Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 23.02.2006, Blaðsíða 67
 23. febrúar 2006 FIMMTUDAGUR38 maturogvin@frettabladid.is DAX skammtari snertifrír DAX handspritt í snertifr. DAX handsápa mild 600ml m.dælu 197kr. 5.973 kr. 650 kr. Hreinar hendur örugg samskipti Jóhanna Runólfsdóttir Sjúkraliði, ráðgjafi hjá RV R V 62 03 D DAX handáburður 250ml 238 kr. Í da g 23 . feb rúar kyn nir Jóh ann a ha nds prit t, han dsá pu o g kr em frá DAX í ve rslu n RV mill i kl. 14: 00 o g 17 :00. Kampavínið Moet & Chandon verð- ur í öndvegi á sameiginlegum vín- lista veitingastaðanna sem taka þátt í Food & Fun. Jafnframt hefur það verið valið hátíð- arkampavínið á glæsilegum gala-kvöldverði á Nordica á laugardagskvöldið þar sem verðlaun verða veitt í mat- reiðslukeppninni sem fer fram í Listasafni Reykjavíkur fyrr um daginn. Moet-kampavín er mest selda kampavín í ver- öldinni og er úr sömu fjöl- skyldu og „konungur“ kampavínsins, Dom Pérign- on. Kampavín á rætur að rekja aftur til átjándu aldar og var fundið upp fyrir slysni. Franski munkurinn Dom Pérign- on var að brugga en sökum mistaka í gerjunarferli komu fram loftbólur í víninu. Gerði munkurinn allt hvað hann gat til þess að fjarlægja loft- bólurnar úr víninu sem hann var að búa til - en tókst ekki. Sagan segir að Dom Pérignon hafi sagt: „Ég drekk stjörn- ur!“, þegar hann smakkaði freyðandi vínið í fyrsta sinn. Í stað þess að reyna að fjar- lægja loftbólurnar úr vín- inu fann hann þess í stað aðferð til þess að gera vínið tært og drykkjar- hæft og fljótlega varð það eftirsótt meðal frönsku yfirstéttarinnar. Claude Moet var einmitt vinur munksins og var með fyrstu mönnum til að hefja framleiðslu á þess- um magnaða drykk. MOET & CHANDON: Valið hátíðarkampavínið > Ekki gleyma ...bragðdropunum frá Boyajian þegar þig vantar romm, piparmyntu, möndlu eða lakkrísbragð í baksturinn. Þeir fást í Kokku. Þýsk vín hafa verið í mikilli sókn undanfarin ár. Ekki er langt síðan flestir litu niður á þýsk vín, hin dísætu Liebfraumilch vín voru nánast það eina sem fólk þekkti. En á síðustu árum hafa orðið gríð- arlegar framfarir í þýskri vín- gerð og síðastliðin ár hafa þýsku vínin slegið í gegn. Víntímarit hafa hampað þeim og flestir bestu veitingastaðir Vesturlanda leggja sig fram um að bjóða uppá þau á vínlistum sínum. Má nefna að á veitingastað stórleikarans Roberts De Niro í New York eru fimmtíu þýsk riesling-vín á vín- listanum. Þessi bylgja hefur ekki skilað sér í sambærilegum mæli á veitingastaði hérlendis og segja reyndir vínþjónar skýringuna að Íslendingar séu ennþá fordóma- fullir gagnvart þýskum vínum, ástkonumjólkin sé enn á sveimi í hugum landans! Vonandi breytist þetta hratt því bestu þýsku vínin eru afbragðs matarvín og eiga einkar vel við okkar ágæta sjávarfang. Í Vínbúðum hefur framboðið aukist lítillega þótt áherslan sé einkum á ódýrari og einfaldari vínin. Ekki er mikið framboð af dýrari vínum. En ódýru vínin standa mjög vel fyrir sínu, þýsku riesling-vínin eru afar hagstæð í verði hér á landi vegna þess að þau eru lág í alkóhóli og ofuralkó- hólskattarnir leggjast því ekki af eins miklum þunga og alkóhólrík- ari vín. Vegna hins lága alkó- hólmagns eru þau kjörin í sam- kvæmi, hægt að dreypa á þeim eins og bjór án þess að svífi um of á mannskapinn. Eitt helsta andlit nýju þýsku vínbylgjunnar er Ernst Loosen, sem valinn var maður ársins í Decanter í fyrra. Hann hlaut við- urkenninguna ekki aðeins fyrir framúrskarandi vín sín, heldur ekki síður fyrir þau miklu og góðu áhrif sem hann hefur haft á aðra víngerðarmenn Þýskalands. Hann hefur kvatt kollega sína óspart til að auka gæði framleiðslu sinnar, barist gegn úreltu regluverki þýskrar víngerðar sem fjötrar þá bestu en hampar þeim slökustu, og verið óopinber sendiherra þýskrar víngerðar á erlendri grundu. Það er ekki að ósekju að hann er oft kallaður „Herra Riesl- ing“ því enginn hefur átt jafn mikinn þátt í því og hann að hefja þá mögnuðu þrúgu til vegs og virðingar á ný. Riesling-þrúgan er þekkt fyrir að taka sérstaklega vel við helstu sérkennum jarð- vegsins þar sem hún er ræktuð og í góðum víngörðum geta orðið úr henni hreint stórkostleg vín. Þetta veit Ernst Loosen og fyrir tilstilli manna eins og hans hefur þýsk víngerð tekið stakkaskipt- um undanfarinn áratug og er leit- un að vínum sem eru jafn spenn- andi í dag og þýsk hvítvín. Hátt flug á þýskum vínum DR. ERNST LOOSEN Í víngarðinum Urziger Wurzgarten. Hvaða matar gætir þú síst verið án? Það er sennilega grænt te. Ég er algjörlega háð því. Fyrsta minningin um mat? Fyrsta minningin er agúrka sem ég fékk beint úr gróðurhúsi þegar ég var um þriggja ára, í aftursæti á gulum Volkswagen. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Það er grillað villisvín sem ég fékk á ítölskum fjallaveitingastað um árið. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég held að kæstur hákarl sé það eina sem ég get ekki látið ofan í mig. Leyndarmál úr eldhússkápunum? Munið að eiga alltaf ferskar kryddjurtir, þær lífga upp á flestan mat. Hvað borðar þú til að láta þér líða betur? Þegar ég vil láta mér líða betur fæ ég mér popp. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Ég lít ekki á það sem skyldu að eiga alltaf til einhverja tiltekna fæðu en ég held ég eigi þó oftast til ost í ísskápnum. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða mat tækir þú með þér? Ekkert sem ég gæti látið vaxa eða ræktað þar. Ætli ég tæki ekki með mér harðfisk og íslenskt smjör. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Það er sjálfsagt krókódílakjöt sem ég fékk á kvikmyndasetti í Bretlandi. Við fengum líka að smakka strútskjöt. Kjötið sjálft var svosem ekki skrýtið, bara nokkuð gott, heldur var það tilhugsunin að þetta væri krókódíll. MATGÆÐINGURINN: ÁSTA SIGHVATS ÓLAFSDÓTTIR LEIKKONA Át agúrku í aftursæti á gulum Volkswagen Hrefna Rósa Jóhannsdóttir, kokk- ur á Sjávarkjallaranum, valdi upp- skrift að sjávarréttasúpu til að deila með lesendum Fréttablaðs- ins. „Þetta er mín útgáfa af jap- anskri sjávarréttasúpu sem er óskaplega góð. Þetta er tær súpa, sjávarréttasúpa þarf ekkert að vera rjómalöguð. Ég valdi létta súpu sem er upplögð í forrétt. Við erum með japanskan gestakokk hérna á Sjávarkjallaranum og það var hann sem hafði áhrif á ákvörð- un mína um uppskrift,“ segir Hrefna Rósa en hún vann á Apó- tekinu þegar hún var nemi í starf- inu. „Ég byrjaði tuttugu ára að læra að verða kokkur og hef alltaf haft rosalega gaman af að elda. Alveg frá því að ég var lítil hef ég horft mikið á kokkaþætti og fundist þetta starf voðalega spennandi og mikið fyrir mig. Ég hélt samt að starfið væri allt öðruvísi, en í rauninni passaði þetta mér jafnvel betur en ég hafði áttað mig á í byrjun.“ Aðspurð hvað henni finnist nauðsynlegt að eiga í matargerð segir hún: „Ég nota mikið kókos- mjólk í staðinn fyrir rjóma þegar ég elda. Ég er frekar dugleg að elda fyrir sjálfa mig og þá elda ég helst ýmiss konar grænmetisrétti í karrý, mikið af hrísgrjónaréttum og núðluréttum. Það er ekkert sem ég gæti ekki hugsað mér að elda, ég er frekar opin fyrir öllu og alls ekki matvönd.“ Aðferð: Pillið humarhalana og tígrisrækjuna. Hitið pott og brún- ið humarskelina ásamt tígris- rækjuskelinni í pottinum. Setjið tvo lítra af vatni út í ásamt söxuð- um hvítlauknum, skalottlauknum og lemongrassinu. Bætið anís- stjörnunum og kardimommunum út í ásamt tómatpurréinu. Sjóðið við vægan hita í 30 mínútur og sigtið. Setjið súpuna aftur í pott ásamt limeberkinum og kryddið með salti og pipar. Hreinsið skötu- selinn og hörpuskelina. Hitið súpuna upp ásamt skelfiskinum (humar, hörpu og rækju) og fiskin- um. Þá ætti fiskurinn að vera eld- aður í súpunni. Sjávarréttasúpa Hrefnu HREFNA JÓHANNSDÓTTIR Hún valdi uppskrift að japanskri sjávarréttasúpu samkvæmt ráði gestakokks hjá Sjávarkjallaranum. SJÁVARRÉTTASÚPA FYRIR 4: 8 humarhalar 8 tígrisrækjur 4 hörpuskel 100 g skötuselur 2 lemongrass 2 rif hvítlaukur 2 skalottlaukur 1 anísstjarna 2 kardimommur 2 msk. tómatpurré 1 lime (börkurinn) salt og pipar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.