Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 20
 23. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR20 hagur heimilanna „Ég tel mig hafa svo gott peningavit að það hefur bjargað mér oftar en einu sinni og oftar en tvisvar,“ segir Hólmfríður Anna Baldursdóttir, upplýsinga- fulltrúi Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, á Íslandi. Hólmfríður þurfti að leggja haus í bleyti stundarkorn spurð um bestu og verstu kaup sem hún hefði gert um ævina en eftir umhugsunar- frest lá í augum uppi hver bestu kaup hennar voru. „Það er fyrsta íbúðin mín sem ég keypti fyrir tæpum tveimur árum síðan. Hún hefur hækkað svo mikið í verði eins og allar fasteignir að það verða tvímælalaust að teljast bestu kaup sem ég hef gert og er ég þá að líta til verðgildis. Á henni hef ég stórgrætt svo ekki sé meira sagt.“ Hvað verstu kaupin varðar fékkst ekkert verra út úr Hólmfríði en nokk- ur fatakaup erlendis. „Það er í fljótu bragði ekkert sérstakt sem ég man eftir sem einhver hræðileg kaup. Hins vegar á ég það til að versla frá mér allt vit þegar ég er erlendis, sérstaklega ef ég er tímabundin, og það hefur oft komið fyrir. Þá vakna ég daginn eftir með föt í töskunni minni sem hvorki passa né eru sérlega falleg og stundum man ég ekkert hvar eða hvenær ég keypti viðkomandi flík. Þetta er algengt enn þann dag í dag hjá mér en verra verður það nú ekki í mínu tilfelli. NEYTANDINN: HÓLMFRÍÐUR ANNA BALDURSDÓTTIR, UPPLÝSINGAFULLTRÚI UNICEF Peningavitið bjargaði mér Skrifstofa Landssambands kúabænda hefur flutt og er nú í húsnæði Osta- og smjörsölunnar að Bitruhálsi 2. Með flutningunum breyttust síma- og faxnúmer sambandsins. Nýtt símanúmer er nú 569 1661 og nýtt faxnúmer er nú 567 3465. Á heimasíðu Landssambandsins segir að ástæða flutningsins sé að nú skapist tækifæri til náins samstarfs með mjólkur- iðnaðinum, í gegn um Samtök afurðarstöðva í mjólkuriðn- aði, Osta- og smjörsöluna og MS. ■ Verslun og þjónusta Skrifstofa LK flutt í Osta- og smjörsöluna Símanotandi á oft á tíðum mjög erfitt með að átta sig á því hvar honum er best borgið þegar kemur að kostnaði við símnotkun. Símafyrirtækin bjóða upp á mikinn fjölda tilboða sem gera gjaldskrár þeirra óaðgengilegar. Ljóst er að kostnaður hvers og eins ræðst að miklu leyti af því hvar viðmælendurnir eru í viðskiptum. Í könnun verðlagseftirlits Alþýðu- sambands Íslands kom í ljós að fyrir hinn almenna símnotanda getur verið meira en að segja það að ráða í gjaldskrár símafyrir- tækjanna og ekki alltaf auðvelt að átta sig á hvar hagkvæmast er að eiga sín viðskipti. Bæði Síminn og Og Vodafone bjóða ýmis tilboð sem fela í sér að hringja megi í ákveðið símanúmer innan kerfis viðkomandi fyrirtækis án endur- gjalds. Gjaldskrár fyrirtækjanna eru þannig uppbyggðar að síma- kostnaður einstaklinga fer að miklu leyti eftir því við hvern þeir sem þeir hringja í eiga við- skipti. Þetta kemur til af því að það er yfirleitt alltaf dýrara að hringja í númer hjá öðru símafyr- irtæki en því sem viðkomandi skiptir við. Þetta á sérstaklega við um farsíma. Það kostar um 50 krónur að hringja þriggja mínútna símtal úr heimasíma í farsíma sem er hjá sama símafyrirtæki og þú skiptir við. Þetta sama símtal kostar 66 krónur ef þú hringir í númer sem er skráð hjá öðru símafyrirtæki. Sé notaður farsími kostar símtal- ið 36 krónur ef viðtakandinn skiptir við sama fyrirtæki, en 68 krónur að meðaltali ef hann gerir það ekki. Það er langtum dýrara að hringja úr farsíma í heimasíma en á milli tveggja heimasíma. Fimm mínútna langt símtal í heimasíma kostar að meðaltali 12,50 krónur ef hringt er úr öðrum heimasíma en sama símtal kostar 79 krónur ef hringt er úr farsíma. Munurinn á þessu tvennu er 530 prósent. Í hnotskurn má segja að niður- stöður verðlagseftirlits Alþýðu- sambandsins hafi sýnt fram á að gjaldtaka félaganna tveggja sé áþekk. Þetta á til dæmis við um mánaðargjöld heimasíma og far- síma og gjaldtöku fyrir símtöl til útlanda. svavar@frettabladid.is Símafyrirtæki með villandi gjaldskrár ■ Besta ráðið sem ég get gefið er að þvo alls ekki gardínur heldur viðra þær fyrsta árið, ef þess þarf, og setja þær síðan í hreinsun,“ segir Signý Ólafsdóttir, sölumaður og ráð- gjafi í gluggatjaldabúðinni Z-brautum & gluggatjöldum. Signý segir eina ráðið á rimlagardínur sé að nota á þær sérstakan bursta sem fæst í versluninni þeirra. „Rimlagardínunum er lokað og burstanum strokið yfir,“ segir Signý og bendir á að ekki þurfi að taka gardínurn- ar niður og að alls ekki megi nota vatn á trérimla eða of heitt vatn á aðrar tegundir rimla. „Þá verpast þeir og verða ónýtir.“ GÓÐ HÚSRÁÐ GARDÍNUR Í HREINSUN OG RIMLAR BURSTAÐIR SIGNÝ ÓLAFSDÓTTIR Ávaxtabíllinn, sem selur ávexti í áskrift til fyrirtækja og í gegn um netverslun til heimila, hefur nú opnað heilsusjoppu á Nýbýlavegi með úrvali hollra bita. Þar má finna pastabakka, ávaxta- og grænmetisbakka, hollar langlokur, grænmetissúpu, ávaxta/skyrdrykki, orkudrykki, orkustangir og ýmislegt fleira. Allir réttirnir eru tilbúnir og hægt að taka með sér. ■ Verslun og þjónusta Heilsusjoppa í ávaxtabílnum TALAÐ Í SÍMANN Enginn nútímamaður getur símalaus verið. Ekki er þó víst að allir viti hvar hag þeirra er best borgið þegar kemur að símaþjónustu. Útgjöldin > Verð á 40W rafmagnsperu í febrúar hvers árs. Miðað við verðlag á öllu landinu. Heimild: Hagstofa Íslands 2003 2005 2006 84 K r. 81 K r. 76 K r. 87 k r. 2004 Miði á bíósýningu kostar 800 krónur á manninn hvort sem það er í bíó hjá Sam- bíóunum eða Smárabíói. Á íslenskar myndir er þó heldur dýrara, yfirleitt 1.000 krónur. Ýmis tilboð eru gjarnan í gangi. Hjá Sambíóum kostar þannig 550 krónur á manninn fyrir öryrkja og eldri borgara, 400 krónur fyrir fimm ára og yngri og 650 krónur fyrir þá sem greiða með svarta kortinu. Svo eru stundum tilboð 2 fyrir 1 á valdar myndir eða miðinn á 400 eða 600 krónur. Hjá Smárabíói kostar bíómiðinn 800 krónur á allar sýn- ingar nema íslenskar sýningar. Fyrir sex ára og yngri kostar 450 krónur og 500 krónur fyrir eldri borgara og öryrkja. Stundum er boðið upp á 400 krónur á ákveðnar sýningar. Í lúxussal, hvort sem það er hjá Sambíóunum eða í Smárabíó, kostar 1.700 krónur og er inneignarnóta í sjoppu eða bar innifalin. ■ Hvað kostar... í bíó? Almennt gjald er 800 krónur Ótakmarkað niðurhal sem fyrir- tæki í samkeppni á internetmark- aði auglýsa er takmörkum háð. Síminn og OgVodafone senda til- kynningu þegar farið er yfir ákveðinn fjölda gígabæta af sóttu efni á mánuði og gerist það ítrek- að áskilja þau sér rétt til að tak- marka þjónustuna. Hive takmark- ar þjónustuna sé farið yfir ákveðið viðmið í niðurhali. Síminn aðvarar viðskiptavini sína þegar komið er yfir 100 gíga- bæt í niðurhali á mánuði og gerist það ítrekað er gripið til þess ráðs að takmarka hraða tengingarinn- ar. Og Vodafone sendir tilkynn- ingu til viðskiptavina sinna þegar farið er yfir 40 gígabæt í niður- hali á mánuði og áskilur sér rétt til að synja rétthafa um þjónustu um stundarsakir eða til frambúð- ar gerist þetta ítrekað. Hive sendir enga aðvörun en áskilur sér rétt til að setja þá sem fara fram yfir fjögur gígabæt á sólarhring á sérstaka bandvídd í einn sólarhring. Þessar ráðstafanir fyrirtækj- anna eru til þess að gæta að óhóf- leg notkun einstakra notenda komi ekki niður á internetnotkun annarra viðskiptavina og alls stað- ar er tekið fram að það sé fátítt að notkun fari fram úr hámarksvið- miðum. - sdg INTERNETNOTKUN ER MIKIL Á ÍSLENSKUM HEIMILUM Öll fyrirtækin tilgreina hámarks- fjölda gígabæta sem má hala niður á mánuðiog áskilja sér rétt til aðgerða sé notkun umfram það. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Síminn, Hive og Og Vodafone auglýsa ótakmarkað niðurhal: Ótakmarkað með skilyrðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.