Fréttablaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 16
16 10. október 2003 FÖSTUDAGUR ■ Hvað segir fólkið? Roy Horn alvarlega slasaður eftir árás tígurs í Las Vegas: Tígurinn trylltist og beit húsbóndann LAS VEGAS, AP Sjónhverfingamaður- inn Roy Horn, annar helmingur þýska tvíeykisins „Siegfried og Roy“, slasaðist alvarlega þegar hvítur tígur réðst á hann á sýningu á Mirage hótelinu í Las Vegas í gær- kvöldi. Roy stóð að sögn sjónarvotta einn á sviðinu ásamt sjö ára tígri, sem kom fram í fyrsta skipti á sýn- ingu, þegar atvikið gerðist. Dýrið réðst óvænt á Roy, beit hann í háls- inn og dró hann út af sviðinu. Roy reyndi að berja hann frá sér með hljóðnema en allt kom fyrir ekki. Starfsfólk sýningarinnar náði að losa Roy frá dýrinu með því að nota slökkvitæki. Roy var fluttur á sjúkrahús, en hann missti mikið blóð og var í andnauð. Bernie Yuman, umboðsmaður Si- egfried og Roy, segir að læknar séu hæfilega bjartsýnir, ástand Roys sé alvarlegt. Hinir þýsku Siegfried og Roy hafa skemmt gestum á hótelum í Las Vegas í rúmlega 35 ár. Sex sinn- um í viku hafa þeir komið fram, 44 vikur á ári. Í sýningunum hafa kom- ið fram ljón, tígrar og fílar. Óvissa ríkir um framtíð sýning- arinnar en 276 manns starfa við hana. ■ Upphlaup, skattahækk- anir og Kárahnjúkadeila Rúm vika er síðan Alþingi var sett. Skiptar skoðanir eru meðal manna um störf þingsins þessa fyrstu daga. Viðmælendum Fréttablaðsins finnst skattamál, Kárahnjúkadeila og fjarlagafrumvarp hafa borið hæst. Gamalkunnur upphrópunarstíll Ari Edwald, framkvæmdastjóriSamtaka atvinnulífsins, segir framlagningu fjárlagafrumvarps- ins bera hæst í upphafi þings og gamalkunnan upphrópunarstíl stjórnarandstöðu í umræðunni um Kárahnjúka. „Það sem mér finnst brýnasta málið á haust- þinginu er að fjárlagafrumvarpið nái fram að ganga án þess að af- gangur þess minnki. Hann má ekki minni vera. Miðað við stöðu efnahagsmála í dag þá tel ég að við hjá Samtökum efnahagslífs- ins séum sátt við frumarpið. Við erum samt að sjálfsögðu ekki sátt við þá raunhækkun sem hefur orðið á ríkisútgjöldunum á und- anförnum árum, þar sem forysta hins opinbera í launahækkunum gegnir lykilhlutverki. Mér finnst fjárlagafrumvarpið langmikilvægasta málið sem rætt hefur verið en að öðru leyti finnst mér þingið hafa einkennst af ákveðnum upphlaupastíl og þá á ég við umræðuna um Kára- hnjúka. ■ Skattahækkanir vekja furðu Runólfur Ólafsson, fram-kvæmdastjóra Félags ís- lenskra bifreiðaeigenda (FÍB), segir að það sem hafi komið mest á óvart í upphafi þings séu fyrir- hugaðar skatta- hækkanir stjórn- valda. „Með tilliti til kosningaloforða stjórnarflokk- anna vekur sérstaka furðu að verið sé hækka skatta á bifreiða- fjölskyldurnar í landinu. Í ljósi kosningabaráttunnar í vor átti ég von á einhverju allt öðru en þessu. Stjórn FÍB kom af fjöllum ef svo má að orði komast. Við bjuggumst við öðru. Okkar félag hefur aldrei mót- mælt því að verið sé að inn- heimta skatta af umferðinni til uppbyggingar á vegakerfinu. Nú er hins vegar farið að hengja mikið af óskyldum verkefnum á bifreiðaeigendur. Undir vegasjóð heyrir nú viðhald flugvalla sem ekki eru lengur í almennri notk- un, styrkur til innanlandsflugs, styrkir til sérleyfishafa, reiðveg- ir, ferjur og flóabátar.“ ■ Karllægt þing Þorbjörg Inga Jónsdóttir, for-maður Kvenréttindafélags Ís- lands, segir Alþingi slá sig sem karllægt í upp- hafi þings. „Kon- um hefur fækkað á þingi og við höfum lægst hlutfall kvenna á þingi á Norður- löndunum.“ Hún fagnar frumvarpi nokk- urra þingkvenna um að gera kaup á vændisþjónustu refsiverð, en gangi það í gegn eiga við- skiptavinir vændiskvenna yfir höfði sér allt að tveggja ára fang- elsi. „Við erum sannfærðar um að fólk í öllum flokkum hjálpi til við að koma þessu á. Þetta er komið í lög í Svíþjóð og hefur gefið góða raun. Þetta er skref í átt til frekari siðmenningar.“ Þorbjörg segir ýmis hitamál á þinginu varða konur sérstaklega. „Skerðing atvinnuleysisbóta kem- ur ekki síst niður á konum, þar sem þær eru meirihluti atvinnu- lausra. Þörf er á endurskoðun á atvinnuleysisbótakerfinu. Auk þess er kominn tími á beinar að- gerðir vegna launamuns kynj- anna. Stjórnvöld ættu að rann- saka launamuninn og útrýma honum.“ ■ Hrekkur í kút Jóhannes Gunnarsson, formað-ur Neytendasamtakanna, seg- ist hrökkva í kút við upphaf vegna fyrirhug- aðrar hækkunar álagna á bifreiða- eigendur. „Álög- urnar eru ærnar fyrir. Með hækk- uninni er verið að setja verð- bólguna á meiri ferð en hún er og hækka skuldir heimilanna. Þetta finnst mér á skjön við það sem sagt var í síðustu kosningabar- áttu.“ Hann segir breytingarnar leggjast með tvöföldum þunga á skuldsett heimili landsins, þar sem hún muni hafa áhrif á verð- tryggð lán vegna hækkandi vísi- tölu. Jóhannes lýsir eftir löggjöf um innheimtustarfsemi og greiðsluaðlögun. „Alþingismenn ættu að taka sig saman í andlit- inu og setja sjálfsagða löggjöf um innheimtustarfsemi, þannig að þeir sem innheimta skuldir geti ekki aðhafst á þann hátt að skotleyfi sé á skuldarana. Slík löggjöf er til staðar í nágranna- löndum okkar. Auk þess er mikil þörf á að færa í lög greiðslu- aðlögun fyrir fólk sem er í fjár- hagslegum vítahring af utanað- komandi ástæðum.“ ■ HARKALEGA RÁÐIST AÐ STJÓRNINNI Ásbjörn Valur Sigurgeirs- son segist almennt fylgjast frekar lítið með störfum Alþingis, þó eitthvað. „Það hefur komið mér verulega á óvart hver- su stjórnarandstaðan hefur ráðist harkalega að stjórn- inni. Ég hélt að málin væru í meira jafnvægi, en hún hefur ráðist ansi harkalega gegn félagsmálaráðherra í Kárahnjúkamálinu.“ ALFARIÐ Á MÓTI LÆKKUN BÓTA Jóhann Ágústsson segist ekki fylgjast mikið með Alþingi. „Ég horfði nú samt á útsendingu frá þinginu í Sjónvarpinu um dag- inn og sá þá að verið var að ræða um að lækka ætti bæt- ur til öryrkja. Ég get bara sagt að því er ég alfarið á móti.“ VONBRIGÐI Hlynur Morthens segist hafa orðið fyrir vonbrigð- um með störf Alþingis það sem af er. „Stjórnin var búin að lofa skattalækkunum en byrjar síðan á því að hækka skatta á bifreiðaeigend- ur. Ég er mjög ósáttur við það.“ SVIKIN LOFORÐ Kristín Rut Fjólmundsdótt- ir segir svikin loforð stjórnarflokkanna standa upp úr nú í upphafi þings. „Þeir lofuðu skatta- lækkun en hækka skatta í staðinn og auðvitað kom það mér á óvart því þeir voru búnir að segja allt annað. Þá hef ég enga trú á öðru en að ef skattar verði lækkaðir, eins og stjórnin hefur boðað, þá muni það aðeins koma þeim til hjálpar sem hæstar hafa tekjurnar. Mér finnst einnig slæmt að stjórnin virðist ekki ætla að standa við loforð um að hækka atvinnuleysisbætur.“ EKKERT MÓTFRAMLAG Erla Birgisdóttir segist vera mjög ósátt við nýtt fjárlagafrumvarp. „Ég er sérstaklega ósátt við hækkun vöru- gjalds á bensín. Einnig er ég ósátt við þá ákvörðun að hætta að vera með mótframlag í lífeyrissparnað.“ SIGFRIED OG ROY Dagar þýska tvíeykisins kunna að vera taldir eftri að hvítur tígur réðst á Roy Horn og særði hann illa á hálsi. Sigfried og Roy hafa skemmt í rúma þrjá áratugi og notað ljón, fíla og tígra. BEÐIÐ FYRIR BATA Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan sjúkrahúsið þar sem Roy Horn liggur og bað fyrir bata hans. LEIÐTOGAFUNDUR Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, er í opinberri heimsókn í Rússlandi. Hann skoðaði sögufræga kirkju í Jekaterínborg í Úralfjöllum ásamt Vladimir Putin Rúss- landsforseta.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.