um allt hvað eina tengt árásunum eru gefnar út í bunkum ári eftir hörmungarnar. Árásin á Bandaríkin: Bókaflóð skellur á AF SÝNINGU Eins og sjá má er sýningin afar fjölbreytt. Handverk og hönnun: Listhönn- un á ferð um landiðMATARÆÐI Risaköngulær eru aðverða vinsæll réttur í Kambódíu. Örvæntingarfullir flóttamenn sem skósveinar Pol Pots herjuðu á byrjuðu að leggja sér köngulærn- ar og önnur skordýr til munns þegar ekkert ætilegt var að finna. Þessar svörtu, loðnu og eitruðu skepnur hafa hins vegar hækkað heldur betur í tign og er nú líkt við kavíar í Kambódíu. Flóttafólk- ið áttaði sig á því að þær eru hið mesta lostæti og nú byggja heilu fjölskyldurnar afkomu sína á þeim. Köngulærnar eru vinsælastar djúpsteiktar með salti og lauk. Köngulóasalar ná á góðum degi að koma á bilinu 100-200 köngulóm í verð. Gangverðið á stykkinu er um átta sent, þannig að þetta átt- fætta nasl er enn langt frá því að geta staðið undir iðnaði sem getur rétt af bágborinn efnahag íbú- anna.  KAMBÓDÍA Kóngulær sem voru áður neyðarbrauð flóttafólks þykja nú herramannsmatur. Risaköngulær: Herramannsmatur í Kambódíu  Frístundanám í Mjódd Enska, spænska, hugrækt, teikning og vatnslitamálun, skopmyndateikning, skrautskrift og prjón- og hekl. Innritun í frístundanám hefst 11. september.  Íslenska í Mjódd Íslenska fyrir útlendinga 1. - 4. flokkur. Innritun í íslensku hefst 18. september.  Prófadeild - öldungadeild í Miðbæjarskóla Grunnskólastig: Grunnnám. Fornám. Samsvarar 8., 9. og 10. bekk grunnskóla. Upprifjun og undirbúningur fyrir framhaldsskóla. Framhaldsskólastig: Almennur kjarni fyrstu tveggja ára framhaldsskóla. Bóklegar greinar heilbrigðisbrauta. Aðstoðarkennsla í stærðfræði fyrir nemendur í grunn- og framhaldsskóla. Sérkennsla í lestri og skrift. Innritun í prófadeild stendur yfir. Nánari upplýsingar í síma 551-2992 Netfang: nfr@namsflokkar.is Heimasíða: http://www.namsflokkar.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.