Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 65
 23. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR36 bio@frettabladid.is Árið 1966 sló Truman Capote í gegn með bók sinni In Cold Blood. Með henni reyndi rithöfundurinn fyrir sér með nýju sniði, færði raunverulegan atburð í skáldsögu- legt form. Morð á fjögurra manna fjölskyldu í Kansas fangaði rithöf- undinn, sem þá hafði getið sér gott orð fyrir handrit að kvikmynd sem John Huston kom á hvíta tjaldið og skartaði sjálfum Humphrey Bogart í aðalhlutverk- inu. Þar að auki lá eftir hann bókin Breakfast at Tiffany‘s, sem síðar meir átti einnig eftir að verða færð í kvikmyndabúning með eft- irminnilegum hætti. Umfjöllun um morðin á Clutter-fjölskyldunni vöktu strax áhuga Capotes, sem ákvað að ferðast til Kansas og rannsaka málið frekar fyrir blaðagrein. Eftir því sem rithöfundurinn gróf dýpra heltók málið hann og Capote ákvað að greinin skyldi verða að bók. Hann tók viðtal við ógæfumanninn Perry Smith og með þeim tókst mikill vinskapur. Capote fór smám saman að reyna að hjálpa honum en gerði sér einnig grein fyrir því að eini full- nægjandi endirinn á bókinni væri aftaka Perrys. Philip Seymour Hoffman, Cath- erine Keener og Chris Cooper leika aðalhlutverkin en leikstjóri er Bennett Miller. Hann og Hoff- man eru æskuvinir og kynntust fyrst árið 1984. Myndin er byggð á ævisögu sem Gerald Clarke skráði en hann varð góður vinur rithöf- undarins á meðan á því stóð. Capote er tilnefnd til fimm Ósk- arsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin. Maðurinn á bakvið bókina CAPOTE OG LEE Vinkona Capote, Nelle Harper Lee, skrifaði eina sögu, To Kill a Mocking- bird, sem var lauslega byggð á ævi Capote. Hún uppskar Pulitzer-verðlaunin fyrir verkið. Bresku gæðaleikararnir Emma Thompson og Colin Firth eru í aðalhlutverkum í barnagaman- myndinni Nanny McPhee, auk hinnar síungu Angelu Lansbury. Cedric Brown er einstæður sjö barna faðir sem veit ekki sitt rjúk- andi ráð. Börnin hans virðast vera óalandi og óferjandi og hafa sautj- án barnfóstur gefist upp og tekið pokann sinn. Börnin eru uppá- tækjasöm með eindæmum og eru lætin meira en margur þolir. Brown gerir örvæntingarfulla lokatilraun og fær til liðs við sig enn eina barnfóstruna en gerir sér þó ekki miklar vonir. Sú nýja ber nafnið Nanny McPhee og er langt frá því að vera neitt augnayndi. Hún lætur sér hins vegar fátt um finnast um lætin og leiðindin í börnunum. Eftir því sem lengra líður á dvöl hennar hjá Brown- fjölskyldunni verður hegðun fólks æ undarlegri. Brown fer allt í einu að fara á fjörurnar við hvaða konu sem er og hefur óþreyjufulla leit að kvonfangi. Adelaide frænka hans færist öll í aukana og hótar að taka börnin af honum ef ástand- ið fer ekki að batna. FIRTH OG LANSBURY Leika aðalhlutverkin í kvikmyndinni Nanny McPhee sem hefur fengið prýðilega dóma erlendis. Brjáluðu börnin Spilling valdamikilla lyfja- fyrirtækja, efasemdir eigin- manns og Afríka eru helsta umfjöllunarefni kvikmynd- arinnar The Constant Gard- ener. Mikið stórskotalið kemur að þessari kvikmynd og var hún tilnefnd til tíu Bafta-verðlauna. Á afskiptu svæði í norðurhluta Kenía finnst Tessa Quayle myrt. Líkið er illa farið og grunur fellur strax á lækni sem var með henni í för en er nú horfinn. Kringum- stæðurnar benda til þess að Tessa hafi átt í ástarsambandi við lækn- inn en hún var gift sendiráðs- starfsmanninum Justin Quayle, sem stóð í þeirri trú að hjónaband- ið stæði traustum fótum. Breskir ráðamenn í Kenía vilja að Justin leyfi lögreglunni að vinna sitt verk en hann er ekki sáttur við útskýr- ingarnar sem hann fær. Hann hefur hingað til verið þekktur fyrir hógværð og hálfgerðan rolu- skap en ákveður nú að komast til botns í málinu sjálfur. Fljótlega verður honum ljóst að Tessu hafði tekist að styggja valdamikla menn og um leið sér hann hjónaband sitt í nýju ljósi. Þau Ralph Fiennes og Rachel Weisz fara með aðalhlutverkin í The Constant Gardener og hafa þau bæði hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Weisz hefur fengið ívið meiri athygli fyrir túlkun sína enda er Fiennes þekkt- ur fyrir að standa sig vel. Weisz er hins vegar frægust fyrir að kljást við upprisnar múmíur með Brend- an Fraser. Auk þeirra Weisz og Fiennes eru Bill Nighy og Pete Postlethwaite í stórum hlutverk- um. Brasilíski leikstjórinn Fern- ando Meirelles leikstýrir mynd- inni. Hann vakti mikla athygli fyrir kvikmyndina Borg Guðs (Cidade de Deus) og var meðal annars tilnefndur til óskarsverð- launa sem besti leikstjórinn. Afr- íka er sögusviðið að þessu sinni. Þessi fátæka heimsálfa hefur að mestu verið í fréttum fyrir borg- arastyrjaldir, óöld, alnæmi og hungursneyð eftir að nýlendu- herrarnir hurfu á brott. Í kvikmyndinni er sjónum beint að stóru lyfjafyrirtækjun- um og spurningum velt upp um siðferðislega ábyrgð þeirra. Myndin er byggð á þekktri skáld- sögu eftir John le Carré og er haft eftir höfundinum að hann hefði allt eins getað gert olíu- eða tóbaksfyrirtækin að skotspæni en þegar athygli hans hefði verið vakin á hinum voldugu lyfjafyrirtækjum og starfsemi þeirra í Afríku hefði ekki verið aftur snúið. „Lyfjafyrirtækin standa vissulega fyrir allt það sem við búumst við af þeim; vonir og drauma. Hin hliðin á þeim er mun dekkri og lituð af vænisjúkri leynd, græðgi og spillingu,“ skrif- aði rithöfundurinn í grein árið 2001. Eftir að Meirelles var ráð- inn leikstjóri myndarinnar afþakkaði hann öll verkefni eftir myndina Borg Guðs sem kom út fyrir fjórum árum og sökkti sér niður í óaðgengilegan heim lyfja- fyrirtækjanna. „Ég er sjálfur frá Brasilíu og hef kynnst veldi þeirra af eigin raun. Það er ótrú- legt að fylgjast með viðbrögðum stóru fyrirtækjanna þegar reynt er að framleiða ódýrari lyf,“ sagði Meirelles. Ábyrgð lyfjafyrirtækjanna FRUMSÝNDAR UM HELGINA DÓMAR Í ERLENDUM MIÐLUM Nanny McPhee Internet Movie Database 6,9 / 10 Rottentomatoes.com 75 % / Fersk Metacritic.com 6,8 / 10 Capote Internet Movie Database 8,1 / 10 Rottentomatoes.com 91% / Fersk Metacritic.com 8,2 / 10 The Constant Gardener Internet Movie Database 7,6 / 10 Rottentomatoes.com 81% / Fersk Metacritic.com 6,7 / 10 Philip Seymour Hoffman er af mörgum talinn einn besti leikari heims um þessar mundir. Hann hefur nú þegar hlotið Bafta- verðlaunin og bandarísku leikaraverðlaunin fyrir leik sinn sem Truman Capote og ófáir veðja á hann fyrir óskarinn. Ganga jafnvel margir svo langt að segja þetta í höfn hjá drengnum. Hoffman birtist fyrst á skjánum í Law & Order árið 1991 og hefur síðan verið hamhleypa til verka og leikið í að minnsta kosti einni mynd á ári. Hoffman er menntaður leikari frá Háskólanum í New York. Hann var sviðsleikari, lék í nokkrum sjálfstæðum kvikmyndum og fékk nokkur smáhlutverk í draumaverksmiðjunni. Stjarna Hoffmans fór þó ekki að rísa fyrr en hann komst í kynni við leikstjórann Paul Thomas Anderson og er Hoffman í áskrift á hlutverk í kvikmyndum hans. Hoffman lék í hinni grátbroslegu Boogie Nights þar sem Burt Reynolds stal senunni. Í kjölfarið fylgdu myndir á borð við The Big Lebowski og Happiness þar sem Hoffman var mjög eftir- minnilegur svo ekki sé meira sagt. Það er þó ekki fyrr en með frumsýningu Magnolia sem Hoffman fékk viðurkenningu fyrir leik sinn og eftir það hefur hann verið á grænni grein. Hoffman vandar valið og lætur ekki gullhamra gagnrýnenda stíga sér til höfuðs. Hann er trúr sjálfum sér og lætur ekki velgengnina glepja sig. Draumur leikstjórans PHILIP SEYMOUR HOFFMAN Hefur á undanförnum árum skipað sér í framvarðarsveit bandarískra leikara. > Ekki missa af... Það er sann- kölluð gósentíð hjá kvikmynda- áhugafólki um þessar mundir. Good Night and Good Luck er sýnd í Laug- arásbíói og er óhætt að mæla með henni. Transamerica er skemmtileg viðbót. Hún fjallar um kynskiptinginn Bree sem hefur uppi á syni sínum. Felicity Huffman fer á kostum í hlutverki kynskiptingsins og ekki kæmi á óvart að hún hreppti óskarinn fyrir túlkun sína. Þá má ekki gleyma Munich eftir Steven Spielberg. Þar fer Eric Bana fyrir fríðum flokki leikara. Myndin er tilnefnd til óskarsverðlauna sem besta myndin. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi og varla hægt að klúðra bíóferðinni þessa helgina. And it is the humble opinion of this narrator that strange things happen all the time. And so it goes, and so it goes. And the book says, „We may be through with the past, but the past ain‘t through with us.“ Ein magnaðasta kvikmynd síðari tíma er tvímælalaust Magnolia en hún er sannkallað meistaraverk úr smiðju leikstjórans Paul Thomas Anderson. JUSTIN QUAYLE Reynir að leysa morðið á eiginkonu sinni en flækist fljótlega í mikinn spillingarvef valdamikilla lyfjafyrirtækja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.