Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 70
VORNÁMSKEIÐ í Miðbæjarskóla og Mjódd Húsgagnaviðgerðir mánudaga / miðvikudaga kl.18-21 Glerlist / Mósaík miðvikudaga kl.15-18 / 18:45-21:45 Skrautskrift mánudaga kl. 18-21 í Mjódd Spænska f. byrjendur fimmtudaga kl.19:40-21:45 í Mjódd Námskeiðin standa í sex vikur tímabilið 4.apríl – 13.maí Upplýsingar og skráning í síma 5512992 og 5677050 Netfang: nfr@namsflokkar.is Heimasíða: www.namsflokkar.is Svo lengi lærir sem lifir Bandaríski blaðamaðurinn Bart Cameron hefur tekið við rit- stjórn blaðsins Grapevine, sem frá upphafi hefur verið í hönd- um Vals Gunnarssonar. Bart hefur áður skrifað greinar fyrir Grapevine, starfað sem blaða- maður hjá Iceland Review og er fréttaritari Associated Press á Íslandi. Hann hlakkar til að takast á við nýja starfið og ætlar að brydda upp á nýjungum. „Ég mun leggja hart að blaða- mönnum mínum að vera vel klæddir og krefjast þess að þeir leggi sér til munns trefjaríkt fæði. Þá ætla ég að yngja upp í hópi blaðamanna og ráða fleiri íslenska penna. Grapevine er glæsilegur stökkpallur fyrir blaðamenn og stúdenta sem vilja ná sér í reynslu og byggja upp ferilskrá áður en þeir halda utan til náms og starfa,“ segir Bart, sem hyggst hjálpa blaðamönn- um sínum að selja greinar til erlendra dagblaða og tímarita. „Annars fer enginn í skóna hans Vals, enda maðurinn orðinn almenningseign sem jarðar geisladiska. Ég neita að ganga um með kúrekahatt eða pósa í Speedo- sundskýlu á Laugaveginum til að ná athygli lesenda. Ég er hins vegar tilbúinn að segja skilið við virðulegt starf mitt á Iceland Review og sturta ferli mínum, orðspori og fjárhag i klósettið fyrir Grapevine. Ég hef tekið áhættu áður,“ segir Bart hress í bragði og bætir við að þeir Valur eigi ým- islegt sameiginlegt. „Við erum báðir 28 ára, með meistaragráðu í ensku og ljúkum okkar fyrstu skáldsögu í ár. Svo erum við báð- ir í hljómsveit. Bandið mitt The Foghorns spilar reglulega í Reykjavík og hefur gefið út diskinn So Sober. Aðeins á Íslandi.“ ■ RITSTJÓRINN BART CAMERON Tekur við ritstjórn Grapevine úr höndum Vals Gunnars- sonar, er með skáldsögu í smíðum og spilar í hljómsveit. „Þetta leggst ágætlega í mig, enda nóg af krefjandi verkefnum fram undan,“ segir nýkjörinn for- maður Stúdentaráðs, Elías Jón Guðjónsson, sem tekur við af Jar- þrúði Ásmundsdóttur á mánudag. Elías Jón var kosinn með að- eins tveimur atkvæðum af tutt- ugu, þegar átján sátu hjá. Hann er annar tveggja af Háskólalistanum sem náðu kjöri í nýafstöðnum kosningum og því í óvæntri stöðu sem formaður. „Við bjuggumst ekki við þessu fyrir fram en þegar úrslitin voru ljós gáfum við yfirlýsingu um að ætla ekki í meirihlutasamstarf með Vöku eða Röskvu. Okkar markmið var að fólk ynni saman, en okkur fannst eðli- legt að fylkingarnar stóru töluðu fyrst saman með sinn meirihluta atkvæða. Það gerðu þær ekki en Háskólalistinn samþykkti tillögur þar sem annað hvort Vaka eða Röskva færi með formennsku, háð því skilyrði að hin fylkingin sætti sig við niðurstöðuna með öllum at- kvæðum. Það gekk ekki. Sem for- maður var ég því ekki fyrsti kost- ur því báðar fylkingar vildu for- mennsku, en þær kusu þó ekki á móti svo einhver sátt var um kosn- inguna.“ Elías Jón segir Háskólalistann hafa komið með nýja hugsun í há- skólapólitíkina þegar hann bauð fyrst fram 2003; hugsun sem hafi verið á sveimi í Háskólanum árum saman. „Þetta snýst um að vera í hags- munafélagi. Háskólanemar eru einn hópur með sameiginlega hagsmuni og því eðlilegt að við stöndum saman í stað þess að skipta okkur í fylkingar. Nemend- ur hafa ekki almennilega skilið um hvað fylkingarnar rífast, í stað þess að vinna að hlutunum í sam- einingu. Við gerðum ráð fyrir að allar fylkingar væru með í starf- inu, en ekki útilokaðar eins og undanfarin tuttugu ár. Nú er eng- inn meirihluti í Stúdentaráði og allir kjörnir fulltrúar hafa um starfið að segja, enda útgangs- punktur að ná saman starfhæfu stúdentaráði þar sem kraftur allra einstaklinganna yrði nýttur. Þeir sem sækjast eftir kjöri gefa sig út fyrir að vinna að hagsmunum stúdenta. Ef það er raunin, sem ég reyndar trúi, þá munu allir leggja sitt af mörkum í stað þess að hugsa eingöngu um hag sinnar fylkingar,“ segir Elías Jón og bæt- ir við að sjálfur muni hann ekki starfa öðruvísi en að ráðfæra sig við aðra stjórnarliða. „Ég er formaður í skjóli hlut- leysis hinna. Gert er ráð fyrir að bæði Röskva og Vaka séu í for- mennsku í nefndum og leiði nefndastarf, sem er mjög mikil- vægt líka. Átján sátu hjá, en greiddu ekki atkvæði á móti. Ég var því kjörinn með öllum greidd- um atkvæðum, sem er nóg, þar sem hinir kusu að greiða ekki sitt atkvæði. Það lýsir þeirri afstöðu að þeirra fyrsti kostur hafi verið formaður úr eigin röðum, en ég finn meðbyr og sátt þótt ég hefði glaðst yfir að vera kosinn með fleiri atkvæðum. Ég hlakka um- fram allt til að takast á við starf- ið,“ segir Elías Jón, sem meðfram formannsstarfinu leggur stund á stjórnmálafræði. thordis@frettabladid.is 38 20. mars 2005 SUNNUDAGUR Starfsfólk RÚV á það til að veðjaum ólíklegustu hluti og áður en ákveðið var að ráða Auðun Georg Ólafsson í stöðu fréttastjóra var efnt til veðmáls innanhúss um hver myndi hreppa hnossið. Fréttamað- urinn Logi Bergmann Eiðsson upp- lýsti það á sameiginlegu Pressu- kvöldi Félags fréttamanna og Blaða- mannafélags Íslands í síðustu viku að aðeins einn, Ari Sigvaldason fréttamaður, hafi veðjað á réttan hest og hirt pottinn eftir að hafa hringt eitt símtal. Ari leiðrétti Loga að bragði og sagðist hafa hringt tvö símtöl, eitt í sjálfstæðismann sem sagði allt óljóst um ráðninguna og annað í framsóknarmann. Að því símtali loknu velktist Ari ekki í vafa og setti sinn pening á Auðun. ELÍAS JÓN GUÐJÓNSSON: STJÓRNMÁLAFRÆÐINEMI TEKUR VIÐ STÚDENTARÁÐI Formaður í skjóli hlutleysis FRÉTTIR AF FÓLKI HIN HLIÐIN HIN HLIÐIN Á ELÍNU MARÍU BJÖRNSDÓTTUR, STJÓRNANDA BRÚÐKAUPSÞÁTTARINS JÁ. Hvernig ertu núna? Ótrúlega skemmtileg. Augnlitur: Blár. Starf: Kennari, sýningarstjóri, sjónvarpskona og skartgripadrottning fyrir Pilgrim. Stjörnumerki: Hrútur. Hjúskaparstaða: Gift. Hvaðan ertu? Úr Garðabæ. Helsta afrek: Börnin mín. Helstu veikleikar: Ég tek að mér svolítið margt í einu. Helstu kostir: Jákvæðni. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Brúðkaupsþátturinn Já og Oprah. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Latabæjarútvarpið. Uppáhaldsmatur: Gourmet heimagerður matur, t.d. grillmatur. Uppáhaldsveitingastaður: Sowieso. Uppáhaldsborg: London. Mestu vonbrigði lífsins: Að Jónsi hafi ekki unnið í Eurovision. Áhugamál: Samvera með fjölskyldunni og fara á skíði. Viltu vinna milljón? Já, takk. Jeppi eða sportbíll? Sportbíll. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Ég ætlaði að verða læknir og líka mamma. Hver er fyndnastur/fyndnust? Daði rótari í Í svörtum fötum. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Keli. Trúir þú á drauga? Já, pínu. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Kanína. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Slanga. Áttu gæludýr? Nei. Besta kvikmynd í heimi: Cinema Para- diso. Besta bók í heimi: Íslenska orðabókin. Næst á dagskrá: Brúðkaupssýning Já. 8.4.1977 Langaði að verða læknir og mamma ...fær Galdrasetrið á Ströndum en forsvarsmenn þess hafa boðist til að reka út drauga sem hafa verið að angra forsetann í Malaví. HRÓSIÐ TEKUR VIÐ FORMENNSKU Í STÚDENTARÁÐI Á MORGUN Elías Jón Guðjónsson er nýkjörinn formaður Stúdentaráðs og fulltrúi Háskólalistans. Hann var kjörinn með tveimur atkvæðum af tuttugu en átján sátu hjá. Þrátt fyrir það segist Elías Jón finna sátt um sig í formannsstóli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Neitar að ganga með kúrekahatt í sundskýlu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.