Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2004, Qupperneq 25

Fréttablaðið - 13.03.2004, Qupperneq 25
LAUGARDAGUR 13. mars 2004 25 www.urvalutsyn.is Bóka›u strax á www.urvalutsyn.is *Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting, fer›ir til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn. Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 fia› hefur sjaldan e›a aldrei veri› ód‡rara a› njóta lífsins á vinsælasta áfangasta› Úrvals-Úts‡nar frá upphafi. Portúgal er land andstæ›na og b‡r yfir óendanlegum tilbrig›um lífs og listar. Farflegar okkar njóta alls hins besta í gistingu og ö›rum a›búna›i enda sækja fleir aftur og aftur í fer›ir til Portúgals. Missi› ekki af einstöku tækifæri! A›eins örfá sæti laus á flessu frábæra ver›i í vorfer› flann 14. apríl. Brisa Sol, Ondamar e›a Paraiso de Albufeira á a›eins á mann m.v. 2 í stúdíó í 10 nætur. 49.900kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 2 40 11 03 /2 00 4 Það hefur vakið nokkra athygliað kosningabaráttan í Banda- ríkjunum virðist snúast um hluti sem margir myndu telja til grundvallargilda í samfélaginu. Í skrifum bandarískra dálkahöf- unda má greina að þeir telja and- rúmsloftið í landinu vera mjög hlaðið rökræðu um málefni sem snúast um lífsstíl og grundvallar- viðhorf fólks til lífsins. „Hommar, kynlíf og trú virðast vera allsráðandi um- ræðuefni í Bandaríkjunum í dag,“ skrifar bandaríski dálka- höfundurinn David Aaronovitch í breska blaðið The Guardian. Og hann bendir á að það sé ekki til þess að draga úr þessu andrúms- lofti að Jesúmynd Mels Gibson er nú vinsælasta kvikmyndin í landinu og hefur vakið heitar umræður um trú og ekki síst þá erfiðu spurningu hver hafi drep- ið frelsarann. Liðsmenn Bush virðast heldur telja þetta andrúmsloft sér í hag. Heyrst hefur að forsetinn íhugi að gera deiluna um hjónabönd samkynhneigðra að grundvallar- deilumáli í kosningabaráttunni. Í öllu falli virðist hann telja það sér mjög í hag að John Kerry birtist kjósendum sem eins frjálslyndur og mögulega verður á kosið. Ef Bush hins vegar ákveður að gera spurninguna um hjónabönd sam- kynhneigðra að aðalatriði þykir það vera grundvallaratriði fyrir hann að hann nái að skilgreina á hvaða forsendum deilan verður háð. Bush er nefnilega sagður helst vilja rökræða um málið á forsendum Biblíunnar. ■ Tekist á um gildi BUSH Virðist reiðubúinn að heyja kosningabar- áttu þar sem hjónabönd samkynhneigðra verða aðalatriði. KERRY Það kemur mörgum Evrópubúum spánskt fyrir sjónir að frjálslyndi hans er talið veiki bletturinn á honum. Kerry á lítinn pening Önnur ástæða sem gæti búið að baki þeirri ákvörðun Bush að byrja að auglýsa svo snemma, gæti verið sú að hann freisti þess nú að tæma kosningasjóði Kerrys. Kerry hefur þegar eytt mjög miklu í kosningabaráttu sinni í forvalinu og það er ljóst að hann er nú um 100 milljón dollurum á eftir forsetanum. Þetta mun án efa skapa vanda fyrir Kerry þeg- ar fram í sækir. Í öllu falli bendir þó allt til þess að kosningabaráttan verði hörð og þar mætist stálin stinn. Það hefur einnig vakið athygli nýverið að ýmis pólitísk samtök hafa tekið til við auglýsa, aðallega fyrir hönd John Kerrys, án þess að auglýs- ingarnar séu í beinum tengslum við framboðin sem slík. Þetta eru samtök eins og moveon.org, sem er mikið í mun að George W. Bush nái ekki endurkjöri. Í herbúðum forsetans hafa menn kvartað yfir þessu og segja þessar aðferðir ólöglegar, þar sem þetta séu aug- lýsingar til stuðnings Kerry, en flokkist samt ekki sem fjárfram- lög til hans. Til marks um þá auknu hörku sem er að færast í slaginn er það, að orð eins og „lygarar“ eru nú farin að fljúga í orðræðunni. Kerry lét þau orð falla á miðviku- daginn að repúblikanar væru „hópur lævísra lygara“, en þessi ummæli urðu til þess að hópur þingmanna úr röðum repúblikana gerði það sem nú virðist vera til siðs að gera í bandarískum stjórn- málum: blés til auglýsingaher- ferðar. Þar fóru þeir fram á afsökun- arbeiðni frá John Kerry, auk þess sem þeir héldu því jafnframt fram, í anda yfirlýstrar stefnu forsetans, að Kerry vildi hækka skatta. Kerry hins vegar svaraði um hæl, eins og hann hefur einmitt sagt að hann muni gera þar til yfir lýkur, og sagði auglýsingarnar runnar undan rifjum „sérsveitar repúblikana sem sérhæfa sig í því að reyna hvað þeir geta til þess að eyðileggja fólk“. Það stefnir því greini- lega í hörkuslag í banda- rísku forsetakosningn- um. gs@frettabladid.is ag Bush
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.