Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.03.2004, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 13.03.2004, Qupperneq 62
Jens Ólafsson, söngvari rokk-hljómsveitarinnar Brain Police, er ekki búinn að ákveða hvað hann ætlar að gera í kvöld en býst við rólegri helgi. Tónleikum sem sveitin átti að halda í kvöld hefur verið frestað og því er óvíst með útlitið. „Ef það eru góðir tónleikar á Grand Rokk getur verið að maður kíki þangað,“ segir Jens. „Það kemur oft fyrir að maður elti uppi tónleikana á laugardögum og þá er aðallega Grand Rokk með eitt- hvað atriði. Maður byrjar oftast þarna og dettur jafnvel á Gaukinn þegar það fer að líða á nóttina. Síðan fer maður bara heim í róleg- heit.“ Fastur liður í lífi Jens á laugar- dagskvöldum er spurningaþáttur- inn vinsæli Popppunktur á Skjá einum. „Maður missir ekki af þætti. Kvöldið byrjar oftast á Popppunktinum og drykkjum með félögunum og síðan förum við út á lífið,“ segir Jens og játar að stór ölkrús sé undantekningarlítið höfð við hendina. Brain Police var einmitt í þættinum um daginn en Jens komst ekki í spurningaliðið. „Ég veit svo lítið,“ segir hann og hlær. „Ég er bestur á bekknum við dæluna.“ Jens viðurkennir að allt geti gerst í kvöld og óvíst hvort það verði eins rólegt og hann hélt í fyrstu. „Það er allt opið. Það fer bara eftir því hver býður best.“ ■ TÓNLIST Miðasala á tónleika bresku rokksveitarinnar Placebo hefst fimmtudaginn 1. apríl næstkom- andi. Miðar verða seldir í verslumum Og Vodafone um allt land og er að- dáendum gefið það loforð að hér sé ekki um aprílgabb að ræða. Piltarnir í Placebo eru þessa dag- ana staddir í Ástralíu og munu að þeirri för lokinni beina augum sín- um hingað og velja upphitunarsveit fyrir tónleikana. Liðsmenn Placebo ætla að stoppa hér í fjóra daga og nýta tím- ann vel til þess að kynna sér land og þjóð. Tónleikarnir fara fram í Laugar- dalshöll 7. júlí næstkomandi, sem er miðvikudagur, og er miðaverð 5.500 krónur í stúku og 4.500 krónur í stæði. Engin áfengissala verður og því er ekkert aldurstakmark fyrir utan það sem landslögin setja. ■ 13. mars 2004 LAUGARDAGUR Imbakassinn Sala á Placebo er ekkert gabb ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Hannes Smárason. Laufey Tryggvadóttir. de Palace. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt: 1 erfiðleikar, 5 gott eðli, 6 fimm- tíu og einn, 7 sólguð, 8 á húsi, 9 hrap, 10 tveir eins, 12 tunna, 13 sársaukastingir, 15 til, 16 ástarguð, 18 jarðefni. Lóðrétt: 1 stríðið, 2 karlfugl, 3 í röð, 4 klökknaðir, 6 fara leynilega með, 8 löng- un, 11 vanabundin, 14 eldsneyti, 17 ein- kennisstafir. Lausn: Lárétt: 1basl,5art, 6li,7ra,8þak,9 hrun,10tt,12áma,13tök,15að,16 amor, 18leir. Lóðrétt: 1 baráttan,2ara,3st,4viknað- ir, 6lauma,8þrá,11töm,14kol,17re. Oh! Þetta seg- irðu örugglega við þær allar! Ég meina’ða! Þú er slímug- asta geit sem ég hef nokkurn tímann séð! Laugardagskvöld JENS ÓLAFSSON ■ Fer oft á Grand Rokk á laugardags- kvöldum og dettur síðan á Gaukinn. PLACEBO Allt stefnir í blómlegt tónlistarsumar á Íslandi í ár. Placebo er á meðal þeirra sem koma. Missir ekki af Popppunkti JENS ÓLAFSSON Fylgdist með félögum sínum spreyta sig í Popppunkti. Sjálfur komst hann ekki í liðið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.