Fréttablaðið - 11.01.2005, Síða 46

Fréttablaðið - 11.01.2005, Síða 46
11. janúar 2005 ÞRIÐJUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli Ég þoli ekki ís- lenska veturinn, kuldann og myrkrið. Það er auðvitað með ólík- indum að maður sé ekki búinn að aðlag- ast þessum ósköpum í gegnum erfðir sam- kvæmt kokkabókum Darwins en það eitt að 21. aldar maður eins og ég sem get- ur rakið ættir sínar beint til Egils Skallagrímssonar skuli ekki halda veturinn út segir auðvitað allt sem segja þarf um þetta guðsvolaða land; það er á mörkum hins byggi- lega heims og þeir landnemar sem völdu þann kostinn að setjast hér að hljóta að hafa verið annað hvort pöddufullir eða orðnir geggjaðir af leiðindunum í Noregi. Hvernig fólk dró fram lífið hérna í upphafi, án allra nútíma- þæginda og geðdeyfðarlyfja, er mér hulin ráðgáta enda gengur maður fyrir tvöföldum skammti af prósakki í skammdeginu, botn- kyndir allt og vefur sig æðardúni áður en maður leggst til hvílu sem maður gæti haldið að væri sín síð- asta miðað við harmagrátinn og feigðarspangólið í vindinum. Það sem mér svíður þó mest í kuldanum er hversu vonlaust það er að bera sig vel við þessar geggj- uðu aðstæður. Það er ekki hægt að vera töff, kúl eða svalur í heim- skautakulda. Það er skelfing til þess að hugsa að karlkynsafkom- andi víkinga skuli þurfa að ganga um útbíaður í varasalva og raka- kremum, í síðum nærbuxum, lopa- sokkum, flíspeysu og Kanaúlpu. Með trefil, sultardropa í nefinu, rýnandi eins og sjónskert mold- varpa út um um móðug gleraugun. Íslenski veturinn sviptir lífið og tilveruna öllum sjarma þannig að eftir stendur manneskjan í sinni sorglegustu mynd í hvítri auðninni. Það er ekki einu sinni töff að reykja á þessu landi en jafnvel sjálfur Marlon Brando í sínu besta formi, spengilegur í leðurjakka, yrði eins og taðskegglingur ef hann þyrfti að húka uppi undir húsvegg í skafrenningi með rettuna sína. Hnattstaða þessa lands gerir þjóð- ina sjálfkrafa að leppalúðum. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON FINNUR SIG EKKI Í KULDANUM OG ER ORÐINN LEPPALÚÐI Að vera svalur í kuldanum M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Þetta er pott- þétt flottasta gæludýr sem ég hef séð! Þetta toppar allt ann- að. Heldur betur! Salamandra. Maður lif- andi! Ég botna ekkert í því hvernig þú fékkst leyfi fyrir þessu hjá foreldrum þínum! Ég hefði ekki einu sinni þorað að spyrja! Þá ertu alveg í takt við mig! S íðustu dagar sumarfrísins... Hafð'ann tvöfaldan. 32 bragðtegundir Hæ, pabbi. Ég hringdi bara til þess að segja að ég elska þig. Hæ, krúttið mitt, en hvað það var fall- ega hugsað! Var það eitthvað fleira? Nei. UMMMM... Ertu viss? Sjáðu til Solla. Ég er búinn að vera pabbi í rúmlega fimm ár... Ókey! Ókey! Og ég hellti óvart smá sýrópi inn í vídeótækið. AARGH! Palli! Ætlarðu að hjálpa mér að taka til í bílskúrnum? Því miður pabbi. Ég er að æfa mig. Gleymdu þessu! Ég get þetta ekki og ég nenni þessu ekki lengur!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.