Fréttablaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 04.09.2002, Blaðsíða 9
9MIÐVIKUDAGUR 4. september 2002 SAMGÖNGUR SBA-Norðurleið hefur orðið við óskum Suður-Þingeyinga um að miða áætlunarferðir milli Húsavíkur og Akureyrar við kennslu í Háskólanum á Akureyri. Áætlunarferðirnar verða eftir sem áður líka miðaðar við áætlun Flugfélags Íslands. Heimamenn segja ljóst að mikilvægt byggða- mál hafi náðst í höfn. Fimm þingeyskar konur sem stunda nám við Háskólann á Ak- ureyri hafa ákveðið að nýta sér þennan möguleika og ferðast dag- lega milli Húsavíkur og Akureyr- ar. Til greina hafði komið hjá þeim að flytjast búferlum til Ak- ureyrar vegna háskólanámsins en breytt áætlun gerir að verkum að svo verður ekki. Háskólanemar njóta sérfargjalda og segjast þeir mjög ánægðir með lyktir mála. Áætlunarferðirnar geri að verk- um að auðveldara verði fyrir Þingeyinga að stunda nám á há- skólastigi.  FERÐAMENN Gera má ráð fyrir að þúsund uppbúin rúm standa auð á hótelherbergjum og á gistiheim- ilum víða um land nú þegar ferðamannastrauminum linnir á haustdögum. Gera fæstir ráð fyr- ir að nokkur maður sofi í þeim fyrr en kemur fram í maí á næsta ári: „Við lokum öllum Eddu - hótel- um okkar, fjórtán að tölu, yfir vetrarmánuðina en í þeim eru um þúsund rúm. Það verður þó að taka inn í dæmið að víða eru þessi hótel nýtt sem heimavist fyrir skólafólk á veturna. En þeg- ar allt er talið er ekki ólíklegt að þúsund rúm standi auð frá hausti og fram á vor. Þó reynum við að hafa Icelandair - hótel okkar opin þó erfitt sé. Það er algjör uppgjöf að loka öllu,“ segir Kári Kárason, framkvæmdastjóri Flugleiðahót- ela. Undir merki Icelandair - hót- elanna eru rekin sex hótel á land- byggðinni. Nývígt Icelandair - hótel á Hellissandi verður haft opið í september en síðan lokað þar til ferðamenn fara að láta sjá sig á ný. Hótel keðjunnar á Akureyri og á Egilsstöðum eru þó höfð opin allan veturinn nema fyrir- sjáanlegt sé að ekkert verði að gera. Þá er lokað. „Ferðamannatímabilið dettur niður strax eftir verslunar- mannahelgi í ágúst og er svo að mestu lokið í september. Frammi fyrir þessari staðreynd stöndum við,“ segir Kári Kárason en tekur þó fram að vel hafi tekist til við að markaðssetja Reykjavík fyrir ferðamenn yfir vetrartímann. Erfiðlegar hafi gengið að fá ferðamennina út á land þegar hausta tekur. „Þetta er viss vandi og mikil fjárfesting sem liggur þarna ónýtt stóran hluta ársins,“ segir Kári Kárason og tekur undir það sjónarmið að þessar aðstæður ýti undir hátt gistiverð á hótelum á landbyggðinni yfir sumartímann þegar vart sé hægt að fá hótelher- bergi undir tíu þúsund krónum. eir@frettabladid.is NABLUS, AP Hópar herskárra Palestínumanna sögðust í gær ekki ætla að hætta árásum á Ísra- elsmenn, þrátt fyrir að Abdel Razek Yehiyeh, yfirmaður örygg- ismála í Palestínu, hafi nýverið hvatt þá til þess að láta af ofbeld- inu. Talsmaður samtakanna Al Aksa, Íslamska Djíhad og Alþýðu- fylkingar til frelsunar Palestínu sagði ómögulegt að hætta skotárásum og sprengjuárásum á meðan ísraelski herinn væri að ráðast á Palestínumenn. „Þetta er hreint brjálæði. Ísra- elsmenn eru að strádrepa okkar fólk á hverjum degi og innanríkis- ráðherrann okkar biður okkur um að hafa hljótt um okkur,“ segir talsmaður Al Aksa, sem gaf upp nafnið Abu Mujahed. „Við gáfum palestínsku stjórn- inni langan tíma til þess að ná ein- hverju fram með pólitískum við- ræðum, en þeim tókst það ekki,“ bætti hann við. „Enginn getur beðið okkur um að hætta.“ Undanfarna viku hafa fjórtán Palestínumenn fallið í árásum ísraelska hersins. Palestínumenn segja þá alla hafa verið óbreytta borgara, en Ísraelsher viður- kenndi að átta hinna föllnu hefðu verið óvopnaðir. Herskáir Palest- ínumenn beina oftast sprengju- árásum sínum að óbreyttum ísra- elskum borgurum.  Kapphlaup um Flugleiðabréf: Gaumur eyk- ur hlut sinn VIÐSKIPTI Fjárfestingafélagið Gaumur tilkynnti í gær um meiri kaup í Flugleiðum. Hlutur Gaums er nú kominn yfir 10% í fyrirtæk- inu. Fyrirtækið hefur sjálft verið að kaupa bréf. Gott uppgjör Flug- leiða hleypti lífi í viðskipti með bréf félagsins. Bréf félagsins hækkuðu um 54% í vikunni eftir uppgjörið. Í síðustu viku hækkuðu bréfin um 5,4%. Í þeim viðskipt- um sem hafa verið með bréfin að undanförnu hafa um 20% af bréf- um í félaginu skipt um hendur. Kaupendur hafa einkum verið Gaumur og félagið sjálft.  ÓÞARFI AÐ FLYTJA VEGNA HÁSKÓLANÁMS Þrjár af þeim fimm konum sem hyggjast nýta sér áætlunarferðir milli Húsavíkur og Akur- eyrar vegna náms við Háskólann á Akureyri Áætlunarferðir milli Húsavíkur og Akureyrar: Taka mið af þörfum þingeyskra háskólanema LJ Ó SM . K Ú TI JARÐARFÖR Á GAZASTRÖND Tvítugur Palestínumaður, sem féll í fyrrinótt fyrir hendi ísraelskra hermanna eftir að hann hafði kastað handsprengju í áttina til þeirra, var borinn til grafar í gær. Herskáir Palestínumenn: Ætla ekki að hætta ofbeldisverkum AUTT HÓTELHERBERGI Bíður vors og sumargesta að utan. Engin sefur í þúsund rúmum Afleit nýting hótelherbergja á landsbyggðinni yfir vetrarmánuðina. Ferðamannatímabilinu að mestu lokið í september. VIÐSKIPTI Stór eignarhlutur í Guð- mundir Runólfssyni skipti um hendur í gær. Hraðfrystihúsið Gunnvör keypti ríflega 37% hlut Afls fjárfestingarfélags. Gengið var 6,15 og verðmæti viðskiptanna var því yfir 300 milljónir króna. Þorsteinn Vilhelmsson er stjórnar- formaður beggja fyrirtækjanna. Viðskiptin gætu verið fyrirboði frekari viðskipta og sameiningu sjávarútvegsfyrirtækjanna. Afl átti ríflega 12% hlut í Gunnvöru og jók hann í gær í rúm 18%.  Sala á bréfum í sjávarútvegi: Eignarhlutur færður milli handa FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.