Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 10.12.2004, Blaðsíða 69
49FÖSTUDAGUR 10. desember 2004 Kynntu þér málið á www.btnet.is eða hafðu beint samband í síma 588-1234. BTnet fæst í verslunum BT * Viðskiptavinir fá 500Mb af erlendu niðurhali frítt um helgar. * * Gegn 12 mánaða áskrift á kreditkort. • • Frítt á frídögum V12 • • 3Mb/s tenging. • • Niðurhal innlands frítt. • • Niðurhal erlendis allt að 100MB frítt. • • 3 póstföng innifalin. • • Frír beinir • • Fyrsti mánuðurinn frítt Frítt á frídögum allt að 2GB frítt erlent niðurhal* Mánaðargjald 3.699,- kr. Verðdæm i 8Mb/s til 1. janúar! • • taktu fleiri bita • • Laugardagar og sunnudagar eru frídagar Frítt á frídögum. Þú færð allt að 2 GB frítt erlent niðurhal*. CATHERINE ZETA-JONES og eiginmaður hennar, leikarinn Michael Douglas, gáfu að- dáendum sínum eiginhandaráritanir þegar þau mættu á frumsýningu Ocean´s 12 í Hollywood á miðvikudaginn. Jon Bon Jovi bað Beckham-hjóninnýlega afsökunar á því að hafa nefnt son sinn Romeo. Dorothea, eiginkona söngv- arans, eignaðist fjórða barn þeirra hjóna í mars og fékk drengurinn nafnið Romeo. Það sem þau vissu ekki var að Beckham-hjónin höfðu nýlega einnig nefnt sinn son því nafni. „Við kölluðum hann Romeo því okkur þótti það vera fal- legasta nafn í heiminum, en fréttum svo að David Beckham hafði þegar valið það, við biðjum því Beckham- hjónin afsökunar á þessu,“ sagði Bon Jovi. Christian Slater hyggst nú flytjabúferlum til London og búa þar það sem eftir er. Leikarinn hefur ákveðið að flytja frá L.A. til London með konu sinni Ryan Haddon og börnunum tveim- ur. „Ég held að hann fari aldrei til baka nema hann neyðist til. Það er ekkert gaman að búa í Los Angeles. Hann var alinn upp í New York og honum finnst London líkjast þeirri borg meira en L.A.,“ sagði móðir Slaters. Fatboy Slim segir konu sína ZoeBall hafa mikil áhrif á tónlistina hans. Hún kynnti hann meðal annars fyrir hljómsveitinni Franz Ferdinand. „Konan mín spilar mikið af tónlist fyrir mig. Stundum heyri ég eitthvert lag sem hún er að spila og hugsa: „Hey hvað er þetta?“ Hún spilar fyrir mig tónlist sem ég myndi annars ekki heyra. Ég fæ eiginlega bara sendar plötur með danstónlist svo ég hlusta ekki mikið á aðra hluti. Hún er hins vegar mikill aðdáandi Barböru Streisand og stundum þarf ég að draga línu og segja NEI, þeg- ar hún setur hana á fóninn,“ segir Norman Cook, öðru nafni Fatboy Slim. Matt Damon hefur nú hætt aðreykja eftir að hann var dáleidd- ur. Leikarinn hefur reykt í 16 ár og hætti nú loksins þessum óþverra eftir einungis þrjá dáleiðslutíma. „Ég hefði átt að gera þetta fyrir mörgum árum. Þetta er ótrúlegt, ég hef enga löngun í sígarettur leng- ur,“ sagði Damon. Hann seg- ist einnig hafa reynt að fá vin sinn Brad Pitt til þess að prófa meðferð- ina. „Ég reyndi að fá Brad til þess að prófa þetta en hann vildi það ekki. Það er nauðsynlegt að hafa löngun til þess að hætta ef það á að takast.“ Charlotte Church íhugar nú aðsnúa baki við söngferli sínum til þess að gerast kynnir í sjónvarpi. Þessi átján ára stjarna á nú í við- ræðum við sjón- varpsstöðina BBC um að kynna síð- asta þátt Top of the Pops. Einnig kemur til greina að stúlkan kynni hinn árlega þátt Christmas Day Show og taki hún því tilboði mun hún lík- lega fá fleiri sjónvarpstilboð. Glamúrrokksveitin hárprúða Mötley Crüe er á leið í tónleikaferð um heiminn eftir að hafa verið í fimm ára pásu. Allir upprunalegir meðlimir sveitarinnar verða með í för; trommuleikarinn Tommy Lee, gítarleikarinn Mick Mars, söngvar- inn Vince Neil og bassaleikarinn Nikki Sixx. Mötley Crüe naut mikilla vin- sælda á níunda áratugnum fyrir lög á borð við Girls, Girls, Girls, Smok- in´ in the Boys´ Room og Dr. Feel- good. Tónleikaferðin hefst í Banda- ríkjunum í febrúar á næsta ári. Spilað verður í rúmlega 60 borgum í Norður-Ameríku, auk þess sem þræddar verða tónleikahátíðir í Evrópu. Loks heldur sveitin tón- leika í Suðaustur-Asíu og Ástralíu. Í febrúar kemur einnig út tvö- föld safnplata með sveitinni sem nefnist Red, White & Crue. Hefur hún að geyma þrjú ný lög. „Við erum tilbúnir að rokka og róla,“ sagði Vince Neil á blaðamannafundi á dögunum. „Við erum enn Mötley og við getum ennþá rokkað.“ Sveitin var stofnuð árið 1981. Undanfarin ár hefur hún verið þekktari fyrir persónuleg vanda- mál liðsmanna hennar en tónlistar- flutning. Tommy Lee hefur átt í úti- stöðum við laganna verði. Meðal annars kærði fyrrum eiginkona hans Pamela Anderson hann fyrir að beita sig ofbeldi. Árið 1989 var Nikki Sixx nærri látinn eftir að hafa tekið of stóran skammt af heróíni auk þess sem Mick Mars er að jafna sig eftir mjaðmaskipti- aðgerð. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI ■ TÓNLIST MÖTLEY CRÜE Nikki Sixx í miðjunni, ásamt Tommy Lee til hægri og Vince Neil svara spurningum blaðamanna vegna tón- leikaferðarinnar. Tilbúnir að rokka og róla 68-69 (48-49) skrípó 9.12.2004 18:46 Page 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.