Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 20.03.2005, Blaðsíða 11
Það virðist í tísku fleira en að verið sé að drepa síðasta hvalinn. Nú er heimsbyggðin heilaþvegin um að „hækkun hitastigs“ sé bara af völd- um hins hryllilega Homo Sapiens. Náttúrusveiflur eru ekki til umræðu frekar en með þorskinn. Hvalir, rán- dýr og fiskar eru friðuð og friðuð. Meira að segja Mikki refur á Ströndum má nú éta alla mófugla svæðisins – átölulaust. Svo rjúpurn- ar. Ég má ekki veiða 10 rjúpur í jólamatinn, en Mikki og minkarnir hafa óheft sóknarmark allt árið. Ég get bara étið það sem úti frýs! Svo er öll þessi þorskfriðun sem alls staðar hefur mistekist. Öfgarn- ar í friðun smáþorsks hafa verið stórskaðlegar – en „umhverfisvinir“ koma í veg fyrir að þau sönnunar- gögn séu rædd (sjá bakkafjordur.is – Gunnolfur ehf – Má veiða meiri þorsk). „Þorskurinn á að njóta vafans“ – þó enginn viti hver „vaf- inn“ er. Þetta er fínn frasi með „vafann“ sem svínvirkar í áróðrin- um. Gadus morhua skal hafa meiri rétt en Homo Sapiens – sem getur enn og aftur étið það sem úti frýs. Svo er þessi hækkun hitastigs. Alls ekki fjalla um það að hér við land hafi t.d. verið heitara 1924 til 1960 en í dag! „Fagmenn“ halda ráð- stefnur og sýna „mikla hækkun hitastigs“ – frá 1972 – byrjunarstaða – í enda hafísáranna 1972. Þetta skal jú vera Homo Sapiens að kenna – og ekkert múður með það. Alls ekki fjalla um að hitastig á norðurslóðum hafi verið mun hærra árin 800-1200 en í dag! Hefði verið „nútímaleg umhverfisvernd“ 800 til 1200 hefðu þessir bölvaðir víkinga-ribbaldar aldrei sloppið gegnum „umhverfis- mat“ þá og ekki fengið ferða-visa. Þá hefðu Ísland og Ameríka aldrei fundist og væru nú lifandi minja- safn – sem bara mætti skoða úr 30 þúsund feta hæð. Árin 800 til 1200 var Vatnajökull í tvennu lagi og reiðgata milli jökla – Hrafnkellsdalur / Öræfasveit – „greið leið – gatan liggur breið“ trall-la-la. Ekki segja frá því í trún- aði! Nú skal fjalla um „bráðnun jökla“ – en ekki að við séum að fær- ast til fyrra horfs hérlendis. „Slæm umhverfisáhrif“ árin 800 til 1200 hljóta þá að hafa haldið þessari reið- leið opinni – með bráðnun jökla. Helv... víkinga-ribbaldarnir – brenndu blessaðan skóginn og létu rollur éta laufið. Mögnuðu þannig upp CO2 árin 800 til 1200 með brennuvargshætti og rollufreti og þannig varð auðvitað þessi kólnun upp úr 1600 sem stækkaði Vatnajök- ul svo Hornafjörður næstum sökk. Þetta liggur í augum úti! Móðuharð- indin eru forfeðrunum að kenna. Þetta er jú alltaf Homo Sapiens að kenna – ekkert múður með það. Svo er það stærsta leyndarmál samtímans. Stórir hvalir drulla í trúnaði – allt að 200 tonnum á kjaft árlega – af ógeðslega umhverfis- vænum hvalakúk – í leyfisleysi. Þetta veldur bullandi CO2 mengun – til viðbótar fretinu. Hvalir svæla meira CO2 út í andrúmsloftið en öll iðjuver heimsins. Ekki segja fráðí! Hvalveiðar skulu ekki leyfðar. Aldrei! Hvalir hafa óskráð einka- leyfi til að freta gat á ósonlagið! Þetta á að vera Homo Sapiens að kenna – og hananú. Villidýr, rándýr og fiskar skulu hafa líffræðilegan forgang – af öll- um gerðum og stærðum – þar til Homo Sapiens verður kominn að fótum fram sjálfur í fyllingu tímans – í útrýmingarhættu vegna hungurs eins og þorskurinn. Þá setjum við bara Homo Sapiens á válista við hliðina á hinum þorskunum. ■ Fer Homo Sapiens á válista? 11SUNNUDAGUR 20. mars 2005 KRISTINN PÉTURSSON FISKVERKANDI BAKKAFIRÐI UMRÆÐAN SKRIFAR UM RÉTTINDI MANNA OG NÁTTÚRU Hvar eru peningarnir þínir? Gleypa reikningar og afborganir nánast öll launin þín um hver mánaðamót? Veltirðu því stundum fyrir þér í hvað peningarnir hafa eiginlega farið? • Hvar eru peningarnir? • Borgar sig að kaupa eða leigja? • Hvernig lán er best að taka? •Hvernig greiðum við niður skuldir á stuttum tíma? •Hvenær er best að byrja sparnað? •Hvernig sköpum við fjárhagslegt öryggi á efri árum? Í þessari nýstárlegu bók er að finna svör við þessum spurningum og bent á raunhæfar leiðir til að endurskipu- leggja fjármál heimilisins og eignast fé án þess að breyta um lífsstíl eða herða sultarólina. Ótrúlegur árangur á stuttum tíma og gjörbreyttur fjárhagur þegar litið er til lengri tíma. Ókeypis hjálpargögn á SPARA.IS! Bókinni fylgir veflykill sem veitir aðgang að hjálpargögnum sem auðvelda þér að finna peningana þína. Ingólfur H. Ingólfsson hefur um árabil haldið vinsæl námskeið um fjármál heimilanna og hjálpað fjölda fólks að ná tökum á fjármálum sínum. Komin í verslanir gróðaöflum þjóðfélagsins lausari tauminn. Áfram skal stefnt að sölu símans ásamt grunnneti þótt marg- sinnis hafi komið fram í könnunum að mikill meiri hluti þjóðarinnar er því andvígur. Forsætisráðherra Ís- lands þarf ekki að hlusta á fólkið í landinu. Eða trúir einhver því að Ís- lendingar hafi ekki efni á að byggja hátæknisjúkrahús á næstu árum án þess að til komi sala á Símanum. Er líklegt að einkavæddur sími þar sem gróðasjónarmið ráða muni bæta fjarskiptaþjónustuna í dreif- býlinu. Hræða ekki sporin frá einkavæðingu Íslandspósts fyrir nokkrum árum sem haft hefur í för með sér lakari þjónustu fyrir ýmsa staði úti á landsbyggðinni. Stofnun fyrirtækisins Landsnets sem iðnað- arráðherra Framsóknar, Valgerður Sverrisdóttir, hefur staðið fyrir að sögn samkv. tilskipunum frá EES, virðist helst munu hafa þann „ávinning“ í för með sér að kostnað- ur raforku húshitenda á lands- byggðinni mun hækka umtalsvert. Það er væntanlega liður í við- leitni ríkisstjórnarinnar til að efla jafnvægi í byggð landsins. Iðnaðar- ráðherra á sér þann draum að sam- eina og einkavæða orkufyrirtækin þrjú í landinu sem hafa verið í eigu ríkis og sveitarfélaga sem væntan- lega yrðu þá seld útlendingum að stærstum hluta, kannski Alcoa eða Alcan eða einhverjum öðrum á hin- um alþjóðlega fjármagnsmarkaði. Allt ber að sama brunni, hrá mark- aðslögmálin og gróðasjónarmið ráða för sem aldrei fyrr en peninga- stofnanir og gróðafurstar maka krókinn og leika sér með fjármuni þjóðarinnar eins og krakkar í sand- kassaleik meðan lífskjör stórs hluta þjóðarinnar standa í stað eða versna og 12-20 þúsund manns í landinu búa nánast við fátæktarmörk. Það er ófagur vitnisburður um stjórnar- stefnu ríkisstjórnar Davíðs og Hall- dórs og mætti þó margt fleira tína til svo sem stefnu í virkjana- og stóriðjumálum þar sem skammsýni og gróðasjónarmið ráða för. Varla munu framsóknarmenn almennt hafa ástæðu til að líta með stolti til verka núv. leiðtoga sinna í ríkis- stjórn enda mælist nú fylgi flokks- ins í sögulegu lágmarki um þessar mundir. En formaður flokksins er harla ánægður með allt. Nú virðist svo komið fyrir flokknum sem eitt sinn taldi sig málsvara bænda og dreifbýlisfólks að hann sér fátt ann- að úrræði en að gæla við Evrópu- sambandsaðild eins og tillaga sú sem samþykkt var á nýafstöðnu flokksþingi ber með sér sem þó er raunar opin í báða enda að hætti flokksins. Fátt sýnir betur uppgjöf flokks- ins og vantrú á það að þjóðin geti áfram sem hingað til lifað af því sem landið og hafið umhverfis gef- ur. Hvort formanninum tekst með tillöguflutningi þessum að næla í einhver atkvæði frá öðrum flokkum skal ósagt látið. Nema alþjóðlega magadansatriðið við setningu þingsins geti skilað honum eitthvað á þeirri leið, það skyldi þó aldrei vera. Það er „vitlaust gefið“ í ríkis- stjórn Halldórs og Davíðs. Menn hafa rangt við í spilunum. Afleiðing- in verður misskipting. Það þarf að gefa upp á nýtt með nýjum mönnum við borðið. Því fyrr – þeim mun betra fyrir þjóðina. Höfundur er sóknarprestur á Mælifelli í Skagafirði. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.