Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 27
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. GÓÐAN DAG! Í dag er fimmtudagurinn 23. febrúar, 54. dagur ársins 2006. Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík 8.56 13.41 18.27 Akureyri 8.47 13.26 18.06 Ferðamenn geta fengið góð ráð um það hvernig á að haga sér í löndum þar sem fuglaflensan hefur komið upp á heimasíðu Landlæknisembættisins, www. landlaeknir.is. Á heimasíðu Alþjóða dýraheilbrigðissamtak- anna, www.oie.int, eru ítarlegar upplýsingar um í hvaða löndum fuglaflensan hefur greinst. Mynstraðar flíkur eru mjög heitar núna. Á tískusýningum erlendis má sjá að djörf mynstur eru að koma sterk inn og í íslenskum verslun- um má til dæmis finna mikið af doppóttum og röndóttum flíkum. Fermingarveislusýning stendur yfir í flestum verslunum Blóma- vals. Á sýningunni má skoða fullbúin veisluborð í ýmsum litum og fá hugmyndir fyrir ferm- ingarveisluna. ALLT HITT TÍSKA - HEIMILI - HEILSA NÚ ER UNNIÐ AÐ ÞRÓUN NÝS HÚÐKREMS Í SVÍÞJÓÐ SEM INNIHELDUR ENSÍMI ÚR HROGNUM OG GELATÍN EN KREMIÐ GERIR KRAFTAVERK FYRIR EXEM- OG PSORIASIS- SJÚKLINGA. Sótt hefur verið einkaleyfi fyrir nýju húðkremi í Svíþjóð. Kremið er búið til úr ensími úr hrognum og gelatíni úr fiski. Þetta kemur fram í blaðinu Gemini, vísindariti sem gefið er út af rannsóknarstofnunum NTNU og Sintef í Noregi, en þar segir að ensímið zonase, sem finnst í fiskhrognum, geti brotið niður dauðar húðfrumur án þess að skaða lifandi húðfrumur. Kremið virkar vel gegn psoriasis og exemi og getur kremið einnig örvað vökt nýrra húðfrumna. Innblásturinn að kreminu kom frá starfsmönnum í fiskvinnslustöð í Björgvin í Noregi. Starfsmennirnir unnu alla daga með hendur í köldu vatni við að handleika laxaseiði og hrogn. Í stað þess að húð á höndum þeirra yrði rauð og sprungin sem við var að búast urðu hendurnar silkimjúkar. Nýja húðkremið hefur verið prófað við Háskólasjúkrahúsið í Linköping í Svíþjóð og hefur það reynst vel. Frétt fengin af www.skip.is Fiskihrogn fyrir húðina OF MIKIL SALTNEYSLA Flestir borða meira salt en mælt er með. Hár blóðþrýsingur er meðal fylgifiska of mikillar saltneyslu. HEILSA 11 HERRATÍSKAN Engra róttækra breytinga er að vænta í herratískunni á næstu misserum. TÍSKA 2 Díana Dögg Víglunds- dóttir heldur mikið upp á tvær flíkur sem hún á, Diesel-peysu sem hún fékk í afmælisgjöf og kápu sem mamma hennar fermdist í. „Diesel-peysan er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég fékk hana í afmælisgjöf í nóvember 2004. Mér finnst hún svakalega falleg og er oft í henni,“ segir Díana Dögg sem er atorkusamur nemi á lokaári í ferðamála- fræði. Hún kennir einnig dans í dansstúdíói WC og segir að það sé mjög mikið að gera. „Önnur flík sem ég held mikið upp á er kápa sem mamma mín fermdist í og er með fallegu „baby-doll“ sniði. Þetta er yfirhöfnin sem ég geng daglega í. Ég fann hana einhvern tímann fyrir 1-2 árum síðan og sá að hún smellpassaði og eignaði mér hana á staðnum. Ég heillast af ákveðnum snið- um og er með algerlega á hreinu hvaða snið ég vil. Ég kaupi mér alltaf föt í þess- um sniðum.“ Hún segist einnig vera mikil jakka- manneskja og eiga ógrynni af jökkum og kápum. Díana segir aðspurð að hún reyni að forðast að versla með því hugarfari að finna eitthvað ákveðið. „Oft- ast er það þannig að ég sé eitthvað og kaupi það og er ég frábærlega ánægð með það. Þess vegna á ég mikið af jökkum því ég er alltaf að sjá flotta jakka, Ef ég er að leita að einhverju sérstöku þá finn ég aldrei neitt og fer tómhent heim. Mest versla ég í þessum týpísku búðum, 17, Zöru, Vero Moda og Oasis.“ Þessa dagana er Díana á fullu að undirbúa sumarið en hún mun vinna sem hótel- stjóri á Eddu-hótelinu í Nes- kaupstað þar sem hún vann einnig í fyrra. Heillast af sniðum Díana Dögg í fermingarkápu móður sinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.