Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2003, Qupperneq 23

Fréttablaðið - 10.10.2003, Qupperneq 23
23FÖSTUDAGUR 10. október 2003 Það hefur lítið hvarflað að mérhvað ég geri og þykir í raun leitt að ekki skuli sama tilhlökkun ríkja fyrir þessum degi og þegar ég var krakki,“ segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir sem í dag er 55 ára. Matthías segir að fyrr á árum hafi hann jafnan hlakkað mjög til þessa dags og haldið upp á hann. „Það fylgir víst aldrinum að æðr- ast ekki yfir hlutunum hvort sem það er afmælisdagur eða eitthvað annað,“ segir hann og bætir við að öllum líkindum taki hann köku með sér í vinnuna og bjóði félög- unum upp á. „Á föstudögum erum við vön að hafa betri mat og það kemur af sjálfu sér að við höfum eitthvað gott í matinn á afmælis- daginn,“ segir Matthías en hann á ekki von á börnum og barnabörn- um því þau hjón eiga aðeins eina stúlku sem enn býr heima. Matthías er nýlega kominn heim frá Lúxemborg þar sem hann var í tveggja ára leyfi en í vinnu fyrir Evrópusambandið. „Þar var afskaplega þægilegt og gott að vera og nauðsynlegt að fara í burtu og víkka sjóndeildar- hringinn. Ég hef gert það í gegn- um árin að fara utan í nám og vinnu. Bæði hef ég verið í Bret- landi og Hollandi auk þess sem ég var í framhaldsnámi í Svíþjóð. Kona mín sem er meinatæknir var með mér en hvarf heim aftur eftir rúmt ár í vinnu sína á Land- spítalanum.“ Hann segir þau hafa ferðast nokkuð á meðan þau dvöldu úti enda þægilegt að ferðast frá Lúx- emborg. „Það tók ekki langan tíma að bregða sér til Þýskalands eða Frakklands en þar eigum við hús með fjölskyldunni sem við heimsóttum stundum,“ segir hann og bætir við að þau hjón eigi ein- nig sumarbústað austur við Brú- arhlöð sem þau reyni að dvelja í um helgar. „Þangað kemur maður á föstudögum og sefur út í eitt í þögninni. Þar hefur til skamms tíma ekki verið neitt símasam- band og við hlustum mikið á gömlu gufuna. Kannski að ég sé orðinn svona gamall en ég hef gaman af að hlusta á Gerði Bjarklind með óskalagaþátt gamla fólksins,“ segir aðstoðar- landlæknir sem gengur í vinnu á hverjum degi á aðeins tólf mínút- um. ■ Afmæli MATTHÍAS HALLDÓRSSON AÐSTOÐARLANDLÆKNIR. ■ Hann er 55 ára í dag og ætlar koma með köku í vinnuna og borða góðan mat í kvöld Terta fyrir vinnufélagana ÁSMUNDUR STEFÁNSSON Tekur við starfi Ríkissáttasemjara um næstu mánaðamót. Hefur reynslu við samningaborðið. ??? Hver? Ásmundur Stefánsson, nýráðinn Ríkis- sáttasemjari. ??? Hvar? Er að láta af störfum sem framkvæmda- stjóri hjá Framtaki - fjárfestingabanka. ??? Hvaðan? Ég er úr Reykjavík, móðurfólkið af Akra- nesi en föðurfólkið af Álftanesi og Grímsnesi. ??? Hvað? Er að taka við starfi Ríkissáttasemjara og hlakka til þess. ??? Hvernig? Verkefni Ríkissáttasemjara er að aðstoða þá aðila sem eru að semja til að kom- ast að sameiginlegri niðurstöðu. Hann mótar ekki stefnu, setur ekki fram kröfur eða tekur afstöðu til þeirra. Þó getur Ríkissáttasemjari þurft að grípa inn í með sáttatillögu til að finna sameigin- lega niðurstöðu. ??? Hvers vegna? Finnst verkefnið áhugavert. Hef reynslu sem forystumaður í verkalýðshreyfing- unni um árabil og forystumaður í þeim samtökum atvinnurekenda sem heita bankar. Ég var formaður samninga- nefndar bankanna síðustu árin sem ég var þar. Hef því reynslu úr báðum áttum og veit þess vegna hvað gerist við samningaborðið og hvaða vandamál eru þar til staðar. ??? Hvenær? Tek við starfinu 1. nóvember. ■ Persónan ■ Nýjir diskar MATTHÍAS HALLDÓRSSON AÐSTOÐARLANDLÆKNIR Hann kom nýlega heim frá Lúxemborg þar sem hann var í tvö ár við vinnu fyrir Evrópu- sambandið. Út er komin geislaplataDiabolus in Musica, „Hana- stél á Jónsmessunótt“, sem er endurútgáfa vínylplötu með sama nafni. Platan var tekin upp árið 1976 og inniheldur frumsamin lög Diabolus in Musica auk lags- ins Gaggógæi eftir Björn Jónas- son. Platan er gefin út í minningu Guðmundar Thoroddsen sem lék á píanó, slagverk, harmónikku, klarinett auk þess að syngja. Hann lést árið 1996. Sveitin skil- greinir sjálfa sig sem djassaða kammersveit.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.