Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 4
4 20. mars 2005 SUNNUDAGUR Gangaslagur Menntaskólans í Reykjavík: Bjallan glumdi ekki SKÓLAMÁL Einu leyfilegu fjölda- slagsmálin á Íslandi, árviss gangaslagur Menntaskólans í Reykjavík, fóru fram á föstudag. Málið snýst um að nemendur sjötta bekks reyna að hringja bjöllu sem jafnframt hringir þá inn í tíma. Neðri bekkingar reyna að koma í veg fyrir að bjöllunni sé hringt og tókst það í þetta skiptið, þrátt fyrir olíuborna vígreifa sjöttubekkinga með einbeittan vilja. Skömmu síðar hringdu þó skólayfirvöld inn í tíma og varð fríið því stutt. Rektor skólans, Yngvi Péturs- son, segir þessa hefð ævagamla. Fyrstu slagsmálin sem skráð séu í sögu skólans hafi orðið 1861 en þá á heimavistinni. Óljóst sé hvenær hefðin mótaðist í núverandi mynd en líklega hafi það verið í byrjun 20. aldar. Yngvi segir bæði stráka og stelpur taka þátt í slagnum. Ekki ganga allir heilir til skógar eftir slagsmálin, segir Yngvi. Nokkuð er um fleiður og skeinur en að sögn Yngva hafa engin al- varleg slys orðið á síðustu árum. - sgi Handahófskennd vinnubrögð Alþingis Ríkisborgararéttur Bobby Fischer verður tekinn til umræðu á Alþingi eftir helgina. Búist er við að hann verði afgreiddur á mánudagskvöld. Ragnar Aðalsteinsson telur vinnubrögð Alþingis handahófskennd. ALÞINGI Mál skákmeistarans Bobby Fischer fær flýtimeðferð á Alþingi en Allsherjarnefnd Al- þingis samþykkti fyrir helgina með öllum greiddum atkvæðum að veita honum ríkisborgararétt. Sæmundur Pálsson, vinur Fischers, gerir ráð fyrir að fara til Japans til að sækja hann og bókar flugið eftir helgina. „Ég býst við að vera á þingpöllum á mánudag- inn til að sjá hvernig þetta fer,“ sagði hann í gær. Ragnar Aðalsteinsson hæsta- réttarlögmaður segir að fjölmarg- ir menn hafi dvalið á Íslandi árum saman og tali íslensku jafn vel og innfæddir. Þeir séu í raun orðnir Íslendingar en sumir þeirra verði ekki ríkisborgarar fyrr en eftir sjö ár. Valdið sé hjá Alþingi. Stundum hafi Alþingi notað það skynsam- lega og stundum óskynsamlega. „Alþingi hefur tilhneigingu til að setja ýmis sérsjónarmið. Tví- vegis hafa íþróttamenn fengið fyrirvaralausan ríkisborgararétt fyrir framgang keppnisíþrótta Ís- lands á alþjóðlegum vettvangi. Danska þingið hefur hins vegar hafnað slíku og talið rangt að mis- muna fólki af íþróttaástæðum,“ segir hann. Bjarni Benediktsson, formaður Allsherjarnefndar Alþingis, hefur sagt að erfitt sé að segja til um fordæmisgildi málsins og viljað gera sem minnst úr því. Ragnar telur hins vegar að málið hljóti að hafa fordæmisgildi. „Þeir sem sækja um ríkisborg- ararétt og eru í erfiðri aðstöðu munu auðvitað benda á þetta for- dæmi eins og fordæmið með íþróttamennina. Þetta er það sem mælir gegn svona handahófs- kenndum vinnubrögðum,“ segir hann og óttast að hætt verði að veita öðrum útlendingum ríkis- borgararétt í bili því nóg þyki gert með Fischer. Stjórnvöld séu hugs- anlega að slá sig til riddara í þessu máli. Ragnar kveðst ekki skilja sam- starf Japana og Bandaríkjamanna í þessu máli. „Mér er enn algjör- lega óljóst hvers vegna Fischer er haldið föngnum svona lengi án þess að framsalskrafa komi frá Bandaríkjunum. Hann er búinn að sitja meira en hálft ár í fangelsi og það er auðvitað brot á mann- réttindum hans.“ ghs@frettabladid.is Afganistan: Tugir látast í flóðum KABÚL, AP Að minnsta kosti 24 létust og hundruð urðu heimilislaus eftir mikil flóð í Afganistan í gær. Óttast er að tala látinna muni hækka. Eftir miklar rigningar í landinu flæddi stærsta á landsins, Helmand, yfir bakka sína með þessum afleiðingum. Yfirvöld búa sig nú undir meiri flóð, þar sem miklar rigningar og hlýnandi veður bræða nú þykk snjóalög eftir kaldasta vetur landsins í mörg ár. Þrátt fyrir eyðilegginguna ríkir nokkur bjartsýni vegna rigning- anna, þar sem miklir þurrkar hafa hrjáð landið undanfarin ár. ■ Hvalveiðar: Hafa lítil áhrif á ímynd FERÐAÞJÓNUSTA Ekki verður séð að hvalveiðar sumarið 2003 hafi haft áhrif á ímynd Íslands á helstu markaðssvæðum ferðaþjónustunn- ar. Þetta kemur fram í skýrslu um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands sem ferðamannalands sem lögð var fyrir á Alþingi í vikunni. Þar birt- ast umsagnir aðila sem starfa á helstu mörkuðum Íslands. Þar er varað við því að hvalveið- ar með meira umfangi og í atvinnu- skyni gætu verið skaðleg ímynd landsins. Mörður Árnason þing- maður, sem bað um skýrsluna í október 2003, segist hafa viljað sjá meira í hana lagt. Þá hafi hún borist allt of seint. Hann segir það skína í gegn að ferðaþjónustan sé mjög uggandi og vari við áfram- haldandi veiðum. ■ ■ RÚMENÍA ■ NÍGERÍA GANGASLAGUR Vígreifir sjöttubekkingar Menntaskólans í Reykjavík. Þeir náðu ekki að hringja bjöll- unni í þetta skiptið. Forsætisráðherra Póllands: Skiptir um flokk VARSJÁ, AP Forsætisráðherra Pól- lands, Marek Belka, tilkynnti í gær að hann myndi segja sig úr hinum óvinsæla stjórnarflokki sínum og ganga til liðs við nýstofnaðan Lýð- ræðisflokk þann 5. maí. Þann dag er áætlað að þingið kjósi um vant- trauststillögu stjórnarandstöðunn- ar. Tilkynningin þykir skýrt merki um að hann sé að reyna að fjar- lægjast stjórnarflokkinn fyrir kosningar, sem gætu orðið í júní. Lýðræðisflokkurinn var stofn- aður af fyrrum kommúnistum og meðlimum Samstöðu. ■ HVALVEIÐAR Hrefna skorin í fiskbúðinni Sæbjörgu. MENNTAMÁLARÁÐHERRA SAKAÐ- UR UM MÚTUR Menntamálaráð- herra Nígeríu, Fabian Osuji, hefur verið handtekinn vegna ásakana um að hann hafi mútað þingmönn- um í menntamálanefnd til að sam- þykkja útgjaldaáætlun ráðuneytis hans fyrir næsta ár. Safnaði hann fénu, 22 milljónum, hjá skólastjóra nígerískra framhaldsskóla. DÓTTIR CEAUSESCU Í MÁLAFERL- UM Dóttir Ceausescu-hjónanna, sem líflátin voru í kjölfar bylt- ingar árið 1989, hefur stefnt yfir- völdum í landinu. Hún vill að lík foreldra sinna verði grafin upp svo hægt verði að ganga úr skugga um að líkin séu raunveru- lega af þeim en um það efast hún mjög. KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 58,55 58,83 112,26 112,80 77,92 78,36 10,46 10,52 9,57 9,63 8,56 8,61 0,56 0,56 89,70 90,24 GENGI GJALDMIÐLA 18.03.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 106,61 +0,05% SÆMUNDUR PÁLSSON Vinur skákmeistarans Bobby Fischer ætlar að fljúga til Japans til að sækja hann úr haldi þegar Alþingi hefur afgreitt ríkisborg- ararétt Fischers eftir helgina. RAGNAR AÐALSTEINSSON HRL. Ragnar telur að vinnubrögð Alþingis séu handahófskennd og óttast að það komi niður á öðrum umsóknum um ríkisborg- ararétt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.