Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 6
6 20. mars 2005 SUNNUDAGUR „Forsjárlausir feður eru stór hóp- ur og lítið gert fyrir þá,“ segir Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra, sem telur oft á tíðum mannréttindi brotin á forsjárlausum feðrum og ætlunin sé að koma einhverjum málum til mannréttindadómstólsins í Strassborg. Þá telur Garðar að kerfið sem búið sé við í dag komi í veg fyrir að börn læri að þekkja og virða báða foreldra og að við- urkenningu skorti á því að börn búi á tveimur stöðum þó að forsjá þeirra sé hjá öðru foreldrinu. Fjöldi skilnaðarbarna er lið- lega 21 þúsund á Íslandi og með- lagsgreiðendur eru um tólf þús- und. Félaginu berast um fimm hundruð hringingar á ári og eru 87 prósent þeirra frá feðrum í vandræðum. ■ Vill gleyma ofbeldinu og muna góðu stundirnar Karlar berja konur, en berja konur karla? Fréttablaðið ræddi við eiginmann konu sem lagði til hans með hnífi í bræðiskasti. Sjö prósent karla sem hafa sam- band við Félag ábyrgra feðra segjast hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi af hálfu kvenna. Frétta- blaðið ræddi við einn þeirra, sem vill ekki láta nafn síns getið. Maðurinn hafði samband við Félag ábyrgra feðra fyrir tveimur árum, fyrst og fremst vegna um- gengnisréttar sem hann taldi sig vera svikinn um. Hann átti í erfið- leikum í samskiptum við barns- móður sína, sem honum fannst að notaði barnið gegn honum. Ónægt samkomulag um umgengnisrétt hefur leitt til þess að þau eru ekki enn skilin þó nokkur ár séu frá sambandsslitum. Viðmælandinn segir konu sína hafa fengið bræðisköst með reglulegu millibili. Þau hafi hún fengið allt frá byrjun sambands þeirra, en færst mjög í aukana. Hann telur líklegt að hún hafi fengið bræðisköstin annan hvern mánuð að meðaltali. Þau ein- kenndust helst af slæmum munn- söfnuði en nokkrum sinnum beitti hún einnig valdi. Eiginmaðurinn segir ekkert sérstakt hafa leyst bræðisköstin úr læðingi og hafi þau oft komið honum að óvörum. Hann segist þó sjálfur ekki hafa verið barnanna bestur og hafi líklega stundum sagt hluti sem hefðu mátt kyrrir liggja. Hann segist þó aldrei hafa beitt hana ofbeldi sjálfur. Aðalvandamálið telur hann hafa verið þunglyndi konu sinnar. Hann segist hafa reynt að standa með henni og hún hafi sjálf reynt að sækja sér hjálp. Meðal annars hafi hún leitað hjálpar á Kleppi, en honum fannst hún ekki fá bata þar. Hann telur líklegt að hún hafi neytt lyfja og það hafi ekki hjálpað til. Hann vildi ekki trúa því og þaggaði þær hugsanir nið- ur. Maðurinn segir fjölskyldu sína einnig hafa orðið fyrir bræði konunnar. Alvarlegasta at- vikið varð þegar hann átti að líta til með barninu, sem var sofandi. Maðurinn fór í bað og sofnaði, eins og hann átti vana til. Hann vaknaði upp við að eiginkonan lagði til hans með hnífi. Hann reyndi að verjast, en samt náði hún að skera hann í andlitið. Eina ástæðan sem eiginmaðurinn sá fyrir árásinni var að henni hefði gramist svo að hann væri sof- andi í baði á sama tíma og barnið svaf. Viðmælandinn segir að konan hafi ætíð iðrast. Hún hafi oft grát- ið og lofað bót og betrun. Bræðisköstin fékk hún oftast á kvöldin, segir hann, en tekur fram að barnið þeirra hafi aldrei orðið fyrir neinu slæmu. Hann segir það ekki hafa verið reglu að köstin kæmu undir áhrifum áfengis, en vissulega hafi það los- að um hömlur þegar hún kom seint heim frá því að hafa verið úti að skemmta sér. Eiginmaðurinn segist oft hafa kennt sjálfum sér um. Sagt sjálf- um sér að hann hefði mátt vita að hún væri viðkvæm. Hann segist eiga mjög erfitt með að tala um þessi mál vegna tilfinninga sinna til hennar og barnsins. Hann seg- ist vera að vinna sig út úr þessum málum og hefur rætt við sálfræð- ing. Auk þess kannast hann við annan mann sem hefur lent í svip- aðri reynslu og þeir hafa getað rætt málin. Að öðru leyti hefur hann ekki rætt þetta við nokkurn mann og konan sem hann er í sam- bandi með í dag veit einungis hluta af því sem fram fór. Helst vill hann gleyma þessum tíma og muna góðu stundirnar. solveig@frettabladid.is DÆMIÐ SNÝST VIÐ Til eru dæmi um konur sem beita menn sína líkamlegu ofbeldi. Myndin er sviðsett. Hlutfall foreldra sem nýta sér sameiginlega forsjá yfir börnum sínum eftir skilnað hefur marg- faldast síðasta áratug. Þetta kem- ur fram í grein Ingólfs V. Gísla- sonar, Dómar í forsjármálum, sem birt var nýverið í ritinu Rannsóknir í félagsvísindum. Um 10 prósent foreldra með lögskiln- að nýttu sér þennan möguleika árið 1992 þegar fyrst var boðið upp hann. Síðan þá hefur hlutfall þeirra sem nýta sér sameiginlegt forræði farið stigvaxandi og árið 2003 völdu 60 prósent foreldra þennan möguleika. Ógiftir for- eldrar sem slíta sambúð nýta þennan kost enn fremur en þeir sem fá lögskilnað, eða rúm 70 pró- sent. Ingólfur kemst að þeirri niðurstöðu í greininni að það sé goðsögn að vonlaust sé fyrir feð- ur að vinna forsjármál fyrir dóm- stólum. Er bent á að af 90 dómum sem kveðnir voru upp í forsjár- málum á árunum 1995-2001 hafi föður verið dæmd forsjáin í 40 prósentum tilvika og móður í 60 prósentum tilvika, en þetta eru allt aðrar tölur en einkenna þjóð- félagið í heild þar sem tæp 90 prósent barna eiga lögheimili hjá móður. ■ Karlaathvörf eru starfrækt víða í hinum vestræna heimi, til að mynda í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum. Á heimasíðu Kvennaathvarfs- ins má fá upplýsingar um karla- athvarf í Svíþjóð. Það var stofnað árið 1988 og heitir Manscentrum. Þangað geta karlað leitað vegna sambandsörðugleika, forsjár- deilna, skilnaða og vegna ofbeldis. Athvarfið er rekið með fjár- stuðningi frá ýmsum ríkisreknum stofnunum og sveitafélögum. Karl- ar á aldrinum 16 til 76 ára hafa leit- að til Manscentrum en meirihlut- inn er á aldrinum 30-50 ára. Fimm ráðgjafar eru starfandi þar og er hægt að fá stuðningsviðtöl í gegn- um síma og á staðnum. Tæplega tíu þúsund karlar höfðu haft sam- band við athvarfið frá stofnun til ársloka 2003; 40 prósent vegna sambandsörðugleika eða vegna skilnaðar en 23 prósent vegna of- beldis af einhverju tagi. Í þessu athvarfi er rík áhersla lögð á meðferð karla sem beita of- beldi og er meðferðin styrkt af sænska ríkinu. ■ Foreldrar eftir skilnað: Meirihluti velur sameiginlega forsjá Karlaathvörf starfrækt víða N R . 1 9 2 • M A R S 2 0 0 5 3 . T B L . • V E R Ð 8 9 9 K R . Össur & Árný 60síðuríslensk eldhús Tobba á Akureyri - Frúin í Hamborg Formannsheimili í Vesturbænum ALLT UM ELDHÚS ELDHÚSIN HEIMA HJÁ Möggu Rósu í IÐNÓ Leifi hjá LA PRIMAVERA Ágústi í SJÁVAR- KJALLARANUM UPP SEL T HJÁ ÚTG EFA NDA Hús og híbýli - Þinn lífstíll BÖRN AÐ LEIK Hlutfall foreldra sem velja að hafa sameiginlega forsjá yfir börnum sínum hefur marg- faldast síðasta áratug. Myndin tengist ekki efni fréttarinnar. Tuttugu þúsund skilnaðarbörn BORGARSTJÓRI OG FORMAÐURINN Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Garðar Baldvinsson, formaður Félags ábyrgra feðra. Félagið hefur óskað þess að borgin komi að væntanlegu karlaathvarfi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.