Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 30
Brekkubæjarskóli, Akranesi Eftirfarandi kennarar og námsráðgjafi óskast til starfa næsta vetur: • Námsráðgjafi í 50% starf. • Umsjónarkennarar á yngsta stigi. • Sérkennarar í sérdeild. • Tónmenntakennari og leirlistakennari. Nánari upplýsingar veita: Skólastjóri Auður Hrólfsdóttir, netfang: audur@brak.is Aðstoðarskólastjóri Ingvar Ingvarsson, netfang: ingvar@brak.is. Sími skólans: 433 1300 Brekkubæjarskóli er heildstæður grunnskóli með u.þ.b. 440 nemendur í 1. -10. bekk. Skólastefna Brekkubæjarskóla er skýr framtíðarsýn í anda lífsleikni, manngildis og hugmynda um að til þess að ná árangri í skólastarfi þurfi að hlúa að vellíðan og starfsánægju bæði nemenda og starfsmanna. Það eru forsendur fyrir góðum árangri í námi og starfi. Meginmarkmið okkar er að hafa í heiðri siðfræðileg gildi og sýna árang- ur sem gerir okkur að lífsleikniskóla. Þessi stefna okkar heitir ,,Góður og fróður.î Við skólann starfar fjölbreyttur og samhentur starfshópur kennara og annarra starfsmanna. Skólabragur er mjög góður og skólaþróun í fyrir- rúmi. Skólinn er vel búinn tölvukosti og nýtt skólamötuneyti er tekið til starfa. Verið velkomin til að kynna ykkur aðstæður í skólanum, slóðin á heimasíðu skólans er www.brak.is Umsóknarfrestur er til 20. apríl. Umsóknir sendist til skólastjóra Brekkubæjarskóla, Vesturgötu 120, 300 Akranesi. Brekkubæjarskóli, Akranesi www. brak.is Skólastjóri Grundaskóli, Akranesi Okkur vantar 3 – 4 kennara næsta vetur. Helstu kennslugreinar eru enska, heimilisfræði, náttúrufræði og tónmennt auk umsjónarkennslu. Nánari upplýsingar veita: Guðbjartur Hannesson, skólastjóri vs. 433 1400, hs. 431 2723 og gsm. 899 7327, netfang grundaskoli@grundaskoli.is og Hrönn Ríkharðsdóttir, aðstoðarskólastjóri, vs. 433 1405, hs. 431 1104. Grundaskóli er heildstæður grunnskóli með um 490 nemendur og 70 starfsmenn. Í Grundaskóla er metnaðarfullt skólastarf, gott starfsumhverfi og góð samvinna starfsfólks, nemenda, foreldra og annarra samstarfsaðila skólans. Áherslur Grundaskóla eru vellíðan nemenda, kennsla við hæfi hvers og eins, fjölbreyttar kennsluaðferðir, list- og verkgreinar. Í Grundaskóla eru gerðar kröfur til nemenda og starfsfólks um dugnað, reglusemi, góða umgengni, góða ástundun og gagnkvæma virðingu. Slóðin á heimasíðu skólans er www.grundaskoli.is Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k. Umsóknir berist til Grundaskóla, Espigrund 1, 300 Akranesi. Grundaskóli www.grundaskoli.is Skólastjórar Auglýsing um lausar stöður í grunnskólum Akraneskaupstaðar 10 ATVINNA Fjölskyldumiðstöð Árborgar óskar eftir starfsmönnum í þjónustumiðstöð aldraðra, Grænumörk 5 á Selfossi Um er að ræða: Starf flokksstjóra Flokksstjóri hefur umsjón með rekstri og starfssemi þjón- ustumiðstöðvar aldraðra í Grænumörk og félaglegrar heimaþjónustu í samvinnu við iðjuþjálfa. Umsækjendur þurfa að hafa ökuréttindi. Tvær stöður vaktmanna Tvo vaktmenn vantar til starfa á sólarhringsvaktir í þjón- ustumiðstöð aldraðra í Grænumörk. Umsækjendur þurfa að hafa ökuréttindi. Nokkrar stöður starfsmanna Starfsmenn óskast til að sinna félagslegri heimaþjónustu. Um afleysingastörf er að ræða en möguleikar á framtíðar- störfum. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Herborg Hergeirsdótt- ir, iðjuþjálfi og starfandi verkefnisstjóri, í síma 480- 1900 og gudrunh@arborg.is Umsóknarfrestur er til mánudagsins 4. apríl 2005. Umsóknum skal beint til Fjölskyldumiðstöðvar Árborgar, störf í þjónustumiðstöð aldraðra, Ráðhúsi Árborgar, Austurvegi 2, 800 Selfossi. Starfsmenn þjónustumiðstöðvar veita öldruðum íbúum sveitar- félagsins félagslega heimaþjónustu en sinna einnig einstak- lingum sem búa í heimahúsum og geta ekki séð hjálparlaust um heimilishald og persónulega umhirðu vegna skertrar getu, fjöl- skylduaðstæðna, álags, veikinda, barnsburðar eða fötlunar. Í þjónustumiðstöð aldraðra er, auk 39 leigu- og kaupleiguíbúða, sem sérstaklega eru ætlaðar öldruðum, dagdvöl aldraðra, aðsetur félagslegrar heimaþjónustu, iðjuþjálfa, félags- og tómstundastarfs aldraðra, hárgreiðslustofa og fótaaðgerðarfræðingur. Sumarstarfsmenn í Þórsmörk Kynnisferðir ehf. auglýsa eftir sumarstarfs- mönnum í Húsadal í Þórsmörk frá miðjum maí til a.m.k. ágústloka 2005. Um er að ræða eftirfarandi störf: Skálaverðir (móttaka ferðamanna, eldamennska, þrif og þvottar) Bílstjórar með rútupróf, vanir akstri á hálendinu Trésmiður eða mjög vanur og laghentur maður til að sinna viðhaldi húsa og annarra mannvirkja Þórsmörk er sannkölluð náttúruparadís afmörkuð af jöklum, fjöllum og stórfljótum. Þar er mikil veðursæld, gróður er fjölbreytilegur og landslagið er stórbrotið. Í Húsadal hefur verið byggð upp ágæt aðstaða fyrir ferðamenn, bæði hvað varðar gistingu í skálum og húsum og annað. Skoðið heimasíðuna http://www.thorsmork.is. Umsækjendur þurfa að verða náttúruunnendur, hafa reynslu af þjónustustörfum og góða hæfni í mannleg- um samskiptum. Kunnátta í erlendum tungumálum, einkum ensku, er líka skilyrði. Umsóknir sendast til Kynnisferða ehf., Vesturvör 6, 200 Kópavogi fyrir kl. 17:00, 29. mars 2005, merktar „Þórsmörk 2005“. Einnig er hægt að senda umsóknir á netfangið sigridur@re.is Umsækjendur fá senda starfslýsingu, ef þeir óska þess. Haft verður samband við alla sem sækja um, eftir að umsóknarfrestur er runninn út. Heimasíður Kynnisferða: http://www.re.is http://www.thorsmork.is http://www.flybus.is Aðstoð/Eldhús Félagsþjónustan í Hæðargarði 31 óskar eftir að ráða aðstoðarmann í eldhús. Um er að ræða 63% starf, vinnutími er frá kl. 11:00-16:00. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Í Hæðargarði fer fram fjölbreytt starfsemi og boðið er upp á góða vinnuaðstöðu og líflegan starfsanda. Laun sam- kvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar. Allar nánari upplýsingar veitir Ásdís Skúladóttir, verkefnisstjóri í síma 568-3132, netfang:asdis.skuladottir@ reykjavik.is Sjá einnig almennar upplýsingar um laus störf og starfsmanna- stefnu Félagsþjónustunnar á vefsíðunni: www.felagsthjonustan.is Ljósafossskóli Forfallakennsla Vegna forfalla vantar kennara til starfa við skólann í apríl og maí. Einnig vantar íþrótta- kennara til að kenna sund og aðrar íþróttir. Það tekur um eina klukkustund að aka frá Reykjavík að Ljósafossskóla. Vinsamlega hafið samband við skólstjóra í síma 895-8401 eða sendið tölvupóst á dadi@gogg.is í síðasta lagi þriðjudaginn 30. mars. Skólastjóri Sumarstarf Bílaleiga á höfuðborgarsvæðinu óska eftir þjónustulunduðum starfskrafti til starfa í sumar. Viðkomandi þarf að hafa góða enskukunnáttu en gott væri ef um fleiri tungumál væri að ræða. Starfið felst í móttöku, verðfyrirspurnum, bókunum, frágangi á bílaleigusamningum við viðskiptavini og uppgjör- um. Þarf að hafa bílpróf og geta hafið störf sem fyrst. Áhugasamir umsækjendur sendi umsókn/fyrir- spurnir til ingi@benni.is eða sími 590-2063.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.