Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 1
TÍMAMÓTASAMNINGUR Kjarasamn- ingur Félags framhaldsskólakennara hefur 21 prósents heildaráhrif á samningstímanum, sem er til 2008. Samningurinn felur í sér sömu hækkanir og á almennum vinnumark- aði. Sjá síðu 2 BEITTU TÁRAGASI OG KYLFUM Lögreglan á Ísafirði þurfti að grípa til kylfa og táragass vegna fagnaðar í heimahúsi aðfara- nótt laugardags. Lögreglan var fjórum sinnum kölluð út í sama fagnaðinn og voru þrír hand- teknir. Sjá síðu 2 KONAN NÁÐI EKKI KJÖRI Margrét Hólm Valsdóttir, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, náði ekki kjöri í aðalstjórn Sparisjóðabanka Íslands á föstudag. Fundar- boðinu fylgdi bréf iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, sem hvatti til þess að fleiri konur færu í stjórnir. Sjá síðu 2 HANDAHÓFSKENND VINNUBRÖGÐ ALÞINGIS Ríkisborgararéttur skákmeistar- ans Bobby Fischer verður tekinn til umræðu á Alþingi eftir helgina og má búast við að málið verði afgreitt á mánudagskvöld. Ragnar Aðal- steinsson telur vinnubrögð Alþingis handa- hófskennd. Sjá síðu 4 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Kvikmyndir 34 Tónlist 34 Viðskipti 12 Bækur 32 Íþróttir 24 Sjónvarp 36 SUNNUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 20. mars 2005 – 77. tölublað – 5. árgangur RIGNING EÐA SKÚRIR ALLRA VESTAST OG Á VESTFJÖRÐUM Annars að mestu þurrt. Milt í veðri og hiti víðast 4-10 stig. Sjá síðu 4. VÖTNIN KVIK Listakonan Jónína Guðna- dóttir verður með leiðsögn um sýningu sína „Vötnin kvik“ klukkan 14 í dag. Sýningin stendur nú yfir í Hafnarborg. 141.000 121.000 *Landið allt skv. fjölmiðlakönnun Gallups, feb. 2005. Fjöldi lesenda á sunnudögum* Ljósakallinn í austri Eitt af skemmtilegri sérkennum hins fallna Austur-Þýskalands var græni og rauði kallinn á gangbrautarljósunum. Þeir lifa enn góðu lífi, þrátt fyrir að múrinn illræmdi sé fyrir löngu fallinn. SÍÐA 16▲ Katrín á fleygiferð Söngkonan Sissel Kyrkjebø dvaldi hér á landi til að kynna tónleika sína sem verða í haust. Hún heillað- ist af landi og þjóð og kíkti á tónleika góðvinar síns, Placido Domingo. SÍÐA 20 ▲ Töfrar verða til SÍÐA 18 ▲ Katrín Jakobsdóttir vara- formaður VG líkir pólitísk- um áhuga við alkóhól- isma, segir stjórnmála- menn alltaf að plata og kennir kapítalismanum um fullnægingarþurrð kvenna. MÓTMÆLI „Það virðist vera helsta ósk ráðamanna að hægt sé að líta á Íraksstríðið sem sagnfræði sem fennir yfir en við látum þá ekki komast upp með það, enda megum við ganga að því vísu að ekki verði langt í næsta stríð ef við þögnum núna og látum þetta yfir okkur ganga, eða gleymum þessu,“ segir Stefán Pálsson, fundarstjóri mót- mæla friðarsinna, sem söfnuðust saman á Ingólfstorgi í gær til að minnast þess að tvö ár eru liðin frá innrás Bandaríkjamanna og bandalagsþjóða þeirra í Írak. End- uðu mótmælin við Stjórnarráðið. „Við dreifðum 730 spjöldum með nöfnum og persónuupplýs- ingum um 730 einstaklinga sem fallið hafa í stríðinu, einn fyrir hvern dag. Í lok aðgerðanna setti fólk spjöldin á svartan borða sem skilinn var eftir á tröppum Stjórn- arráðsins. Þetta var sterk sjónræn athöfn og ungliðar Samfylkingar og Vinstri grænna lögðust flatir fyrir framan borðana,“ segir Stef- án og bætir við að enginn úr ríkis- stjórninni hafi tekið á móti friðar- sinnunum utan lögregluliðs. Dagurinn í gær var alþjóðlegur mótmæladagur og fóru mótmæli fram víða um heim. Yfir tíu þús- und mótmælendur söfnuðust sam- an í Hyde Park í Lundúnum og um 15 þúsund manns í Istanbúl í Tyrklandi. Mótmæli voru skipu- lögð í flestum borgum Evrópu, en ólíklegt þótti að mannfjöldinn yrði viðlíka og hann var í febrúar 2003 þegar milljónir manna hvaðan- æva úr heiminum hvöttu Banda- ríkjaforseta til að ráðast ekki inn í Írak. - þlg Íraksstríði mótmælt Í dag eru tvö ár liðin frá innrásinni í Írak. Af því tilefni efndu íslenskir friðarsinnar í gær til mótmæla gegn stríðinu. ÍRAKSSTRÍÐINU MÓTMÆLT VIÐ STJÓRNARRÁÐIÐ Mótmælendur komu saman við Stjórnarráð Íslands í gær til að minnast þess að tvö ár eru liðin frá innrás Bandaríkjanna og bandalagsþjóða þeirra í Írak. 730 spjöld með upplýsingum um 730 fallna einstaklinga gengu á milli mótmælenda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FÓLK „Mér líður ágætlega og spái lít- ið í að vera orðin elst Íslendinga. Það er ágætt að vera aldraður þeg- ar maður er sæmilega frískur,“ seg- ir Guðfinna Einarsdóttir, sem í dag er 108 ára og 46 daga og slær þar með Íslandsmet Halldóru heitinnar Bjarnadóttur, sem varð 108 ára og 45 daga gömul. Guðfinna fæddist 2. febrúar árið 1897 í Ásgarði í Dalasýslu og bjó þar allt þar til hún flutti til Reykja- víkur árið 1970. „Ég hef alltaf kunnað vel við mig í borginni og hefur liðið vel hjá Jóhönnu dóttur minni. Ég var lánsöm að verða barns auðið, fjöl- skylda skiptir máli í lífinu. Mig hefur ekki langað á elli- heimili, en held að Íslendingar hljóti að hugsa vel um gamla fólkið sitt.“ Hún segir dagana líða bæði hratt og hægt. „Ég nenni ekkert orðið að gera nema að hlusta á útvarpið. Gæti prjónað en nenni því ekki enda blind á vinstra auga. Ég sef vel, en fæ stundum pirring í fæt- urna og bið þá Jóhönnu að bera á fæturna smyrsl til að róa þá.“ Guðfinna hafði talsvert af skáld- um að segja í heimasveitinni í gamla daga, en þeir Steinn Steinarr, Stefán frá Hvítárdal og Jóhannes úr Kötlum voru allir listamenn úr sömu sýslu. „Jú, ég þekkti til þeirra allra, en sjálf var ég hrifnust af tón- list,“ segir þessi elsta heiðurskona Íslands, sem ætlar ekki að gera sér dagamun í tilefni dagsins. - þlg ELST ALLRA ÍSLENDINGA Guðfinna Einarsdóttir nær þeim tímamótum í dag að verða elst allra Íslendinga, 108 ára og 46 daga, en 1703 var skráður einn karl sem var 110 ára í manntali Íslendinga. Guðfinna Einarsdóttir 108 ára og 46 daga gömul: Allra kvenna elst FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A ÁTÖK „Þeir reyndu bara að grýta okkur,“ sagði Magnús Þór Haf- steinsson þingmaður, en hópur íslenskra þingmanna sem var í heimsókn í Hebron í Palestínu varð fyrir grjótkasti ísraelskra landnema í gær. Þingmennirnir voru á ferð með friðargæslumönnum þegar grjóti og hrópum rigndi yfir þá. Magn- ús sagði að þetta hefðu verið odd- hvassir grjóthnullungar sem hent var af miklu afli og því mesta mildi að ekki urðu meiðsl á mönnum. Það voru börn og unglingar sem grýttu en þau voru uppi á húsþaki skammt frá. Auk Magnúsar eru með í för þingmennirnir Jónina Bjart- marz, Guðrún Ögmundsdóttir, Jón Bjarnason og Þuríður Back- man. Þau munu heimsækja ísra- elska þingið eftir helgi. - jse Íslensk sendinefnd í Palestínu: Íslenskir þingmenn grýttir í Hebron
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.