Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 53
Það var mikið um dýrðir í húsi Loftkastalans í gær þegar hjóla- brettasvæðið var opnað á ný eftir heils árs framkvæmdir og endur- bætur. Brunavarnayfirvöld létu loka brettagarðinum í fyrra en síðan hafa íslenskir brettamenn æft kúnstir sínar utanhúss, oftar en ekki í afleitu veðri. „Þörfin fyrir þetta er mikil því á Íslandi er jafnan voðalegt skíta- veður og þótt vorið sé á næsta leiti er aldrei hægt að stóla á ís- lenskt veðurfar, enda oftast vinda- og votviðrasamt,“ segir Reynar Davíð í Brimi, sem er einn styrktaraðila „Skatepark“. „Brettamenn hafa verið um all- an bæ að skeita og komin góð úti- svæði í Mosfellsbæ og Breiðholti, en nú vænkast hagur þeirra enn meir með nýjum og endurbættum parki. Strákarnir sem hafa verið hvað duglegastir að smíða og vinna að endurbótum hafa breytt öllu fram og til baka, en parkið var dálítið einhæft áður. Menn þurftu að vera svolítið mikið góð- ir til að geta nýtt sér hann hér áður, en nú er aðstaðan öll að- gengilegri og orðin við allra hæfi.“ Það er danski brettastrákurinn Troels Jørgensen sem hefur veg og vanda af breytingunum og hef- ur stýrt smíðum hinna bretta- strákanna. Troels er gífurlega vinsæll og þekktur í Danmörku og hefur haft mikil áhrif á íslensku skeitsenuna, en hann stundar nám við Listaháskólann. Reynar Davíð segir samfélag brettamanna hafa vaxið ört hin síðari ár. „Þar eru margir áhrifaþættir að verki, en fyrst og fremst er þetta heilbrigt sport sem hefur sýnt sig að heldur krökkum frá öllu rugli og fikti. Metnaður til að ná langt er áberandi og margir ís- lenskir brettastrákar keppa orðið erlendis og prýða blaðsíður bestu og virtustu brettatímarita heims, nú síðast unglingurinn Ómar Svan Ómarsson á Akureyri í Kingpin. Heimurinn minnkar sífellt og það sem gerist í Bandaríkjunum ger- ist samdægurs hér. Brettamenn í útlöndum eru margir hverjir of- urhetjur og hálfgerðar rokk- stjörnur, en um leið góðar fyrir- myndir. Þá hefur lífsstíll í kring- um sportið verið að aukast og margir sem fikta í báðar áttir með hjóla- og snjóbretti,“ segir Reynar Davíð og bætir við að aldurshópur skeitara sé frá tíu ára upp í þrí- tugt. „Meiðsl eru minniháttar, mest byltur, högg og rispur en engin há föll eða stórslys. Tíska skeitara var lengi vel sérstök og áberandi þáttur, en er orðin mun fjölbreytt- ari. Því má fólk ekki láta klæða- burðinn stoppa sig. Maður er fyrst og fremst maður sjálfur og lætur aðra ekki segja sér hvernig maður á að vera.“ thordis@frettabladid.is SUNNUDAGUR 20. mars 2005 21 FRUMSÝNUM NÝJAN GS KOMDU OG REYNSLUAKTU EINUM GLÆSILEGASTA BÍL SEM VÖL ER Á. OPIÐ SUNNUDAG FRÁ 13.00 TIL 16.00. NÝBÝLAVEGUR 6 • 200 KÓPAVOGUR • S. 570 5400 • WWW.LEXUS.IS NÝR GS Við leitum stöðugt að fullkomnun. Nýr Lexus GS færir þig nær tak- markinu. Stíllinn er glæsilegur, yfirbragðið sportlegt, viðbragðið snöggt og kraftmikið og aksturinn engu líkur. Vertu fremstur á þínu sviði. Aktu á nýjum Lexus GS. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 27 72 5 3 /2 00 5 The pursuit of perfection Jón Múli Árnason, sem var öll- um kunnur, sagði mér einu sinni sögu af tæknimanni hjá útvarp- inu. Það var á þeim tíma sem þjóðsöngurinn var ávallt leikinn í dagskrárlok. Tæknimaðurinn átti það til að láta hugann reika og gleyma stað og stund. Það gerði tæknimanninn nánast óhæfan. Og svo fór að hann hætti. En áður hafði hann týnt þjóðsöngnum þannig að það gerðist þá, sem aldrei átti að gerast, að dag- skránni lauk án þess að þjóðsöng- urinn væri leikinn. Nokkru síðar sagðist Jón Múli hafa verið að ganga til vinnu, snemma morguns, var að fara á morgunvakt. Veður var gott og enginn á ferli, enda klukkan ekki nema rétt um sex. Þar sem Jón Múli gekk var bíl ekið að honum, ökumaður stöðvaði bílinn, skrúf- aði niður rúðuna og bauð góðan dag. Hann sagðist vera skipstjóri á togara og bauð Jóni Múla far, sem hann þáði. Þá voru togararn- ir ekki skuttogarar og sjómenn unnu óvarðir fyrir veðri og vind- um. Það sást oft í fari þeirra. En þessi skipstjóri var mildur að sjá, vildi ræða við Jón Múla um tæknimanninn, þann sem hafði týnt þjóðsöngnum. Sagði hann vera háseta hjá sér og vildi vita hvernig hann hefði reynst hjá út- varpinu. Eftir stutt samtal sagð- ist skipstjórinn verða að segja sögu úr síðasta túr. Það var strekkingsvindur og allnokkur sjór. Allir hásetar voru komnir inn af dekkinu, nema tæknimaðurinn fyrrverandi. Skipstjórinn sagðist hafa horft á hann vinna, ekkert sérstaklega hrifinn af verklaginu, en frásögn- in var svosem ekkert um það. Jæja, þannig var að skipstjórinn sá skafl nokkurn, það er brotsjó, nálgast skipið. Augljóst var að tæknimaðurinn fyrrverandi var í nokkurri hættu. Skipstjórinn vildi vara hann við og kallaði: Gættu þín, gættu þín!“ Tækni- maðurinn fyrrverandi hélt áfram starfi sínu, heyrði ekki varnaðar- orð skipstjórans, enda þurfti sá að kalla upp í vindinn, sem óneit- anlega dró úr annars ágætum raddstyrk. Skipstjórinn kallaði enn og aftur, en hinn heyrði ekki. Brotsjórinn nálgaðist óðfluga og svo kom að hann skall á þvera síðu togarans, dekkið fylltist af sjó og tæknimaðurinn hvarf í öld- urnar sem fleyttu honum fram allt dekkið og til baka. Skipstjór- inn óttaðist. Missti sjónar á tæknimanninum og varð því mik- ið létt þegar aldan skilaði honum hundblautum á nánast sama stað og hann stóð þegar ólagið reið yfir togarann. Þegar sjóinn hafði skolað af dekkinu, skipstjórinn jafnað sig og tæknimaðurinn komið undir sig fótunum, horfði hann upp til skipstjórans, sem enn var skelfdur á svip. Tækni- maðurinn fyrrverandi lagði lóf- ana flata, hvorn við sitt munnvik- ið og kallaði upp til skipstjórans: „Varstu að segja eitthvað?“ Saga af... tæknimanni SIGURJÓN M. EGILSSON sigurjon@frettabladid.is NÝJAR ÍSLENSKAR ÞJÓÐSÖGUR með Sigurjóni Skeitað í skjóli fyrir skítaveðri Brettagarðurinn „Skatepark“ var opnaður í gær eftir árslangar betrumbætur. Brettamenn fagna því að komast inn á þurrt, en danski brettasnillingurinn Troels Jørgensen hefur átt veg og vanda af glæsileg- um breytingunum. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir átti orð við Reynar Davíð í Brimi, sem er styrktaraðili parksins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T O N I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.