Fréttablaðið - 04.09.2002, Page 6

Fréttablaðið - 04.09.2002, Page 6
Tveir björgunarsveitarmennfóru að Raufarfelli í gær til að aðstoða erlenda ferðamenn. Danskt par hafði fest bíl sinn í krapi. Maðurinn lagði af stað um sex leytið í gær að leita eftir að- stoð. Hann náði í skála sex klukkustundum síðar. Á meðan beið vanfær kona hans í bílnum. Lítið bar til tíðinda hjá lögregl-unni á Blönduósi í gær. Bæjar- lífið gekk sinn rólyndisgang. Þó eru menn farnir að undirbúa slát- urtíðina og árbundnar göngur eftir fé. Gengu göngukóngar því manna á milli og leituðu uppi fólk sem var reiðubúið að leggjast í göngur. Fá skip voru á sjó í gær. Sam-kvæmt upplýsingum frá Til- kynningaskyldu skipa voru 270 skip á sjó og telst ekki mikið. Venjulega er um það bil 400 skip á miðunum kringum landið. Heldur hefur fækkað á Seyðis-firði að undanförnu. Ungt fólk í framhalds- og háskólanámi hefur haldið á brott. Umstang í kringum ferðir Norrænu fer líka að heyra sumrinu til. Næst síð- asta ferð hennar er á morgun. Ríkisstjórn Frakklands sagð-ist í gær ætla að gera reglur um 35 stunda vinnuviku sveigj- anlegri. Jafnt leiðtogar Sósí- alistaflokksins sem og verka- lýðsforkólfar gagnrýna þessi áform harðlega. Ríkisstjórn Sósíalistaflokksins setti regl- urnar um 35 stunda vinnuvik- una. Kínversk stjórnvöld hafa lok-að aðgangi netverja þar í landi að bandarísku leitarþjón- ustunni Google. Engin skýring var gefin, en Google hefur ekki síað burt vefsíður sem kín- verskum stjórnvöldum eru ekki þóknanlegar. 6 4. september 2002 MIÐVIKUDAGURSPURNING DAGSINS Er sumarið búið? Það er alveg pottþétt búið. Haustveðrið er komið. Jón Smári Einarsson SKÓLAMÁL Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bif- röst, hefur ákveðið að gefa kost á sér til áframhaldandi starfa fyrir skólann. Runólfur hefur verið rekt- or í fjögur ár og sækist nú eftir end- urráðningu til annarra fjögurra ára. Áður en af ráðningu Runólfs getur orðið verður hann að ganga í gegnum ráðningarferli sem felur meðal annars í sér hæfnismat og skoðanakannanir meðal nemenda, starfsfólks og þeirra sem útskrifast hafa frá Bifröst. Samkvæmt regl- um skólans má sami maður aðeins gegna starfi rektors í átta ár. Run- ólfur tilkynnti ákvörðun sína við skólasetningu á Bifröst um síðustu helgi og féll þar með frá hugmynd- um um framboð í næstu alþingis- kosningum fyrir Samfylkinguna í Norðvestur - kjördæmi. Á Bifröst hefur byggst upp myndarlegt háskólaþorp með 500 íbúum sem er án hliðstæðu hér á landi. Skólasetningin fór fram í ný- byggðu skólahúsi sem er viðbót við það sem fyrir var en að auki er unn- ið að byggingu nýrra nemenda- garða, kaffihúss og leikskóla. Nem- endur í Bifröst verða 331 talsins í vetur.  Viðskiptaháskólinn: Runólfur áfram á Bifröst RUNÓLFUR ÁGÚSTSSON Áfram rektor - ekkert framboð. Reykjavík: Ólæti á mynd- bandaleigu LÖGREGLUMÁL Hópur tvítugra pilta veittust að þrítugum manni í and- dyri Laugarásvídeós að Dalbraut um hálfellefuleytið í fyrrakvöld. Að sögn sjónvarvotts virðist for- saga vera sú að fyrir nokkru hafði forsprakki árásarmannanna verið valdur að umferðaróhappi þegar hann keyrði aftan á bíl þess sem veist var að en var ósáttur við málalok. Hóf hann að atyrða manninn og fór svo að upp hófust slagsmál þeirra á milli og naut hann aðstoðar félaga sinna. Tókst manninum að verjast og hafði árásaraðilann undir en félagar þess síðarnefnda lögðu á flótta. Kallað var til aðstoðar lögreglu sem tók niður nöfn málsaðila. Enginn var handtekinn vegna málsins.  HJÚKRUNARHEIMILI „Það fé sem inn- heimt er af landsmönnum í formi nefskatts í framkvæmdasjóð aldr- aðra hefur ekki verið notað á rétt- an hátt,“ segir Benedikt Davíðs- son formaður félags eldri borg- ara. Hann segir ríkið hafa notað þetta fé í rekstur í stað fram- kvæmda sem sé andstætt lögun- um. „Þessi skattur var hugsaður til uppbyggingar á hjúkrunarheimil- um en ríkinu ber að greiða 40% af stofnkostnaði auk þess að reka hjúkr- unarheimilin þegar þau hafa tekið til starfa,“ Benedikt er þeirrar skoðunar að sveitarfélögin hafi einnig dregið lappirnar í byggingu hjúkrunar- heimila, „Ég veit til þess að Hrafnista í Reykjavík hefur beðið lengi eftir að geta hafist handa við að byggja og einnig er fyrirtæki sem heitir Markholt að bíða eftir grænu ljósi frá ríkinu. Ingibjörg Hjaltadóttir hjúkr- unarforstjóri öldrunarsvið á Landakoti segir að nú þegar bíði að minnsta kosti 200 aldraðir í heimahúsum eftir plássi og yfir 100 manns á sjúkrahúsunum. „All- ir þeir sem bíða inni á sjúkrahús- unum eru í dýrari rúmum og kostnaðurinn því meiri en hann þyrfti að vera ef þetta fólk væri vistað á hjúkrunarheimilum.“ Guðmundur Hallvarðsson for- maður stjórnar Hrafnistu segir að allt frá 1991 hafi legið fyrir beiðni í heilbrigðisráðuneytinu um að fá að byggja sem svarar 60 rúmum við Hrafnistu í Reykjavík en ekki fengist framkvæmda-og rekstrar- leyfi enn. „Við höfum einnig lýst okkur reiðubúna til að byggja við Hrafnistu í Hafnarfirði sem svar- ar 90 rúmum eða meira og feng- um það svar frá ráðuneytinu að ekki væri þörf á hjúkrunarrými í Reykjanesumdæmi. Þrátt fyrir það er stór hluti sjúklinga sem þar býr, úr Reykjavík.“ Guðmundur segir að á meðan Hrafnista hafi beðið eftir leyfi hafi Sóltún verið byggt. „Við erum loks að byrja á að byggja við Hrafnistu í Reykjavík og það ætti að vera komið í gagnið 2004. En það hefur ekki neitt gerst í sam- bandi við Hrafnistu í Hafnarfirði. Við bíðum eftir svari frá ráðu- neytinu.“ bergljot@frettabladid.is Ríkið notar féð í annað Í framkvæmdarsjóð aldraðra er innheimt ákveðin upphæð af öllum skattgreiðendum meðal annars til uppbyggingar á hjúkrunarheimili. Ríkisvaldið hefur hins vegar notað hluta af fénu í rekstur en ekki upp- byggingu. Hrafnista hefur beðið í 10 ár eftir framkvæmdarleyfi. HRAFNISTA HEFUR BEÐIÐ Í 10 ÁR Loks nú hefur verið gefið grænt ljós á byggingu þrátt fyrir að þörfin hafi verið brýn. Allir þeir sem bíða inni á sjúkrahúsun- um eru í dýr- ari rúmum og kostnaðurinn því meiri en hann þyrfti að vera ef þetta fólk væri vis- tað á hjúkrun- arheimilum. FÉLAGSMÁL Mæðrastyrksnefnd byrj- ar í dag úthlutanir til skjólstæðinga sinna eftir sumarlokanir. Ásgerður Jóna Flosadóttir, formaður nefndar- innar, segir neyðina síst minni nú en áður. Mikið hafi verið um símhring- ingar og fyrirspurnir. „Því miður getum við ekki sinnt mörgum þess- ara erinda sem koma inn á borð til okkar. Oft eru vandamálin það stór að erfitt er að taka á þeim.“ Ásgerður segir að ákveðið hafi verið að lengja opnunartíma á út- hlutunardögum um klukkustund. Því sé opið frá klukkan 14.00 til 18.00. Úthlutun matar fari fram alla miðvikudaga og fataúthlutun sé fyrsta og þriðja hvern miðvikudag. „Tryggum vinum Mæðrastyrks- nefndar hefur fjölgað en þeir eru forsenda fyrir starfsemi okkar. Þau fyrirtæki sem gera okkur kleift að úthluta matvælum í viku hverri eru Mjólkursamsalan, Myll- an-Brauð og Ömmubakstur. Þá fáum við stuðning frá Viðskipta- netinu auk þess sem verslunin Toppskór hefur ákveðið að gefa nefndinni allan þá skófatnað sem fellur til eftir útsölur,“ segir Ás- gerður þakklát bakhjörlum Mæðrastyrksnefndar.  Lækkanir allsstaðar: Krónan, Decode og úrvalsvísitala VIÐSKIPTI Helstu hlutabréfavísitöl- ur lækkuðu í gær. Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands var þar engin undantekning. Þá lækkaði krónan einnig. Úrvalsvísitala og krónan hafa verið að láta undan síga að undanförnu. Gengisvísitala krónu fór í 131,7 stig og lækkaði gengi krónunnar um 0,69%. Úrvalsvísi- talan lækkaði um 1,44%. Gengi bréfa Decode fór í sögulegt lág- mark, eða niður fyrir 2 dollara hluturinn.  Hryðjuverkamaðurinn alræmdi,Abu Nidal, var jarðaður í kyrrþey í Bagdað síðastliðinn fimmtudag. Hann lést með dular- fullum hætti í Írak í síðasta mán- uði. Fatah-samtökin skýrðu frá þessu í gær. Shimon Peres, utanríkisráðherraÍsraels, segist ekkert skilja í því hve mikið af mótmælum á ráð- stefnu SÞ í Jóhannesarborg hafi beinst gegn Ísrael. Mæðrastyrksnefnd: Úthlutun hefst að nýju í dag GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 88.38 0.11% Sterlingspund 137.77 0.75% Dönsk króna 11.8 1.04% Evra 87.65 1.06% Gengisvístala krónu 131,70 0,69% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 377 Velta 10.394 milljónir ICEX-15 1.267 -0,44% MESTU VIÐSKIPTI Guðmundur Runólfsson hf. 319.320.835 Íslandsbanki hf. 261.748.040 Búnaðarbanki Íslands hf. 156.655.699 Mesta hækkun Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. 4,84% Kögun hf. 3,53% SÍF hf. 2,56% Mesta lækkun Tryggingamiðstöðin hf. -5,00% Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. -3,85% Flugleiðir hf. -2,56% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 8401 -3,00% Nsdaq: 1273,4 -3,10% FTSE: 4028,6 -3,60% DAX: 3431,2 -4,90% Nikkei: 9217 -3,20% S&P: 887 -3,20% ERLENT ERLENT INNLENT

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.