Fréttablaðið - 13.03.2004, Side 4

Fréttablaðið - 13.03.2004, Side 4
4 13. mars 2004 LAUGARDAGUR Hefurðu áhyggjur af holdafari íslenskrar æsku? Spurning dagsins í dag: Ætlarðu að sjá mynd Mel Gibsons um Píslarsögu Krists? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 19,3% 80,7% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is FJÖLMIÐLAR Íslenska sjónvarpsfé- lagið, sem rekur Skjá 1, hefur feng- ið einkarétt á útsendingum frá ensku knattspyrnunni næstu þrjú árin. Að sögn Magnúsar Ragnars- sonar sjónvarpsstjóra á aðeins eftir að ganga frá tæknilegum atriðum í málinu en til þess hafa aðilar þrjátíu daga. Magnús segir að það hafi komið forsvarsmönnum Skjás eins nokkuð á óvart að hafa hlotið samninginn en ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um hvernig dreifingu efn- isins verði háttað. Hann segir að breytingar á útsendingu sjónvarps- efnis úr hliðrænu yfir í stafrænt kerfi hafi áhrif á þá möguleika. Að sögn Magnúsar er inni í myndinni að Skjár einn efni til sam- starfs við aðra aðila um nýtingu á réttinum og nefnir hann ríkissjón- varpið og Símann í því sambandi. „Og svo er fullkomlega mögulegt að við förum bara út í þetta sjálfir,“ segir hann. Sigurður G. Guðjónsson, út- varpsstjóri Íslenska útvarps- félagsins, sem rekur Stöð 2 og Sýn, segir að þar á bæ séu menn enn ró- legir yfir tíðindunum. Eftir eigi að ganga frá ýmsum atriðum áður en samningur Skjás eins og ensku úr- valsdeildarinnar klárist og ef stað- an verði sú að enski boltinn hverfi af dagskrá stöðvanna verði fjár- hagslegt svigrúm notað til þess að festa kaup á öðru íþróttaefni. ■ Dráttarskipið nauðsynlegt Jarle Anderson hjá Marine Products segir norska dráttarskipið nauðsynlegt til björgunarinnar. Reynt verður að toga Baldvin á flot í dag. STRAND Fjöldi manna vann við að undirbúa björgunaraðgerðir í gær auk þess að bæði þyrla Land- helgisgæslunnar TF-SIF og þyrla frá varnarliðinu unnu að því að flytja búnað um borð í norska dráttarskipið og í Baldvin Þor- steinsson. Jarle Anderson hjá Marine Products segir sig hafa séð nokkur skipströnd en segir sjaldgæft að brimið nái svo langt út á sjó og það muni gera tog Baldvins Þorsteinssonar erfitt. Auk þess setji veðrið svip sinn á björgunaraðgerðir. Hann segist þó vera bjartsýnn á að það takist að ná skipinu út í dag. Helstu verkefni gærdagsins voru að koma búnaði yfir í dráttarskipið og Baldvin. Hann segir ekki víst að loðnunni verði dælt úr skipinu því rétt sé að reyna að toga Baldvin fyrst með hana innan- borðs. Ef það gangi ekki sé alltaf hægt að dæla henni frá borði. Að- spurður um hvort nauðsynlegt hafi verið fyrir Samherja að fá norska dráttarskipið til verksins svaraði Anderson því játandi. Anderson segir að tógið sem Marine Products eigi muni hjálpa til við dráttinn. Tógið er 155 milli- metrar í þvermál og hefur 800 tonna togþol. Þá segir Anderson lykilinn að því að svona björgun- araðgerð takist vera góða áætlun, góð tæki og góðan mannskap. Þyrla varnarliðsins varð að flytja eina togrúlluna yfir í dráttarskipið vegna þyngdar hennar. „Ég treysti þessum mönnum alveg hundrað prósent. Ég var bara að aðstoða við að setja fest- ingarnar á rúlluna og var bara næsti maður og hoppaði upp á,“ sagði Kristján Vilhelmsson, en hann festi stóra togrúllu í þyrlu varnarliðsins á meðan hún sveim- aði rétt yfir höfði hans. Kristján sagðist vonast til að veður yrði þeim hagstæðara í dag þar sem það væri eina aflið þessa stundina sem þeir réðu ekki við. hrs@frettabladid.is Umferð bönnuð STRAND Vegna strands Baldvins Þorsteinssonar í Skarðsfjöru, hefur sýslumaðurinn í Vestur- Skaftafellssýslu bannað alla óviðkomandi umferð inn á björgunarsvæðið af öryggis- ástæðum. Bannið gildir frá og með deginum í dag, laugardegi og þar til annað verður ákveð- ið. ■ ÞYRLA Í VIÐGERÐ Flugvirkjar að störfum í flugskýli Land- helgisgæslunnar. Landhelgisgæslan: Önnur þyrlan biluð STRAND TF-LIF, stærri þyrla Landhelgisgæslunnar, er í ólagi og verður hún því ekki notuð í tengslum við björgun fjölveiði- skipsins Baldvins Þorsteinsson- ar EA-10 næstu daga. Varnarlið- ið á Keflavíkurflugvelli hefur samþykkt að senda þyrlu í verk- efnið á strandstað á Meðallands- fjörum. Bilun er í kringum afísingar- búnað í stélskrúfu TF-LIF. Gír- kassi vélarinnar hefur verið sendur á viðurkennda viðhalds- stöð í Noregi að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Gírkassinn kostar hátt í 38 milljónir en ekki er ljóst hversu kostnaðarsöm viðgerð á honum verður. ■ Enski boltinn á Skjá einn: Skoðar samstarf við RÚV og Símann GIGGS Á SKJÁ EINN Ryan Giggs, leikmaður Manchester United, í leik gegn Porto. Útlit er fyrir að enska deildin verði á Skjá einum á næsta ári. Meistaradeildin verður áfram á Sýn. STRAND „Mér líst vel á þessar aðgerð- ir og dáist að því hvað Þorsteinn Már og hans lið hafa skipulagt þetta vel og staðið fagmannlega að þessu, það er aðdáunarvert,“ segir Gunnar Felix- son, forstjóri Tryggingamiðstöðvar- innar. Hann segir björgunaraðgerðirnar vera greiddar af Tryggingamiðstöð- inni og að þeir komi að björguninni með þeim hætti að fulltrúi frá þeim hafi verið á staðnum frá upphafi og hafi unnið í samstarfi við Samherja- menn og aðra sem standa að björgun- inni. „Við fylgjumst með og höfum hönd í bagga. Ég veit ekkert um kostnaðinn ennþá og vil ekki nefna neinar tölur í því samhengi enn sem komið er. Aðalatriðið er að ná skip- inu út. Hitt verður tekið saman síð- ar.“ ■ Forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar: Aðdáunavert og fagmannalegt FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Ingimundur SH: Tók niðri við Vestur- boða STRAND Togarinn Ingimundur SH strandaði við Vesturboða í Grundarfirði um kvöldmatar- leytið í gærkvöldi. Skip og mannafli björgunarsveita á svæðinu voru kölluð út en skip- verjum tókst að losa bátinn af sjálfsdáðum fyrir klukkan 20 og virtist skipið ólaskað. Ingimundur hélt áfram ferð sinni til Njarðvíkur þar sem hann fer í slipp. Ingimundur er tæplega 300 brúttólesta ísfisks- togari. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.