Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 56
Krónan eins og prédikun Gengi krónunnar og gengissveiflur eru mörgum hugleiknar um þessar mundir. Í gærmorgun hélt KB banki morgunverðarfund um málið. Einn þeirra sem þar töluðu var hagfræðingurinn Ásgeir Jóns- son, sem kennir í Háskólanum og starfar fyrir KB banka. Hann sagði frá því að þegar hann var við nám í Bandaríkjunum hafi hann gjarnan sótt guðsþjónustur í baptistakirkju í söfnuði þar sem stærstur hlutinn var þeldökkur. Slíkar messur eru þekktar fyrir sköpunarkraft og líflegan lofsöng. Ásgeir sagði að sóknarpresturinn hefði haft þann sið að dreifa einu A4-blaði til kirkjugesta með prédikun sinni. Hins vegar hafi það ekki brugðist að ræðan hafi farið langt út fyrir text- ann og þegar klerkur komst í ham mátti búast við fjörutíu mínútna prédikun. Þetta sagði Ásgeir ekki ósvipað því að fylgjast með gjaldeyrismarkaði þar sem menn þættust sjá einhverjar meginlínur en framþróunin væri svo algjörum hendingum háð - rétt eins og ræður klerksins. Mogginn ráðleggur um dótakaup Þeir hafa væntanlega ekki allir kæst verslunarmennirnir sem eru áskrifendur að Morgunblaðinu þegar þeir fengu blaðið í gærmorgun. Þar var á forsíðu frétt um að leikföng væru mun dýrari á Íslandi heldur en í Bandaríkjunum. Þetta kemur sennilega fáum á óvart. Munurinn sláandi. Þrettán leikföng voru borin saman. Í Toys ‘R’ Us kost- aði dótið 26.031 krónu en í Hag- kaupum kostaði það 81.867 krónur. Blaðamaður Morgunblaðsins bætti svo um betur og sagði frá því að hægt hefði verið að fá flug og gistingu með Icelandair til Minneapolis á 39.910 krónur. Það er hins veg- ar tekið fram í forsíðu- fréttinni að þær ferðir séu nú uppseldar. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.368* KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 104 Velta: 7.905 milljónir -0.39% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Atorka hefur eignast 18,3 pró- sent í breska dreifingarfyrirtækinu Low and Bonar. Seðlabankinn hefur birt á vef sínum reglur um hvernig staðið er að ákvörðunum í peningamál- um, til dæmis breytingum á stýri- vöxtum. Íslandsbanki hefur samið um svokallað viðskiptavakt með bréf í KB banka. Með samningnum skuldbindur Íslandsbanki sig til þess að setja daglega fram tilboð um kaup og sölu á bréfum í KB banka. OECD spáir 5,2 prósent hag- vexti á Íslandi á næsta ári. Seðla- bankinn spáir rúmlega sex pró- sentum. Á Evrusvæðinu er útlit fyrir 1,9 prósenta hagvöxt á næsta ári. 36 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR Fiskvinnslurnar bíða mik- inn skaða vegna hás gengis krónunnar. Útvegsmenn eru margir ákaflega ósáttir við að ofhitnun annars stað- ar í hagkerfinu bitni á út- flutningsatvinnuvegunum. Mjög þungt hljóð er í útvegs- mönnum þessa dagana vegna styrkingar íslensku krónunnar. Þeir eru æfir yfir því að út- flutningsatvinnuvegirnir þurfi að bera hitann og þungann af hag- stjórninni í landinu þrátt fyrir að þenslueinkennin séu komin til vegna ofhitnunar allt annars staðar í hagkerfinu. Mikil styrking íslensku krón- unnar á síðustu misserum kemur einna harðast niður á fyrirtækj- um í útgerð og fiskvinnslu. Þau félög greiða stærstan hlut kostn- aðar síns í íslenskum krónum en hafa nær allar tekjur sínar í er- lendri mynt. Það eru fiskvinnslu- fyrirtækin sem verða harðast fyrir barðinu á styrkingunni og sérstaklega þau sem hafa tekjur í Bandaríkjadölum því dalurinn hefur bæði fallið gagnvart ís- lensku krónunni og öðrum gjald- miðlum. Ólafur Rögnvaldsson er fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Hellisands. Um sextíu prósent tekna hússins eru í Bandaríkja- dölum. Ólafur segir að gengis- þróunin sé fyrirtæki sínu mjög þungbær. „Miðað við árið í fyrra er þetta tekjutap upp á kannski 150 milljónir. Og það í svona litlu fyrirtæki,“ segir hann. „Auðvitað reynir maður að þreyja þorrann en það sjá það all- ir heilvita menn að þetta getur ekki gengið,“ segir Ólafur. Hann segir að eins og staðan sé nú borgi sig engan veginn að selja á Ameríkumarkað. „Málið er svo alvarlegt að ef við hættum að framleiða fyrir Bandaríkin töp- um við markaði sem við höfum unnið á í þrjátíu ár,“ segir hann. Hann furðar sig á því að ýmis kostnaður, svo sem rafmagns- kostnaður frá Landsvirkjun, sem hafi verið hækkaður þegar gengið var veikt, skuli ekki ganga til baka nú þegar gengið hefur styrkst. Eiríkur Tómason, forstjóri Þorbjörns Fiskaness í Grindavík, er einnig mjög ósáttur við að hag- stjórnin bitni svo harkalega á út- flutningsgreinunum. „Þetta er al- veg með ólíkindum. Seðlabankinn segir að það sé framleiðslu- spenna svo þeir hækka vextina og afleiðingarnar eru að gengið hækkar og þetta kemur niður á útflutningsatvinnuvegunum og þeim sem eru í samkeppni. En þeir sem hagnast á þessu eru akkúrat þeir sem eru að búa til þennan vanda,“ segir hann og bætir við: „Ég skil ekki hvað þessir menn eru að hugsa.“ thkjart@frettabladid.is vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 39,20 -1,26% ... Bakkavör 24,50 +3,81% ... Burðarás 11,90 -0,83% ... Atorka 5,78 - ... HB Grandi 7,90 - ... Íslandsbanki 11,30 -0,44% ... KB banki 442,00 -0,56% ... Landsbankinn 12,00 -0,83% ... Marel 51,50 - ... Medcare 6,01 - ... Og fjarskipti 3,20 - ... Opin kerfi 27,60 - ... Samherji 11,40 - ... Straumur 9,75 - ... Össur 77,00 -1,91% * Tölur frá um kl. 13.30 í gær. Nýjustu tölur á visir.is IBM hefur gert samning um sölu á borð- og fartölvudeild fyrirtækis- ins til kínverska fyrirtækisins Lenovo sem er leiðandi framleið- andi á einmenningstölvum í Asíu. Lenovo verður við samninginn þriðji stærsti tölvuframleiðandi heims með ársveltu upp á 775 milljarða króna. Með samningnum eignast IBM um 19 prósenta hlut í Lenovo og munu höfuðstöðvar þess verða fluttar til New York þar sem höfuðstöðvar IBM eru í dag. Að sögn Þórðar Sverrissonar, forstjóra Nýherja sem er sam- starfsaðili IBM hér á landi, mun Nýherji áfram annast alla sölu á IBM tölvum eins og verið hefur. ,,Með sölunni verða IBM far- og borðtölvurnar áfram leiðandi í gæðum og nýjungum eins og verið hefur en samningurinn mun jafnframt leiða til mikillar stærð- arhagkvæmni og lækkunar á kostnaði. Þessi breyting mun því skapa ný tækifæri til hagræðing- ar fyrir okkar viðskiptavini,“ segir Þórður. ■ Borð- og fartölvur seldar til Kína Síminn 9,88% Bakkavör 3,81% Hlutabréfasj. Búnaðarb. 0,97% Össur -1,91% Actavis -1,26% Burðarás -0,83% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Notið þægindin Notaleg stæði í sex bílahúsum bíða þín í jólaumferðinni. H ön nu n: G ís li B . Innkeyrsla frá Vesturgötu um Mjóstræti. 106 stæði. Vesturgata 7 Byggjum betra samfélag Rauði kross Íslands er 80 ára í dag. Af því tilefni verða eftirtaldar deildir félagsins með opið hús. Allir eru velkomnir. Akranesdeild Opið hús frá kl. 12–14. Kaffi, safi og piparkökur. Sjúkrabíll sýndur, örnámskeið í skyndihjálp. Akureyrardeild Opið hús frá kl. 13.30–18. Heitt á könnunni, örnámskeið í skyndihjálp. Breiðdalsdeild Opið hús í Nesbúð kl. 16–18. Héraðs- og Borgarfj.deild Opið hús í húsi Rauða krossins kl. 17–19. Hornafjarðardeild Opið hús í húsi Rauða krossins kl. 15–18. Hvammstangadeild Opið hús frá kl. 16-18. Samhliða haldið upp á 30 ára afmæli deildarinnar. Ísafjarðardeild Opið hús að Suðurgötu 12 þann 10. desember milli kl. 9 og 16. Reyðarfjarðardeild Kaffi á Fosshóteli síðdegis laugardaginn 11. des. Reykjavíkurdeild Konukot opnað kl. 10 að Eskihlíð 4. Skagafjarðardeild Opið hús frá 16–23. Dagskrá kl. 16–18. Stöðvarfjarðardeild Opið hús á Skólabraut 10 sunnudaginn 12. desember kl. 17–19. Strandsýsludeild Opið hús laugardaginn 11. desember milli kl. 15–18. Heitt á könnunni. Súgandafjarðardeild Opið hús í björgunarsveitarhúsinu kl. 17–18. V-Barðastrandasýsludeild Opið hús laugardaginn 11. desember kl. 14–16. Sjúkrabílar sýndir. VERÐMÆTI Í FISKVINNSLU MINNKA Styrking krónunnar dregur úr verðmætum útfluttra afurða. Þetta hefur mjög mikil áhrif i fisk- vinnslu, þar sem tekjur eru mestmegnis í erlendri mynt en útgjöldin í íslenskum krónum. Mjög illir yfir hagstjórninni » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á LAUGARDÖGUM 56-57 (36-37) viðskipti 9.12.2004 15.16 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.