Fréttablaðið - 13.03.2004, Side 10

Fréttablaðið - 13.03.2004, Side 10
10 13. mars 204 LAUGARDAGUR SKER SIG ÚR Nær 500 íraskir lögreglunemar, sem verið hafa í þjálfun í Jórdaníu, útskrifuðust í gær. Þeir voru annar hópurinn til að útskrifast en stefnt er að því að 32.000 lögreglu- menn fái þjálfun í störfum sínum innan tveggja ára. Meðal leiðbeinenda þeirra á námskeiðinu er kennari úr kanadísku fjallalögreglunni sem skar sig heldur betur úr fjöldanum á útskriftarhátíðinni. Hæstiréttur Kaliforníu úrskurðaði um hjónabönd samkynhneigðra: Stöðvaði hjónavígslurnar SAN FRANCISCO, AP Hæstiréttur Kaliforníu hefur fyrirskipað borg- aryfirvöldum í San Francisco að hætta að gefa saman samkyn- hneigð pör. Dómstóllinn dæmdi ekki um lögmæti hjónabanda sam- kynhneigðra, en þau eru bönnuð samkvæmt löggjöf ríkisins, sem stuðningsmenn hjónabanda sam- kynhneigðra telja að stangist á við stjórnarskrá Kaliforníu. Nær 4.200 samkynhneigð pör höfðu gengið í hjónaband í San Francisco frá því að Gavin Newsom borgarstjóri fyrirskipaði borgarstarfsmönnum 12. febrúar síðastliðinn að gefa út hjúskapar- leyfi til samkynhneigðra para og gefa þau saman. Hæstiréttur Kaliforníu fjallar um lögmæti þeirrar ákvörðunar í maí eða júní og þangað til bannar hann hjóna- bandsvígslur samkynhneigðra. Ríkisþingið í Massachusetts virtist ná samkomulagi um stjórn- arskrárbreytingu sem bannar hjónabönd samkynhneigðra. Hæstiréttur ríkisins hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að samkynhneigð pör hefðu rétt á að ganga í hjónaband og markaði upphafið að umræðunni um rétt- indi samkynhneigðra para að und- anförnu. ■ Gasdauði bíður Karíusar og Baktusar Erlendur Indriðason, sem starfar sem tannlæknir í Noregi, hefur vakið athygli fyrir byltingar- kennda gasmeðferð gegn tannskemmdum. Leysir ekki öll vandamál en er fljótleg og sársaukalaus segir Erlendur. TANNLÆKNINGAR Erlendur Indriða- son hefur starfað sem tannlækn- ir í Noregi undanfarin 13 ár og rekur tannlæknastofu í Ósló. Hann var einn af þeim fyrstu ytra sem byrjuðu að nota svo- kallað óson-gas til að ráðast gegn tannskemmdum, en fyrsta þar til gerða vélin kom til Nor- egs síðasta sumar. Gasmeðferð- in hefur vakið mikla athygli. „Þetta er einföld, fljótleg og sársaukalaus meðferð fyrir sjúklinginn og hefur engar aukaverkanir,“ segir Erlendur. Meðferðin hefur verið í þróun undanfarin ár, að frumkvæði prófessors í Belfast á Norður-Ír- landi. Hún þykir ekki hvað síst hentug fyrir þær sakir að tannlæknirinn sleppur við að fjarlægja hluta tannar, en með- ferðin kostar töluvert meira en venjulegar fyllingar. „Í gasmeð- ferðinni er tölvutækninni beitt til að leita að holum og tækin finna hol- ur sem eru jafnvel svo smáar að augað greinir þær ekki. Þannig tekst að greina stærð þeirra og nákvæmar upplýsingar berast í gasvélina. Óson-gasi er síðan dælt inn í lofttæmdar holur og það drepur bakteríurnar á nokkrum sekúndum. Gasinu er svo dælt út. Að þessu loknu er mælt með því að viðkomandi bursti og skoli tennurnar með sérstöku efni á hverjum degi og eftir þrjá mánuði er kíkt aftur á tönnina til að sjá hvernig til tókst,“ segir Erlendur. Margir veigra sér við því að fara til tannlæknis af hræðslu við sprautur og bora, en þeir geta ef til vill andað léttar í þeirri von að óson-gasmeðferð geti hjálpað þeim. Ekki er vitað til þess að slíkri aðferð sé beitt við tannlækningar hér á landi en þess er trúlega ekki langt að bíða. „Þetta er algjör bylting í tannlækningum og er ekki sam- bærilegt við aðrar aðferðir. En þetta leysir ekki öll vandamál og borinn er ekki að hverfa. Það er best að beita hefðbundnum að- ferðum við tannlækningar í þeim tilfellum þar sem fyllingar eru til dæmis farnar að leka, enda þarf oft að skipta um þær. Gasmeðferðin hentar best þegar huga þarf að holum sem liggja grunnt. Til dæmis hjá börnum og unglingum sem eru með sex ára og tólf ára jaxla, enda auð- velt að drepa bakteríurnar,“ seg- ir Erlendur. bryndis@frettabladid.is Neitaði keisaraskurði: Móðir kærð fyrir morð SALT LAKE BORG, AP Bandarísk kona var ákærð fyrir morð eftir að annar tvíbura sem hún bar undir belti fæddist andvana. Læknar höfðu lagt hart að henni að ófæddir tví- burar hennar yrðu teknir með keis- araskurði en hún neitaði því ítrek- að. Krufning leiddi í ljós að barnið lést tveimur dögum fyrir fæðingu en hefði lifað hefði móðirin sam- þykkt keisaraskurð. Hjúkrunarkona á sjúkrahúsinu sagði lögreglu að móðirin hefði sagt að keisaraskurður myndi eyðileggja líf sitt og að hún vildi frekar missa annað barnið en að vera skorin upp með þessum hætti. ■ „Þetta er al- gjör bylting í tannlækning- um og er ekki sambærilegt við aðrar að- ferðir. En þetta leysir ekki öll vandamál.“ Í boði er meðal annars: Á ensku og dönsku • Byggingafræði • Byggingaiðnfræði • Markaðshagfræði Á dönsku • Útflutningstæknifræði • Byggingatæknifræði • Tölvutæknifræði • Verðmætastjórnun (Value Chain Management) • Véltæknifræði • Framleiðslutæknifræði • Véltækni • Landmælingar • Aðgangsnámskeið NÁM Í DANMÖRKU www.vitusbering.dk Fulltrúi skólans Guðmundur Þór Sigurðsson ásamt nemanda í Markaðshagfræði Freyja Lárusdóttir verða í Reykjavík og nágrenni á bilinu 6. - 18.mars. Sunnudaginn 14.mars frá kl. 15.00 – 18.00 verður almenn kynning í húsi Verkfræðinga- félags Íslands Engjateig 9, 105 Reykjavík og er öllum velkomið að koma þangað. Hægt er að leggja inn skilaboð í móttöku Hótel Loft- leiða Einnig er hægt að hringja í Guðmund Þór beint í síma +45 23 38 26 55. Email: gsi@vitusbering.dk Frumvarp um réttindi launafólks innan EES: Aðlögun til 2006 ALÞINGI Samkvæmt stjórnar- frumvarpi sem hefur verið lagt fram á Alþingi um réttindi launafólks innan EES-svæðisins er lagt til að gildistöku ákvæðis um frjálsan atvinnu- og búsetu- rétt launafólks frá Eistlandi, Lettlands, Litháen, Póllandi, Slóvakíu, Slóveníu, Tékklandi og Ungverjalandi verði frestað til 1. maí 2006, en áformað er að þessi ríki gangi í ESB í maí á þessu ári. Ísland, Noregur og Liechten- stein hafa heimildir til að beita tímabundnum takmörkunum varðandi frjálsa för launamanna frá nýju aðildarríkjunum, en þær gilda þó ekki gagnvart Möltu og Kýpur, sem einnig ganga í ESB á þessum tíma. ■ Fjórir af hverjum fimm feðrum fara í fæðingarorlof: Þriðjungur nýtir ekki rétt sinn til fulls FÆÐINGARORLOF Þriðji hver faðir sem tók fæðingarorlof á síðasta ári lét hluta réttarins falla niður ónýtt- an. Samkvæmt reglugerð um fæð- ingarorlof eiga feður sjálfstæðan og óframseljanlegan rétt til greiðslna í allt að þrjá mánuði. Á síðasta ári tóku fjórir af hverjum fimm feðr- um fæðingarorlof en aðeins um 57% feðra nýttu allan rétt sinn. Árið 2001 þegar réttur föður til fæðing- arorlofs var aðeins einn mánuður nýttu um 80% feðra allan réttinn. Þetta hlutfall var komið niður í 76% árið 2002 þegar fæðingarorlof feðra var komið í tvo mánuði. Nánast allar mæður nýta sér fæðingarorlofsréttinn til fulls og yfir 90% þeirra lengja fæðingar- orlofið umfram sjálfstæðan rétt. Samkvæmt upplýsingum frá Trygg- ingastofnun taka feður hins vegar sjaldnast meira orlof en sem nemur sjálfstæðum rétti þeirra. Á síðustu þremur árum hafa aðeins tíu til tólf prósent feðra tekið lengra fæðing- arorlof. ■ GRÁTA GLATAÐ TÆKIFÆRI Jeanne Rizzo og Pali Cooper grétu þegar þær ætluðu að láta gefa sig saman í San Francisco og fréttu að hæstiréttur Kaliforníu hefði látið stöðva vígslurnar tíu mínútum áður. BARN Mun fleiri mæður en feður nýta til fulls rétt sinn til fæðingarorlofs. Í GASMEÐFERÐ HJÁ TANNLÆKNINUM Í gasmeðferðinni er tölvutækni beitt til að leita að holum sem eru jafnvel svo smáar að augað greinir þær ekki. Gasið drepur bakteríurnar á nokkrum sekúndum. ERLENDUR INDRIÐASON Hefur starfað sem tannlæknir í Noregi í 13 ár og vakið mikla athygli fyrir að beita bylt- ingarkenndri óson-gasmeðferð í baráttunni gegn Karíus og Baktus.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.