Fréttablaðið - 10.10.2003, Side 39

Fréttablaðið - 10.10.2003, Side 39
39FÖSTUDAGUR 10. október 2003 FÓTBOLTI „Ef við kæmumst ekki í lokakeppnina í Portúgal á næsta ári yrði öllum ljóst að þörf er á grundvallarbreytingum í kennslustefnu okkar,“ sagði Fel- ix Magath, þjálfari Stuttgart. Í fótboltaritinu Kicker dró hann upp kosti þess að Þjóðverjar kæmust ekki í lokakeppnina. Michael Skibbe, aðstoðar- þjálfari þýska landsliðsins, svar- aði Magath. „Við ætlum að kom- ast í lokakeppnina og munum komast þangað,“ sagði Skibbe. „Kennslustefna okkar er í rétt- um farvegi og við höfum gert margar breytingar á henni á undanförnum árum. Þess vegna eru nokkrir ungir leikmenn í okkar liði og leikmenn U21 landsliðsins eru í byrjunarliði sinna félaga.“ ■ FÓTBOLTI Þýska fótboltaritið Kicker hefur valið í lið fyrir leik Þjóðverja og Íslendinga á morg- un. Kicker gerir ráð fyrir að Ís- lendingar leiki með fimm menn í vörn, fjóra á miðjunni og Eið Smára einan í sókn. Lið Íslands: Árni Gautur Ara- son - Brynjar Björn Gunnarsson, Ólafur Örn Bjarnason, Pétur Hafliði Marteinsson, Hermann Hreiðarsson, Indriði Sigurðsson - Þórður Guðjónsson, Rúnar Krist- insson, Arnar Grétarsson, Arnar Þór Viðarsson - Eiður Smári Guðjohnsen. Þýska liðið: Oliver Kahn - Arne Friedrich, Carsten Ramelow, Christian Wörns - Andreas Hinkel, Bernd Schneider, Frank Baumann, Michael Ballack, Christian Rahn - Fredi Bobic, Kevin Kuranyi. ■ HANDBOLTI Bikarmeistarar HK hefja titilvörnina gegn FH-2 í Kaplakrika þann 6. nóvember en dregið var í SS-bikarkeppni karla og kvenna í gær. FH-2 lagði Bifröst örugglega í 32-liða úrslit- um en búast má við að það verði á brattann að sækja fyrir félagið í næstu umferð. Aðrar áhugaverðar viðureign- ir eru framundan í bikarkeppn- inni. FH fær Aftureldingu í heimsókn, Íslandsmeistarar Hauka mæta KA og Víkingur fær Breiðablik. Leikið verður 5. og 6. nóvember. Í átta liða úrslitum kvenna dróst ÍBV gegn Stjörnunni úr Garðabæ. Fram fær Hauka í heimsókn og FH-2 mætir Gróttu/KR. Sameinað lið Fylkis og ÍR fær FH í heimsókn en Hafnarfjarðarliðið sló Val úr bik- arkeppninni í síðustu umferð. ■ Þýska landsliðið: Betra að komast ekki áfram RUDI VÖLLER Völler fókuserar á sæti í lokakeppninni í Portúgal. Kicker velur í lið: Fimm í vörn EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Einn í íslensku sókninni, segir Kicker. SS-bikarinn: Bikarmeistarar mæta FH-2 SS-BIKARKEPPNIN: 16-liða úrslit karla: ÍBV 2 - Fylkir Valur 2 - ÍBV FH - Afturelding FH 2 - HK Haukar - KA Víkingur 2 - Valur Víkingur - Breiðablik ÍR - Fram 8-liða úrslit kvenna: FH 2 - Grótta/KR Fylkir/ÍR - FH Fram - Haukar ÍBV - Stjarnan ÚR LEIK HK OG KA Bikarmeistarar HK sækja FH-2 heim í Kaplakrika í 16-liða úrslitum karla. KA á erfiðan leik framundan á móti Íslandsmeisturum Hauka. Á ÆFINGU Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í fremstu víglínu þegar íslenska landsliðið mætir því þýska í Hamborg á morgun.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.