Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 32
Ekki allir höfðinu hærri Fyrir nokkru var gefin út bók um alla for- sætisráðherra landsins. Það kann vel að vera að þeir séu með einhverjum óútskýrð- um hætti höfðinu hærri en aðrir stjórn- málamenn. En fæstir þeirra yrðu taldir upp í sambærilegri bók raunverulega pólitíska frumkvöðla sem sannanlega hefðu einir síns liðs mótað íslenskt samfélag, og þeir fáu sem yrðu í slíkri bók yrðu þar fyrir verk sem þeir unnu ekki í stjórnarráðinu. Sem er í rauninni mjög eðlilegt. Forsætisráðherr- ann er langoftast hvorutveggja í senn, þjóð- arleiðtogi og flokksleiðtogi. Hann þarf að gera málamiðlanir á mörgum vígstöðvum og hann þarf að njóta víðtæks stuðnings til að komast í hina háu stöðu. Þess vegna getur verið erfitt fyrir hann að hafa forystu um brjóta nýtt land. Það verður líka að segjast alveg eins og er að sumir þeirra sem gegnt hafa forsætisráðherraembætt- inu voru í raun ekkert nema málamiðlanir. Ráðherrar með sérmálaflokka eru líklegri til að berjast af harðfylgi fyrir ákveðnum mál- efnum og þeir stjórnmálamenn sem ekki eru á þingi og vantar kynningu eru líklegri til að brydda upp á algerum nýjungum. Jónas frá Hriflu mótaði áður en hann fór á þing flokkakerfi sem grundvallaðist á stéttaskiptingu. Gylfi Þ. Gíslason barðist lengi einn fyrir inngöngu Íslands í EFTA á tíma sem almennrar tortryggni gætti gagn- vart viðskiptum við útlönd. Jón Baldvin Hannibalsson var í svipaðri stöðu í barátt- unni fyrir EES-þáttöku. Lúðvík Jósepsson knúði áfram með sérstöku og óvenjulegu harðfylgi tvær landhelgisútvíkkanir. Þetta eru aðeins nokkur dæmi af mörgum um stjórnmálamenn sem öðrum fremur ættu skilið að fá sérstakan sess í stjórnmálasög- unni fyrir afgerandi einstaklingsframtak en ekki eru í forsætisráðherrabókinni sem aft- ur setur mikið pláss í umfjöllum um menn sem báru tignina í stuttan tíma í minni- hlutastjórnum og er í rauninni helst minnst fyrir eitthvað allt annað en forsætisráð- herratíðina sem slíka. Ásgeir Ásgeirsson for- seti, Björn Þórðarsson, Steingrímur Stein- þórsson búnaðarmálastjóri, Emil Jónsson, Benedikt Gröndal, Jóhann Hafstein og Björn Jónsson í Ísafold geta flestir talist ágætis dæmi um það. Guðmundur Svansson á deiglan.com Özur Lárusson, framkvæmdastjóri sauðfjárbænda, vandar mér ekki kveðjurnar í Fréttablaðinu á mið- vikudag vegna greinar sem birtist eftir mig hér í blaðinu 30. nóvember sl. um opinbert verðsamráð á mjólk. Undraði mig að Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hreyki sér á slíku samráði gegn neytendum á sérstökum blaðamannafundi sem hann boðaði til, til að kynna mjólk- ursamráðið aðeins örfáum dögum eftir að okkar góði borgarstjóri Þórólfur Árnason hrökklaðist úr embætti, en hann hafði sem milli- stjórnandi hér á árum áður tekið þátt í ólögmætu samráði olíufélag- anna. Ég átti bágt með að greina hinn siðferðislega mun; hvort tveggja er jú samsæri gegn neyt- endum sem eru sviptir frelsi til að velja besta boðið í frjálsri sam- keppni. Það er í sjálfu sér ágætt að fram- kvæmdastjóri sauðfjárbænda sjái sig knúinn til að svara grein um verðsamráð mjólkurvöruframleið- enda. Í grein minni nefndi ég að samkvæmt upplýsingum á vef Bændasamtakanna, www.bondi.is, komi fram að verðlagning á mjólk- urvörum og sauðfjárafurðum sé í höndum einhverrar verðlagsnefnd- ar búvera; sem ég viðurkenni fús- lega að ég þekki hvorki haus né sporð á. Finnst raunar furðulegt að slík nefnd sé yfir höfuð til. Özur segir mér að þetta eigi ekki lengur við um blessað lambakjötið og er það vel – þó sé ég ekki betur en að Landssamtök sauðfjárbænda gefi enn út viðmiðunarverð sauðfjár- afurða. En látum það vera. Þetta breytir nefnilega ekki því að ís- lenska landbúnaðarkerfið er pikk- fast í klöfum hafta sem svipta neyt- endur raunverulegri samkeppni og flækja bændur í fúið net kerfisins sem virðist hirða allt of mikið til sín. Í lok greinar sinnar fullvissir Özur mig að íslenskt lambakjöt sé ekki dýrara á Íslandi en í öðrum Evrópuríkjum. Það er í sjálfu sér gott að vita; enda annað harla undar- legt; að íslenskt lambakjöt væri ódýrara alls staðar annars staðar en hér heima á Íslandi. Það er auðvitað ekki vandinn; vandinn felst í höftum á samkeppni við útlönd en það er svo til með öllu bannað að selja er- lendar kjötvörur á Ísland nema þær séu mauksoðnar; hið stóra samsæri gegn neytendum felst í því að okkur er meinað að kaupa ódýrar erlendar matvörur; – eins kjöt. Æfingar Özur- ar til varnar þessu arfavitlausa kerfi verða þó undarlegastar þegar hann segir matvælaverð á Íslandi og Danmörku bara nokkuð svipað; allir sem búið hafa í báðum löndum þekkja að matarreikningurinn á Ís- landi er mun hærri en í Danmörku, það þekki ég á eigin buddu. Sam- kvæmt nýlegri könnun evrópsku tölfræðistofnunarinnar, (Eurostat) er verð á kjöti helmingi hærra á Ís- landi en í Danmörku. (Í Danmörku eru kjötvörur að jafnaði 5 prósent- um yfir meðalverði í ESB en á Ís- landi og í Noregi eru þær 52 prósent dýrari.) En kannski að Özuri þyki þetta bara alls ekki svo ýkja mikill munur. Ég veit það ekki, en þykist þó viss um að neytendur eru á öðru máli. Víst er evrópska landbúnaðar- kerfið húrrandi vitlaust eins og bent er á; en það sorglega er að það ís- lenska er enn vitlausara og hefur engu skilað nema allt of háu verði til neytenda. ■ Heimsyfirlýsingin um mannrétt- indi var byltingarkennt skjal þeg- ar Sameinuðu þjóðirnar sam- þykktu hana árið 1948. Hún er það enn í dag. Bandaríkjamenn eru með réttu stoltir af því stóra hlut- verki sem Eleanor Roosevelt lék við samningu og samþykkt henn- ar, en mannréttindayfirlýsingin tilheyrir öllu mannkyni. Þegar Roosevelt talaði á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna spáði hún því að mannréttindayfirlýsingin gæti orðið „alþjóðleg frelsisskrá“ og á margan hátt hefur hún orðið það. Einn mælikvarðinn er sá að ákvæði í stjórnarskrám 90 landa má rekja til mannréttindayfirlýs- ingarinnar. Upphafsorð yfirlýs- ingarinnar hljóma um allan heim árið 2004 af sama krafti og þau gerðu í kjölfar heimsstyrjaldar- innar síðari og verðskulda endur- tekningu: „Það ber að viðurkenna, að hver maður sé jafnborinn til virðingar og réttinda, er eigi verði af honum tekin, og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.“ Höfundar yfirlýsingarinnar fengu innblástur frá þeirri hetju- legu baráttu sem háð var á eftir- stríðsárunum til að tryggja rétt- indi og virðingu einstaklingsins. Mahatma Gandhi, sem hafði for- ystu í að gera Indland að stærsta lýðræðisríki heims, er þróttmikið dæmi um algildi lýðræðishug- sjónarinnar. Hreyfing sú í átt til frelsis sem Gandhi kom af stað og Indverjar leiddu til lykta batt enda á þá skaðlegu hugmynd að lýðræðisleg stjórnsýsla væri munaður sem aðeins fáar auðugar vestrænar þjóðir skyldu njóta. Verndun frelsis og mannrétt- inda er hluti af því sem Bush for- seti hefur kallað „ófrávíkjanlegar kröfur um mannúð“. Kjölfestan í utanríkisstefnu Bandaríkjanna er enn sú sannfæring að lýðræði sé fyrir alla og að mannréttindi verði ekki frá neinum tekin. Við höfum fundið hugsjónum okkar farveg í stefnu sem leitast við að breiða út lýðræði og verja réttindi fólks eins og þau eru skilgreind í mannréttindayfirlýsingu SÞ. Und- anfarið höfum við tekið höndum saman við bandamenn okkar og vini um að standa við orð okkar. Í Írak hefur fjölþjóðlegur banda- lagsher rúmlega 30 ríkja gengið til liðs við Bandaríkjamenn til að veita þjóðinni frelsi, þjóð sem of lengi var neitað um grundvallar- þætti þess. Írakar munu sigra. Þeir munu byggja upp sitt eigið lýðræði. Þeir munu hlúa að mann- réttindum sínum. Staðfastur stuðningur við þessa viðleitni þeirra er skuldbinding sem er í samræmi við bandarísk og alþjóð- leg gildi. Það sama á við um Afganistan þar sem viðleitni margra þjóða, auk Sameinuðu þjóðanna, leiddi til velheppnaðra kosninga. Líkt og Írakar taka Afganar engu sem gefnu. Þeim var neitað um frelsi svo lengi að þeir eru allt annað en tortryggnir í garð þess valds og þeirra kosta sem fylgja lýðræðis- legri stjórnun. Í nýafstöðnum kosningum beið hópur kvenna í Kandahar í biðröð eftir að geta kosið þegar sprengja sprakk nærri þeim. Öryggisverðir ráð- lögðu konunum að fara heim en þær neituðu að fara og neyttu kosningaréttar síns. Eins og hund- ruð þúsunda samlanda þeirra sem stóðu tímunum saman í biðröðum í miklu fannfergi, til að geta kos- ið, vöktu þessar konur orð mann- réttindayfirlýsingarinnar til lífs- ins. Þegar við hugsum um mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna er gagnlegt að minnast þess að það er fleira sem samein- ar okkur en sundrar okkur. Arfur Eleanor Roosevelt og þeirra manna hvaðanæva úr heiminum sem unnu með henni við að semja mannréttindayfirlýsinguna er ekki bara enn til staðar; hann heldur áfram að vera ómissandi fyrir alla. Og við heiðrum þennan arf, ekki aðeins 10. desember, heldur alla daga ársins. ■ 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR32 Mannréttindadagurinn 10. desember JAMES I. GADSDEN SENDIHERRA BANDARÍKJANNA Á ÍSLANDI UMRÆÐAN MANNRÉTTINDA- DAGURINN Heimsyfirlýsingin um mannréttindi var byltingarkennt skjal þegar Sameinuðu þjóðirnar sam- þykktu hana árið 1948. Hún er það enn í dag. ,, Verðsamráð og vitleysa í landbúnaði EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON STJÓRNMÁLAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN VERÐSAMRÁÐ AF NETINU ■ Jagúar á ferð og flugi ■ Göturnar í lífi Einars Kárasonar ■ Matgæðingurinn Helga Braga ■ Hugrún og Magni í Kron ■ Grænmetisbaka að rússneskum sið ■ Myndbandið sem safngripur ■ Fröken Freyja leysir vandann Sturla Gunnarsson Týndi sonurinn gerir dýrustu mynd Íslands Þau erfa flokkana Næsta kynslóð stjórnmálaforingja F24. TBL. 1. ÁRG. 2. 12. 2004 ■ Ceres 4 pönkar ■ Sægreifinn er ekkert slor ■ Göturnar í lífi Dísu í World Class ■ Birta og Andrea í júniform ■ Gæsabringur á Óðinsvéum ■ Birgir Þór Bieltvedt er leiðtoginn í Magasin du Nord F23. TBL. 1. ÁRG. 25. 11. 2004 Elma Lísa Leiklistin & tískan Stéttskipt Ísland í uppsiglingu Aldrei fleiri milljónamæringar Þorsteinn Pálsson Ætlar ekki aftur í pólitík Fylgir Fréttablaðinu alla fimmtudaga Tíska, stjórnmál og allt þar á milli... ÆVINTÝRI GRIMS 32-33 umræða 9.12.2004 14.39 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.