Fréttablaðið - 04.09.2002, Síða 8

Fréttablaðið - 04.09.2002, Síða 8
4. september 2002 MIÐVIKUDAGUR8 Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS FRÉTTASKÝRING VEITINGASTAÐIR Lyst ehf, rekstrar- aðili McDonalds hamborgara- keðjunnar á Íslandi, hefur ákveð- ið að hætta veitingarekstri í Aust- urstræti í Reykjavík en þar hefur veitingastaður fyrirtækisins ver- ið starfræktur undanfarin sjö ár. Hefur McDonalds sagt upp leigu- samningi á húsnæðinu sem áður hýsti landsfrægt kaffihús undir nafninu Hressó. Ekki er ljóst hvenær McDonalds lokar endan- lega í Austurstræti en eigendur húsnæðisins eru Kristileg félög ungra karla og kvenna (KFUM og K). Er nú leitað að nýjum leigj- endum eða jafnvel kaupendum en húsnæðið er að hluta til friðað og þarfnast verulegra endurbóta. Þó er mat manna að lóðin sé dýr- mætasti hluti eignarinnar enda í hjarta miðborgarinnar og vel rúm. Eftir að McDonalds hverfur úr Austurstrætinu veður Lyst ehf. aðeins með tvo McDonalds staði í Reykjavík; annan í Skeifunni við Suðurlandsbraut og hinn í Kringl- unni. Ekki náðist í Kjartan Kjart- ansson framkvæmdastjóra fyrir- tækisins og því ekki ljóst hvort fyrirtækið hyggst opna á öðrum stað í höfuðborginni í stað þess sem nú lokar innan skamms. Tug- ir manna störfuðu hjá McDonalds í Austurstræti.  MCDONALDS Í AUSTURSTÆTI Eftir lokun verða viðskitapvinir að fara í Skeifuna eða Kringluna til að fá borgarana sína. Skyndibiti úr miðbænum: McDonalds hættir í Austurstræti Við bjóðum fyrsta flokks viðgerðir fyrir allar tegundir bifreiða á svipstundu. Engar tímapantanir. Komdu núna! • Dekk • Rafgeymar • Smurning • Bremsur • Þurrkublöð • Perur • Rúðuvökvi ÞETTA GERUM VIÐ! REYKJAVÍK • AKUREYRI A B X / S ÍA Manía hirðusemi eða fátækt? Leigubifreiðarstjóri skrifar: Vegna greinar í Fréttablaðinuþann 03.09 um konur á kafi í sorptunnum var sérstaklega vísað í asískar konur sem læðupúkast eldsnemma morg- uns og gramsa í ruslatunnum borg- arbúa í leit að dós- um og flöskum. Vegna starfa míns er ég oft og iðulega á ferðinni á þess- um tíma og hef margoft orðið vitni að söfnunaráráttu fólks, maníu eða hirðusemi þess, að ég tali nú ekki um helgarnar þegar oft ligg- ur við slagsmálum á milli safnar- ana um dósina, en skyldi eitthvað annað liggja þarna að baki? Það er fjarri lagi að hér séu eingöngu á ferðinni asískar konur, vel útbún- ar með kerru eða barnavagn í eft- irdragi, í þessari tiltekt fyrir sam- borgarana, heldur er hér um að ræða stóran hóp fólks af öllum stigum samfélagsins sem grefur sig ofan í sorptunnur, gáma og önnur ruslaílát í leit að umbúðum sem bera skilagjald, það er undar- leg sjón að sjá snyrtilega klætt fólk á öllum aldri akandi um á milli bensínstöðva á dýrindis fjallajeppum grafandi sig ofan í ruslatunnur og gáma að safna flöskum og dósum! Ég hef oft þakkað almættinu þrátt fyrir ör- orku mína fyrir að hafa íhlaupa- starf mér til viðurværis svo ég þyrfti ekki að veita þessum söfn- urum harða samkeppni í lífsbar- áttu þeirra, en það er smán að í okkar velferðarþjóðfélagi skulu vera einstaklingar sem engan vegin geta séð sér farboða vegna fátæktar og þurfa því beygðir og niðurlægðir að róta í rusli til að afla sér lífsviðurværis. Hvað rek- ur aðra sem stunda þessa söfnun- aráráttu og virðast ekki líða skort er svo annað mál.  GAGNAGRUNNUR Persónuvernd vís- ar á bug ásökunum Íslenskrar erfðagreiningar ehf, um að gagna- grunni á heilbrigðissviði sé haldið í gíslingu stofnunarinnar að því segir í fréttatilkynningu frá Per- sónuvernd. Í henni segir að ekki hafi borist endanlegt svar ráðu- neytisins við þeirri beiðni Per- sónuverndar að afstaða yrði tekin til erindisins. Endanlegt svar ráðuneytisins barst ekki fyrr en 22. ágúst s. l. og var af þeim sök- um ekki hægt að taka afstöðu til erindis ÍE. Persónuvernd skilur bréf ráðu- neytisins á þann veg að fyrirliggj- andi breytingatillögur ÍE rúmist innan rekstrarleyfisins. Hefur því stjórn Persónuverndar ákveðið að láta fara fram athugun á með hvaða hætti verði hægt að tryggja öryggi gagnagrunnsins í ljósi framkominna breytingatillagna.  ÍSLENSK ERFÐAGREINING Persónuvernd hefur ákveðið að láta fara fram athugun á hvernig hægt er að tryggja öryggi gagnagrunns í ljósi breytinga- tillagna ÍE. Breytingatillaga ÍE á gagnagrunni: Öryggi gagna- grunns verði tryggt FRAMBOÐ Guðmundi Árna Stefáns- syni alþingismanni er spáð góðu gengi í væntanlegu prófkjöri Sam- fylkingarinnar í Suðvesturkjör- dæmi. Þeir sem rætt hefur verið við eru allir þeirrar skoðunar að hann muni verða ótvíræður sigur- vegari í prófkjörinu. Rannveig Guðmundsdóttir, sem var í fyrsta sæti síðast, virðist eiga á brattann að sækja. „Það er engin pólitísk deyfð í mér og það á eftir að koma í ljós hvað flokkurinn vill,“ sagði Rannveig þegar hún var spurð um hvort hún þyki hún hafa minna fylgi en áður. Hún sagðist ekki hafa fundið það. Hvað varðar keppnina við Guðmund Árna um forystusætið sagði Rannveig að vissulega séu fleiri félagar í Sam- fylkingunni í Hafnarfirði en í Kópavogi og þess vegna telji margir að möguleikar Guðmundar meiri verði ákveðið að flokksmenn einir velji frambjóðendur. Líklegt er að svo verði. Þriðji þingmaður- inn sem berst fyrir endurkjöri er Þórunn Sveinbjarnardóttir. Hún er sögð eiga ágæta möguleika til eins af efstu sætunum. Þrír nýir frambjóðendur hafa komið fram. Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi formaður meðal ungra jafnaðarmanna, Ásgeir Friðgeirsson ritstjóri og Jakob Frímann Magnússon tónlistar- maður. Viðmælendur blaðsins eru bjartsýnir á gott gengi Katrínar. Hún er eini frambjóðandinn sem á rætur í gamla Alþýðubandalaginu og það mun eflaust hjálpa henni. Katrín hefur unnið sér traust - þó ekki allra. Viðmælendur áttu til að efast um hana. Þeir sem það gerðu tilheyrðu ekki Alþýðu- bandalaginu. Það mun gagnast henni vel. Óvíst er um hvaða ár- angri Ásgeir Friðgeirsson og Jak- ob Frímann munu ná. Flestir sem rætt var við voru ekki sérlega bjartsýnir fyrir þeirra hönd. Helsta von Ásgeirs er talin vera sú að flokkadrættir verða - það er að einhver álitlegur frambjóðandi dragi hann með sér og vinni inn atkvæði til handa honum með þeim hætti. Þá er hann talinn geta skert möguleika Rannveigar þar sem Ásgeir er úr Kópavogi og var formaður Breiðabliks til skamms tíma. Ekki var á viðmælendum blaðsins að heyra að búist sé við sigrum Jakobs Frímanns. Flestir sem rætt var við gera- ráð fyrir öruggum sigri Guðmund- ur Árna. Hann virðist njóta mikils trausts og svo virðist sem sam- flokksmenn hans séu hættir að draga fram gamlar ávirðingar. Sem fyrr segir er meiri óvissa um Rannveigu sem segist ekkert ætla að gefa eftir og telur þroskaðar konur eiga sama möguleika til áframhaldandi þingsetu og þroskaða karla. Þórunn Sveinbjarnardóttir þyk- ir ekki hafa verið skörungur á sínu fyrsta kjörtímabili. Hún hefur það forskot á suma aðra að hún er al- þingismaður og því betra fyrir hana að halda sætinu en aðra að vinna það. Samfylkingarfólk gerir ráð fyrir að flokkurinn fái þrjá til fjóra þingmenn af þeim ellefu sem verða í þessu nýja kjördæmi. Samkvæmt því er líklegt að einn af þeim þremur þingmönnum sem sækjast eftir endurkjöri falli - nái ekki einu af þremur og jafnvel ekki einu af fjórum efstu sætum listans. sme@frettabladid.is ALÞINGI Barátta einstakra frambjóðenda til að tryg- gja sér setu á þingi er hafin. Samfylkingar- fólk í Suðvesturkjördæmi virðist ætla að flykkjast um Guðmund Árna Stefánsson. Guðmundur Árni er talinn öruggur Framboðsmál Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi að taka á sig mynd. Í kvöld verður ákveð- ið hvernig valið verður á listann. Efasemdir um möguleika Rannveigar Guðmundsdóttir. Hún segist sækjast eftir áframhaldandi forystu í flokknum. Katrín Júlíusdóttir talin eiga möguleika. GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNS- SON Virðist hafa meðbyr. RANNVEIG GUÐ- MUNDSDÓTTIR Gefst ekki upp. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.