Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2004, Qupperneq 19

Fréttablaðið - 13.03.2004, Qupperneq 19
19LAUGARDAGUR 13. mars 2004 Þetta var ótrúlega hlaðin vika,“segir Katrín Jakobsdóttir, mastersnemi og varaformaður VG. „Ég fékk til baka uppkastið að meistararitgerðinni minni og komst að því að ég á ótrúlega mikla vinnu eftir. Ég fékk samt mjög góðar leiðbeiningar, þannig að ég sé fram á skemmtilega en samt geðveika vinnu.“ Katrín var að hefja störf í samgöngunefnd Reykjavíkur og eyddi góðum tíma í vikunni í að setja sig inn í málefni hennar. „Ég var að heimsækja Strætó og fleiri mjög góð fyrirtæki.“ Einnig starfaði hún fyrir VG, bæði í stefnumótunarvinnu og við að sinna skyldum sínum sem vara- formaður. „Ég fór á stjórnmálafund í Flensborg á miðvikudaginn og talaði á málþingi Bandalags ís- lenskra sérskólanema á fimmtu- daginn. Maður var eiginlega að semja og flytja framsögur alla vikuna og var ekkert heima hjá sér,“ segir hún. Á miðvikudaginn lagði Katrín leið sína í Grafarvogskirkju þar sem hún las einn passíusálm. „Borgarfulltúar og varaborgar- fulltrúar voru fengnir til að lesa passíusálma og það var alveg frá- bært. Svona stund á leiðinni heim úr vinnunni.“ Katrín viðurkennir að oft sé mikið að gera hjá henni og þessi vika langt frá því að vera eins- dæmi. „Þetta er eiginlega of oft svona,“ segir hún. Hún á sér þó frátekna stund á miðvikudags- kvöldum klukkan ellefu, en þá horfir hún alltaf á sjónvarpsþátt- inn Star Trek. Oft er þetta eini frítími hennar í vikunni og hún reynir að missa aldrei af þættin- um. „Ef það er eitthvað mjög mikilvægt verður maður að slep- pa þessu, en það er mjög erfitt. Annars er það alltaf bara súkku- laði og Star Trek og maður gleymir öllu dagsins amstri.“ ■ Vikan sem var KATRÍN JAKOBSDÓTTIR ■ átti hlaðna viku þar sem hún gerði fátt annað en að semja og flytja framsög- ur. Hún gaf sér þó tíma til að horfa á Star Trek á miðvikudaginn eins og hún er vön. KRISTINN KRISTINSSON Formaður Félags sjóntækjafræðinga er ánægður þessa dagana enda er áratuga baráttumál sjóntækjafræðinga í höfn og þeir mega nú mæla sjón og selja gleraugu án forskriftar frá augnlækni. Hver? Það er bara ég, Kristinn Kristinsson. Hvar? Í vinnunni, gleraugnaversluninni Gler- auganu í Faxafeni. Hvaðan? Ég er Reykvíkingur, mestmegnis úr Vest- urbænum þar sem ég hef búið stærstan hluta ævinnar. Ég er þó líka Breiðhylt- ingur. Vesturbæingur, Breiðhyltingur og KR-ingur. Er það ekki góð blanda? Hvað? Íþróttir, fótboltinn, golf og veiði. Hvað boltann snertir er ég mest í því að horfa á hann en sprikla líka aðeins með félög- unum. Hvernig? Alls staðar þar sem aðstæður leyfa og tækifæri gefast til. Hvers vegna? Af því að þetta er svo svakalega skemmtilegt. Hvenær? Alltaf þegar tími gefst og það er aldrei nógu oft. Fjölskyldan fær auðvitað sinn tíma og svo er vinnan drjúg. ■ Persónan Í samvinnu við dönsku ferðaskrifstofuna Apollo kynna Langferðir grísku draumaeyjuna Zakynthos. Apollo er stærsti ferðaskipuleggjandi Norðurlanda í Grikklandi í eigu samstarfsaðila okkar, Kuoni Scandinavia. Zakynthos tilheyrir Jóníska eyjaklasanum við vesturströnd Grikklands og hefur til að bera alla þá kosti sem draumsýn okkar um grísku eyjarnar kallar eftir: Einstaka náttúru- fegurð, mannlíf og menningu sem býr á gömlum merg, veitingastaði og tavernur, frábærar sandstrendur, ylvolgan og tæran sjó og iðandi næturlíf og stemmningu. Nánari uppýsingar um Apollo og Zakynthos má finna á vefsíðu Apollo: www.apollorejser.dk. Auk þess má nálgast sumarbækling Apollo á skrifstofu okkar. Grísk draumaeyja á ótrúlegu kynningarverði! ZAKYNTHOS Tilboð *Verðdæmi miðast við vikuferð í stúdíóíbúð á Krinas Villas, brottför þann 8. júní. Innifalið: Flug frá Keflavík um Kaupmannahöfn til Zakynthos, gisting í tvíbýli án fæðis, ferðir til og frá flugvelli á Zakynthos, fararstjórn og allir skattar. Ekki innifalið: Ferðaryggingar. 51.300 kr. Kynningarbrottfarir í samvinnu við Iceland Express 1. og 8. júní í 1, 2 eða 3 vikur. Mjög takmarkað sætaframboð. Einnig eru ferðir til Zakynthos í boði frá Kaupmannahöfn í allt sumar á afar hagstæðu verði. Holtasmára 1 • 201 Kópavogur Sími: 5 100 300 • Símbréf: 5 100 309 Netfang: langferdir@langferdir.is Heimasiða: www.langferdir.is Opnunartímar alla virka daga frá 10:00-17:00 á mann í tvíbýli með öllum sköttum* Verð frá • Gististaðir í mörgum verðflokkum• Framlenging í Kaupmannahöfn á heimleið KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Var mjög lítið heima hjá sér í vikunni. Gleymir dagsins amstri yfir Star Trek FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N K AR LS SO N WILLIAM H. MACY Þessi frábæri leikari er 54 ára í dag. 13. mars
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.