Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 62
42 10. desember 2004 FÖSTUDAGUR Við óskum... ... Jörundi Áka Sveinssyni til hamingju með að hafa hreppt starf landsliðsþjálfara kvenna í knattspyrnu. Á sama tíma óskum við honum velfarnaðar í starfi því eins og Helena Ólafsdóttir veit manna best fylgir þessu starfi engin smá pressa og kröfurnar sem gerðar eru um árangur eru ekki af ódýrari gerðinni – en þær eru meiri en gerðar eru til þjálfara karlalandsliðsins. Gangi þér allt í haginn, Jörundur! sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 7 8 9 10 11 12 13 Föstudagur DESEMBER ÍÞRÓTTIR FATLAÐRA Sundfólkið Kristín Rós Hákonardóttir og Gunnar Örn Ólafsson hafa verið kosin íþróttafólk ársins hjá fötluð- um og fengu þau verðlaun afhent í veglegu hófi í boði Radisson SAS-hótelsins á Hótel Sögu á mið- vikudaginn. Kristín Rós var að fá þessi verðlaun tíunda árið í röð en Gunnar Örn var einnig íþrótta- maður ársins hjá fötluðum fyrir tveimur árum. Er hún að hætta? Það kom örugglega fáum á óvörum að Kristín Rós var kosin íþróttakona ársins hjá fötluðum í gær og það er tíunda árið í röð sem hún fær þessa stærstu viður- kenningu fatlaðs íþróttafólks hér á landi. „Undanfarin ár hafa gengið öll rosalega vel hjá mér og þetta ár er á meðal þeirra bestu á ferlin- um,“ segir Kristín Rós, sem á dög- unum fékk bæði verðlaun frá sjónvarpsstöðinnni Eurosport sem besta íþróttakona ársins úr röðum fatlaðra og eins var hún kosin kona ársins hjá tímaritinu Nýju lífi. „Þetta var heljarmikið og stórt ár,“ segir Kristín Rós. „Það er svo- lítil pressa á manni að standa sig. Ég er nú reyndar róleg manneskja og er ekki að láta þetta stressa mig mikið og það hefur gengið ágætlega að vinna með þessa pressu,“ sagði Kristín Rós, sem er ekki viss um hvað tekur við hjá henni. „Stundum er gott að hætta á toppnum. Ég ætla mér að hug- leiða framhaldið, ætla að klára námið sem ég er í og taka því ró- lega á næstunni. Ég er búin að æfa tíu sinnum í viku í heilt og ár og mér finnst þetta vera orðið gott í bili,“ sagði Kristín Rós, sem er á leiðinni að útskrifast sem mynd- listarkennari í vor. Hefur mikla þýðingu „Þetta hefur mikla þýðingu fyrir mig og hvetur mig áfram að æfa og halda áfram að bæta mig,“ sagði Gunnar Örn, hæstánægður með viðurkenninguna, en hann á að baki frábært ár. Hápunkturinn var örugglega á Global Games í Svíþjóð. Á þessum heimsleikum þroskaheftra (Global Games) nældi hann sér í þrjú gullverð- laun, ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Að auki setti Gunnar 6 Íslandsmet, 4 heimsmet og var valinn sundmaður mótsins en vegna deilna innan Alþjóða- ólympíuhreyfingar fatlaðra og samtaka þroskaheftra íþrótta- manna, varð ekkert úr þátttöku þroskaheftra á Ólympíuleikunum í Aþenu og komu Heimsleikarnir í staðinn. Gunnar segist hafa verið svekktur þegar í ljós kom að ekki yrði farið á Ólympíuleikana í Aþ- enu. „Mér gramdist það mjög í svona tvo daga en þegar ég frétti að Global Games kæmi í staðinn setti ég mig í startholurnar fyrir þá keppni. Það þýddi ekkert að svekkja sig enda Global Games fín sárabót og ég náði að toppa sjálfan mig þar, sem var mjög gaman,“ sagði Gunnar en hann er ákveðinn í því að halda sama dampi og ná enn betri árangri. „Stefnan er alltaf sú sama, að gera betur en maður hefur gert. Ég er jú bara tvítugur þannig að ég held ég eigi eitthvað eftir.“ ooj@frettbladid.is smari@frettbladid.is TÍU ÁR Í RÖÐ Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið á toppnum í tíu ár og hefur verið valin besta íþróttakona fatlaðra frá árinu 1995. Fréttablaðið/GVA ANNAÐ SINN Á TVEIMUR ÁRUM Gunnar Örn Ólafsson var einnig valinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðum fyrir tveimur árum. .Fréttablaðið/GVA SIGRÍÐUR FÉKK GUÐRÚNARBIKARINN Sigríður Þórarinsdóttir, sjúkraþjálfari og þjálfari Íþróttafélagsins Sólar í Snæfellsbæ, fær Guðrúnarbikarinn í ár en hann er gefinn af Össuri Aðalsteinssyni til minningar um eiginkonu hans, Guðrúnu Pálsdóttur. Bikarinn fær sú kona sem hefur starfað sérlega vel í þágu fatlaðs fólks á árinu. Glæsilegt ár að baki hjá báðum Sundfólkið Kristín Rós Hákonardóttir og Gunnar Örn Ólafsson hafa verið kosin íþróttafólk árs- ins hjá fötluðum, Kristín Rós í tíunda sinn í röð en Gunnar Örn í annað sinn á þremur árum. ■ ■ LEIKIR  16.15 HK og Fram mætast í Digranesi í DHL deild karla norður.  16.15 Haukar og Þór Ak. mætast á Ásvöllum í DHL deild karla norður.  16.15 FH og Afturelding mætast í Kaplakrika í DHL deild karla norður.  20.00 Björninn og Narfi mætast í Egilshöll á Íslandsmótinu í íshokkíi. ■ ■ SJÓNVARP  17.45 Olíssport á Sýn. Fjallað um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.00 Upphitun á Skjá Einum. Spekingar spá í leiki helgarinnar í ensku knattspyrnunni.  19.00 Motorworld á Sýn. Allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  19.30 Enski boltinn á Sýn. Sýnt beint frá leik West Ham og Leeds United.  21.35 World Supercross á Sýn. Nýjustu fréttir frá heimsmeistaramótinu í Supercross.  00.45 NBA körfuboltinn á Sýn. Sýnt beint frá leik Minnesota og Sacramento. STÚLKNAMET Erla Dögg Haraldsdóttir úr ÍRB setti stúlknamet í 50 metra bringu- sundi á Evrópumótinu í stuttri laug í Austurríki í gær. Evrópumót í sundi: Erla setti stúlknamet SUND Íslenskir keppendurnir stóðu sig bærilega fyrsta daginn á Evr- ópumeistaramótinu í sundi sem fram fer í Austurríki. Fimm ís- lenskir keppendur taka þátt og setti einn þeirra, Erla Dögg Har- aldsdóttir, stúlknamet í 50 metra bringusundi og gamla metið átti hún sjálf frá því í mars síðastliðn- um. Erla Dögg keppti einnig í 200 metra fjórsundi en varð næstsíð- ust í þeirri grein af rúmlega 30 keppendum. Anja Ríkey Jakobs- dóttir varð 21. í 100 metra baksundi en náði ekki að bæta Ís- landsmetið sem hún á sjálf. Jakob Jóhann Sveinsson varð 19. af 40 keppendum í sinni grein en var talsvert frá sínu besta og komst ekki í milliriðla. Eva Hann- esdóttir og Kolbrún Ýr Kristjáns- dóttir náðu hvorugar góðum úr- slitum í 100 metra skriðsundi. Eva endaði í 36. sæti og Kolbrún, sem á gildandi Íslandsmet í greininni, náði aðeins 34. sæti. 62-63 (42-43) sport 9.12.2004 14.05 Page 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.