Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 20
Sóley Kristjánsdóttir eða Dj Sóley eins og flestir þekkja hana er núna á þriðja ári í sál- fræði. Hún er einnig að undirbúa ferð til Asíu og Ástralíu í sumar þar sem hún ætlar að skoða heiminn aðeins betur. Hún er einnig enn að þeyta skífum og er það helst í fjörinu á Vegamótum. Góður eldhúshnífur. Eftir að ég uppgötv- aði hvernig það er að vinna með alvöru hníf fær ekkert stöðvað mig í eldhúsinu. Ég sker niður grænmeti á ljóshraða og töfra fram nýja rétti á mettíma. Ég er alveg hætt að hjakkast á tómötunum. Ég nota voðalega fína japanska Global-hnífa. Heklunálin er vopn mitt við leiðind- um. Ég tek hana alltaf með í flugið eftir að hafa sannfært gaurana í tollinum um að hún sé bitlaus. Svo sit ég og hekla alla leið til útlandanna. Góðir hanskar. Þegar það er svona kalt úti eins og hefur verið undanfarna daga eru hanskarnir mér ómissandi. Þeir taka mesta blámann af höndunum. Einnig virkar túba af handáburði reyndar mjög vel á mig. Sverrir Bergmann vinnur á Popptíví þar sem hann er einn stjórnenda þáttarins Fríða og dýrið. Auk þess er hann í hljómsveitinni Daysleeper. „Dags daglega er ég að vinna á Popptíví á milli þess sem ég sem tónlist og leik mér í körfubolta,“ segir hann. Nintendo-tölvan mín er ómissandi af því að hún er traustasti vinur minn. Ég get alltaf farið til hennar sama hvernig á stendur. Það er alveg sama þótt ég svíki hana, hún tekur alltaf á móti mér aftur. Kassagítarinn er nauðsynlegur því hann hjálpar mér við að semja lög og lætur mér líða vel. Ekki bara það heldur er hann líka frábær ferðafélagi og heldur alltaf uppi fínni stemmningu í góðra vina hópi. Lazy-boy stóllinn minn. Hann inniheldur ísskáp þar sem ég kæli bjórinn minn og einnig er hann út- búinn sem nuddtæki. Hann nuddar mig því og kælir bjórinn minn á meðan ég horfi á sjónvarpið. Hann passar líka stór- kostlega vel með Nintendo-tölvunni minni. „Ég hef aldrei komið hingað áður. Við vöknuðum klukkan sex daginn eftir að við komum til þess að skoða Gullfoss, Geysi og Þingvelli. Veðrið var svo fallegt og þetta var fullkomið Ég hlakka svo til að koma í október og sjá haustlitina,“ segir Sissel, sem myndi sóma sér vel innan um haustlitina, hún er með mosagrænan augnskugga og rauðleitt hár. Hún er falleg kona og hefur gífurlega útgeislun sem nýt- ur sín best þegar hún brosir stóru brosi og hlær dillandi hlátri. Röddin alltaf verið til staðar Sissel hefur haft sönginn að atvinnu síðan hún var sextán ára en hefur þó sungið alla sína ævi að eigin sögn. „Ég byrjaði í barna- kór þegar ég var níu ára. Söngur fyrir mér er ekki eitthvað sem ég lærði heldur er hann mér náttúru- legur. Röddin og ánægjan af því að syngja hefur alltaf verið til staðar fyrir mig. Þetta hefur verið hluti af lífi mínu alla mína ævi og ég er þakklát fyrir að geta haft þetta að starfi. Það að fá að ferðast um allan heim er varla slæmur kostur.“ Að sögn hlustar Sissel aðallega á klassíska tónlist og djass. „Ég hef líka verið að hlusta á Swan Lee og norskan söngvara sem heitir Willi- am Hutt. Ég fæ þó áhrif alls staðar frá. Bæði frá fólki sem ég hitti og vinn með og frá öllu sem ég upplifi, les og sé. Ég hef unnið í mismun- andi stílum og tel það mikilvægt að festast ekki í sama stílnum. Ég hef til dæmis bæði unnið með Warren G og Placido Domingo, eins ólíkir og þeir eru. Það er mikilvægt að hafa mismunandi áherslur í vinn- unni. Þegar tveir ólíkir heimar hitt- ast eins og þegar ég vann með Warren G held ég að töfrar geti orðið til,“ segir hún dreymin á svip. Sturtan eini áheyrandinn Hún segist þó aðeins syngja lög sem henti hennar eigin rödd og alls ekki vilja syngja hvað sem er fyrir almenning. „Ég syng mörg mis- munandi lög en ég er mjög gagn- rýnin á það sem ég geri. Ég er minn harðasti gagnrýnandi. Ég veit hvað ég get prófað marga ólíka stíla en ég vil ekkert endilega gera það fyrir framan áhorfendur. Ég syng aðeins það besta fyrir almenning og sumt syng ég bara í sturtunni og það er nokkuð sem ég myndi aldrei syngja fyrir neinn annan en sjálfa mig, sturtan er þá eini áheyrandinn minn,“ segir hún og skellihlær. Snið tónleikanna í september verður á þann hátt að Sissel syngur ásamt hljómsveit sinni og íslensk- um stúlknakór. „Þetta verða popp- lög og klassísk þjóðlög í bland en gerð á minn eigin hátt. Ég verð ekkert hoppandi skyndilega frá einum stíl til annars. Tónleikarnir verða í rauninni byggðir á ferli mínum og hápunkt- um hans. Það verður mikið af fólki á sviðinu og voða gaman. Ég hlakka til að vinna með íslensku stúlkun- um. Þetta verður gott.....“æþþiss- lega gott,“ segir hún ánægð með ís- lenskukunnáttu sína. Tekur börnin með á ferðalög Sissel gaf út sína fyrstu plötu þegar hún var aðeins sextán ára gömul. Hún hefur gefið út fjölda platna síð- an og aðspurð hversu margar þær séu á hún í mestu vandræðum með að rifja það upp. Hún setur upp spurnarsvip og starir hugsi út í loft- ið. „Ég veit ekki, kannski fimmtán, nei ég veit það ekki, ég hef ekki hugmynd,“ segir hún og hlær aftur. Aðspurð hvort hún vinni svona mikið svarar hún: „Já þetta er nátt- úrlega vinnan mín! Annars væri ekki matur á borðum,“ segir hún og hlær enn. „Ég fæ ekki oft frítíma en stundum get ég gefið mér smá tíma til að gera það sem mig langar. Vera með fjölskyldunni minni til dæmis. Ég á tvö börn og þeim finnst stund- um gaman að eiga fræga mömmu. Þau fá líka stundum að koma með mér í tónleikaferðalög. Þeim finnst það rosalega gaman og njóta þess að ferðast og hitta nýtt fólk. Mér finnst líka mikilvægt að þau kynn- ist því um hvað starfið mitt snýst.“ Sissel segir að lokum að hún geti ekki beðið eftir að koma aftur í haust og halda tónleika fyrir Ís- lendinga og vinna með íslenskum tónlistarmönnum. Hún tekur þétt í höndina á blaðamanni, sem þakkar fyrir spjallið. Það er ekki annað hægt en að brosa eftir fund við þessa hlýju söngkonu sem virðist ekki hafa snefil af hroka þrátt fyrir að njóta jafn mikillar frægðar og frama og raunin er. Það er einnig augljóst að margir hérlendis bíða tónleika hennar með óþreyju því á þá seldist upp samdægurs. ■ 20. mars 2005 SUNNUDAGUR Töfrar verða til Söngkonan Sissel Kyrkjebø dvaldi hér- lendis í vikunni til þess að kynna tónleikana sína sem verða í haust. Einnig kíkti hún á tón- leika góðvinar síns, Placido Domingo. Borg- hildur Gunnarsdóttir hitti Sissel og spjallaði við hana um ferilinn og fleira. Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 199 kr/skeytið 11. hver vinnur. Eignastu hana á DVD Taktu þátt þú gætir unnið: Incredibles á DVD • Incredibles á VHS • Incredibles vasaútvarp • Incredibles Úr Aðrar DVD og VHS myndir • Kippu af Coca Cola og margt fleira. Sendu SMS skeytið BTL FBT á númerið 1900 og þú gætir unnið. SISSEL KYRKJEBØ Hún getur varla beðið eftir að snúa aftur til landsins í haust og halda tónleika fyrir Íslendinga en uppselt er á tónleikana, sem og aukatónleikana sem efnt var til vegna gífurlegrar aðsóknar. Ómissandi: Heklunál og kassagítar Sóley Kristjánsdóttir plötusnúður og Sverrir Bergmann tónlistarmaður völdu þrjá ómissandi hluti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.