Fréttablaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 36
36 10. október 2003 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTABALLETT Svíinn Hanna Ljungberg á æfingu fyrir úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppninni á sunnudag. Fótbolti FÓTBOLTI Fyrrum heimsmeistarinn Jacques Villeneuve mun ekki keppa fyrir BAR-liðið í Formúlu 1 í Japan um helgina. Villeneuve, sem missti sæti sitt hjá BAR fyrir skömmu, tjáði yfirmönnum liðs- ins að hann vildi ekki keppa um helgina. Í hans stað mun Japaninn Takuma Sato keppa en honum er ætlað að taka sæti Villeneuve á næsta tímabili. „Villeneuve var ákaflega ósátt- ur við að missa sæti sitt hjá lið- inu,“ sagði umboðsmaður hans Craig Pollock. „Hann vissi að hann myndi ekki leggja sig allan fram um næstu helgi.“ David Richards, eigandi BAR, sagðist ekki hafa hikað við að samþykkja ósk Villeneuve „Ef hann vill ekki keyra þá hann um það. Takuma mun keyra í hans stað,“ sagði Richards. ■ Rúmenar treysta á Dani og Lúxemborgara Enska landsliðið: Owen ekki með FÓTBOLTI Michael Owen leikur ekki með Englandi gegn Tyrkjum í Íst- anbúl í undankeppni Evrópumóts- ins vegna meiðsla. Owen meiddist á sköflungi í leik Liverpool og Arsenal um síðustu helgi en náði ekki að jafna sig í tæka tíð. Hann æfði með enska liðinu en þá voru aðeins helmings líkur á að hann gæti verið með. Hann flaug því ekki með enska landsliðshópnum til Tyrklands í gær. Þetta er mikið áfall fyrir Sven- Göran Eriksson, landsliðsþjálfara Englands, en Rio Ferdinand var úti- lokaður frá landsliðshópnum þar sem hann mætti ekki í lyfjapróf. ■ Formúla 1: Villeneuve keppir ekki JACQUES VILLENEUVE Villeneuve varð heimsmeistari með Willi- ams árið 1997 en hefur verið annar öku- maður BAR-liðsins. FÓTBOLTI „Norðmenn hafa allt aðra sýn á fótbolta en við,“ sagði Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana, við norska dagblaðið Verdens Gang. Olsen hefur oft sagt að honum líki ekki leikstíll Norðmanna og sagði í fyrra að þeir væru álíka slakir og Möltu- menn. Nýlega sagði hann að það yrði sigur fyrir fótboltann ef Danir og Rúmenar kæmust áfram í Evrópukeppninni en einnig væri gaman ef Bosníumenn næðu langt. Þegar norskir blaðamenn spurðu hvort hann vildi að Norð- menn kæmust ekki áfram var hann fljótur að staðfesta það. ■ Morten Olsen um norska landsliðið: Allt önnur sýn á fótbolta Fjórar þjóðir keppa um efstu sætin í 2. riðli og þrjár þjóðir í 4. riðli keppa um sæti í umspili. Frakkar, Tékkar og Svíar öruggir um sæti í lokakeppninni Evrópumeistarakeppninnar. Lokaleikirnir fara fram á laugardag. 1. riðill Á laugardag ræðst hvaða tíu þjóð- ir fá sæti í lokakeppni Evrópu- mótsins í fótbolta í Portúgal á næsta ári. Þá ræðst einnig hvaða tíu þjóðir taka þátt í umspili um miðjan nóvember um fimm sæti í lokakeppninni. Frakkar sigruðu í 1. riðli með yfirburðum. Vinni þeir Ísraela í París á laugardag verður það í þriðja sinn sem þjóð vinnur alla leiki sína í undankeppni EM. Frakkar unnu alla átta leiki sína í keppninni 1990-1992 og Tékkar alla tíu leiki sína í keppninni 1998- 2000. Slóvenar eru öruggir með sæti í umspili og breytir leikur þeirra á Kýpur engu um stöðu þeirra. NÆSTU LEIKIR Kýpur - Slóvenía Límassól Frakkland - Ísrael París L U J T M S Frakkland 7 7 0 0 26:2 21 Slóvenía 7 4 1 2 13:10 13 Ísrael 7 2 3 2 9:8 9 Kýpur 7 2 1 4 7:16 7 Malta 8 0 1 7 5:24 1 2. riðill Bosníumenn, Danir, Rúmenar og Norðmenn keppa um efstu sætin í 2. riðli. Á laugardag leika Bosníu- menn við Dani og Norðmenn við Lúxemborgara. Bosníumenn unnu Dani 2-0 í vor. Vinni Bosníumenn aftur á laugar- dag fara þeir í lokakeppnina og Danir í umspil. Með jafntefli í Sarajevo og norskum sigri fara Norðurlandaþjóðirnar áfram því Norðmenn höfðu betur í leikjum sínum gegn Rúmenum. Verði þjóðir jafnar að stigum verður lit- ið til innbyrðis viðureigna þeirra í keppninni. Danir hafa betri stöðu gegn Norðmönnum og Rúmenum en Norðmenn eru í plús gegn Rúmenum og Bosníumönnum. NÆSTU LEIKIR Noregur - Lúxemborg Osló Bosnía-Herzegóvína - Danmörk Sarajevo L U J T M S Danmörk 7 4 2 1 14:8 14 Rúmenía 8 4 2 2 21:9 14 Bosnía-Herz. 7 4 0 3 6:7 12 Noregur 7 3 2 2 8:5 11 Lúxemborg 7 0 0 7 0:20 0 3. riðill Úrslit í 3. riðli réðust fyrir mánuði þegar Tékkar unnu Hollendinga 3-1 í uppgjöri efstu liða. Tékkar leika því í Portúgal á næsta ári en Hollendingar fara í umspil. Ruud van Nistelrooy leikur ekki með hollenska landsliðinu þar sem hann þótti sýna óíþrótta- mannslega framkomu þegar hann var tekinn af velli í síðasta leik. Jimmy Floyd Hasselbaink hlaut heldur ekki náð hjá hollenska landsliðsþjálfaranum. Mikil meiðsl eru í herbúðum Tékka og leikur Tomas Radciski, miðvallarleikmaður Dortmund, ekki með né Karel Poborsky sem er í leikbanni. NÆSTU LEIKIR Austurríki - Tékkland Vínarborg Holland - Moldavía Eindhoven L U J T M S Tékkland 7 6 1 0 20:3 19 Holland 7 5 1 1 15:5 16 Austurríki 7 3 0 4 10:11 9 Moldavía 7 2 0 5 5:14 6 Hvíta Rússl. 8 1 0 7 4:20 3 4. riðill Svíar eru öruggir sigurvegarar í 4. riðli undankeppninnar og því öruggir í lokakeppnina í Portúgal. Lettar, Ungverjar og Pólverjar keppa um sæti í umspili. Jafntefli í leik Ungverja og Pól- verja tryggir Lettum sæti í um- spili en síðast talda þjóðin stendur best að vígi fyrir lokaumferðina. Verði einhverjar þjóðanna jafnar að stigum skera innbyrðis viður- eignir úr um röðun liða. Pólverjar standa betur í viðureignum þeirra við Letta. Ungverjar og Lettar standa jafnir því bæði unnu heimaleik sinn 3-1. Heildarárangur Ungverja og Letta mun skera úr um stöðu þeir- ra verði þjóðirnar jafnar. NÆSTU LEIKIR Svíþjóð - Lettland Solna Ungverjaland - Pólland Búdapest L U J T M S Svíþjóð 7 5 2 0 19:2 17 Lettland 7 4 1 2 9:6 13 Ungverjaland 7 3 2 2 14:7 11 Pólland 7 3 1 3 9:6 10 San Marínó 8 0 0 8 0:30 0 FRAKKLAND Thierry Henry er einn þriggja leikmanna Arsenal í franska landsliðinu sem leikur við Ísraela á laugardag. HB Færeyskur meistari annað árið í röð eftir 2-0 sigur á B36. DANIR Eiga í harðri baráttu um sæti í lokakeppni Evrópumótsins í knattspyrnu. Það skýrist á morgun hvort þeir komist beint í úrslit. SVÍÞJÓÐ Svíar eru öruggir áfram í lokakeppnina. Ungverjar, Lettar og Pólverjar berjast um annað sætið. HOLLAND Ruud van Nistelrooy verður fjarri góðu gamni þegar Hollendingar leika á morgun. Sömu sögu er að segja af Hasselbaink. Enska knattspyrnan: Coppell til Reading FÓTBOLTI Steve Coppell var ráðinn framkvæmdastjóri Reading í gær. Hann tekur við af Alan Pardew sem fór til West Ham í síðasta mánuði. Fyrsti leikur Reading undir stjórn Coppell verður á heimavelli gegn Gillingham á þriðjudag. Coppell lék með Tranmere Rovers á árunum 1973 til 1975 og með Manchester United frá 1975 til 1983. Coppell gerðist fram- kvæmdastjóri Crystal Palace árið 1984 en hefur einnig stjórnað Manchester City, Brentford og Brighton. Hann skoraði sjö mörk í 42 leikjum með Englendingum á árunum 1977 til 1983. ■ Færeyska knattspyrnan: HB aftur meistari FÓTBOLTI Havnar Bóltfelag (HB) varð færeyskur meistari í fót- bolta annað árið í röð eftir 2-0 sig- ur á nágrönnum sínum í B36 í næst síðustu umferðinni. Tór-Ing- ar Akselsen og Andrew av Fløtum skoruðu mörkin á lokakaflanum. Í lokaumferðinni lék HB á heimavelli gegn KÍ frá Klakksvík og vann 3-2. B36 varð í öðru sæti eftir 4-1 sigur á GÍ í Götu og B68 frá Tóftum varð í þriðja sæti. HB keppir í Meistaradeildinni á næsta ári, B36 og B68 í UEFA-bik- arkeppninni og NSÍ frá Runavík í Getraunabikarnum. ■ Færeyska knattspyrnan: Albert bestur mark- varða FÓTBOLTI Albert Sævarsson, fyrr- um markvörður Grindvíkinga, var valinn í lið ársins í færeysku knattspyrnunni. Albert lék með B36 frá Tóftum en félagið varð í þriðja sæti deildarinnar og leikur í UEFA-bikarkeppninni á næsta ári. Í liði ársins eru: Albert Sæv- arsson (B68) - Pól Thorsteinsson (B36), Símun Eliasen (HB), Messi- as Perreira (NSÍ), Arnbjørn Dani- elsen (B68) - Jákup á Borg (B36), Martin Christensen (HB), Rúni Nolsøe (HB), Øssur Hansen (B68) - Sorin Anghel (EB/Streymur), Andrew av Fløtum (HB). ■ FÓTBOLTI Leeds United hefur sett knattspyrnumanninn Jody Morris í leikbann sem gildir í allt að tvær vikur. Bannið var sett í kjölfar ásakana á hendur Morris um að hann hafi nauðgað sautján ára stúlku um síðustu helgi. Fulltrúar Leeds áttu fund með Morris og lögfræðingi hans í gær- morgun og var ákvörðun um leik- bann tekin í kjölfar þess. Í yfirlýs- ingu félagsins sagði að Morris hefði verið settur í bann, í sam- ræmi við ákvæði í samningi leik- mannsins, svo félagið geti skoðað málið. ■ Enska knattspyrnan: Morris í bann JODY MORRIS Er grunaður um að hafa nauðgað 17 ára gamalli stúlku ásamt sjö öðrum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.