Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 8
F yrir nokkru fóru starfsmenn skattrannsóknarstjóra í fylgdlögreglumanna inn á nokkra veitingastaði í Reykjavík oghöfðu þaðan á brott með sér bókhaldsgögn og annað varð- andi rekstur staðanna. Mæltist þessi heimsókn misjafnlega fyrir hjá sumum veitingamönnum. Þetta mun vera ein stærsta aðgerð embættisins fram til þessa, og kom í framhaldi af umræðu og skýrslu um svarta atvinnustarfsemi svokallaða hér á landi. Það orð hefur lengi legið á veitingahúsageiranum að þar sé mikið um svarta starfsemi. Laun starfsmanna séu ekki gefin upp til skatts og þá ekki skilað staðgreiðslu af þeim. Þá hefur það orð líka legið á þessari starfsemi að hráefni til matreiðslu á veitingastöðum sé ekki alltaf fengið eftir venjubundnum leiðum. Þessar ásakanir eiga að sjálfsögðu ekki við öll veitingahús, en þeir sem stunda slíka ólöglega starfsemi koma óorði á hina heiðarlegu í stéttinni, sem væntanlega eru fleiri en hinir. Í viðtali við Fréttablaðið fyrir helgi heldur formaður félags starfsfólks í veitingahúsum því fram að veltan í neðanjarðarhag- kerfi veitingageirans nemi milljörðum króna. Þarna er fast að orði kveðið, en það verður að ætla að sá sem heldur þessu fram þekki vel til þessarar starfsemi. Níels Sigurður Olgeirsson telur að 60-70 prósent starfsmanna á veitingastöðunum við Lauga- veginn hafi ekki tilskilin leyfi eða séu á skrá. Bæði útlendingar og Íslendingar. „Ég sé og veit að mínir félagar fá ekki vinnu ef á að gefa alla vinnu upp. En það þarf tvo til í öllum tilvikum. Ég sé í gegnum félagsgjöldin að það eru margir á lágmarkstaxtanum en það er langur vegur frá að það sé raunin. Í þessum geira vinna menn mikið og lítið sem ekkert er gefið upp af þessari vinnu,“ segir formaðurinn í viðtalinu. Hann segir að Matvís ætli í átak gegn ólöglegri starfsemi og hefur óskað eftir samstarfi við Eflingu og Samtök ferðaþjónustunnar í þessum efnum. Það er langt í frá að þetta vandamál sé einangrað við Ísland, því það er þekkt víða í nágrannalöndunum og er kannski helst bundið við litla veitingastaði en ekki stóru staðina og stóru hótel- in. Það er hins vegar ósanngjarnt að skella allri skuldinni á litlu staðina. Mjög erfitt getur verið að komast til botns í þessu máli, en það er ljóst að það hefur verið ærin ástæða fyrir því að skatt- rannsóknarstjóri lét til skarar skríða hjá veitingahúsunum. En það er ekki aðeins að þetta orð um neðanjarðarstarfsemi hafi legið á veitingahúsunum. Þar hafa líka verið tíð kennitöluskipti, svo með ólíkindum má telja. Eigendaskipti eru mjög tíð og ekki óþekkt að eigendur fari á hausinn, en haldi svo áfram rekstrinum með nýrri kennitölu. Allt þetta kemur óorði á heiðarlega og dug- lega veitingamenn sem sumir hverjir hafa ár eftir ár rekið staði sína undir sömu kennitölu og líða fyrir hina sem eru með óhreint mjöl í pokanum. ■ 20. mars 2005 SUNNUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Mikið er um neðanjarðarstarfsemi og kennitöluskipti í veitingahúsageiranum. Milljörðum skotið undan FRÁ DEGI TIL DAGS Allt kemur þetta óorði á heiðarlega og duglega veitingamenn sem sumir hverjir hafa ár eftir ár rekið staði sína undir sömu kennitölu og líða fyrir hina sem eru með óhreint mjöl í pokanum. ,, Hin eina sanna lagerútsala! Hin árlega lagersala mjög þekktra merkja er núna um helgina, 18.-20. mars 2005. - Ótrúlegt úrval & Ótrúleg verð - Verðdæmi: Buxur 2.000 Bolir 1.000 Skór 500 Útsalan verður haldin að Guðríðarstíg 6-8 í Grafaholti, gengið inn að ofan. Opnunartími: Föstudagur 16:00 - 19:00 Laugardagur 12:00 - 17:00 Sunnudagur 13:00 - 16:00 Fullt af góðum skóm og fatnaði á ótrúlegu verði. Krónísk stjórnarandstaða Það er kúnst í stjórnmálum að velja mál til að vera á móti þegar menn eru í stjórnarandstöðu. Sumar orrustur eru fyrir fram tapaðar. Þannig er eiginlega ekki hægt að vera á móti ókeypis dag- vist fyrir börn. Það virkar nánast eins og maður sé á móti börnum, sem er bannað! Guðlaugur Þór Þórðar- son reynir þó að finna leið til þess að vera í stjórnarandstöðu í dagvistarútspili R- listans. Niðurstað- an er gamaldags upphrópun um að málið sé ör- væntingarfullt útspil borgarstjóra þegar barnafólk hafi flúið til nágrannasveitarfélaga vegna hárra gjalda og lóðaskorts. Ólaf- ur F. Magnússon tekur hins vegar ann- an pól í hæðina og fagnar áformun- um. Enda vart hægt að vera á móti þeim nema út frá því prinsippi að barnlaust fólk sé ekki að niðurgreiða kostnað barnafólks. Krókódílatár og álversbarátta Húsvíkingar sjá sína sæng upp reidda þessa dagana, en ekki færri en þrjú fyrirtæki hafa sýnt áhuga á að byggja verksmiðjur í bænum. Húsvíkingar taka þessu fagnandi, en munu sjálfsagt slást við Eyfirðinga um staðsetningu álvers. Ekki er þó allt í húsi því góðar hug- myndir Húsvíkinga hafa ekki allar náð fullum þroska svo sem fyrirhugað krókodílaeldi og viðarþurrkun sem fór á hausinn. Þingeyingar eru bjartsýnt fólk og líklegt að fyrr eða síðar takist þeim að landa góðum fyrirtækjum í bæinn. Takist Húsvíkingum hins vegar að fá nýju fyrirtækin til sín yrði það væntan- lega mikil vítamínsprauta fyrir Húsavík, sem gæti þá farið á fullt í keppni um að verða höfuðstaður Norðurlands. Þingeyingar myndu líklega gráta krókó- dílatárum yfir örlögum Akureyringa ef höfuðstaðartitillinn yrði fluttur til Húsa- víkur. Akureyringar munu ekki gefa eftir álver hávaðalaust, enda mænt á þann kost af ekki minni störu en Austfirðing- ar. haflidi@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Þessa dagana eru fjölskyldur ís- lenskra fermingarbarna að slá lán í viðskiptabönkum sínum; misjafnlega há og misjafnlega þung í rekstri heimilisins. Þar fyrir utan er yfirdrátturinn nýtt- ur til fulls, svo og kortaheimildin. Að ekki sé talað um ókeypis hjálp frá vinum og venslamönnum. Vel þegna. Það skal sko ferma. Á undanliðnum áratugum hafa tiltölulega saklausar fermingar- veislur breyst í fjárhagslegt upp- nám. Svo að segja einfalt síðdegi hefur orðið að margra vikna ferli. Og erli – sem á sér engan líka. Sú var tíðin að lítilli tertusneið var tyllt á innskotsborðið heima hjá fermingarbarninu og öllu saman ropað niður með sínalkói og sjálfsögðu tali um veðrið og verð- bólguna. Nú hafa innskots- borðin vikið fyrir veislu- sölum. Og heimalagaða smurbrauðstertan fyrir þriggja rétta máltíð í anda franska eldhússins; eða þess ítalska, spænska, mexíkóska, indverska: Veldu ... 2.600 krónur á manninn ... sinnum hvað? 200 manns? Nema þá að sleppa þremenningunum? Varla! Ekki að tala um það að Sigurlaug frænka finni fyrir einhverri óvild. O nei. Og svo byrjar saman- burðurinn sem er olían á eldinn? Samfélagið hefur hann- að kerfi metings þar sem krakkar á einu viðkvæm- asta skeiði bernskuáranna reyna að toppa hvert annað í tilfinningaríkum saman- burði. Vísitalan er strikuð á blað með því að rifja upp tiltölulega vel heppnaða veislu og gjafabýsn frá því árinu á undan – og bæta svo sem eins og fimmtíu þúsund kalli við. Og svo gerist það að sum börn kætast fyrir ofan strik, önnur gremjast undir því. Spenna eða spælingur. Hér er ekki spurt um guð – heldur; hvað fékkstu? Og ég man ekki betur en ég hafi fengið orðabók, svefnpoka, gefjunarteppi og svefnbekk með skúffu. Ritsafn Davíðs Stefáns- sonar. Gullskreytta Biblíu. Man hvað ég var svekktur með monnípeninginn. Ekki nema nokkrir Hannesar Hafstein sem þá voru fimmhundruð kallar. Varla að þyrfti að smeygja um þá teygju, svo fáir sem þeir voru – og þunnir í samantektinni. Sjálfur er ég farinn að ferma nokkurn slatta af börnum. Þau hafa ekki fengið svefnbekki með skúffu. Enda er það haugamatur. Og vel að merkja; þau vilja ekki nokkurn skapaðan hlut nema beinharða peninga. Kannski nýjan farsíma – einhverja skrýtna kynslóð af slíku þingi ... sem ég þekki ekki. Og digital- myndavél, fartölvu. En þess utan pening. Böns af pening. Hundrað, helst hundrað og fimmtíu þúsund. Sem er ekki mikið. Þetta er æðislegt. Veislan er orðin áfeng. Og timburmennirnir teknir út í af- borgunum og greiðsludreifingu; harmkvælum heilu íbúðahverf- anna sem vita sem er að það eru engin efni til að slá út náungann í neyslu. En þessi harmur er bor- inn í hljóði; á einhverjum bekk inni í sneisafullri kirkjunni þar sem álútir foreldrar rísa úr sætum sínum og þiggja oblátu og safa – sem í eina tíð var ókeypis en kostar nú samkvæmt taxta prestsins sem græðir ekki minna en raftækjabúðin, veislusalurinn og kokkurinn. Þetta er æðislegt. Líklega eru ein tíu ár frá því ég skrifaði mína fyrstu frétt um fjárhagsvanda fjölskyldna sem voru að ferma börnin sín. Það þóttu mér nokkuð kostuleg tíð- indi. Og trúði varla mínum eigin orðum sem ég skrifaði á pappír- inn. Ef mig misminnir ekki eru einhver fimm ár frá því ég átti athyglisvert útvarpsviðtal við sálfræðing um fermingarkvíða fólks sem var að tapa börnum sín- um inn í unglingsárin. Mér er nær að halda að boðið sé upp á áfallahjálp í dag. Eða eitthvað þaðan af sterkara. Samfélagið er á harða- hlaupum. Og svo sem ekkert gefið að allt sé að fara til andskotans. Guð er þarna einhvers staðar. Vandinn er bara sá að hann virðist vera að missa rulluna sína. Hann var vissulega í aukahlutverki á mínum fínu fermingar- árum fyrir þrjátíu árum eða svo þegar herramenn gengu í rústrauðu slétt- flaueli með sláttuvéla- breiða slaufu um hálsbein- ið, en kannski erum við endanlega að klippa hann burt. Altso Guð. Kannski er hann ekki lengur nein hraðahindrun í ákafa sam- félagsins til efnislegra gæða og gjörvileika. Og þar fyrir utan er svona orðavaðall kallað klisja. Í öllum fermingarboð- unum úti um allan bæ þessi dægrin er haugur af fólki sem fermingarbörnin kannast ekkert við. Og þetta sama fólk skilur eftir fimmþúsund krónur í umslagi með staðlaðri kveðju um kærleikann og trúna. Gestalistinn er með öðrum orðum einfalt reikningsdæmi. Og krakkarnir sitja úti í horni og telja innkom- una; alsæl á mælikvarða eyðsl- unnar. Þetta er skrýtinn mælikvarði og einu gildir þótt okkur full- orðna fólkinu finnist tómahljóð í honum. Krökkunum finnst það ekki. Og þetta er þeirra dagur. Við höfum samviskusamlega hannað atburðarás fyrir þau; sýnt þeim að leiðin inn í fullorðinsárin liggur í gegnum skóginn þar sem peningar vaxa á trjánum. Og við hinir fullorðnu vitum að þetta er ekki heildarmyndin. En – þetta er fermingarmyndin. ■ Fermingarmyndin TÍÐARANDINN SIGMUNDUR ERNIR RÚNARSSON Í öllum fermingar- boðunum úti um all- an bæ þessi dægrin er haugur af fólki sem ferm- ingarbörnin kannast ekkert við. Og þetta sama fólk skil- ur eftir fimmþúsund krónur í umslagi með staðlaðri kveðju um kærleikann og trúna. ,, TE IK N : H EL G I S IG - W W W .H U G VE R K A. IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.