Fréttablaðið - 04.09.2002, Side 24

Fréttablaðið - 04.09.2002, Side 24
Um miðja síðustu öld gekk súflökkusaga um hitaveitutank- ana í Öskjuhlíðinni að á botni eins þeirra hefðu fundist falskar tennur í allgóðu standi en hvorki tangur né tetur af eigandanum, og var talið að Reykvíkingar hefðu sopið seyðið af þessum týnda samborgara sínum eða baðað sig í mólekúlum þessa manns sem ekki skildi eftir sig aðr- ar jarðneskar leifar en skolta úr postulíni. Í svæsnari útgáfum sög- unnar fylgdu gleraugu fölsku tönn- unum og jafnvel armbandsúr. Mörg- um þótti þessi saga öll með ólíkind- um og hefði blöskrað ef þeim hefði verið sagt að í upphafi nýs árþús- unds stæði Íslendingum til boða að heimsækja forfeður sína og mæður í téðum tönkum með augu, hár og tennur eins og lifandi komin. SANNLEIKURINN tekur lygasög- unni langt fram. Búið er að tappa heita vatninu af tanki undir Perlunni og þar hefur lista- og hugvitsmaður- inn Ernst Backmann komið upp sýn- ingu sem önnur slík hefur ekki sést á Íslandi. Þarna er landsfaðirinn Ingólfur Arnarson og virðist vera á leið til að gera athugasemdir við gistihús það sem borgarstjórinn vill láta byggja ofan á skálann sem þau Hallveig reistu sér í Kvosinni forð- um. Þarna er Snorri Sturluson, og Gizur jarl, og Sturla Sighvatsson liggur þarna í blóði sínu og minnir á þá tíma þegar íslenska þjóðveldið lá í fjörbrotum vegna þess að höfðingjar komu sér ekki saman um skiptingu auðs og valda og flugust á innbyrðis því að engin var lögreglan til að siga hver á annan. ÞARNA er Svarti dauði og galdra- brenna og landnám í Vínlandi, og maður saknar þess að í gamla daga þegar verið var að reyna að troða í mann Íslandssögu skyldi engum hafa hugkvæmst að koma upp svona líflegri sögusýningu og hitaveitu- tankarnir í Öskjuhlíðinni buðu ekki upp á neitt nema heitt vatn og ólík- indasögu um falskar tennur. HVER einasti sögukennari á land- inu þarf að ganga þarna um með bekkinn sinn og segja frá og út- skýra þau augnablik sem þarna er brugðið upp af einstöku listfengi, og okkur hinum sem erum komin af skólaskyldualdri stendur til boða að fara í stórkostlegan göngutúr aftur í aldir.  SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500 ÖRYGGISVERSLUN VÍS Pöntunarsími 560 5000 – opið alla virka daga frá kl. 8:00–19:00 Vefverslun VÍS: www.vis.is VÍS hefur gefið út bækling um öryggis- og forvarna- búnað fyrir heimili og vinnustaði. Bæklingurinn fræðir og fjallar almennt um öryggismál og forvarnir; þjófa- og brunavarnir og tekur einnig til annarra öryggismála, s.s. er varða öryggi barna. Við sendum þér bæklinginn án endurgjalds og þá getur þú gengið úr skugga um hvort þú getir bætt öryggi heimilis þíns eða vinnustaðar. Allar vörur bæklingsins fást í Öryggisverslun VÍS sem rekin er í samstarfi við Öryggismiðstöð Íslands og Eldverk. Verslunin býður öryggis- og forvarnabúnað á mjög hagstæðum kjörum. Reynsla VÍS sýnir að forvarnir skila árangri og eru oft besta tryggingin. Tryggðu þér öryggi með VÍS. F í t o n / S Í A F I 0 0 5 1 7 2 Öryggisverslun VÍS H R I N G D U O G V I Ð S E N D U M Þ É R B Æ K L I N G Öryggislæsingar fyrir glugga Venjulegt verð: 6.450 kr. VÍS verð: 5.160 kr. Eldvarnarteppi Venjulegt verð: 1.815 kr. VÍS verð: 1.595 kr. Sjúkrapúði Venjulegt verð: 2.750 kr. VÍS verð: 1.750 kr. Sólhlíf í bílglugga Venjulegt verð: 539 kr. VÍS verð: 490 kr. Öryggislás fyrir húsvagna Venjulegt verð: 13.687 kr. VÍS verð: 10.990 kr. Léttvatnsslökkvitæki Venjulegt verð: 9.370 kr. VÍS verð: 6.975 kr. Jónískur reykskynjari Venjulegt verð: 1.110 kr. VÍS verð: 998 kr. Barnaöryggispakki Venjulegt verð: 2.990 kr. VÍS verð: 1.950 kr. Raka- og vatnsskynjari Venjulegt verð: 1.505 kr. VÍS verð: 1.220 kr. VÍS hefur gefið út bækling um öryggis- og forvarna- búnað fyrir heimili og vinnustaði. ÓKEYPIS HEIMSENDING TIL ÞEIRRA SEM TRYGGJA HJÁ VÍS * VÍS VERÐ ER FYRIR ÞÁ SEM TRYGGJA HJÁ VÍS Bakþankar Þráins Bertelssonar Fjölmenni í hitaveitutanki

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.